Tíminn - 06.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1962, Blaðsíða 6
DANARMINNENG: ilatthias S. Þórðarson, þjóðmlnjavörður Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörður, verður til grafar borinn í dkg. Með honum er fallinn í val máður, sem víða hefur komið við í íslenzkri menningarsögu á þess- ari öld og á að baki mikil og merk störf í íslenzkri fornleifa- fræði og bókmenntum. Matthías Septímus Þórðarson var fæddur 30. okt. 1877 á Fiskilæk í Melasveit í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Þórður hreppsstjóri Sig urðsson og Sigríður Kunólfsdóttii; kona hans. Hefur Matthías gert grein fyrir ætt sinni í sérstöku riti með ættarskrám þeirra hjóna. Matthías varð stúdent 1898, cand. phil. í Kaupmannahöfn 1899, lagði stund á norræn fræði og forn- fræði við háskólann þar, fluttist til íslands 1906, aðstoðarmaðuir við Forngripasafnið 1907, forn- minjavörður (síðar þjóðminja- vöi'ður) 1908. Fékk lausn frá því embætti 1947. Sæmdur prófessors nafnbót 1937 og kjörinn heiðurs- doktor í heimspeki við Háskóla íslands 1952. í stjóm Hafnardeild ar Hins íslenzka bókmenntafélags 1905—1906, í stjórn félagsins hér heima síðan 1912 og til dauða- dags og forseti frá 1946. Formað- ur Hins islenzka fornleifafélags 1920 og síðan ritstjóri Árbókar þess 1920—1948. í stjórn Heimil- isiðnaðarfélags íslands frá 1912 og síðan. Auk þess virkur þátttak- andi í mörgu öðru félagsstarfi og opinberam nefndum. Sæmdur stór krossi hinar íslenzku fálkaorðu auk erlendra heiðursmerkja. Fyrri kona Matthíasar var Alvilde Mar- ie Jensen frá Kaupmannhöfn, en síðari kona Guðríður Guðmunds- dóttir frá Lambhúsum á Akra- nesi. Frú Guðríður lézt árig 1956, en síðustu árin hafði Matthías heimili með dóttur þeirra, frú Sigríði, og naut umhyggju henn- ar. Matthías Þórðarson var ism margt óvenjulegur og mikilhæfur maður, í senn mannkostamaður í dagfari og skiptum við samborgara og mikill og traustur lærdómsmað- ur. Hann var iðjumaður srvo að af bar, glöggur og gerhugull í öllu starfi. Hann var sveitabarn en fiuttist ungur til Reykjavíkur og ur félagsins og útgáfu að nokkru og skil þeirra til félagsmanna. Matthías varð háaldraður mað- ur, 84 ára, og hann var formaður Fornleifafélagsins rúm 40 ár og lézt sama dag og aðalfundur þess var haldinn seinast á nýliðnu ári. Heiðursdoktor Háskóla íslands var hann og hafði hlotið margvísleg heiðursmerki. Með honum er ekki aðeins horfinn af sjónarsviði stór- merkur fræði- og vísindamaður, heldur og einn hinn trúverðugasti fulltrúi þeiirar kynslóðar, sem mótaði manndóm sinn um síðustu aldamót. Harðmdi var mikill og góður Reykjavíkur borgari og setti svip sinn á hana að ýmsu leyti./Hann naut jafnan virðingar og trausts, hvort sem var í smálegum hlutum eða þar sem hæri'a bar, svo sem á fundum meðal erlendra fræðimanna. Hann bjó sig af kostgæfni undir ævi- starfið og varð stórfróður um ís- lenzka menningarsögu, bæði af námi og *igin rannsóknum. Sér- staklega mun skyn hans.