Tíminn - 06.01.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1962, Blaðsíða 5
mmm LESLIE MALLORY: Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramkvæmdastjóJ'i: Pómas Arnason RiL stjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb ). Andres Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur 1 Edduhúsinu — Símar- 18300—18305 Aug lýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f - Askriftárgjaid ki 55.00 á mán tnnanlands. t lausasölu kr 3.00 eintakið Hælzt yfir ránsfeng Eins og rakið hefur verið í Tímanum, hafa stjórnar- blöðin mjög keppzt við það að undanförnu að hælast yfir góðri gjaldeyrisstöðu bankanna og þakkað hana „viðreisn- inni“. Þetta var líka ein helzta uppistaðan í áramótaskrif- um ráðherranna. Heldur hefur þó dregið úr þessum áróðri í seinni tíð eftir að sýnt hefur verið fram á eftirfarandú 1. Gjaldeyrisstaða bankanna ein út af fyrir sig, er enginn mælikvarði á batnandi hag þjóðarinnar, því að hún getur stafað af annarlegum ástæðum, lántökum ríkisins og einstaklinga, gjafafé o. s. frv. 2. Gjaldeyrisstaða bankanna nú er mun lakari en í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, en stjórnarblöðin telja hana þó hafa verið lélega þá. í árslok 1958 var gjaldeyrisstaðan hagstæð um 230 millj kr., en var 1. nóv. s.l. hagstæð uiti 116 millj. kr., þegar búið var að draga frá stutt vörukaupalán, sem verzlun um er heimilt að stofna til nú, en var óheimilt 1958 Þessi lán námu 277 millj. kr. 1. nóv. s.l. 3. Batnandi gjaldeyrisstaða bankanna seinustu mán uðina, er ekki að neinu leyti „viðreisninni" að þakka Hún byggist á stórauknum útflutningstekjum, sem rekja rætur til hagstæðs árferðis, útfærslu fiskveiði landhelginnar og aukinnar tækjaöflunar vegna aðgerða vinstri stjórnarinnar. Hins vegar hafa áhrifin frá vaxta okrinu, lánsfjárhöftunum og sölusköttum „viðreisnar innar" dregið úr framleiðslunni á margan hátt og skert þannig útflutningstekjurnar. Þær hafi því ekki aukizt vegna „viðreisnarinnar", heldur þrátt fyrir hana. Stjórnarblöðin eru nú farin að sjá, að þegar framan- greind rök eru athuguð, muni þeim lítið gagna að hælast yfir gjaldeyrisstöðu bankanna. Þess vegna er nú byrjað á nýju efni. Það er lofsöngur um góða afkomu ríkissjóðs hjá Gunnari Thoroddsen, en hann sjáist fyrst og fremst á því, að ríkið eigi nú inneign hjá Seðlabankanum um ára- mót og hafi slíkt ekki komið fyrir síðan 1943. En það er vitanlega forðazt að veita nánari skýringu á þessu, heldur látið líta svo út eins og þetta stafi af eðli- legum ástæðum og sé heilbrigðum áhrifum ,,viðreisnar- innar“ að þakka. Þessu fer hins vegar fjarri. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að gengislækkunin jók allar toll- og sölu- skattstekjur ríkisins stórlega. Þó er það ekki aðalástæð- an, heldur er hún sú, að með sérstökum bráðabirgða- lögum ákvað ríkisstjórnin að taka í ríkissjóð allan gengishagnað á útflutningsbirgðum, sem til voru í ágústbyrjun. Þetta fé, sem raunverulega tilheyrir út- gerðarmönnum og sjómönnum, mun nema milli 120 —140 millj. kr. Það er þetta fé, sem ríkisstjórnin er nú að leggja inn í Seðlabankann og veldur nú inneign ríkissjóðs þar. Það sýnir, að ríkið hefur alls ekki þurft á þessu fé að halda. Vitanlega væri það rikisstjórninni sæmst að skila þessu fé aftur til réttra eigenda. En slíku virðist síður en svo að heilsa. í stað þess hælast stjórnarblöðin yfir þessum ránsfeng telja hann merki um batnandi afkomu ríkis- sjóðs. Rekstrarhagnaður hjá ríkinu, sem þannig er fenginn, segir vitanlega ekkert til um raunveruléga afkomu