Tíminn - 30.12.1961, Blaðsíða 7
Þegar pósturinn kemur með
blöðin, eru hátíðisdagar hjá mér,
og raunar mun engan undra það,
þar sem ég hef orðið fyrir því
óhappi, að missa heyrnina alveg.
Og vilji ég fi'æðast um dægurmál,
þá verð ég að sækja þann fróð-
leik í blöðin.
Nú er það kunnara en frá þurfi
að segja, „að öllu að trúa ekki er
gott, engu hálfu verra“. Maður
verður því að „láta grön sía“,
þegar lesin eru bl'öðin, því að
lestur þeirra vei'ður engum tæm-
andi fróðleikur, sökum þess hvað
þeim hættir til að_ vera ósammála.
Nýlega las ég í ísafold blaðavið-
tal við nafngreindan bónda úr
Rangárþingi. Ég hef líka lesið um
margar fundarsamþykktir frá hóp-
fundum bænda víðs vegar að af
landinu, um sama málið sem
bóndinn úr Rangárþingi gerði að
umtalsefni.
Ályktanir bændafundanna eru
undantekningarlaust einróma um
það, að verðlagsgrundvöllur land-
búnaðarvara, sem nú er í gildi
samkvæmt úrskurði yfirdóms, sé
algjörlega óviðunandi, og bændur
verði að fá honum breytt sem
allra fyrst. Bóndinn úr Rangár-
þingi telur aftur á móti, að bænd-
ur megi vel við hann una, enda
hafi „hagur þeirra batnað“. Senni-
lega á hann við það, að hagur
þeirra hafi batnað í tíð núverandi
ríkisstjórnar.
Ég er þar í sveit, sem bændur
verða eingöngu að sætta sig við
Jramleiðslu sauðfjárafurða, sök-
hm þess, að markaður fyrir neyzlu
mjólk er ekki til staðar. Og engin
vinnslustöð fyrir mjólkurafurðir
er nokkurs staðar nálægt. Þegar
þannig er ástatt, þá mætti engan
undra það, þótt manni verði lítt
skiljanleg þessi fullyrðing rang-
eyska bóndans, um batnandi hag.
Samanburður á árs-
reikningum
Fyrir nokkrum dögum fann ég
í blaðadóti mínu viðskiptareikning
minn frá seinasta ári vinstri
stjórnarinnar. Mér þótti ekki ó-
fróðlegt að bera hann saman.við
viðskiptareikninginn frá þessu ári.
Við þennan samanburð kom í ljós,
að sauðfjárafurðir hafa hækkað
um 15% frá því 1958. En svo að
Bréf um daginn og veginn, þar sem m. a. er minnzt á
verðlag, verðbólgu, hermanna-
sjónvarp, bráðabirgðalög o
batnað? Þetta er svo augljóst mál,
ab annaðhvort hefur hann stór-
aukið framleiðslu sína á búvörum,
án þess að kosta neitt meira til en
áður, eða þá að hagur hans hefur
stórversnað frá því sem var. Mér
skilst á fundasamþykktum bænd-
anna, sem ég gat um hér á undan,
að þeir séu á sama máli.
Hver er orsökin?
Mikið er nú rætt um það í blöð-
unum, hverjum sé að kenna sú
óðaverðbólga, sem hér skall á á
síðastliðnu sumri. Sum blöðin
kenna þetta því, að Sambandið og
kaupfélögin sömdu við verkafólk
um 11% hærra kaup en áður, nú
á s.l. sumri. Rangæski stéttar-
bróðir minn kemur einnig inn á
þetta mál, og er ekki myrkur í
tilsvörum. Mig furðar það nokkuð,
að bóndi uppi í sveit, sem á alla
afkomu sína „undir sól og regni“
og þar næst undir kaupgetu
verkafólks og launþega bæjanna,
skuli vera svona hvassyrtur út í
Sambandið og kaupfélögin, því. að
það þarf víst alveg sérstaka skarp-
skyggni til að sjá, hvernig þessir
samningar S.Í.S. hafa getað hleypt
þeirri verðbólguskriðu af stað,
sem nú ætlar allt í kaf að keyra.
Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum
um það mál. Það má vera alveg
blindur maður, sem ekki sér, hvað
satt er í þessu efni.
Ég les það í blöðunum, að nú
sé verið að reyna að finna leiðir
til að bæta hag togaranna. Sumir
óttast, að ríkisstjórnin ætli að
hleypa þeim inn í landhelgina. En
,því trúi ég ekki. Nóg var nú samt,
þegar þeir leyfðu dragnótina, sem
aldrei skyldi verið hafa. Ég kom
inn í frystihús s.l. sumar, og ætl-
aði að kaupa í soðið fyrir heimili
nokkur dæmi séu tekin: Kjarna-j mitt, og þar var úr nógu að velja.
