Tíminn - 31.12.1961, Blaðsíða 5
IWíliÉJMt
Útgefandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN
F'ramJrvæmdast.i&ri Tómas Arnason Rit
stjórar Þórarmn Þórarinsson iáb i Andrés
Kristjánsson lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri Egill Bjarnason - Skriístotur 1
Edduhúsmu - Simar 18300--18305 Aug
lýsingasimi 19523 Afgreiðslusími 12323
- Prentsmiðjan Edda ti.l —
Askriftargjaid kr 55 00 á mán mnanlands
f lausasölu kr 3 00 eintakið
Við áramótin
Enn er eitt árið að líða í „aldanna skaut“. Tími hinna
árlegu reikningsskila er genginn í garð.
Það hefur enn sannazt á árinu 1961, að mannkynið er
á mikilli framfarabraut í tæknilegum efnum. Hnattflug
Gagarins og 50 megatonna vetnissprengjan sanna það
meðal annars. Enn er hins vegar ekki sýnt, hvort þessar
framfarir verða mannkyninu meira til góðs eða ills. Harð-
ar og tvísýnar deilur milli þjóðanna hafa risið á árinu
1961, eins og svo oft áður. Hæst hefur borið Berlínardeil-
una. Oft hefur útlitið þar virzt slíkt, að ekki hefði verið
hikað við áður fyrr að láta vopnin skera úr. Óttinn við
kjarnorkuvopnin hefur bersýnilega haldið aftur af mönn-
um. Þetta styrkir þá von, að þrátt fyrir allt verði það
kjarnorkuvopnin, sem knýi stórveldin til að halda friðinn
og semja um afvopnun að lokum.
Árið 1961 hefur af náttúrunnar völdum verið íslend-
ingum gott ár. Til sjávarins hefur aflinn orðið meiri og
betri en nokkuru sinni fyrr. í heild var árferði líka hag-
stætt landbúnaðinum. Við þetta hagstæða árferði til lands
og sjávar bættist svo, að á árunum fyrir 1960 hafði orðið
mikil uppbygging til lands og sjávar og þjóðin því búin
undir að hagnýta sér auðæfi hafs og lands. Þjóðartekjur
íslendinga verða því meiri á þessu ári en nokkuru sinni
fvrr.
En þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur, hefur þó meg-
inþorri landsmanna borið minna úr býtum en áður. Því
veldur röng og heimskuleg stjórnarstefna. Með sánn-
gjörnum launasamningum, sem voru gerðir á síðastl.
sumri, var stefnt að því að koma tekjuskiptingunni í rétt-
látara horf. Þessu kollvarpaði ríkisstjórnin með gengis-
lækkuninni, sem að sjálfsögðu gerir þá ríku ríkari og þá
fátæku fátækari. Nýjar og nýjar sannanir sýna, að þessi 1
gengislækkun var algerlega óþörf, eins og t. d. það. að
útflutningstekjurnar verða stórum meiri á þessu ári en
nokkuru sinni fyrr. Gengislækkunin var ekkert annað
en hefndarráðstöfun ríkisstjórnar, sem vill koma fjár-
magninu á fáar hendur en halda almenningi niðri.
Þessari stjórnarstefnu fylgir ekki aðeins sá annmarki,
að hún skipti þjóðartekjunum ranglega og óheiðarlega.
Hún dregur einnig óhæfilega úr framtaki hinna mörgu,
veldur þannig samdrætti í framkvaeindum og auknu trú-
leysi á land og þjóð. Utan úr löndum berast íslendingum
nú þær aðvaranir, að fjárfesting sé hér alltof lítil, ef
tryggja eigi batnandi lífskjör. Til lengdar verður ekki
búið að uppbýggingu fyrri ríkisstjórna. Það þarf bæði að
endurnýja og auka framleiðslutækin.
Framundan bíður hörð barátta fyrir því tvennu að
gera tekjuskiptinguna réttlátari og hefja merki framfara
og aukinnar fjárfestingar á ný. Um þetta verða harðar
deilur. Sérhagsmunamennirnir, sem græða á hinni rang-
látu tekjuskiptingu verða ófúsir til að sleppa þeirri að-
stöðu, er þeir hafa nú.Þeir munu og heimta, að fjárfest-
ingin verði í höndum sem fæstra og munu jafnvel heldur
kjósa þar fyrir bandamenn erlenda auðjöfra en íslenzka,
alþýðu.
