Tíminn - 06.01.1962, Síða 2

Tíminn - 06.01.1962, Síða 2
RÚDKAUPSFÖR Á BENZlNDUNK Á nýliðnu ári voru íioin fimmtíu ár frá því að danska flotamálaráðuneytið, eins og það var kallað í þá daga, gerði samning við einkaflug- manninn Ulrik Birch um, að hann, ef til styrjaldar kæmi, yrði fyrirvaralaust kallaður á vettvang með frönsku Farm- an-tvívængjuna sína, og sam- kvæmt samningnum skyldi hann í eigin persónu leggja ti! aílögu við óvinina á þess- um farkosti sínum. Þetta var fyrsti vísirinn að flugher flotans, sem árið eftir jókst við það að Ulrik Birch festi kaup á tveimur flugvélum í Frakklandi. Ulrik Birch, sem síðar lagði sinn skerf fram til staðalýsingar Kaupmannahafnar, þegar trjá- göngin í Amager voru skírð eftir Átta tíma á bílum tveggja tíma gang Eins og lesendur Tímans rekur minni til, var í haust sagt frá eftirleitarferð á Landmannaafrétt, þar sem leitarmenn höfðu langa úti- vist og létu fyrirberast í Landmannahelli heilan sól- arhring með hesta sína. Ekki náðist allt féð, sem vit- að var um á afréttinum, og skömmu fyrir jól lögðu fjórir menn í tveimur jepp- um upp í leitarferð á afrétt- inn, og komu heim aftur eftir hálfs annars sólar- hrings ferð með 20 kindur, þar af 6, sem ekki höfðu komið í leitirnar fyrr. Tíminn hringdi í Harald Run- ólfsson, bónda í Hólum á Rang- árvöllum, og spurði hann um þessa ferð. Hann sagði að þeir hefðu komizt alla leið í Loð- mund og Sátu, en hefði ekki enzt birta til þess að leita svo sem skyldi. Enda var þeim skammtaður tíminn, því hrepps- nefndin, sem kostaði ferðina, vildi ekki láta tæma peninga- kassann sinn. Meiri skyldur — minni rétt Einnig voru þeir, sem afnota- rétt eiga af afréttinum, ekki all- ir jafn glaðir yfir því, að þessi ferð væri farin. — Það er í reglugerð, sagði Haraldur, að allir skuli hafa jafnan rétt og jafnar skyldur, en til eru þcir, sem vilja hafa meiri rétt og minni skyldur, saman ber af- notaréttinn af Veiðivötnum, sem eru á þessu svæði. Og þeir sem ekki raku á afréttinn, eru gramir yfir þvi, að eytt skuli vera fé í að leita hann. Mæðiveikinefnd hætt að borga — Fleira kemur til, sagði Haraldur enn fremur. — Á þennan afrétt hefur ekki verið rekið fé í 19 ár, vegna fjárskipt- anna, en á þeim tíma kostaði mæðiveikinefnd leit á honum að hálfu, en nú er það búið að vera. Heppnir að komast með bílana — Færðin var nokkuð góð upp eftir, þótt farið væri veg- leysu alla leið, því vegurinn var ekki fær. Við fórum á vegleysu fyrir sunnan Valafell, yfir kargahraun. Okkur sóttist seint en allt gekk vel og slysalaust. En til baka vorum við '8 klukku- stundir leið, sem er tveggja kílómetra gangur, út að Dyngju- horni í áfanga. Þá var þung færð og blint, lygnt, en mikil snjókoma og dimmt af nótt, og máttum við teljast heppnir að komast með bílana til byggða. Þá vorum við með 20 kindur, þar af 6, sem ekki höfðu heimzt áður. Þetta var ekkert söguleg ferð, ég hef farið marg- ar, sem meira er hægt að segja frá en þessari. Fundu tvær enn En ekki, var látið þar við sitja. Nokkrum dögum síðar fór annar leiðangur inn á afréttinn, og frá því sagði Sigurþór Árnason, oddviti í Hrólfs- staðahelli, okkur. Sá leiðang- ur var jafn lengi og leiðangur Haraldar, í honum voru jafn margir menn og jafn margir jeppar. Þeir fóru í Landmanna- helli