áburður hefur hækkað um 40%.'.Þar voru stórar kasir af lófastór-
Kalí um 12% og þrífosfat um 45
%. Benzín úr kr. 2,70 í 4,20. Vara-
hlutir í vélar um 50—80%. Og
svona mætti lengi halda áfram
að telja. Hvernig má það vera, ef
framleiðsluvara, sem bóndinn hef-
um kolum og smálúðum, sem
mundu hafa verið hæfileg 2 soð-
stykki hver. Þar voru örsmáar
ýsur og þorskar og alls konar ung-
viði af fiskitegundum. Mér blöskr-
aði svo, þegar ég sá þetta, að ég
ur fyrir sig að bera, hækkar um; hætti við að kaupa í soðið. Mér
15%, en allt, sem hann þarf til bú' varð hugsað til þess ástands, sem
rekstrarins að leggja, hækkar umlmundi vera í landbúskapnum, ef
50—80%, að þá geti hagur hans svona væri búið að ungviðinu þar.
Nýr bátur til Ólafsvíkur
Frá fréttaritara Tímans
í Ólafsvík.
Nýr bátur kom hingað til Ólafs-
víkur á fimtudagsmorgun. Er
hann eign bræðranna Víglundar
og Tryggva Jónssona. Báturinn hef
ur fengið nafnið: Jón á Stápa, en
einkennisstafir eru S.H. 215. Bát-
urinn heitir eftir föður þeirra
bræðra, Jóni Sigurðssynui, er bjó
lengst á Araarstapa á Snæfells-
nesi. Báturinn er smíðaður í Sví-
þjóð, hjá sömu skipasmíðastöð og
smíðaði Stapafell, sem er eign
Víglundar.
Þetta er hundrað og tuttugu
lesta bátur, úr eik, en öll yfirbygg-
ing úr léttmálmi. Beitingaskýli er
aftur á og upphitað. Lest er þilj-
uð aluminium og f henni er kæli-
útbúnaður. Aflvélin er June Munk-
tell, 515 hestafla með forþjöppu.
Hjálparvél er Lister, 30 ha. Þá er
Jón á Stapa búinn fullkomnum
fiskileitartækjum, svo og ratsjá.
Þá eru í bátnum öll nýjustu og
fullkomnustu siglingatæki og hjálp
artæki, enn fremur kraftblökk.
Mannaíbúðir eru aftur á og rúm
þar fyrir átta menn. Frammí eru
fjögur rúm.
Báturinn er hið glæsiilegasta
skip í alla staði. Gekk ferð'in
heim mjög vel, og var skipið fimm
sólarhringa á leiðinni. Fór það
að jafnaði tíu sjómílur. í reynslu
ferð var ganghraði tólf mílur. Guð
mundur Jóhannsson, skipstjóri
af Seltjarnarnesi, sigldi bátnum
heim, en hann hefur siglt mörg-
um nýjum bátum til landsins.
Skipstjóri • á Jóni er Tryggvi
Jónsson.
Með Jóni á Stapa bætist gott
skip í fiskibáta Ólafsvíkur. Er
óhætt að fullyrða, að fáir staðir
á landi hér hafi fleiri nýrri og
fullkomnari fiskibáta, miðað við
fólksfjölda, en Ólafsvík, enda er
sá fjörkippur, sem atvinnulíf Ól-
afsvíkur hefur tekið á síðustu
árum, mest þessari þróun að'
þakka. Hins vegar er ömurlegt
að horfa upp á þá hafnaraðstöðu,
sem þessum stóra flota er hér
búin. A.S.
Það er umhugsunarvert, hvað
skammsýnin og stundargróðinn
getur leikið hroðalega á menn,
sem eru þó í sjálfu sér skynsamir
og góðir drengir.
En sé það nú meiningin, að
hleypa nú togurunum inn í land-
helgina, ofan á dragnóta-skrapið
og útlendu togarana, þá mun
skammt yfir í „ördeyðu á öllu
yesturhafi" og þó raunar á öllum
íslands miðum. „Þá sést, hverju er
búið að týna.“
Hermannasjónvarp
Ég sé, að nú er verið að ræða
um það að gefa Bandaríkjamönn-
um leyfi til að reka hér sterka
sjónvarpsstöð, og að utanríkisráð-
herrann muni þegar vera búinn
að leyfa þetta á eindæmi. Þeim
fjölgar stjórnaraðgerðunum, sem
ráðherrar þessarar stjórnar leyfa
sér án þess að spyrja aðra ráða.
