Tíminn - 31.12.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1961, Blaðsíða 2
t Áðu lagt i bílferð á Allt of mörg slys í umferS- inni á svellhálum vetrar- vegum stafa af skorti á viS- vörunum og leiSbeiningum í akstri aS vetri til og ekki síS- ur af vanþekkingu manna á þeim möguleikum, sem þrátt fyrir allt eru þó til staSar til að bjarga sér út úr skyndi- hvað öðrum kvnni að detta í hug að segja um það. Enn fremur verða dekkin að v.era eins báðum megin að aftan og báðum megin að framan. Grófmunstruð snjó- dekk koma því aðeins að gagni, að þau séu notuð í lausum snjó og regnvotum vegum, en aldrei, þegar vegir eru ísaðir. Rúðusprautur á bifreiðum Lítið eftir giuggaþurrlcurun- um. Takið eftir, hvort gúmmíið á þeim er hreint og mjúkt. Hart og slitið þurrkugúmmí hreinsar ekki rúðurnar, einá og það á að gera. Ef menn hafa ekki rúðusprautur á bifreiðum sínum, ættu þeir að fá sér þær hið fyrsta. Þær eru til ómetanlegs gagns í rigningar- veðri og slyddu, ekki sízt þegar ekið er á eftir bifreiðum, sem spýta aur aftur undan sér. Þá er ekki að efa, að margur yrði feg- inn að geta brugðið sprautunni á rúðurnar. Ekki skaðar að hafa aurhlífar. Þessa dagana sitja áreiðanlega margir á bak við stýrið og rýna út um lítinn auðan blett á fram- legum hæftum í umferðinni. rúðunni, og vegna frostrósanna Það væri því ekki úr vegi fyr- og daggarinnar verður heldur . ... ^ . .11. ekki mikið seð ut um hinar ruð- ir okumenn, hversu sn|allir urnar Ef ekki er annað ráð fyrir sem þeir annars þykjast hendi, verða menn einfaldlega að vera, að gefa gaum þeim ráð- leggingum, sem hér fara á eftir. Það ættu ekki að vera neinum tormelt sannindi, að fyrsta skil- yrði þess að vera öruggur á vetr- arvegunum er, að bifreiðin sé í öllu tilliti í fullkomnu lagi. Við getum t. d. byrjað á því að nefna ljósin. Skortur á fullkomnu ljós- kerfi getur auðveldlega komið ökumanninum í hinar erfiðustu aðstæður. Hann getur blindað ökumann, sem hann mætir, og hann getur blindazt sjálfur. Það hefur þráfaidlega komið í ljós, að mikið vantar á, að bif- reiðaeigendur láti athuga ijósa- útbúnað farartækja sinna, svo sem þyrfti. Við víðtæka athugun, sem gerð var nýlega í Danmörku, kom í ljós.'að á 80% þeirra bif- reiða, sem rannsukaðar voru, var eitthvað í ólagi við ljósaútbún- aðinn. Ekki var ástandið öllu betra með annan öryggisútbúnað, því að á 80% rannsakaðra bif- reiða var eitthvað i ólagi við hemlana, og á 70% bifreiðanna var' ólag á stýrisútbúnaði. Réitur loftþrýstingur Séu hemlarnir ekki rétt stilltir, lúra slysin í leyni á næstu grös- um. Hvað komið getur fyrir, ef sjálfur stýrisútbúnaðurinn er ekki í lagi, þarf engan sérfræð- ing til að geta sér til um. ■Það er ekki til nein afsökun fyrir því, að bifreiðin er ekki í íullkomnu lagi tæknilega séð. Bæði lögfræðilega og siðferði- lega séð, er ábyrgðin algjörlega ökumannsins og eigandans. Ekki cr síður mikilvægt fyrir ökumenn að hafa örugga vissu um að dekkin séu ekki of slitin og að gerð þeirra sé rétt. Enn fremur verður að gæta þess, að