og Hrauneyjar, og fundu tvær kindur, sem ekki höfðu komið áður í vetur, og nær byggð nokkrar, sem voru lagðar af stað tii fjalla aftur. Færð var sæmileg, lítili snjór en mjög hált, og gekk ferðin vel. Til hafði staðið að fá Guðmund Jonasson til þess að fara þessa ferð á snjóbíl sínum, en síðan tók að hlána og þótti þá óþarfi að leigja dýran snjóbíl, þegar jepparnir voru fyrir hendi. Tvær í Skaftártungum Ekki er búizt við, að frekar verði leitað á Landmannaafrétti í vetur, enn vantar fáeinar kindur til þess að fylla þá tölu, sem rekin var á fjall í vor. M. a. vantar 6 kindur frá bæjun- um Næfurholti og Hólum, en tvær þeirra komu fram í Skaft- ártungum. honum, var ekki á nokkurn hátt hernaðarlega sinnaður, heldur þvert á móti mjög rómantískur að eðlisfari, og Danir hafa tilefni til að minnast hans að nýju á þessu nýbyrjaða ári af öðrum or- sökum en nú hefur verið frá skýrt. Heimur furðu sleginn Árið 1912 fór hann með sína yndislegu brúði, Lily, sem þá var 24 ára að aldri, í fyrstu brúð- kaupsferðina, sem farin var í lofti. Ekki voru aðrir með í för- inni, utan einn fánum prýddur tuskubangsi, sem sveiflaðist glott- andi um stjórnklefann, sem vind- arnir léku um. Allur heimurinn var furðu sleginn og fylgdist með frásögnum blaðanna af þessu einstæða fyrirbæri. Ári síðar steyptist Ulrik Birch til jarðar í flugvél sinni og lézt fáeinum dögum síðar eftir miklar þjáningar. Frú Lily Ulrik Birch er nú 74 ára gömul. Með sírium kæru minningum um þessa skömmu hjónabandssælu býr hún nú í íbúð við Lykkesholms Allé, umkringd silfurbikurum og heið- ursskjölum manns síns, ekki að- eins fyrir afrek í flugi, heldur einnig í siglingum og hjólreiðum. Frú Ulrik Birch er enn þá ung í anda, full af frásagnargleði og rifjar oft upp fyrir sér þá góðu daga, sem hún lifði. með. manni sínum. — Við höfðum þekkzt frá barn- æsku í Holte.og hann vakti áhuga minn á fluginu. Ég þori ekki að segja ákveðið um það, hvort ég er fyrsta danska konan, sem stjórnaði flugvél, en ég held það nú samt. Raunar hafði ég engin réttin(Ji til að fljúga. í þá daga þurfti maður að fá þau réttindi í Frakklandi, en ég gerði það aldrei, þó að við værum þar oft. mgamxm Frú Lily: LítiS er dásamlegt En ég flaug vélinni oft og bæði tók á loft og lenti. Sat á benzíndunk — Brúðkaupsferðin árið 1912 var eitt undursamlegt ævintýri. Eftir brúðkaupið 3. ágúst snædd- um við morgunverð á Palace- hótelinu, og síðan fór ég heim og skipti um föt. Brúðarkjólinn á ég enn þá, og gott ef ég á ekki skóna líka. Síðan lögðum við af stað í flug- ferðina, fórum í hringferð um landið og lentum á 30 stöðum. Ég sat á benzíndunknum, dúðuð í lambsskinn, og vindurinn næddi um okkur. Þetta var mjög frum- stætt, en það var dásamlegt. Auð- vitað var eftirvæntingin mikil — og áhættan. Áður en við lögðum af stað, öfluðum við okkur upplýsinga um stærð þeirra valla, sem við gátum lent á, en í mörgum til- fellum kom í Ijós, að okkur höfðu verið gefnar rangar upplýsingar. Þegar við lentum við Herlufs- holm, sögðum við t. d. okkar á milli, að yfir þessa trjátoppa kæmumst við aldrei. En það tókst. Fullt af dásemdum Meðal annarra dýrgripa, sem frú Lily hefur umhverfis sig, er þungt og mikið vindlinga- hylki úr silfri. Á það eru letruð nöfn allra þeirra staða, sem þau hjónin