Það skal fyllilega játað, að ég
hef enga reynslu af sjónvarpi, hef
aldrei séð slíkt. En mér skilst, að
það sé gífurlegt áróðurstæki,
hvort heldur er til góðs eða ills.
Við höfum nú í 30 ár haft eigin
útvarpsstöð. Ég ætla ekki að segja
neitt msijafnt um þau áhrif, sem
hún hefur haft á landsfólkið. En
slík tæki, og ekki síður þau, sem
máttugri eru, eins og sjónvarpið
ktað vera, munu því aðeins verða
til góðs landi og lýð, að fullkom-
lega þjóðlegir og samvizkusamir
menn.^áði,þ3f,,niestu um, hvað út
samþykkja eftir á. Þótt kannske
sé hægt að segja, að landhelgis-
samningurinn við Breta hafi ekki
verið ákveðinn með bráðabirgða-
lögum, var það á alþjóðarvitorði,
að stjórnin bæði fæddi og karaði
þann óheillakálf. Þetta er nú allt
lýcvræðið. Fulltrúar næstum því
helmings af þjóðinni eru gjör-
samlega hundsaðir, hversu réttan
málstað sem þeir hafa. Og svo er
landinu stjórnað af mikilli óvizku
með bráðabirgðalögum.
Ég hef fylgzt með því, sem sagt
hefur verið í blöðunum um Efna-
sem líður nú löngunum núverandi
valdhafa.
Sakna JjjótSrækní
og orftheldni
Ég fer nú að nálgast sjötugsald-
urinn; og það verð ég að segja, að
margt hefur breytzt til batnaðar
hér á landi, síðan ég man fyrst.
Efnahagur fólksins er miklu betri,
bæði til lands og sjávar. En það
er sérstaklega tvennt, sem ég
sakna. Og það er þjóðræknin og
orðheldnin. Við aldamótaungling-
arnir fylgdumst af miklum áhuga
með hverju spori, sem stigið var
í áttina til sjálfstæðis. En nú horf-
ir fólkið sljóum augum og tómum
hug á það, þó að leikið sé með
þetta fjöregg þjóðarinnar, og það
af mönnum, sem reynslan hefur
sýnt, að ekki skirrast við að svíkja
það í dag, sem þeir hátiðlega lof-
uðu í gær. Orðheldni er einhver
bezti og æskilegasti eiginleiki
hvers manns. Þeim mönnum á að
refsa, sem svíkja gefin loforð,
hagssamvinnustofnun Evrópu.: hvort sem það er stjórnmálamað-
Furðar mig, að til skuli vera þeir i urinn óbreyttur einstaklingur,
menn hér á landi, sem líta slíkt1 að sé það ekki gert, þá ganga
girndarauga. Þá værum við íslend-: siiiíir oþokkar a lagið og gjora það
ingar fyrst illa farnir, ef til slíks afíur‘ er. ser
kæmi, eftir því litla viti, sem ég; fíere§§ þjóðarinnar. að trúa svik-
hef á þeim málum. En vonandi siimum fyrir málum hennar.
er, að því verði þó afstýrt, hvað G. E.
SEXTUGUR:
er sent'J^.sggi það alveg satt.
Ég vantreysti útlendingum til að
reka slika starfsemi hér á landi.
Og satt að segja finnst mér það
stappa nærri fullkomnum landráð-
um, að afhenda öðrum þjóðum
réttinn til slíkrar starfsemi.
Og svo er þa’ð
áburtSurinn
Ég hef séð það í blöðunum, að
nú sé landbúnaðarráðherra búinn
að leggja niður Áburðarsölu ríkis-
ins. Hvað skyldi honum hafa
gengið til þess, þeimygóða manni?
Það er ekki mjög langur tími síð-
an ég las það einhvers staðar, að
sú stofnun, sem nú á að taka við
þessari sölu, var ekki alveg ámæl-
islaus. Og sé það satt, að áburðar-
verksmiðjan hafi haft stórfé af
bændum undanfarin ár, framyfir
það, sem lög mæla fyrir, þá get ég
ekki skilið í, að það sé gert bænd-
anna vegna, að rétta henni alla
höndina, þar sem hún hefur mis-
þyrmt þeim fingrum, sem hún
hafði áður. Já, „margt er skrítið
í kýrhausnum", sagði karlinn.
Stjórnaft meS brá'Sa-
birgtJalögum
Og nú höfum við búið við „hið
fullkomna lýðræði" á þriðja ár.