á íslenzka listiðju frá fyrri öldum hafa verið gott. Vísir að fornminjasafni var til, er Matthías kom til skjalanna, en það varð hans verk að skipa því fram til sýnis þjóðinni þó í þröng- um húsakynnum væri á lofti safna- hússins gamla við Hverfisgötu. Fræðimönnum mun koma saman um, að skráning og röðun safn- muna hafi verið leyst af hendi af trúrri kunnáttu og skipulagshæfni, og hið sama megi segja um forn- leifagröft hans og fornleifarann- sóknir. En það var langt frá því, að fornminjafræðin og starfið við fornminjasafnið væii eina við-| fangsefni Matthíasar. Hann gegndi ótrúlega miklum félagsmálastörf- um öðrum, en utan safnsins lét hann sér tíðast um Bókmenntafé- lagið og vann því allt er hann mátti. Síðasta áratuginn var það aðalstarf hans að annast um bæk- Kammermúsíktónleikar Grímsstöðum á Fjöllum, 4. jan.— Hér gerði stórhríð fyrir áramótin og dyngdi niður snjó. Síðan hlán- aði. Nú er aftur hart á og lítill hagi, þótt menn sýni fé út. Póstur inn ferðast á jeppa, en færð er þung. K.S. Vertíð að hefjast Patreksfirði, 4. jan. — Fimm tii sex bátar verða gerðir hér út í vetur. Þrír þeirra eru tilbúnir til veiða, einn er enn á síldveiðum, en hina er verið að búa á vertíð. Frá Tálknafirði verða gerðir út þrír bátar eins og í fyrra. Þeir eru nú búnir til veiða. S.J. Skýrsla SVFÍ um dauðaslys árið 1961 Á árinu urðu 64 dauðaslys; en árið 1960 urðu þau 45. Slysin flokkast nú þannig: _ Drukknanir 34. Bifvélaslys 14. Ýmis slys 16. Samtals 64 dauða- slys. Nánar flokkar skrifstofa SVFÍ slysin þannig: Drukknanir. Með skipum og bátum: Með Auði djúpúðgu, Skagastr., 2 menn; með trillu'bát frá Fá- skrúðsfirði 2 menn, feðgar; með mb. Helga, Höfn, Hornaf. 7 menn; með mb. Karmöy, ísafirði 2 menn, feðgar; með mb. Skíði, Skagastr. 2 menn, bræður. Alls 15 menn. Það er ekki stór hópur, sem að jafnaði sækir tónleika þá, sem Kammermúsikklúbburinn hefur efnt til undanfama vetur. Aft- ur á móti eru það góðir áheyrend ur, sem fylgjast af áhuga með því, sem tiltölulega fámennur hópur tónlistarmanna leggur á sig til að kynna mönnum mörg öndvegisverk Kammermúsiktón- bókmenntanna. Minnast menn margra ánægjulegra kvöldstunda í sal Melaskólans á þeirra veg- um. Fyrstu tónleikar á þessu ný- byrjaða ári fóru fram á sama stað miðvikudaginn 3. jan., og voru þeir 4. í röðinni á s.l. starfs ári, og seinkaði þeim nokkuð af óviðráðanlegum ástæðum. Að þessu sinni komu fram 2 erlendir gestir Kammenmúsik- klúbbsins þau frú Elísabet Har- aldsdóttir (Sigurðssonar píanó- leikara) klarinettuleikari og hr. Milan Kantorek hnéfiðluleikiari. Er óhætt að segja að leikur frú- arinnar hafi strax í upphafi heill að áheyrendur. f sónötu Joh. Brahms f. klarin- ettu og píanó, gaf hún þau fýrir- heit, sem ekki brugðust. í þéssu gullfallega verki gætti sterkrar innlifunar og öruggrar hljóm- fallskenndar. Samleikur frú Elísa betar og Áma Kristjánssonar var innilegur og sannfærandi. Sónata Arthur Honegger fyrir klarinettu og píanó, sem öllu heldur mætti kalla sónatínu, sam- anþjöppuð í formi og áhrifamikil, var mjög vel. leikin og svo að finna að hún kæmi áheyrendum í gott skap. Það er alltaf fengur að fá eitt- hvað af kammermúsikverkum L. van Beethoven á éfnisskrána. Að þessU sinni varð tríó í B-dúr, óp. 11, fyrir valinu. Léku þau það saman, frú Elísa- bpt, Árni Kristjánsson og Milan Kantorek, hnéfiðlu. Var samleik- ur þeirra svo jafn -og áferðar- fallegur, að til fyrirmyndar má teljast. Hafi forráðamenn klúbbsins