réttur loftþrýstingur sé í dekkj- unum, þ. e. a. s. sá loftþrýstingur, sem gefinn er upp í leiðarvísi þeim, sem bifreiðinni fylgir. Þessi loftþrýstingur skal hvorki vera meiri né minni en upp er gefið, og það gildir, án tillits til, _ 'mm . Úí HH aka með opna glugga. Að geta séð hættuna, er fyrsta skilyrðið til að geta forðazt hana. Útlit vegarins Það er enn einn hlutur á bif- reiðinni, sem vert er að gefa gaum, og það er höggfjöðrin. Fæstir veita þeim hlut verðuga athygli. En sé höggfjöðrin ekki í lagi, geta orðið svo miklar sveifl- ur á yfirbyggingu bifreiðarinnar, að ökumaðurinn missi vald á henni. Gleymið heldur ekki að gefa gaum að hemlum og kúplingu. Yfirborð þeirra verður.að vera óslétt, annars eiga menn á hættu, að fóturinn renni af þeim, þegar mest liggur við. Þessa daga, þegar frost og snjór og þíðviðri skiptist á, getur verið skynsamlegt að verka öðru hvoru snjó af aurhlífunum, sem alltaf getur festst neðan í þær. Nái snjókelrkir að frjósa fastir við hlífarnar, getur það valdið hömlum á snúningi hjólanna. Þegar bifreið er lagt í frosti, skulu handhemlar ekki notaðir. Þeir geta frosið fastir. Þess í stað skal setja bifreiðina í lágan gír. Ýmsir vara sig ekki á því, hve misjafnt getur verið að aka á vegum, eftir því úr hverju þeir eru gerðir. Það getur t. d. verið örðugleikum háð að hemla á mal- bikuðum götum í rigningu: Þær geta verið jafn hættulegar og svellhálar götur. Og gætið ykkar á útliti vegarins. Vegur getur virzt gjörsamlega þurr og hættu- laus, en verið þrátt fyrir það þak- inn þunnu íslagi. Aðalreglan er sú, að ef akbrautin skiptir litum á einn eða annan hátt eftir því sem lengra er ekið, getur verið um hálan veg að ræða. Einnig ef sézt, að ljós frá öðrum bifreið- um speglast i akbrautinni — þá er hætta á ferðum og ástæða til að draga úr hraðanum. Beygt í hálku Onnur mikiivæg regla er, sem menn verða að leggja vel á minn- ið. Menn mega ekki reikna með að taka beygju og hemla um leið. Sé stýrinu snúið, verður að sleppa hemlunum, því að öðrum kosti renna framhiólin og voðinn er vís. Ef um er að ræða að stanza mjög snögglega, verður að rjúfa tengslin og nota fóthcmlana, sem verka á öll hjólin. Ef bifreiðin tekur til að renna, verður að standa á kúplingunni, sleppa hemlunum og rétta bifreiðina af. Sé komið að beygju, þar sem vegurinn er háll, verður að hægja mjög á ferðinni með því að rjúfa tengslin og hemla áður en beygjan er tekin, og sleppa iii síðan hemlunum í byrjun beygj- unnar, þegar stýrinu er snúið. Eftir beygjuna eru tengslin aftur sett á, um leið og gasið er gefið inn. Ef gasið er gefið inn, áður en beygjunni er lokið er hætta á, að bifreiðin renni til að aftan. Fleiri ráð verða ekki gefin að sinni. En það er öruggt, að hversu snjall sem ökumaðurinn er, þá eru ísilagðar brautir hættu- legar, og fyrst og fremst verður að gæta þess í akstri að haga hraðanum eftir kringumstæðun- um. Sé hraðinn of mikill, getur farið illa, jafnvel fyrir hinum snjallasta ökumanni. Undirbúningur hvellhátíðar Kínverjar urðu fyrstir