Tíminn - 31.12.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.12.1961, Blaðsíða 16
Þröng við brennivínsbilðir Sunnudagur 31. desember 1961 329. tbl. 45. árg. Geysilegsr biðraðir voru við áfengisbúðirnar í Reykjavik á föstudaginn og í gærmorgun. Þegar leið að hádegi í gær riðiuðust biðraðirnar, og við upphlaupi lá við Nýborg, þegar menn héldu, að leka ætti um hádegið, áður en allir höfðu komizt að. ANNÁLL ARSINS 1961 Enn þá einu sinni eru komin áramót og í kvöld kveðjum við gamla árið, sem við heilsuðum með eftirvæntingu um síðustu áramót. Um leið og við bjóðum árið 1962 velkomið væri ekki úr vegi að líta aftur í tím- ann og rifja upp helztu atburði á þvi herrans ári 1961. -JANUAR - — Árið 1961 gekk í garð með þvílíkum friði og spekt, að slíks eru engin dœmi áður í Reykjavík — s'egir í fyrsta tölublaði Tímans á þessu áii. Árið virðist hafa heilsað þannig um allt land, því ao gamlaárskvöld árið 1960 er talið rólegasta gamlaárskvöld aldarinnar í þessu sama blaði. Belgíski togarinn María Jose Josette er eflaust mest umtalaður í fréttum janúarmánaðar. Hann var tekinn í landhelgi við Ingólfshöfða og dæmdur í Vestmannaeyjum. Lánið virtist ekki leika við skipstjórann á þessu nýbyrjaða ári, því að togarinn fórst við hafnar'kjaftinn þar á leiðinni út aftur og hefur valdið stórskemmdum á hafnargarðinum. Hæstiréttur fjallaði um morðbréfamálið svonefnda og úrskurðaði kröfur Magnúsar Guðmundssonar löglausar. < Um miðjan mánuðinn ui'ðu geysileg flóð í Ölfusá og voru Ölfusárforir allar einn hafsjór og Arnarbælis'hverfi umflolið. Síðasta dag mánaðarins er skýrt frá dularfullum sprengingum vestur í bæ. Lögreglan vissi ekkert um málið og veit ekki enn. FEBRUAR - Þriðja febrúar fórst trillubátur frá Grindavík, og týndist einn maður, en tveir komust af. — annar á undraverðan hátt. Róðrarbanni og verkfalli var haldið áfram í Vestmannaeyjum. Á bolludaginn 14. febrúar borguðu Reykvíkingar hátt í tvær milljónir fyrir boliur. 15. febrúar tilkynnti Farmanna- og fiskimannasasambandið, að samningar hefðu tekizt í yfirmannadeilunni og verkföllum í verstöðvum við Faxaflóa var aflýst. — 17. febrúar var sagt frá því, að tonni af dýnamiti hefði verið stolið af Keflavíkurflugvelli, en seinna kom þó í ljós, að sennilega hafði verði um skekkju í bókhaldinu að ræða. Seint í mánuðinum var stórflóð í Markarfljóti og varnargarðar brustu. í seinast.a blaði mánaðarins má svo lesa þessa fyrirsögn: Þjóðin svikin í land- helgismálinu. Bretum hleypt inn að sex mílum. \as»í"í-<[íír'^_. - MARZ - Snemma í marz gerðist það, að þýzkur fangi Frank Franken kvæntist ís- lenzkri stúlku og eyddi svo brúðkaupsnóttinni í steininum. Á ísafirði sást stríður straumur peningaseðla úr skolpræsum og skiptu verðmæti þessara sundurrifnu seðla þúsundum króna. Vatnajökull lenti í árekstri við lússneskt skip á Thames- fljóti og enskur togari sigldi beint á land upp í Dýrafirði með tvö radartæki í gangi. Trillubáturinn Magni frá Þórshöfn lenti í miklum hrakningum í ofsaveðri 25. marz og komust skipverjar í höfn eftir að hafa staðið 15 tíma við stýrið. APRIL - Um páskana kviknaði í einum skíðaskála reykvískra skáta í Hveradölum, er allir s'kálabúar voru í fastasvefni. Ófriðlegt var í Grimsby og HuII og löndun íslenzkra togara þar mótmælt. Róstusamt var enn í morðbréfamálinu og var verjandanum vikið úr starfi, en það er einstakur atburður í sögu Hæstaréttar. Sú nýlunda gerðist að djákn;, Einar Einarsson var vígður til starfa í Grímsey og flytur þar messur, annast ferm- ingarundirbúning og kennir við sunnudagaskóla. Frumvarp var lagt fram í danska þinginu um að afhenda íslebdingum 1749 handrit. - MAI - í byrjun þessa mánaðar seldi togarinn Fylkir metsölu í Englandi og með- hjálparinn í Neskirkju steig í stólinn og mæltist vel, þótt hann sé ólærður og óvígður. Áburðarflugvélin var tekin í notkun í fjórða sinn og haldið áfram að dreifa áburði á auðnir. Megrunarlyf vann hug og hjörtu fóiks og seldist upp á skammri stuncl. Magnús Guðmundsson var sýknaður af morðbréfaákærunni, og 16. maí var tií- kynnt að hæpið væri, að handritafrumvarpið næði fram að ganga. 29. maí hófust verkföll 7000 manns og seinasta dag mánaðarins steig Ólafur Noregskonungur á land í Reykjavik. - JUNI í byrjun júnímánaðar voru blöðin prýdd myndum og frásögnum af heim- sókn Ólafs Noregskonungs. Undirskriftir sextíu danskra þingmanna hindruðu af- hendingu handritanna. 20. júní hófst síldarsöltun á Siglufirði. P.rófessor Níels Dungal skýrði frá því að hangikjöt og reyktur fiskur gæti valdið krabbameini. Hinum miklu verkföllum lauk loks 30. júní. Ungfrú María Guðmundsdóttir var kjörin Ungfrú ísland 1961. JULI Iðnaðarmannafélögin sömdu 1. júlí. Mikil siid barst til Siguíjarðar í þess- um mánuði. Sjö erendir leiðangrar dvöldu hér síðastliðið sumar. Snemma í júlí var ekið fyrir Búlandshöfða í fyrsta sinn. Um miðjan mánuðinn var mikil síld úti fyrir Austfjörðum. Seint í júlí kom rússneski geimfarinn Gagarin til Keflavíkur og var vel fagnað. \ FRAMHALD A BLS. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.