þess og þjóðarbúsins. Slíkar tekjuöflunaraðferðir eru sízt af öllu merki um heilbrigða fjármálastjórn. En þó er þetta eitt hið helzta, sem stjórnarflokkarnir þykjast nú geta verið hreyknir af! Fólksflóttinn frá Eire er mesta vandamál írsku stjðrnarinnar Fólksfjölgunin í landinu nægir hvergi nærri til þess aí» mæta honum ÉG HEF að undanförnu ver- ið á ferðalagi í landi, sem greiniléga er að blæða út. Þetta er Suðvestur-írland. Sé inn- flutningur íra til Englands þyrnir í augum Macmillans, þá ætti hann ekki síður að vera forsætisráðherra lýðveldisins, Sean Lemass, áhyggjuefni. Æska þjóðar hans hverfur yfir hafið jafnskjótt og hún vex úr grasi. Útflutningurinn er 15,1 af þúsundi á ári og fer því til muna fram úr hinni eðli legu fjölgun þjóðarinnar, sem er 9,5 af þúsundi. íbúatala lýðveldisins er nú aðeins 2,8 milljónir. Fyrir rúmri öld, rétt fyrir skortinn mikla, var hún 8 millj. Vi milljón karla og kvenna hafa yfirgefið írland á fimm árum, þúsund á viku. Brott- flulningurinn hefur numið einni milljón síðan fríríkið var stofnað árið 1922. Peningar þeir, sem hinir burt fluttu senda fjölskyldum sínum heima, eru stór liður í fram- færslu þjóðarinnar. Árið 1960 er reiknað með að heimsending in hafi numið yfir 30 milljón- um punda. Brottflutningurinn er orðinn svo alvarlegt mál, að írska stjórnin taldi sig neydda til )tþressvað:£ara að velta fyrir sér einhvers konar tálmunum á honum. Sérstök nefnd 24 manna, prófessora, rithöfunda, félagsfræðinga og kirkjunnar manna gaf eftirfarandi yfirlýs- ingu: „íri er frjáls að því að lifa þar sem hann óskar undir venjulegum kringumstæðum. Ríkið ætti ekki að grípa til skerðingar á þessum rétti, nema þjóðarnauðsyn kréfji, eða líf þjóðarinnar sjálfrar sé í hættu“. Margir stjórnmálamenn og hugsuðir meðal íra trúa því, að „líf þjóðarinnar sjálfrar sé í hættu“ eins og nú horfir. Og heíl sveitarfélög eru beinlínis að veslast upp. Ég ók gegnum skarð í tind- óttum Kerry-fjöllunum, en þau eru hæstu fjöllin í Iandinu. Kom ég að stað, sem Tuosit heitir. Fyrir 20 árum var íbúa- tala þessarar sóknar um 2000 manns, en nú er hún undir 900. Presturinn, faðir John Scan- lon, var mjög áhyggjufullur. „Það fara fleiri og fleiri í hverri einustu viku“, sagði hann. „Nú standa meira en 50 hús auð í sókninni. Fyrst fer unga fólkið úr hverri fjöl- skyldu, tveir þriðju til Eng- Iands, éinn þriðji til Ameriku. Eftir nokkurn tíma sendir það svo eftir foreldrum sínum. Þau ganga oft út og loka útidyr- unum án nokkurs undirbúnings undir brottförina. TUOSIT er í sjálfu gér para dis á jörðu. Útsýnið er alveg dásamlegt. Skínandi stöðuvötn- in eru full af silungi. Manni þætti eðlilegast að hver og einn hlyti að vera hamingjusamur yfir því að fá að búa þarna, ala upp sín börn og kenna sonum sínum að veiða. „Ég kom aftur frá Englandi vegna þess, að ég elska náttúr- una“, sagði May O’Shea, dökk- hærð, fjörleg stúlka, sem rekur gistiihúsið við vatnið. Hún hafði stundað hjúkrun í sjúkrahúsi í London. „Ég hélt, að ég hefði kynnzt þjáningum í starfi mínu“, sagði hún. „En ég vissi ekkert hvað 'þjáning var fyrr en ég var kom in aftur hingað". í Tuosit er ekki um neina vinnu að ræða aðra en þá, sem ti'l fellur á litlu fjölskyldubú- unum, eða stafar frá ferða- mönnum, sem leggja leið sína um á sumrin. „Fyrir stuttu síðan kom til mín maður, og sagðist mundi verða alveg ánægður ef hann fengi vikuvinnu — eina viku á þremur mánuðum, hugsið yður, — svo að hann gæti borgað leiguna sína. Hann hafði hjólað meira en 60 milur til þess að leita að viðgerðavinnu á veg- unum, en enga fundið.