Eins og fólkinu var sagt fyrir síð-
ustu kosningar. Og hvernig hefur
svo þetta „fullkomna lýðræði"
verið í framkvæmdinni? Þing-
mennirnir eru 60 að tölu, þar af
hafa 28 þingmenn verið gjörðir
svo gjörsamlega áhrifalausir á
þjóðmál, að þeir hafa ekki komið
fram einni einustu breytingartil-
lögu við þau mál, sem rædd hafa
verið í þinginu. Hvað þá að þeir
hafi komið nokkru heilu máli
fram. Og sagan er ekki einu sinni
öll með því, heldur hafa stórmál,
eins og t. d. landhelgismálið og
gengislækkunin síðari, verið til
lykta leidd af stjórninni með
bráðabirgðalögum, sem stuðnings-
menn hennar hafa svo verið látnir
Ólafur Þorsteinsson,
verkstjóri, Akranesi
Hann er Skagfirðingur að ætt
og uppruna. Fæddur að Þrastar
hóli á Höfðaströnd 30. des. 1901.
Ólst að nokkru upp í Málmey hjá
föðurbróður sínum Franz Jóna-
tanssyni, er það bjó lengi myndar-
búi. Dvaldi Ólafur þar nokkuð
fram eftir aldri. Þar komst hann
snemma í kynni við óblíða veðr-
áttu og marga mannraunina, sem
eyjabúskapnum fylgir, enda hefur
hann lengst ævinnar unnið hörð-
um höndum og hvergi hlíft sér. j
Eftir að til Akraness kom stund!
aði hann sjómennsku, en hóf síð- \
an störf hjá Akraneskaupstað og I
þar hefur hann verið verkstjóri j
s.l. 9 ár. Hann hefur einkum séð j
um nýlagningu gatna og gang-
stétta, holræsa og vatnsveitukerf-
is, ásamt viðhaldi á þeim mann
vir’kjum. Hafa þessi árin verið
lagðir margir km. af nýjum göt- i
um á Akranesi með tilheyrandi!
holræsum og vatnsleiðslum. Eru
þetta orðin mikil mannvirki. Víða j
annars staðar koma störf Ólafs við!
sögu í rekstri bæjarins. j hyggjusamur við þá verkamenn,
Ef leiðslur gefa sig í götum, er sem hjá honum vinna, enda eru
alltaf hringt til Ólafs. Ef vatnið mannaskipti ekki algeng hjá hon-
frýs í heimæðum, er hringt í Ólaf. ‘ um.
Ef krapastífla í Berjadalsá eða j Ólafur kvæntist eftir að hann
frost lokar vatnsinntakinu til bæj- j kom til Akraness, Baldínu Kristj-
arins, verður Ólafur og vinnufé- j ánsdóttur, en hún lézt eftir stutta
lagar hans að fara af stað og ráða sambúð. Eignuðust þau einn son.
bót á vandanum. Ólafur veit hvar Nokkru síðar_ hóf hann búskap
allar leiðslur liggja í götum bæj- með Ólafíu Ólafsdóttur og eiga
arins. Hvaða efni er í þeim og, þau eina dóttur.
stærðina. — Þannig mætti lengi j Þettá átti ekki að vera ævi-
telja. Dæmi þessi sýna ljóslega minning um Ólaf Þorsteinsson. Á
hin fjölbreyttu verkefni verkstjóra j henni gerist ekki þörf strax. Held-
hjá einu bæjarfélagi, sem að hönd- ur fáein þakkar- og viðurkenning-
um geta borið fyrirvaralaust.
Það er algengt á hverjum vetri
að brjótast þurfi 8 km leið í vatns
ból bæjarins uppi við Akrafjall
— Stundum í stórhríð og nátt-
myrkri — til að forða bænum frá
vatnsskorti. Hafa Ólafur og félag-
ar hans þar marga hildi háð við
óblíða veðráttuna. Þá reynir á dug
og karlmennsku. Er mikið í hættu,
ef árangur næst ekki skjótt. Það
kemur sér því vel, að Ólafur er
jafnan reiðubúinn að leysa hvern
þann vanda fljótt og vel, sem að
höndum ber í starfi hans. Skjót-
ráður og hreinskiptinn í allri
framkomu, en nærgætinn og um-
arorð við merkan áfanga í lífi
hans. Efast ég um, að allir geri
sér ljóst hve margþætt starf hér
er unnið og hversu eiilsamt það
er. Ég þakka Ólafi fyrir ánægju-
legt samstarf, þann -tíma, sem ég
var bæjarstjóri á Akranesi, og þá
trúmennsku og samvizkusemi, er
hann jafnan sýndi bæjarfélaginu
og ég veit, að hann muni enn gera,
hvernig sem allt veltur. Þakka
honum umfangsmikið þjónustu-
starf í þágu bæjarbúa, sem leyst
var af hendi af lipurð og einlæg-
um vilja. Því skulu honum sextug-
um fluttar beztu heillaóskir.
Dan. Ágústínusson
TÍMINN, laugardaginn 30. desember 1961.
7