Hér er fyrir höndum mikil barátta við óþjóðlega auð-
valdssinna. Á aðra hlið verður svo baráttan við trúar-
söfnuðinn, sem eingöngu stjórnast af páfanum í Moskvu.
Það er hlutverk ,Framsóknarflokksins að hafa forust-
una í þessari baráttu þjóðlegra framfara og endurreisnar.
Til þeirrar .baráttu munu Framsóknarmenn ganga'bar-
áttufúsir, því að fyrir góð mál er að berjast.
TÍMINN, sunnudaginn 31. desember 1961.
C. L. SULZBERGER:
t er í heiminum hverfult
í alfijóðamálum geta vinir fljótt orftið óvinir og óvinir vinir. Óvissan er
hi§ eina, sem vitS getum verií viss um á bví svitii.
Höfundur igreinarinnar, sem
hér fer á eftir, er einn af rit-
síjórum „The New York Tim-
es“. Hann skrifar að staðaldri
í blaðið um utanríkismál og
er meðal fróðusíu og víðsýn-
ustu blaðamanna Bandaríkj-
anna, er um þau mál rita.
Grein þessa skrifaði liann 5.
þ. m. í tilefni af því, að þá
voru liðin 20 ár frá árás Jap-
ana á Pearl Harbor:
FYRIR 20 árum var Moskva
umkringd hersveitum nazista
og allir útlendingar, sem töld
ust þess verðir að haft væri
auga með þeim, höfðu verið
sendir niður með Volgu. Eg
var þó staddur í Kuibyshev,
sem var bráðabirgðahöfuðborg
Rússlands, og í óhreinu gisti-
húsi þar í borg, heyrði ég
fréttirnar um Pearl Harbor.
í þessu gistihúsi, sem rang-
lega bar nafnið Grand, bjó
'hinn sundurleitasti hópur. Þar
var t. d. Konstantin Oumansky,
sendiherra Sovétríkjanna í Was
hington, og Anders hershöfð-
ingi, sem nýbúið var að láta
lausan úr fangelsi til þess að
hann gæti tekið að sér stjórn
pólsks hers, sem verið1 var að
safna saman. Þarna var einn-
ig sendinefnd frá Ytri-Mongó-
líu og nokkrir japanskir frétta
i’itarar.
Það var einn fréttaritarinn,
sem sagði mér, að þjóðir okk-
ar ættu nú í ófriði, og hann
brosti breitt og bar errin mjög
illa fram. Hann sagði, að búið
væri að eyðileggja Kyrrahafs-
flota Bandaríkjanna, en hann
t.ók fram, eins og gert er í ó-
dýrurn og ómerkilegum reif-
urum, að sér þætti þetta mjög
léiðinlegt — „so solly“. Eg
trúði honum ekki.
EG ÖSLAÐI klofsnjó á leið
minni til byggingar þeirrar,
sem sendiráð okkar hafði feng
ið til urnráða, og hermálafull
trúinn þar sagði mér hryggur
í bragði, að þetta væri allt satt.
Á leið minni til sendiráðsins
hafði ég komið við í stjórnar-
deld þeirri, sem fór með sam-
skipti við útlönd og afhent þar
símskeyti. tíu blaðsíður að
lengd. Skeyti þetta var siðan
ranglega afhent mér aftur í
herbergi mínu í gistihúsinu,
þá skrifað á rússnesku dulmáli
og sent frá Tokíó.
Rauði herinn tók að undir-
búa sig undir fyrstu gagnár-
ásirnar og ég flaug til Moskvu
til þess að fylgjast með hersv.
einnar af hetjum dagsins, Vlas
ow heTshöfðingja. Vlasow þessi
var handtekinn árið eftir og
gekk þá í lið með Hitler og
tók að sér stjórn rússneskrar
liðhlaupasveitar. Þegar stríð-
inu lauk leitaði hann á náðir
Pattons hershöfðingja, en Pat-
ton var skipað að afhenda Stal
ín hann aftur, og hann var
skotinn.
Bandaríkjamenn urðu vin-
sælir í Rússlandi, en framkom
an gagnvart þeim var þó ávallt
dálítið þvinguð og þeir vorn
tortryggðir. Við tókum að lofa
„Jóa frænda“ hátt og í hljóði
og rukuim í að taka öfgafullar
lofkvikmyndir um Rússa, eins
og t. d. „Norðurstjörnuna" og
fleiri slíkar. En þetta tilhiuga-
líf var skammvinnt. Stalín var
búinn að setja fram ósvífnar
heimsveldiskröfur löngu áður
en vopnahlé var komið á.