þökk fyrir að fá hingað þessa ágætu listamenn, svo og Árni þakkir fyrir sína framúrskarandi aðstoð við þá. U.A. _ Aðrar drukknanir: Útbyrðis féllu af skipum og bát um 12 menn. Drukknuðu í ám og vötnum og lækjum 5 menn. Féll út af bryggju 1 maður. Féll í Reykjavíkurhöfn 1 maður. Alls 19 menn. Bifvélaslys: Fyrir og undir bifreiðum 8 (_þar af 2 börn og 1 unglingur). í á- rekstrum 4. Undir dráttarvélum 2. Alls 14. Ýmis slys. Af völdum elds og reýks 3. Af völdum falls 4. Af völdum áverka 3. Klemmzt til bana 1. Skot úr byssu 2. Af háspennulínu 1. Ókunn orsök 2. Alls 16. Samtals hafa því orðið 64 dauða slys árið 1961. Árið 1960 urðu þau 45 og flokkuðust þannig: 29 drukknuðu; 11 fórust í umferðar slysum og 11 létu lífið af öðrum orsökum. Björgunar- og hjálparstarf Að minnsta kosti 82 mönnum hefur verið bjargað úr yfirvof- andi háska á árinu 1961 að því er II. Á árinu sem leið voru kaup- félagsmenn sakaðir um nöldur vegna þess, að með nýlegum lagaákvæðum voru sjálfsbjörg þeirra um öflun rekstrarfjár verulegar skorður settar. Sam- kvæmt þeim lagaákvæðum eru Horft um öxl - kröfur Seðlabankans á hendur innlánsdeildum kaupfélaganna á árinu sem leið, margar milljónir króna. Þótt fé þetta sé geymt á góðum stað, er ráðstöf- unin kaupfélögunum mjög til óþurftar. Á sama tíma eru lán bankanna út á afurðir, sem bændur hafa falið kaupfélögum sínum til sölumeðferðar, stór- lega skert. Ekki verða kaup- félagsmenn með sanngirni áfelldir, þótt þeir láti í Ijós vanþóknun á þessum ráðstöfun- um. Ein hin síðasta sakargift á árinu sem leið á hendur kaup- félögunum og Sambandinu var sú, að óverjandi tómlæti hafi ríkt um vöruvöndun og sölu- meðferð dilkakjöts erlendis. Áttu þessi fyrirtæki aldrei að hafa gert neitt til vöruvöndun- ar og flyttu kjötskrokkana „óhrjálega“ á markaðinn. Þetta var þó harla ómakleg ásökun. AHt sem gert hefur verið í þessu máli hafa samvinnufélög- in gert. Árleg'a verja þau stórfé til endurbóta á sláturhúsum og frystihúsum og til byggingar nýrra. íslenzkt dilkakjöt nýtur mikils álits á erlendum markaði og náðst hefur gott verð fyrir það. Engin fyrirtæki í landinu, önnur en samvinnufélögin hafa sýnt hinn minnsta Iit á því að gera betur í þessum efnum. Þessar höfuðásakanir á hend- ur samvinnufólkinu og leiðtog- um þess árið sem leið, að ekki sé talað um það orðbragð, sem þær oft og tíðum hafa verið túlkaðar með, eru ekki til þess fallnar að efla frið og bræðra- lag. Þær styðjast ekki heldur við rök, eins og margsinnis hef- ur verið sýnt fram á. Það væri mikið gleðiefni, ef menn með ólíkar skoðanir vildu taka upp hóflegri vinnubrögð á nýju ári, og ræða með sanngirni um þær mörgu hliðar, sem flest mál hafa. Undir árslokin létu andstæð- ingar kaupfélaganha í Ijós undrun yfir því, að nokkurrar enginn reiður bjartsýni gætti hjá leiðtogum samvinnufélaganna. Sú undrun var ástæðulaus. Kaupfélögin voru stofnuð af bjartsýnum mönnum, þótt við mikla örðug- leika væri að etja. Sambandið var stofnað af bjartsýni og trú á málstað samvinnuhugsjónar- innar. Erfiðleikum og vanda- málum á 80 ára vegferð hafa samvinnufélögin mætt með bjartsýni og það munu þau gera enn. Sú staðreynd varpar birtu á marga merkilega sigra og gæfuríkt starf, samvinnufólkinu