Tíminn - 31.12.1961, Blaðsíða 8
Eg hef áður gert að um-
talsefni sjúkdómseinkenni
og veilur í íslenzku lýðræði.
— Eg tel mig hafa fært aö
því nokkur rök, að ýmsir
ráðandi menn gefa yfirlýs-
ingar og loforð, án þess að
ætlunin sé að standa við þau
og að þjóðin sé farin að
veita þessu athygli.
Eg hef meðal annars nefnt
sem dæmi:
1. yfirlýsinguna 1942, þegar
dýrtíðarskriðunni var af
stað hleypt, sagt', að hún
myndi dreifa stríðsgróðan
um — en stöðva mætti
hana með einu „penna-
striki“.
2. Samningana við bændur
1944 um eftirgjöf á 9.4%
af lögboðnu afurðaverði,
gegn ákveðnu loforði, sem
ekki var staðið við.
3. Alþýðusambandsþingið
1958, þegar verkamönnum
var sagt, að kaupið væri
of lágt, síðan lækkað af
sömu mönnum með vald-
boði rétt á eftir.
4. Loforð stflórnarflokkanna
fyrir kosningarnar 1959
um stöðvun dýrtíðar og
batnandi lífskjör, sem
aldrei átti að efna. —
5. Margsaga yfirlýsingar í
vinnudeilunum sl. sumar
um möguleika til kaup-
hækkunar, sem enginn tók
að lokum mark á.
6. Að lokum samningar, sem
voru ónýttir um leið með
bráðabirgðalögunum.
7. Loforð stjórnarflokkanna
fyrir kosningar 1959 um
að hvika hvergi í landhelg
ismálinu. —
Þessi dæmi o. fl. tel ég
sanna vinnubrögð, sem eru
til þess fallin að eyða því
gag-nkvæma trausti milli
þjóðar og stjórnenda, sem
er undirstaða lýðræðis — og
sá máttur, sem gerir það
fært að stjórna án tíðra vald
boða.
En einkennin eru fleiri, ef
að er gáð. Um þetta efni
ætla ég m.a. að ræða, til að
reyna að vekja menn til um-
hugsunar um það, aö til eru
verðmæti, sem við megum
ekki við að glata, þótt verð-
gildi þeirra verði ekki talið
í tölum, svo sem almennt
tíðkast á efnahyggjutímum.
Það eru athyglisverð um-
mæli, sem höfð eru eftlr
gömlum og reyndum stjórn-
málamanni úr öðrum stjórn
arflokknum. Hann sagðist
hafa veitt því athygli, að
hann hefði áður fyrr ekki
þurft að tala eða skrifa með
rökum um málefni nema
einu sinni, til þess að fólk
gerði sér það ljóst. Nú þyrfti
hann að hrópa tuttugu sinn
um, til þess að fólk legði
eyrun við og tæki eftir. Að
vísu veldur hér nokkru at-
burðahraði tímanna. — En
ég held, að meiru valdi þó
þau vinnubrögð í stjórnmál
um, sem ég hef layslega lýst
hér að framan. — Rök í heil
brigðu þjóðfélagi þurfa ekki
á hávaöa að halda. Blekk-
ingarnar hrópa. Og ef fólk
sljóvgast vegna hávaðans,
heyrir það síður hófsamleg
rök.
Að setja hávaðann á svið,
hefur orðið áberandi þáttur
í íslenzkum stjórnmálum síð
ari árin — og í vaxandi
mæli, einkum í sambandi
við vanefndir loforða, sem
aldrei var ætlunin að efna,
eða til þess að leiða athygl-
ina frá öðru, sem var að ger
ast. Þessi aðferð var notuð,
er stórloforðin voru gefin
fyrir kosningarnar 1959:
Batnandi lífskjör, stöðvun
dýrtíðar og tryggðir svarnar
við landhelgismálið. Þetta
var gert til þess að leiða at-
hygli þjóðarinnar frá því,
sem staðráðið hafði verið að
gera og hún hefur nú þreif
að á. —
Síðan hefur ríkisstjórnin
enn fært sig upp á skaftið.
Hún notar nú 1. desember,
frelsisdag þjóðarinnar, til
einhliða áróðurs — til þess
að breiða yfir vanefnd iof
orð.
