Tíminn - 30.12.1961, Síða 5
'nr
Útgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framicvænidast.lóa'i: Tómas Arnason Rit
stjórar Þórarmn Þórarinsson (áb i Andrés
Kristiánsson lón Helgason Fuiltrúi rit
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga
stjóri- Egili Bjarnason - Skrifstoíui 1
Edduhúsinu - Simar 18300- 18305 Aug
lýsingasími 19523 Afgreiðslusiml 12323
— Prentsmíðjan Edda h.f -
Askriftargjaid ki 55 00 á mán mnanlands
! lausasölu kr 3 00 eintakið
Hin „pólitíska fjár-
festing“
Ein af ástæðunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn færði
fyrir réttmæti kjördæmabyltingarinnar, var sú kenning
hagfræðinga hans, að hin gamla kjördæmaskipun leiddi
til „pólitískrar fjárfestingar". Litlu kjördæmin sköpuðu
íbúum þeirra aðstöðu til að fá meira fjármagn í fram-
kvæmdir en ella. Þetta hefði Framsóknarflokkurinn líka
óspart notað sér. Fyrir atbeina hans hefði alltof miklu
fjármagni verið ráðstafað til framkvæmda í sveitum og
sjávarþorpum landsins. Ekki sízt var bent á síldarverk-
smiðjur og frystihús til sönnunar um þetta, t. d. síldar-
verksmiðjurnar á Austurlandi.
Um þessar mundir státa stjórnarblöðin mjög af því,
að atvinnulíf sé blómlegt í ýmsum útgerðarstöðvum lands-
ins. En hverju er það að þakka? Fyrst og fremst þessari
„pólitísku fjárfestingu“ Framsóknarflokksins.
Það er þessi „pólitíska fjárfesting“, skipin, síldarverk-
smiðjurnar og frystihúsin, sem komið hafa til sögu víðs
vegar um landið seinustu árin, er eiga mestan þátt í því,
ásamt útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1958, að nú er víða
blómlegt atvinnulíf í útgerðarstöðum landsins, þrátt fyrir
þá dauðu hönd, sem vaxtaokur, lánasamdráttur og skatta-
álögur „viðreisnarstefnunnar“ hafa lagt á athafnalífið.
Það hefur þannig sannast, að hér var ekki um „póli-
tíska fjárfestingu" að ræða — þ. e. fjárfestingu, sem ekki
byggðist á hagrænum lögmálum, heldur var til orðinn
vegna pólitískra atkvæðaveiða. Hér var vissulega ekki
um neitt slíkt að ræða. Hér var aðeins um að ræða mikil-
vægan þátt í alhliða uppbyggingu landsins, eins og nú er
bezt komið á daginn.
En samtímis því, að þéssi fjárfesting ber jafn augljós-
an árangur, er nú skipulega unnið að því að draga sem
mest úr henni. Fjárlögin fyrir 1962 eru glögg merki lun
þetta. Lánasamdrátturinn annað. Það er einmitt eitt aðal-
markmið núv. stjórnarstefnu að draga úr þessari fjár-
festingu.
Slík fyrirætiun má hins vegar ekki heppnast. Það er
mál landsmanna allra, að þessari uppbyggingu verði
haldið áfram. Til lengdar verður ekki búið að því einu,
sem vel hefur verið gert á undanförnum árum. Það þarf
bæði viðhald og aukningu. Slíkt getur ekki orðið að
óbreyttri stjórnarstefnu.
Þess vegna þarf sem fyrst að knýja fram undanhald
og ósigur þeirra flokka, sem beita sér fyrir henni. Fram-
farastefnan verður að ráða á ný.
Home lávarður
Eins og skýrt hefur verið frá, hefur Home lávarður,
utanríkisráðherra Breta, nýlega haldið ræðu og hallmælt
mjög Sameinuðu þjóðunum, einkum fyrir viðhorf þeirra
til nýlendumála.
Sennilega er þessi ræða Home mest sprottin af því,
að brerika stjórnin hefur orðið uppvís að því að vinna
gegn S.Þ. í Kongó í þágu evrópísku auðhringanna þar.
Þetta hefur sætt harðri gagnrýni Verkamannaflokksins
og frjálslynda flokksins og einnig innan íhaldsflokksins.
Sem betur fer, fer mjög fjarri því að brezka bjóðin sé
yfirleitt sammála hinum afturhaldssama lávarði í viðhorf-
inu til nýlendumálanna.
TÍMINN, laugardaginn 30. desember 1961.
Óafgreitt þingmál
Bráðabirgðaíögin um breytingu á lausaskuldum bænda
í föst íán eru enn óafgreidd,
Frumvarp um staðfestingu á
bráðabirgðalögum um breyt-
ingu á lausaskuldum bænda í
föst lán, sem ríkisstjórnin gaf
út 15. júlí s.l., var lagt fyrir
neðri deild Alþingis í haust,
og var 1. urnræða um það 23.
okt. Málinu var vísað til fjár-
hagsnefndar til athugunar.