og þjóðinni allri til gagns og nytsemdar. Bjartsýni varpar einnig birtu inn í óvissu fram- tíðarinnar. PHJ á árinu 1961 SVFÍ er kunnugt. Þar af var 51 manni bjargað frá drukknun og 31 úr eldsvoða, bæði á sjó og á landi. Árið 1960 var 70 manns bjargað úr lífsháska. Hér er ekki talin öll sú hjálp og mikla að- stoð, sem björgunarskip, landhelg isflugvélin og landhelgisþjónust an hefur veitt sjófarendum á ár- inu, en sú þjónusta hefur verið bæði víðtæk og þýðingarmikil. Sjúkraflug Eins og kunnugt er, þá á Slysa várnafélag íslands meiri hluta í tveimur sjúkraflugvélum ásamt Birni Pálssyni, ’flugmanni, sem hann flýgur og rekur. Samkvæmt skýrslu Björns hefur sjúkraflug- þjónusta hans orðið s'em hér seg ir: Á árinu 1961 hafa verig fluttir með flugvélunum samtals 161 sjúklingur. Samtals hefur í sjúkra flugi verið flogið 257 klst. og 50 mínútur. Vegalengd í þessum ferð um hefur orðig 63 þúsund kíló- metrar. Á fyrri árum hafa verið fluttir 1072 sjúklingar og því samtals frá byrjun, 1233. — f árslok 1961 hafa verið flognar úr sjúkraflugi, frá byrjun, 2217 klst. og 50 mín. og í þessum ferðum hafa verið flogn ir EÍ34 þúsund kílómetrar samt. Á þessu ári hefur verið unnt að taka að sér ýmis flug á nýju sjúkraflugvélinni, sem óframkvæm anleg hefðu orðið með þeirri eldri og oft hafa verið fluttir tveir körfusjúklingar samtimis í þessari nýju vél. Á árinu hefur sjúklingum ver ið veittur afsláttur frá venjulegu gjaldi pr. flugtíma, að upphæð samt. 54.770.00 kr. Slíkan afslátt hefði ekki verið unnt að veita, ef Slysavarnafélag íslands krefð- ist einhvers gjalds vegna síns eignarhluta í flugvélunum. Þá eiga norðlenzku slysavama- deildirnar einnig hlut að sjúkra- flugvél Tryggva Helgasonar á Ak- ureyri, sem einnig hefur veitt mikla og góða þjónustu á árinu. Tryggvi Helgason, Akureyri, hefur samtals flogig með 64 sjúkl- inga í 61 ferð frá 18 stöðum víðs vegar á landinu og þó aðallega frá Norðurlandi. Flestir sjúkling ar hafa verið sóttir til Vopnafjarð ar, eða alls 11, og þar næst 8, til Þórshafnar. Samtals hefur þetta flug tekið 126 klst. og 35 mín.„ og vegalengdin er 30.400.00 k:m. Árið 1961 verður í tölu stærri slysaára, eitt það mesta, sem orð ið hefur á friðartímum um ára- bil. Þessar staðreyndir verða okk ur vísbending þess, að aukin tækni og vélamenning eykur Slysahættu og krefst því aukinna slysavarna og miklu víðtækara slysavarnastarfs en hingað til hef ur'verið, á sjó, á landi og í lofti. Það er og staðreynd að líf og' limir verða lítt varðir nema í sam hjálp. En samhjálp krefst fórna, framlaga og starfs, sem einstakl- ingarnir, þjóð'in, verða að leggja fram. Eina virka samhjálpin í landinu er Slysavarnafélag fslands. Starf- semi þess verður að efla og færa til fleiri sviða og með því spyrna gegn slysahættu og slysum. Hjálp arstarf þess hefur fært mörgum einstaklingum og heimilum öryggi og hjálp. En þessa hjálp og öryggi hefur því tekizt að veita vegna samhjálp ar fólksins, slysavarnadeildanna. einstaklinganna, sem þar starfa og vegna framlaga og velvilja þjóðarinnar. Slysavarnir eru ekki dægurmál, heldur fullkomin alvörumál, sem (Framhald á 11. síðu) 6 T f MI N N, laugardaginn 6. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.