Hinn 1. desember 1959 var,
eins og menn muna, notaður
til þess að halda að þjóðinni
með einhliða áróðri, bless-
un „viðreisparinnar", sem
væri einasta færa leiðin —
Þetfa, með framhaldinu,
átti að duga til þess að þjóð
in gleymdi loforðunum um
bætt lífskjör og stöðvun dýr
tíðar.
Hinn 1. desember 1960 var
notaður til þess að breiða
yfir brigðin í landhelgismál
inu.
Hinn 1. desember í ár, til
hvers? Það á væntanlega
eftir að koma í ljós.
Áróðurinn 1. desember
1959 og þar á eftir var ekki
skorinn við nögl. Bumbur
voru barðar og lúðrar þeytt
ir. Prédikað var í þaula um
að „viðreisnin" væri alveg
„nýtt efnahagskerfi“. Allir
vitibornir hagfræðingar hér
lendir og erlendir væru á
einu máli um það, að
ekki væri neitt til nema
þessi eina leið til þess að
koma í veg fyrir, að þjóðin
steyptist í djúpið. Þjóðin
hefði lifað um efni fram,
væri því orðin ein allra skuld
ugasta þjóð heimsins. Hún
yrði því að hætta að taka er
lend lán. — „Viðreisnin"
ætti þó fyrst og fremst að
afmá uppbótar- og styrkja-
kerfið og framleiðslan að
vera rekin á traustum grund
velli, án afskipta ríkisins.
Um kaupgjaldið áttu at-
vinnurekendur og verka-
menn að semja sjálfir án
afskipta ríkisstjórnarinnar
o. s. frv.
Allt þetta og margt fleira
var sett saman í bók, sem
send var um allt land. Þeg-
ar landsreikningurinn var
birtur, komst upp, að bókin
hefur kostað að minnsta
kosti 300 þúsund krónur og
þjóöin látin borga.
Þegar þjóðmál eru sett á
svið með svona hávaða,
hrökkva margir landsmanna
við. Endurtekin reynsla sann
ar mönnum, að þá er eitt-
hvað óhreint á seyði. Eitt-
hvað, sem þarf að fá fólkið
til að gléyma — eða þá að
eithvað á aö framkvæma,
sem dylja þarf, hvers eðlis
er í raun og veru. Eg veit
ekki, hvaða áhrif gerninga-
ve&ur ,viðreisnarinnar“ hef
ur haft í byrjun. Hitt veit
ég með vissu, að veðrinu
slotaði furðu fljótt, svo að
menn greindu réttar áttir.
Fyrst og fremst áttuðu
menn sig á þvi að „viðreisn
in“ var eftiröpun íhalds-
hagfræðinga með takmark-
aða þekkingu á íslenzkum
aðstæðum, á efnahagskerfi
erlendra þjóða, sem um
margt er gjörólíkt hinu ís-
lenzka.
Við íslendingar vitum, eins
og aðrar þjóðir, hvernig
þessi íhalds- og samdráttar
stefna lék ríkustu þjóð ver-
aldar, Bandaríkin, í tíð í-
haldsforsetans Hoovers. Það
er ljót saga, sem ekki verð-
ur rakin hér. En það, sem
bjargaði, var það, að nýr
forseti og frjálslyndur,
Roosevelt, tók við völdum —
og gjörbreytti um stefnu.
Sama sagan endurtók sig að
nokkru í tíð Eisenhowers, —
og breytingarnar á hagfræði
kenningunum, eftir að nú-
•Herandi forseti Bandaríkj-
anna tók við völdum og kall
aði nýja og frjálslyndari
menn til ráða.
Bjarni Benediktsson lét á
sínum tíma aðvörunarorð
falla um það á Alþingi í tíð
vinstri stjórnarinnar, að
hún skyldi gæta þess að fara
ekki um of að ráðum hag-
fræðinga eins og Gylfa Þ.