“ Fólkið á Kerry og á nöktum skaganum West Cork, sem gengur út í Atlantshafið, kenn ir írsku ríkisstjórninni um ör- lög sín. Faðir Scanlon sagði, að stjórnendur ríkisrafveitnanna neituðu að sjá héraðinu fyrir rafmagni til orku og ljósa, því að það mundi „ekki borga sig“. „Þeir virðast halda að 'allt sé í lagi með fólkið ef það hjarir af“, sagði hann. í verzlunarþorpi héraðsins, Kenmare, sagði bakarinn, Ted Clifford, við mig: „Stúlkurnar neita að giftast til búgarða, sem ekki hafa rafmagn. Þær vilja ekki halda áfram að vera þræl ar. Á myndurn í tímaritunum sjá þær, að lífið er miklu auð- veldara annars staðar og þær fara því burt til þess að leita að því“. Á ÍRSKA þinginu eiga sæti aðeins . tveir hreinræktaðir sósíalistar. Annar þeirra, dr. Noel Brown sagði við mig: „Gallinn er sá, að við erum kapítalistískt þjóðfélag, sem ekki hefur kapítal“. Lemass forsætisráðherra leit ar eftir fjármagni alls staðar frá. Og honum hefur orðið tölu vert ágengt. Síðan 1959 hefur hann látið stofnsetja yfir 70 fyrirtæki með fé frá a.m.k. 12 löndum, og þessi fyrirtæki hafa komið upp verksmiðjum í fr- landi. í Kinsale er ný amerísk verk smiðja, sem býr til kvenkjóla, ný frönsk fiskniðursuðuverk- smiðja og spönsk vélaverk- smiðja. Þarna vinna einkum stúlkur, og tekjur þeirra eru um 5 pund á viku. Nálega allir lærðir og æfðir starfsmenn sogast burt frá ír- landi. 40 þúsund þeirra hafa horfið frá Dublín einni á fimm árum. Sem dæmi um þessa menn, tek ég Joe Laffan, 23 ára gamlan múrara, sem vinnur í London, en var staddur heima í fríi. Hann var vel klæddur, með silkislifsi um hálsinn, klipptur eftir nýjustu tízku og hafði nóg af skotsilfri í vösun- um til þess að geta beðið um EAMON DE VALERA forsetl Elre umferð í kránni þegar honum sýndist. „Ég fékk 10 pund á viku í írlandi“, sagði hann. „4 pund borgaði ég heim. Ég hafði það alls ekki svo slæmt, en maður vissi aldrei hve lengi vinnan kynni að endast. Ég vann við byggingu skóla og smáhúsa. Strákarnir, sem höfðu farið til Englands, komu heim, og sögðu að ég væri asni að halda á- fram að vinna fyrir þetta, þeg- ar ég gæti liaft það miklu betra yfirfrá". „Svo fór ég. Nú vinn ég fyrir 28 pundum á viku við byggingu stórrar skrifstofubyggingar í London. Byggingin tekur að minnsta kosti tvö ár. Ég er hraður við vinnu og lýk viku- vinnunni oftast á 30 klukku- stundum“. Ýmsar ástæður eru taldar valda brottflutningi írskra manna, svo sem áköf afskipta- semi kirkjunnar, skortur skemmtilegrar lýsingar, heima- alningsháttur og • margt og margt fleira. Allt eru þelta þó aukaatriði. Höfuðástæðan er atvinnuleysið. Tala atvinnuleysingja í ír- landi er um 6% og yfir 40 þús und manna eru alveg vinnu- lausir. ÍRSKU BLÖÐIN liggja fyrir framan mig. í hverju einasta þeirra eru stórar auglýsingar frá „London Transport“, þar sem auglýst er eftir írum, bæði körlum og konum. í ámærri auglýsingum óska brezkar vinnumiðlunarskrifstofur eftir írskum þjónum og brezk sjúkra hús eftir irskum hjúkrunarkon um. í Ijósi þessa auglýsinga- áróðurs er það auðsjáanlega fá sinna fyrir Breta að andmæla innflutningi íra. Ég stóð á háum kletti við Atlantshafið um sólarlag og hlustaði á gnauð vindsins. Við hlið mína stóð fiskimáður úr nágrenninu, John Cotter. Hann sagði lágt: „Við höfum unnið hér alla ævi til þess að reyna að veita börnunum okkar sæmi legt lif. Við gátum það ekki og nú eru þau farin frá okkur.“ Þetta er sá harmleikur. sem fram fer í írlandi í dag. (Þýtt úr Daily Herald). TÍMINN, laugardaeinn 6. ianúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.