Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 9
ísland í máli cg myndum.
— Helgafell.
í fyrra hóf HelgafeU að gefa
út bókaflokk, sem nefndist ísland
í máli og myndum. Þetta átti að
verða „land og stund í lifandi
myndum“, og byrjunin löfaði góðu
um að svo yrði. f formála gat að
lesa m.a. þessi orð: „Jafnvel ís-
latbd er stærra og fjölbreyttara en
svv), að vér megnum að unna því
öllu í sömu andrá nema skáidlega
eins og ofurlítið fjarlægri hug-
mynd. Dýpsta ást vor á landinu er
bundin við ákveðna reiti, kannske
einn ag kannske marga. í hugum |
vorum eru þessir staðir ekki tákn
iandsins eða ímynd, heldur landið
sjálft, sjáanlegt, heyranlegt og á-
þreifanlegt. Sá, sem ekki ann ein
H ok/ns&nrifrvt /
inn Helgason setur sig í spor Ás-
gríms Jónssonar fyrir hálfri öld
og loks lýsir Þorsteinn frá Hamri
nokkrum áföngum Borgfirðings.
Síðan koma myndirnar. Þær eru
nær 40, flestar aftast í bókinni,
nema Öskjugosmyndir. Þetta eru
allt litmyndir, valdar myndir af
fögrum stöðum. Litprentunin má
teljast allgóð eftir því sem vænta
má hér á landi.
Ekki skal ég fella neinn úrslita
dóm um það, hvor þessara bóka
sé betri, né hvaða frásögn sé bezt.
Island í máli og myndum
um stað fremur öðrum, ann ekki
landinu. Sú bók, sem hér birtist.,
er meðal annars til þess gjörð að
minna menn á þessa staðreynd,
minna hvern og einn'á sinn eftir-
lætisblett."
Þetta var stefnuyfirlýsingin, og
í þeirri bók birtust fjórtán ástar-
játningar til landsins og margar
litmyndir af fögrum stöðum. Bók-
in var fögur — nema litprentunin
hafði ekki tekizt fullkomlega, ©nda
varla von.
Nú er næsta bók um ísland í
máli og myndum komin út hjá
Helgafelli og er mjög í sömu snið
um og hin fyrri. Lofar þetta góðu
um að nokkur staðfesta sé í út-
gáfunni. f þetta sinn eru þættirn-
ir 13 og höfundar þessir: Arnór
Sigurjónsson lýsir _ jörð sinni
Þverá í Dalsmynni; Ásta Sigurðar-
aóttir gengur með lesanda um
mýri, hraun og fjöru á Mýrum
vestur; Guðmundur Kjartansson
þræðir með Tungnaá; Haraldur
Böðvarsson fer með guði um Akra
nes; Jón Eyþórsson bregður sér
til Esjufjalla í Vatnajökli; Njörð-
ur P. Njarðvík reikar um flæðar-
mál; Páll V.G. Kolka fer heim á
sína sveit, Kolkumýrar; Svein-
björn Beinteinsson gengur um
Dragháls og Þórsás; Sverrir
Kristjánsson minnist við Fljóts-
hlíðina; Úlfar Ragnarsson á för
um Laugardal; Þórarinn Guðna-
son lýsir eldgosi í Öskju; Þórar-
En sjálfum finnst mér áhrifarík-
ust og sterkust frásögn Arnórs
Sigurjónssonar af Þverá. Þar tak-
ast höfundurinn og staðurinn fast-
ar og innilegar í hendur en í öðr-
um greinum. Það er engin tilsýnd
arlýsing heldur sönn heimkoma.
Vera má, að aðrir höfundar séu
hrifinyrtari í þessari bók, en þessi
er sönnust. Það er mein flestra
þessara frásagna, að þær eru ekki
nógu hjartagróinn hluti af virkri
lífsönn þeirra sjálfra og mann-
dómsstarfi. Menn mega vara sig á
hillingum í þessu sólmistri. En
þetta eru skínandi perlur margar
hverjar, og ósköp hljóta höfund-
arnir að hafa verið gott fólk í
huganum, meðan þeir ortu þessi
ástarljóð til landsins.
Það er gott að eiga þessar bæk-
ur til þess að grípa til, þegar þoka
leggst að, eða þegar dynur götunn
ar verður of hávær á húsveggj-
um. En hvenær kemur fyrsta frá-
sögnin um „unaðsbletti" borgar-
strætisins? —AK
— Sjávarútvegur — Formanna-
vísur.
