Tíminn - 06.01.1962, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1962, Blaðsíða 11
Mynd þessi er tekin í innrás Indverja f Goa. Herinn er að haida innrelð sína í elnn bæinn á sigurgöngunni. íbúarnir standa viS veginn og horfa á. — í gær sagði formaður Kongressfiokksins í Indlandi, Sanjima Reddy, að Indverjar hefðu ekki átt annarra kosta völ en taka Goa með hervaldi. Portúgalar hefðu átt að fara að dæmi Frakka, sem höfðu látið nýlendur sfnar á Indlandsströnd í hendur Indverjum með friðsamiegum hætti. En Portúgaiar voru þvermóðskufullir og því fór sem fór, sagði Reddy. — Álfabreima Aldrei fleiri slys (Framhald at 1 síðu). að Hlégarði Ungmennafélagið Aftureld- ing mun halda geysilega álfa- brennu í kvöld, þrettánda- kvöld og hefst hún við Hlé- garð kl. átta. Þarna mun koma fram álfakóng ur og álfadrottning, riddaralið meS blys, auk alls kyns trúða, og púka og álfa. Álfadrottningin verð ur Gerður Lárusdóttir í Trölla- gerði og álfakóngur verður Þórð- ur Guðmundsson á Reykjum. Um sönginn sér kirkjukór Lágafells- sóknar, riddaramir verða úr hesta mannafélaginu Herð'i, og ung- mennafél. sér um aðra skemmti- krafta. Á álfabrennunni verður rúm fyrir um 10 þús. manns, og á eftir verður dansleikur í Hlégarði. Þeg ar Afturelding hélt slíka álfa- brennu fyrir tveimur árum komu 3000 manns til að horfa á, þrátt fyrir umferðaröngþveiti. Er mönn um ráðlagt að aka úr Reykjavík kl. hálfsjö til sjö. V erkfræftingadeilan (Framhald af l síðu) lágmarks tímakaup verkfræðinga sé nú a.m.k. 135 krónur á tímann, en þegar samið er um verk og þau tekin í ákvæðisvinnu er tíma kaupið miklum mun hærra. Lág- markslaun verkfræðings á mán uði fyrir venjulegan vinnudag eru, því ekki undir 22 þús. krónum á mánuði. Hámarkskröfur þær, er verkfræðingafélagið gerði, voru hins vegar stighækkandi eftir | starfsaldri og náðu hámarki í 17 \ þús. kr. eftir 13 ára starf. Verkfræðingafélaginu mun hafa verið lofað samningum, þegar bú ið væri að semja við lækna. Nú er því lokið, en enn er ósamið við verkfræðinga, og útgjöld hins j opinbera vegna verkfræðistarfa helmingi hærri en þau þyrftu að vera, ef sanngirni og skynsemi hefði verið komið til móts við kröfur verkfræðinga. Það hlýtur að vera krafa skatt borgaranna, að þessum skollaleik í kjaradeilu verktfræðinga linni sem fyrst og hið opinbera hætti að berja höfðinu við steininn, þyk ist vera að spara eyri skattborg- arans, en kastar krónu hans. og hendi, þó ekki hættulega, að talið var. Stuttu síðar, eða klukkan tæp- lega tvö, varð gangandi maður fyr- ir volksvvagensendibíl við Dóm- kirkjuna. Bíllinnkom austan Skóla- brú. Ökumaðurinn ætlaði að beygja norður en bíllinn rann útundan í beygjunni og upp á gangstétt. Þar ! rakst hann á steingarðinn við kirkj una. Maðurinn sem varð fyrir bíln- um í sveiflunni, lá í roti innan við garðinn, og komst ekki til meðvit- undar fyrr en á læknavarðstofunni. Hann heitir Jón Á. Jónsson frá Ilúsavík. Hann hafði komið til Reykjavíkur í fyrrakvöld og ætlaði til Noregs. Meiðsl hans voru ekki talin stórvægileg. Þriðja slysið var á Sóleyjargöt- unni um hálftíma síðar, eða kl. 2.30. Leigubfll frá Steindóri var á leið norður götuna 'á skikkan- legri ferð að sögn ökumanns. Gat an var flughál. Móts við hús núm er 23 virtist ökumanninum hægra framhjólið festast. Bíllinn snar- snerist til hægri og þvert yfir göt una að ganigstétt. Þar lokaði hánn brautinni gegnt volksvagen, sem kom að norðan. Hann skall á vinstra framhorn leigubflsins. Bflj arnir stóðu hlið við hlið eftir skell inn. Ökumaður volksvagenbflsins skall með