Gíslasonar, um samdrátt í
lánamálum. Margir teldu,
sagði hann þá, að Englands
banki hefði, fyrir heims-
kreppuna miklu, farið um of
að ráðum íhaldssamra hag-
fræðinga og hefði það átt
stóran þátt í kreppunni um
1930. — Þetta vissu og
mundu fleiri en Bjarni Bene
diktsson. En þetta sýnir, að
þá áleit hann, að sum þeirra
ráða, sem nú er beitt sam-
kvæmt „viðreisninni“ væru
leiðin til kreppu. —
Margt fleira olli því, að
það var frá upphafi vonlaust
verk, að telja íslendingum,
sem þekkja söguna og enn
kunna að hugsa, trú um það,
að engin lækning væri til,
nema sú ein, að taka hér upp
samdráttar- og fhaldsstefnu
sem víða hefur illa reynzt,
en á þó sennilega hvergi ver
við en hér á landi. — Þótt
þetta væru greinileg kenni-
merki, sem sýndu ljóslega,
hvað verið var að fara með
„viðreisninni" kom þó brátt
fleira í dagsljósið.
Sjálfstæðisflokkurinn sagði
það skýrt í kosningunum
1959 — og hefur pft sagt það
síðan— að kjördæmabreyt-
ingin væri beinlínis til þess
gerð'að afnema þau miklu
áhrif, sem Framsóknarflokk
urinn hefði haft í þjóðmál-
um sl. 30 ár. —
Því miður eru tímabil á
þessum árum, þegar Fram-
sóknarflokkurinn hefur
engu ráðið, t. d. 1942, þegar
þeirri dýrtíðarskriðu var
steypt yfir þjóðina, sem efna
hagskerfi hennar hefur bú-
ið að síðan. — Hitt er rétt,
að.um framvindu mála hef
ur Framsóknarflokkurinn
miklu ráðið síðustu 30 árin,
enda mesta framfara- og
umbótatímabil þjóðarinnar.
Fleira mætti , telja, er
gerði það auðsætt, að með
„viðreisninni“ var ekki ver-
ið að taka upp „nýtt efna-
hagskerfi“, heldur gömlu
samdráttar- og íhaldsstefn-
una.
Forsætisráðherrann sagði
þetta raunar svo skýrt sem
á verður kosið, er „viðreisn
in“ hafði verið samþykkt..
Nú kvaðst hann eygja það
í fyrsta sinn í langan tíma,
að upp væru að renna hinir
„gömlu, góðu dagar“. Það
andvarp var einlægt.
V
Áhrif samdráttarstefnunn
ar hafa nú þegar komið í
ljós á mörgum sviðum efna
hagslífsins. — Ríkiss'tjórnin
hefur að vísu bjargað sér
frá strandi með því að hrekj
ast frá sumum allra verstu
firrum yfirlýstrar stefnu.
Hefur þetta gerzt ýmist
vegna þrýstings frá eigin
flokksmönnum, vegna áhrifa
stjórnarandstöðunnar — og
vegna þess, að ekki var hægt
að halda áfram sem horfði.
Versta broddinn af lána-
samdrætti til sjávarútvegs-
ins hefur rikisstjórnin reynt
að sverfa með nýrri kreppu
lánalöggjöf sjávarútvegsins
— sem þó reynist ófullnægj
andi.—
Frumvarp til kreppulána-
löggjafar fyrir bændur Ref-
ur ríkisstjórnin lagt fram á
Alþingi. — En kjörin eru
þar enn verri en þau, sem
sjávarútvegurinn þó fékk.
f umræöum á Alþingi hefur
Framsóknarflokkurinn sýnt
og sannað, að.yrði frum-
varpið samþykkt óbreytt,
kæmi það miklum hluta
bændastéttarinnar að engu
gagni. —
Ríkisstjórnin hefur hop-
að í vaxtamálinu og lækkað
vexti lítils háttar —. þótt
einnig það sé alveg ófull-
nægjandi.
■ Hún hefur, eins og eðli-
legt er og vitað var, orðið
að ganga á bak orða sinna
og tekið lán erlendis — og
það er ekki um neinar smá
upphæðir að ræða. Enda
meira en vafasamt, að ríkis-
stjórnin hafi nokkurn tima
ætlað yfirlýsingar sínar um
að hætta láhtökum, til ann
ars en punta upp á skrumið
um „viðreisnina“ til bráða-
birgða.
Ríkisstjórnin hefur orðið
TÍMINN, sunnudaginn 31. desember 1961.
8