í síðara bindi;
Verzlun — Iðnaður — Heil-
brigðismál — Kirkjumál — Skóla
mál — Leikstarfsemi — Bók-
menntir — Félagsmál.
Eins og sjá má af þessu yfir-
liti, kennir hér margra grasa, og
mætti því í fljótu bragði ætla, að
þessi samanþjappaða fræði yrði
skýrslukennd og þreytandi aflestr-
ar. En höfundi tekst að gæða sína
yfirlætislausu frásögn einhverj-
und né útgefanda, heldur þá, sem
lögðu til myndirnar.
Við fljótan yfirlestur vekur það
sérstaka athygli, hve mikla stund-
þessi erfiðismannakynslóð leggur
á uppeldis- og félagsmálastarfsemi
íþróttir og listir. — En til rit-
starfa gafst hvorki tóm né tími, og
til langskólanáms skorti fé. —
Menn orktu og kváðu á sjónum,
meðan lóðin lá, en æfðu kórsöng
í rökkrum og sögðu sögur í matar
hiéum.
Vegir, brýr og bætt samgöngu-
tæki hafa að undanförnu orsakað
miklar breytingar á búsetu
manna og högum. Háborgir Suður-
lands rísa nú að Selfossi og Þor-
lákshöfn, og flestir afkomendur
hinna fornu sægarpa og athafna-
Guðni Jónsson, prófessor:
STOKKSE YRIN GA-
SAGA I og II
Útg. Stokkseyringafélagið.
Það er mikil gjöf og góð, sem
prófessor Guðni Jónsson og
! Stokkseyringafélagið í Reykjavík
| hafa gefið þjóð vorri með ritun
| og útgáfu þessarar bókar. Er þar
rakin ytri og innri saga Stokks-
eyrar svo lan,gt aftur sem heim-
ildir ná, svo ýtarlega sem kostur
var á og efninu skipað á þennan
hátt:
í fyrra bindi:
Staðhættir og saga — Landnám
— Stokkseyringar á söguöld —
Niðjar Hásteins og goðorð — Ör-
nefni og fornminjar — Stokks-
eyrarhreppur og stjórn hans —
Fjármál hreppsins — Hreppsmál
— Samgöngumál — Lapdbúnaður
Stokkseyringasaga
í tveim bindum
Bokin um Frakkland
Frakkland, fyrsta bókin í
flokknum Lönd og þjóðir, sem
Almenna bókafélagið gefur út.
Nóvemberbók Almenna bókafé-
Fallið eftir Camus
Fallið eftir Albert Camus. —
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Það er margt þýddra skáldsagna
á bókamarkaðnum núna fyrir jól-
in eins og oftast áður, en flestar
eru af léttara tagi og margar reyf-
arar. Það er raunar sorgarsaga,
að þrátt fyrir miklar þýðingar hér
á landi, verða snjöllustu skáld-
sögurnar ærið oft út undan. Ég
held, að bækur þær, sem þýddar
eni af öðru tagi. séu yfirleitt
betri.
En ein og ein ágætisskáldsaga
er þó í flóðinu, og sú bezta á
þessu ári er að líkindum Fallið
eftir Camus, hinn gáfaða og
snjalla Frakka, sem hlaut Nóbels-
verðlaun ungur að aldri, en lézt
skömmu síðar. Fallið kom út 1957
eða sama ár og hann hlaut Nóbels
verðlaun. Bókin vakti þá þegar
mikla athygli og hefur haldið
henni meðal bókmenntamanna
síðan, jafnvel í vaxandi mæli, svo
að oft sézt hennar getið í bók-
menntagreinum í erlendum ritum.
Saghn hefur og öll einkenni mik-
ils skáldver'ks, þótt ekki sé hún
löng eða umsvifarík. Hún er frum
leg að byggingu, hárnákvæm og
samkvæmt í stíl, afar vel rituð og
fjallar um ofur venjuleg, huglæg
vandamál. Lesandanum dylst ekki,
að þarna leggur gáfaður maður
'sig fram um að leiða lesandann
til ábyrgrar sjálfsvitundar. Form-
ið er afareinfalt og óbrotið — ein-
tal sálarinnar, sem rekur feril ör-
lagaríkrar mannsævi í eyra áheyr-
anda. Þessi saga verður ákaflega
glögg og þráðurinn heill, þrátt
fyrir lausa frásögn, og í hverju
atriði þekkir lesandinn vanda
sjálfs sín, sjálfsblekkingu sína,
samvizkufriðun og tilraunir til
réttlætingar í augum heimsins —
baráttuna við að öðlast sálarfrið.