Nefndin sendi stjórn Stéttar-
sambands bænda frumvarpið
til umsagnar. Stjórn stéttar-
sainbandsins sendi skriflegt
svar þegar í stað og lagði
áherzlu á, að löggjöfin yrð'i svo
úr garði gerð, að liún gæti
komið bændum að fullum not-
um. Voru það einkum neðan-
talin þrjú atriði, sem stjórn
stéttarsambandsins taldi að
bæta þyrfti inn í frumvarpið,
til þess að það gæti komið að
viðunandi notum:
1. Heimilt verði að lána út á
landbúnaðarvélar til 10
ára.
2. Vextir af skuldabréfuin
verði ekki hærri en 6V2 %.
Útvegsmenn hafa fengið
lán til greiðslu á lausa-
skuldum með þeim kjör-
' * " '
um.
3. Seðíáíiarikáhum verði gert
skylt að kaupa skuldabréf-
in á nafnverði.
Fjárhagsnefndarmenn urðu
ekki sammála um frumvarpið.
Fram komu þrjú nefndarálit,
það fyrsta 16. nóv. en síðasta
23. nóv. Meiri hluti nefndar-
innar, þ. e. fulltrúar stjórnar-
flokkanna, lagði til að frum-
varpið yrði samþykkt óbreytt.
Fulltrúar hinna flokkanna
fluttu breytingartillögur, í sam-
ræmi við þær ábendingar, sem
fram komu í bréfi stéttarsam-
bandsins. Enn fremur tillögu
um að veitt verði lán til fyrir-
tækja, sem liafa komið upp
vinnslustöðvum fyrir landbún-
aðarafurðir, en hafa ekki feng-
ið nægilegt fjármagn til langs
tíma til þeirra framkvæmda.
Eftir að nefndarálitin voru
Iögð ft-am, var frumvarpið
nokkruin sinnum sett á dag-
skrá í þingdeildinni, en alltaf
tekið út af dagskrá án þess
að nokkuð væri um það rætt.
Ónnur umræða um frumvarp-
ið' var þvi ekki hafin þegar
þinginu var frestað 19. des.
Höfðu þá borizt nokkrar áskor-
anir til Alþingis frá bænda-
fundum og félögum bænda, um
lagfæringar á frumvarpinu.
Drátturinn á afgreiðslu máls-
ins í þinginu gæti nent til þess,
að ríkisstjórninni sé að skilj-
ast að óhjákvæmilegt er að
gera breytingar á lögunum, til
þess að þau komi að notum.
Seðlabankinn lánar það fé,
sem varið er til lánveitinga
handa útvegsmönnum, til þess
að breyta lausaskuldum þeirra
í föst lán. Það er sanngjamt,
að bankinu veiti bændmn svip-
aða fyrirgreiðslu, en til þess
þarf langtum minna fjármagn.
Ef ekki verður á þetta fallizt,
og engih- aðrar ráðstafanir
gerðar til þess að hægt sé að
selja bankavaxtabréfin, sem
nota á til lánveitinganna, kem-
ur fyrirhuguð lánastarfsemi
að Iitlum eða engum notum
fyrir fjölda bænda, þó að þeir
hafi brýna þörf fyrir lánsfé.
Það er því alveg nauðsynlegt
að ti-j’ggja sölu á bankavaxta-
bréfunum án affalla. Auk þess
þarf að lækka vextina, veita
lán út á vélaeign bænda og til
vinnslustöðva fyrir landbúnað-
arafurðir. Eða hvers vegna
skyldu bændur eiga að búa við
miklu Iakari kjör en útvegs-
menn?
Mál þetta mun væntanlega
skýrast fljótlega eftir að þingið
kemur saman til framhalds-
funda í vetur.
Engin lán hafa enn verið
veitt samkvæmt bráðabirgða-
lögunum.
Skúli Guðinundsson.
j
Til Gretars Fells, rithöfundar,
desember 1961
i.
Brýzt fram blikfögur
úr bergsins viðjum
lind frá leyndum jarðar,
veitandi veglúnum
vegfaranda
svölun svölum veigum.
Brýzt úr blálofti
bjartur geisli
sæll frá sólarhjarta,
flytjandi farsæld
foldarbörnum
— ljúfar ljóssins gjafir.
II.
Andans orka
orðsins vængjum
berst frá sál til sálar,
gleður, hryggir,
græðir, særir,
skapar böl og blessun.
Geymir göfugur
gu'lli dýrri
sjóð í hugans heimi,
miðlar samtíð,
miðlar framtíð
ljúfum lífsins gjöfum.
Himnum hærra
og heimum öllum
Ijómar æ og ljómar
djúpskyggnum anda
á dularleiðum
sófdýrð allra átta.
III.
Sé ég og sé ég
(sól er á tindum
ljóma lönd og álfur)
himinsendar
heilladísir
signa svein í vöggu:
„Vígður skalt þú
vorum heimi
hæstri hugsjón gefinn.
Liggi þér ætíð
lífsteinn á tungu,
líkn í lófa falin.“
IV.
Þú hefur, Gretar,
gefið heimi
gjafir gulli dýrri
— verið sannleikans
vökumaður,
— Ijóssins landnám stækkað.
Þú hefur spakra
spekirúnir
fornar rýnt og ráðið,
lesið litfegurst
lótusblóm
í myrkviðum mannlegs andá.
GRETAR FELLS
Þiggðu þakkir
þúsundfaldar
fyrir leiðsögn Ijúfa.
— Starf þitt verður
stundir allar
blessun lýð og landi.
Jón Þórðarson
frá Borgarholti.
i