höfuðið á framrúðuna. Hún brotnaði og maðurinn skarst. Stýrið brotnaði undan þunga mannsins. Hann var fluttur á læknavarstofuna og þaðan heim. Meiðsli hans voru minni en á lioifðist. Maðurinn heitir Reynir Guðmundsson, til heimilis í Barma lilíð 45. Leigubflstjórinn meidd- ist ekki, en bíll hans stórskemmd ist og var fluttur burt af krana- bíl. Hinn bíllinn skemmdist einn ig mikið. Meðan lögreglan var að athuga verksummerki á Sóleyjargötunni, varð annar tírekstur nokkrum metrum vestar. Ökumaður á volks vagen missti skyndilega vald á bílnum, sem snarsnerist á göt- unni og skall á bíl, sem stóð við kantinn. Lögreglumenn slysarann sóknardeildarinnar komust ekki inn á stöðina um miðjan daginn í gær. Strax eftir hvern árekstur var tilkynnt um annan í talstöð- ina í bílnum. Starfsmenn deildar- innar eru aðcins tveir. Þeir urðu að fá menn til aðstoðar af götu- vaktinni í gær. Starfsmenn um- fcrðardeildar rannsóknarlögregl- j unnar áttu einnig mjög annríkt. Þegar þetta var skrifað, um kl. 6.30, barst fregn um fjórða um- ferðarslysið í gær, á mótum Langa gerðis og Réttarholtsvegar; þar hafði barn orðið fyrir bfl. Hættí starfi eftir 51 ár ísafirði, 2. jan. Um þessi áramót hætti Jónas Tómasson, tónskáld, söngstjórn! kirkjukórsins í Eyrarkirkju eftir j 51 árs farsælt starf. Við starfi hans tekur Ragnar H. Ragnar, skólastjóri tónlistarskólans hér. Afmæli Í.S.Í. (Framhald af 12. siðu) Afmælisrit í tilefni afmælisins gefur ÍSÍ út sérstakt afmælisrit, sem von- azt er til, að komi út á sjálfan af- mælisdaginn. Fékk sambandið Gils Guðmundsson til að rita sögu þess. Sérstakt afimælismerki verð ur selt um allt land, sem kostar 25 krónur og á það að standa und ir kostnaði við hátíðahöldin. Þá hefur hátíðanefndin farið fram á við héraðssambönd úti á landi, að þau minntust afmælisins með sér stöikum iiþróttamótum, og hafa þessi tilmæli falotið góðar undir- tektir. Sökum rúmleysis í blaðinu í dag er ekki hægt að skýra nánar frá þessum afmælishátíðahöldum ÍSÍ, en það mun verða gert ýtar- legar næstu daga í blaðinu. NTB—Kaupmannahöfn, 4. janúar. Vinstriflokkar Norðurlanda halda um þessar mundir þing í Charlott- enlund í Danmörku og eru aðal- lega norræn samvinna og sam- markaðsmálin á dagskrá. Á þinginu eru fulltrúar frá Rót- tæka flokknum í Danmörku, Vinstiiflokknum í Noregi og Þjóðarflokknum í Svíþjóð. Fram- söguræður héldu Bertil Ohlin frá Svíþjóð, Kjeld Philip frá Dan- mörku og Bjarne Lyngstad frá Noregi. i pt') Ko+sí Reynihlíð við Mývatn, 4. jan. — Mjólk er nú flutt héðan úr sveit- inni á trukk til Húsavíkur. Þaðan var greiðfært fyrir hátíðir, en þann 29. f.m. _ gerði stórhríð og færð spilltist. í nótt var hláka en nú frystir. Fénaður er á fullri gjöf. Flestir hýsa hross, og varla er teljandi að kindum sé hleypt út. P.J. NTB—Lissabon, 4. janúar. Portúgalski rithöfundurinn Lou- is S. Monteiro var handtekinn í Portúgal í dag, en sakargiftir á hendur honum eru ekki kunnar. Monteiro var blaðafulltrúi stjórn- arandstöðunnar við. siðustu kosn- ingar í Portúgal. Einn af þátttakendum í nýárs- dagsuppreisninni gegn Salazar ein- ræðisherra, er nú í Brazilíu. Hann sagði, að stöðug óró mundi verða í Portúgal, þangað til Salazar væri steypt. NTB-Stokkhólmi, 3. Jan. — Bardagar sænskra herflokka undir stjórn SÞ í Katanga í des- embermánuði voru fyrstu bardag ar sænskra herflokka í hálfa aðra öld eða síðan 1814. f sænskum blöðum er sænsku hermönnunum í Katanga hrósað mjög fyrir frammistöðuna. Segja þau, að þeir hafi tekið öllum öðr- uim hermönnum SÞ fram um ráð- snilld og aðlögunarhæfileika