Ástæða væri til þess, að glögg-
ir bókmenntafræðingar hér á
landi rituðu um þessa skáldsögu
ýtarlega, en minn hest leiði ég
frá því Þó get ég ekki stillt mig
um að geta þess, hve mér finnst
þýðing Lofts Guðmundssonar af-
bragðsvel gerð. Ég get að vísu
ekki lesið bók þessa á frummáli
mér til gagns og því ekki borið
saman frumtexta og þýðingu, en
í samanburði við þær þýðingar
aðrar, sem ég hef lesið af henni.
finnst mér skil Lofts með ágæt-
um. Málið er auðugt og þróttmik-
ið. víða farið tæpt en sjaldan fram
af brún. Stíllinn mjög samfelldur
og fellur vel að einræðuformi sög-
unnar og heldur sig á þeim nót-
um. Þessi þýðing mun þó vera
mikið vandaverk. Hvað sem um
nákvæmni við textann er að segja,
blasir við mjög heilsteypt verk í
þýðingunni. Bókaforlag Odds
Björnssonar á sérstakar þakkir
skildar fyrir að gefa þessa bók út.
— AK
lagsins var í senn fögur og nýstár
leg. Með henni hóf félagið útgáfu
á bókaflokki um lönd og þjóðir,
bg munu tvær bækur í þessum
flokki væntanlegar á næsta ári.
Fyrsta bókin var um Frakkland,
bók í stóru broti og vönduðu og
fögru bandi. Hún er nær tvö
hundruð blaðsíður með vönduðum
landakortum innan á spjöldum og
saurblöðum, og ljósmyndirnar
margar og stórar, allmargar í lit-
um. Mvndaprentunin er öndvegis
góð ,enda 'gerð erlendis, textinn
settur og prentaður hér heima og
umbrot hans mjög smekkvíslega
gert
Þessi bók er upphaflega gefin
út á ensku í bókaflokknum Life
World Library, en hið víðkunna,
bandaríska myndatímarit, Life. á
frumkvæði að bókaflokknum, og
hefur myndazt samstarf um útgáf
una víða um lönd.
Höfundur bókarinnar D.W. Brog
an er prófessor í stjómvísindum
við háskólann í Cambridge og góð
ur sagnfræðingur með sögu
Frakka að sérgrein Hann hefur
dvailð árum saman í Frakklandi
og kann góð skil á þjóðlífi og
landsháttum þar nú á dögum. enda
ber bókin þess órækt vitni Þar
fjallar um höfundur. sem þekkir
ekki aðeins ytra borð Frakklands
heldur einnig þjóðarsálina, söguna
og erfðavenjur Hann kann að
draga fram sérkennin um leið og
hann segir hið almenna, og hann
kryddar frásögnina með ýmsum
smálegum hlutum, sem gefa henni
ilm og ljóma. En það skemmtileg-
asta við myndir og frásögn er ein
mitt það, að okkur birtist Frakk
land líðandi stundar í glæsileik
sínum og örbirgð, umrótinu. sem
er eins og byggt á bergi. Ýmsir
um þeim innri töfrum, sem helzt
minna á Landnámu og önnur okk-
ar snjöllustu fornrit. — Hetjur
hinnar hörðu lífsbaráttu stíga
ljóslifandi fram af blöðum bókar-
innar og taka lesandann tali, svo
að hann veit ekki hvernig tím-
j inn líður. — Ég fletti upp af
| handahófi. Við mér blasir svip-
i mikil andlitsmynd og undir nafni
j mannsins þessi hógværu orð: „For
maður í tíð áraskipanna. í Þor-
lákshöfn 4 vertíðir, á Stokkseyri
36 vertíðir, lánsamur til sjávarins
og aflasæll.“ Þessi örfáu orð opna
sýn inn í heilan heim ábyrgðar
og umhyggjusemi, hugrekkis og
þrautseigju, baráttu og sigra, sem
út af fyrir sig gæti verið efni í
mikla bók.
í bókinni er mikill fjöldi
mynda, nál. 200 mannamyndir, en
auk þess um sextíu aðrar meðal
annars hópmyndir af skips-
höfnum frá blómatíma útgerðar í
byrjun þessarar aldar. Einnig hóp-
myndir úr félags- og skemmtana-
lífi. Eykur þetta mjög á gildi bók-
arinnar og glæsileik. Þó er það
til nokkurra lýta, að sumar manna
myndanna virðast vera stækkaðar
eftir smærri prentmyndum, svo
að þær verða óskýrari en ella.