Það er næsta furðulegt að
virða þetta tímabil fyrir sér úr
tuttugu ára fjarlægð. Hitler
er löngu dauður. Stalín er ekki
aðeins dauður, heldur orðinn
að eins konar ófreskju. Og
einn af hinum óæðri undir-
mönnum hans er setztur á valt
an valdastólinn.
SÁ MAÐUR, sem nú ræður
mestu um örlög Bandaríkja-
manna, var þá ungur foringi í
flotanum. De Gaulle er aftur
kominn til valda í Frakklandi
og á nú við enn meiri erfið-
leika að stríða en þegar hann
kom til Parísar, fyrst eftir að
hún var hrifin úr hers höndum.
Útkjálkaskæruliðinn Mao
Tsetsung, sem áður deildi við
Stalín, ræður nú ríkjum í Kína.
Hann hefur nú gleymt ágrein
ingnum við Stalín vegna ákafr
ar deilu við Krústjoff. Og
Ohiang Kai-shek, sem áður
réði lögum og lofum í Kína,
fer nú með hlutverk Nopóle-
ons austur þar og horfir til
heimalands síns frá sinni aust-
urlenzku Elbu.
FYRIR TUTTUGU árum mátti
vel hugsa sér að við ættum
fyrir höndum ýmiss konar sam
skipti við Rússa. Engan gat
órað fyrir, hve fljótir þeir yrðu
að ná sér á strik eftir hina
miklu eyðileggingu stríðsins.
En fáa mun hafa grunað þá,
að löngu fyrir 1961 yrðum við
gengnir í bandalag við fyrri
fjandmenn okkar, Þjóðverja,
.ítali og Japani.
Sameinuðu þjóðirnar, —
draumkennd hugsjón Banda-
ríkja'manna — lúta leiðsögn
fulltrúa frá riki, sem' var brezk
nýlenda fyrir 20 árum. Mikill
hluti meðlimaríkjanna var
ekki í ríkjatölu 1941.
ÞÆR STÓRKOSTLEGU og fjar
stæðukenndu breytingar, sem
orðið hafa, hljóta að bjóða
heim ýmsum bollaleggingum
um framtíðina. Við reynum —
eins og við gerðum fyrir 20
árum — að halda vinsamlegu
sambandi við Suður-Ameríku-
ríkin og jafnframt að koma í
veg fyrir útbreiðslu framandi
stjórnmálaskoðana. Skuldbind-
ingar okkar um varnir á aust-
urströnd Atlantshafsins og
vesturströnd Kyrrahafsins eru
ekki lengur kemningar einar,
heldur staðreyndir.
Heimsveldi Breta, Frakka,
ítala og Japana eru að meira
og minna leyti liðuð sundur,
og við keppum við Rússa um
áhrifavald í rústum hinnar
horfnu skipunar, en Kína kepp
ir bæði við þá og okkur. Þegar
litið er aftur, yfir þær stór-
kostlegu breytingar, sem orðið
hafa, hlýtur maður að renna
huganum að því, hvaða undur '
næstu tuttugu árin kunni að
leiða í ljós.
Verður þá um að ræða nýtt,
mikið veldi, sem nefnist Evr-
ópa, þrátt fyrir þann hugsjóna
ágreining, sem þar er nú um
að ræða? Eða hefur Rússland
þá snúizt á sveif með Vestur-
veldunum, vegna höfuðátaka
milli austrænna og vestrænna
kynstofna, eins og de Gaulle
gerir ráð fyrir? Verða Moskva
og Washington þá samherjar
í baráttunni fyrir friði? Eða
verður heimurinn þá í rústum,
í helgreipum hins kalda stríðs,
eða máske í brjáluðu kapp-
hlaupi um nýlendur?
Það eitt höfum við lært af
hinni nálægu fortíð, að við get
um ekkert séð fyrir, getum
engu spáð og allt virðist geta
komið fyrir. Óvissan er það
eina, sem við getum verið viss
um.
Berlínardeilan selli mjög svip sinn á árið 1961. Eftir áramótin munu
hefjast viðræður milli Rússa og vesturveldanna um lausn hennar.
Nokkur grundvöllur var lagður að þeim viðræðum, er Gromiko heim-
sótti Kennedy í Hvíta húsið á síðastl. hausti.
5