þjóða til að skemmta sér við flugelda og sprengingar, enda draga þær nafn af þelm. Hér er kínversk kona að undirbúa hvellhátíð. Vel lukkast Mvi9reisnfn“ ! !! IHorgunblaðið og Alþýðublað ið halda áfrani söngnum um að aflasæld og þar af leiðandi mikil atvinna og góðar tekjur manna í sjávarþorpum úti um land sé eingöngu „viðrcisninni“ að þakka. Þarna sjáið þið, segja þeir, það er tóm vitleysa hjá stjórnarands'töðunni, að „við- reisnin“ leggi dauða hönd á athafnalífið og dragi úr fram le'iðslunni. Þessi mikla afvrana sannar einmitt ágæti „viðreis. arinnav“. — Aflinn væri víst ekki mikill, ef hinir fjölmörgu nýlegu og vel búnu bátar hefðu ekki verið keyptir til landsins fþeir voru allir pantaðir fyrir „viðreisn") og afli þessara báta væri áreiðanlega ekki nema lítili hluti þess, sem liann er, ef fiskveiðilandhelgin hefði ekki verið færð út í 12 sjómíl- ur 1958. Afvinnulíf væri ckki með þeim blóma, sem það er, ef ekki hefði verið fjárfest í frystihúsum eg síldarverksmiðj um víðs vcgar um landið. „Pólitísk fjárfesting<( Fjárfestingu í sjávarþorpum úti um land hefur Sjálfstæðis- flokkurinn kallað „póiitíska fjárfestingu“ og tekið síldar- verksmiðjurnar á Austurlandi sem dæmi um sérstaka póli- tíska spillingu. (Þjóðarbúið væri nú hundruðum milljóna fátækara, ef þessar verksmiðj ur hefðu ekki verið fil staðar í sumar). Eins og kunnugt er, beitti Sjálfstæðisflokkurinn sér gegn útfærslu landhelginnar 1958 og fullyrða m’á, að ekki væri búið að færa út landhelg ina enn þá, ef núverandi stjórn arflokkar hefðu einir fengið að ráða. Sterk rök má færa fyrir því að afli væri enn meiri og betri, ef stjórnarflnkkarnir hefðu ekki minnkað Iavdhelg- ina með svikunum í lanahelg- ismáUnu. Aldrei hefur verið eins erfitt fyrir einstaklinga aff eignast ný atvinnutæki og nú. Vaxtaokur, lánasamdráttur og gengisfell- ingar hafa sett mönnum stól- inn fyrir dyrnar. Eðlilegur vöxtur verður ekki í mörgum sjávarplássum — húsnæðis- skortur hamlar og menn geta ekki • Iagt í byggingarfram- kvæmdir við skilyrði viðreisn- arinnar. — Svo segja stjómarblöðin, að aflasældin og atvinnan sé „viðneisninni“ að þakka. „Miklir menn erum við, Hrólfur minn“ Sífellt eru stjórnarblöðin að færa sig upp á skaftið í þess- um lofsöng til „viðreisnarinn- ar“ og með sama áframhaldi líður ekki á löngu þar til þau fara aff halda því fram, að Gylfi hafi fundið upp kraft- . blökkina, Emii endurbætt fisk- sjána og Bjarni hafi barizt fyr- ir því, að síldarverksmiðjurnar voru reistar. Næsía stigið í „viðreisnar“-tilbeiðslunni verð- ur að segja, aff Jónas Haralz hafi nú reyndar reiknað út síld argöngurnar svona í ígripum frá aðalstarfinu, sem er að reikna út að vaxtahækkunin sé síöur en svo baggi á útgerð- inni. Svo verður á stórhátíðum skýrt frá því, aff eiginlega sé nú „viðreisnin“ fjárfestingar- stefna. — Þá er skammt í \kosn ingar, og nýja loforðaskkáin „framkvæmdaáætlunin“, sem\á að fleyta stjórnarflokkununU yfir kviksymlið, komin í prenr- un. — \ 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.