við erfið skilyrði. Þeir hafi einnig sýnt mesta rósemi á hættustund- um. Þetta slys varð með þeim hætti, að tveir drengir, sem voru á skíða- sleða, lentu utan í bíl nr. R-1721. Annar slasaðist lítils háttar og var fluttur í slysavarðstofuna. Hinn slapp. Ekki var blaðinu kunnugt um fleiri slys, þegar síðast var vit- að í gærkvöldi. Rubirosen (Framhald af 12. síðu). settur aftan við þann starfs- feril Rubirosa, sem byrjaSI á enræSistímum Rafael Trujlll- os, og einkenndist mun meira af samkvæmishaldi, eftirtekt- arverSum hjónaböndum og skilnaSarmálum en eiginlegri vinnu. MeSal margra fyrrverandi kvenna Porifirios Rubirosa er dóttir Trujillos, Flor de Ora, milljónamærin Barbara Hutt- on og franska leikkonan Dani- eile Darrieux. Selja sement (Framhald at 12. síðu). aukning á notkun sements innan lands frá því sem var á þessu ári. Er það og mikil hagsbót fyrir verksmiðjuna fjárhagslega að flytja sementið út á því verði sem fyrir það fæst, í stað þess að stöðva reksturinn um tveggja til þriggja mánaða skeið, Ásgeir Pétursson og Helgi Þor- steinsSon önnuðust samninga þessa fyrir verksmiðjunnar hönd. Verk smiðjan á að annast flutningana. M.s. Laxá hefur verið leigð til flutninganna, en í fyrra fluttu er lend skip allt sementsmagnið. Nýtt leitarskip (Framhald aí 1 síðu). leitar. Deildinni skal heimilt að nota skipin við önnur hagnýt störf, s. s. síldarrannsóknir, ef þau verða ekki bæði bundin við sitt aðalverk- efni. Þar sem slíkt leitarskip getur ekki komið í stað fullkomins rann- sóknarskips, verði samhliða þessu unnið að því, að hafin verði nú þegar smíði nýs hafrannsóknar- skips, er útbúið verði beztu, fáan- legum tækjum. Enn fremur skorar fundurinn á viðkomandi ráðuneyti að hlutast til um byggingu vita á komandi sumri á Geirfugladrang vestan Reykjaness vegna stóraukinna siglinga um þetta hættusvæði. Fundurinn skoraði einnig á at- vinnumálaráðuneytið að sjá til þess, að sá almenni og einlægi vilji fundarmanna nái fram að ganga, að enginn annar en Jakob Jakobsson fiskifræðingur verði ráðinn síldarleitar- og leiðangurs- stjóri og heyri öll síldarleit á sjó og úr lofti undir stjórn hans. Skýrsla S.V.F.Í Framhald af 6. síðu. alla varðar og sem enginn má eða getur skellt skollaeyrum við. Þar verðum við öll að setjast að sama borði og starfa saman. Tækni og vélvæðing krefst auk- inna slysavarna, það eru staðreynd ir. Við verðum því að efla sam- hjálp okkar og efla starfsemi Slysa varnafélags íslands. En styrkur og allt starf þess eruni við sjálf, fólkið, slysavarnadeildirnar og þjóðin. Aukin slys og slysahætta hrópa á aukið og víðtækara hjálparstarf, sem við S'jálf verðum að standa að og skapa með aukinni sam- hjálp fólks og þjóðar að hugsjóna og hjálparstarfi SVFÍ. Tökum veizlur ogsamkvæmi SAMKOMUSALIR fyrir 20 til 350 manns: Félög og einstaklingar, sem ætla að halda sam- kvæmi, eða fundi, tali við okkur sem fyrst. Sími 22643' Glaumbær Fríkirkjuvegi 7 Útgerðarmenn og skipstjórar Erum kaupendur að fiski á komandi vetrarvertíð. Seljum ís, beitu og önnumst aðra fyrirgreiðslu. Þeir, sem hug hafa á viðskiptum og leggja vilja upp fisk hjá Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykja- víkur, eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band við framkvæmdastjóra Bæjarútgerðarinnar hið fyrsta. Bæjarútgerð Reykjavíkur. FaSir okkar Friðrik Jónsson, frá Hömrum, andaðist að Kristneshæli fös'tudaginn 5. jan. Páll Friðriksson Ásta Friðriksdóttlr Þorbjörg Friðriksdóttir rÍMINN, laugardaginn 6. januar 1962. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.