En um það er hvorki að saka höf-
manna Stokkseyrar hafa gerzt
landnámsmenn í öðrum bæjum og
byggðarlögum, og valið sér fjöl-
breyttari viðfangsefni.
Það er því gæfusamlegt verk,
að bjarga því frá gleymsku svo
veigamiklum þætti íslenzkrar at-
vinnu- og menningarsögu, sem hér
hefur verið gert.
Frá því er sagt í fornsögum
okkar um þá Þórólf mostrarskegg
og Þórhadd hinn gamla, að áður
en þeir fluttu úr Noregi til land-
náms á íslandi, tóku þeir ofan
hof sín, og fluttu með sér hofs-
moldina og helguðu með henni
sinn nýja bústað og byggðarlag.
Mér hafa alltaf þótt þessar frá-
sagnir fagrar og djúp vizka búa
þeim að baki.
Frá mínu sjónarmiði er Stokks-
cyringa saga einmitt slík helguð
gróðrarmold, sem lífsmeiður kom-
andi kynslóða mun festa rætur í
og hljóta af vöxt og hamingju.
Síðara' bindinu fylgir nákvæm
nafnaskrá og myndaskrá, svo og
leiðréttingar við nokkrar villur í
því fyrra. Ytrí frágangur bókar-
innar er ágætur og verðinu mjög
i hóf stillt.
Hafi svo starfsmenn Stokkseyr-
inga sögu heilir mælt og sælir
um vélt.
J. E.
ísland i dag
ÍSLAND í DAG
Land og þjóð
Atvinnuhættir og menning
Landkynning H F. 1961.
ísland 1/dag er mikil og stór
bók í heilarkarbroti, prýdd mörg-
um og fallegum myndum, sem eru
vel gerðar og mikill fengur að.
Bókin er að öllu svipmóti hin feg-
ursta og inniheldur margvíslegan
fróðleik. Fyrsta greinin er eftir
Einar Magnússon, menntaskóla-
kennara, og nefnist Land og þjóð.
Einar kemur víða við í þessari
heimskunnir menn eru leiddir
fram sem fulltrúar þjóðar sinnar,
fólk. sem við þekkjum úr heims-
fréttum, og fyrir þetta verður les
andanum allt miklu nærtækara og
hugstæðara.
Gísli Ólafsson hefur þýtt les-
mál bókarinnar og virðist það í
senn gert af vandvirkni og ágæt-
um málsmekk. Þetta er í einu orði
sagt ágæt bók. og það á við./hvort
sem litið er á búning hennar og
myndir. eða hún er lesin niður
i kjölinn Fyrri bækur. sem hér
hafa komið út um .önnur þjóð-
lönd. komast ekki til jafns við
hana Verði framhald þessa bóka
flokks. sem upphafið, er góðs að
bíða.
— AK
grein og er hún hið bezta yfirlit.
Ólafur Björnsson, prófessor, ritar
um stjórnarfar og félagsmál, Dav-
íð Ólafsson um sjávarútveg ís-
lendinga, Páll Zóphóníasson,
fyrrv. alþm. um landbúnað á ís-
landi, Helgi Hermann Eiríksson,
fyrrv. skólastjóri, um iðnað á ís-
landi, Jónas Haralz, ráðuneytis-
stjóri og Árni Vilhjálmsson hag-
fræðingur um yfirlit um þróun
íslenzks þjóðarbúskapar, Vilhjálm
ur Þór. aðalbankastjóri, um banka
og sparisjóði, Björn Ólafsson,
fyrrv. viðskiptamálaráðherra, um
íslenzka verzlun, Jakob Gíslason,
raforkumálastjóri, stutt yfirlit yf-
ir þróun raforkumála á íslandi,
Gunnar Guðjónsson, form. Verzl-
unarráðs íslands, um siglingar ís-
lendinga, Agnar Kofoed Hansen,
flugmálastjóri, um flug, Hörður
Bjarnason, húsameistari ríkisins,
um byggingar, Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri, um skólamál á
íslandi, dr. Sigurður Sigurðsson,
landlæknir um heilbrigðismál,
Hákon Bjarnason, ' skógræktar-
stjóri. um skógrækt á íslandi, Óli
Valur Hansson, ráðunautur, um
gróðurhús og garðrækt, Vilhjálm
ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, um
bókmenntir — leiklist — útvarp.
Björn Th Björnsson, listfræðing-
ur, um íslenzka myndlist 20. ald-
ar, Þorsteinn Einarsson, iþrótta
(Framhald á 15. síðu)
T f MIN N, miðvikudaginn 20. desember J961.
9