heimsóttu á brúðkaups- ferðinni auk orðanna: — Lífið er fullt af dásemdum. — Lífið hefur verið mér dá- samlegt, af því að ég á svo marg- ar góðar minningar, segir frú Lily Ulr'ik Birch. En ég el ekki á neinni ósk um að verða gömul. Hjónin Ulrik Blrch á brúökaupsferð sinni, þeirri fyrstu í heiminum, sem j| farin var fljúgandi. gjj Ósvífni fjármála- ráðherra Grobb fjármálaráðherrans um inneign ríkissjéðs hjá Seðlabankanum er eitthvert ófyrirleitnasta og siðlausasta áróðursbragð, sem um getur í íslenzkri stjórnmálasögu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni, sem íslenzkur fjárm'álaráðherra leyfir sér að taka 120 milljénir króna eignarnámi með bráða- birgðalögum af sjávarútvegin- um og það á miðju fjárlagaári og umfram fjárlagatekjur. Svo gortar þessi ráðherra af því að með þessari aðferð liafi hann getað laigt fé á inneignarreikn- ing í Seðlabankanum. Þetta gerir ráðherrann á sama ári og álögur á almenning voru hækkaðar um milljónatugi með gengislækkun og hækkun á vöruverði. — Ráðherrann hafði reynt að réttlæta þetta eignar- nám með því, að ríkissjóður þyrfti á fénu að halda til að greiða upp í vanskil á ríkis- ábyrgðum. Þetta voru hrein ósannindi eins og nú er kom- ið áþreifanlega í ljós. — Stjórn málasiðgæði getur vart komizt á Iægra stig en hjá þessum ráðherra. Þctta er þó enn ein sönnun þess, að gengislækkun in í sumar var algerlega óþörf og hrein fásinna og skemmd- arverk. Lánasamdrátturinn Ein af „viðreisnarráðstöfun- um“ var að draga stórlega úr útlánum til landbúnaðarfram- Ieiðslunnar. Útlánaprósentan var fyrir „viðreisn" 67% af verðmæti, en var lækkuð niður í rúm 50%. Þessi samdráttur á afurðalánum landbúnaðarins nemur á sl .ári ekki undir 60— 70 milljónum króna fyrir utan allt annað. Ríkisstjórnin hefur gefið Seðlabankanum ströng fyrirmæli um, að ekki megi auka afurðalánin um eina ein- ustu krónu frá þeirri heildar- fjárhæð, sem lánuð hefði verið út fyrir „viðreisn", og skipti ekki máli þótt landbúnaðar- framleiðslan ykist. — Ef til vill munu stjórnarblöðin halda því fram, að þessi pólitík sé liður í ráðstöfunum til að auka þjóð arframleiðsluna og þjóðartekj- urnar? Einstaklingsframtakið Sá flokkur, sem þykist hafa einstaklingsframtakið á oddin- um, hefur nú fengið að sýna í verki, hver hugur fylgir máli. Engin ríkisstjórn hefur nokkru sinni sett einstaklingsframtaki hins óbreytta borgara svo stól inn fyrir dyrnar, sem núver- andi ríkisstjórn. Það má telja ókleift hinum ahnenna borg- ara að ráðast í framkvæmdir eða stofna atvinnufyrirtæki við skilyrði „viðreisnarinnar". Það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð meint með einstakl- ingsframtaki, er aðstaða fyrir hina fáu útvöldu auðmenn í flokknum til að mata krókinn og taka við eignum og atvinnu rekstri af fjöldanum. frúin á einstaklingsframtak hins al- menna borgara á ekki upp á pallborðið, því að nú er það inntakið í boðskap flokksins, að fslendingar geti ekki lengur treyst á sjálfa sig í fjárfest- ingu og atvinnurekstri — út- lendir auðliringar verði að leysa ísl. einstaklingsframtak af hólmi. Einar ríki og fleiri slíkir menn eiga svo að gutla með, en ekki nema þeir fáu útvöldu — ó nei. T í MIN N, langasgafe, 6,.. jflllMtMwkiyaLi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.