Tíminn - 07.01.1962, Page 3

Tíminn - 07.01.1962, Page 3
Safnaðarformaðurinn spyr brúðhiónin hvort þau vllji eigast. — (Ljósm. TÍMINN, GE). MADUR 961: KENN Þegar John Fitzgerald Kennedy varð forseti Banda ríkjanna, sagði hann einu sinni við vini sína: „Vissu- lega er þetta erfitt starf. En ég veit ekki um neinn, sem gæti gert það betur en ég. Þetta verður svona næstu fjögur árin og það verður alls ekki afleitt. Það er nóg- ur tími til að hugsa — og svo eru launin heldur ekki slóðaleg." Hið heimsþekkta bandaríska vikurit „Time“, hefur nú að venju valið mann ársins. í þetta skipti var það Kennedy, sem varð fyrir valinu. Tímaritið gerir ofangreind orð Kennedys að nokkurs konar lýsingu á hon- um, þessum unga manna í einni ábyrgðarmestu stöðu heimsins, sem hefur fært alveg nýjan anda í Hvíta húsið. Öruggur með sig Kennedy — maður ársins 1961 — lagði óhemjulega orku í að ná forsetatigninni. Það fékk ekki hið minnsta á hann, hversu litlu munaði á honum og Nixon, keppinauti hans. Sjálfstraust hans hefur haldizt þetta ár hans í forsetastóli, en hann hefur líka lært margt. Og hann hefur gert árið 1961 að vrðburðarikasta ári í forseta- sögu síðari ára Bandaríkjanna. Einn sá vinsælasti Kennedy hefur alltaf kunnað að eiga við fólk. Tungutak hans með írska hreimnum, fram- koma, þolinmæði og þekkingar- áhugi auk vinnuþrælsins í hon- um hcfur gert hann að einum vinsælasta forseta Bandaríkj- anna. Vinsældir hans eru sam- bærilegar við þjóðhetjur á borð við Franklin Delano Roosevelt. 78% þjóðarinnar finnst hann standa sig vel, að því er nýjustu Gallup-tölur segja. Áður en Kennedy kom í Hvíta húsið hafði hann valið sér Franklin Delano Roosevelt að fordæmi. Hann var alltaf hrifinn af hæfileika Roosevelts að gera hluti og fá hluti gerða. Kúba reyndist seig Kénnedy hefur lent i mörg- um darradansimim á þessu fyrsta forsetaári sínu. Kúbu- ævintýrið reyndist honum erf- iðast, en menn segja, að það hafi hann erft frá fyrirrenn- ara sínum, Eisenhower. Áður en Kennedy kom til valda, var búið að semja nákvæma áætl- un um útrekstur Castro frá Kúbu. „Vona að þú haldir henni" Samstarfsmenn hans segja, að fundur hans með Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, r Geneve, hafi haft mikil áhrif á hann. Viðstaddir segja, að framkoma beggja hafi þar ver- ið kurteis en kuldaleg. Einu sinni tók Kennedy eftir orð'u Framhald a 15 síðu Vottum í gær fór fram hjónavígsla í loftsal Edduhússins. Þar voru gefin saman í hjónaband ungur Dani, Paul Heine Ped- ersen, og brúður hans, Violet Estrada frá Californíu, bæði meðlimir í trúarsöfnuði Votta Jehóva. Vottar Jehóva í Reykjavík voru ; viðstaddir athöfnina. Safnaðarfor- maðurinn, Laurits Rendboe frá ! Danmörku, gaf þau saman. Fyrr I um daginn höfðu þau Violet og Paul verið gefin saman í löglegt Iijónaband á skrifstofu borgardóm- ara í Reykjavík. Athöfnin hófst með því, að söfn- ! uðurinn söng við píanóundirleik. Síðan gengu brúðhjónin inn og tóku sæti framan við ræðustólinn innst í salnum. Safnaðarformaður- inn sté i stólinn og lýsti tilefni samkomunnar og hóf síðan að ræða um hjónabandið. Hann vitn- aði í biblíuna um sköpun konunnar úr rifi mannsins: að maðurinn væri höfuð konunnar og maðurinn j ætti að elska konu sína og konan að vera manninum undirgefin. Þá talaði hann um skyldur hjóna- bandsins. Er formaðurinn hafði lokið ræð- unni, kallaði hann brúðhjónin upp að ræðustólnum og spurði þau á ensku, hvort þau vildu taka hvort annað til ekta. Þau svöruðu því játandi, og formaðurinn bað þau að snúa sér að söfnuðinum. Söfn- uðurinn klappaði fyrir brúðhjón- nnum, píanóleikarinn settist við hljóðfærið, söfnuðurinn reis á fætur og fórmaðurinn stjórnaði söngnum. Síðan var brúðhjónunum óskað til hamingju með handa- böndum. Bæði brúðhjónin eru vottar Jehóva. — Hvað ertu búinn að vera lengi hérlendis? spyrjum við hann. — Tvö ár. Leynd hvílir yfir nýj- um kjörum lyfjafr. f landinu er að komast á furðulegt ástand í launakjör- um sérfræðimenntaðramanna. í gær var skýrt hér í blaðinu frá hinum nýstárlegu launa- kjörum verkfræðinga. Lyfja- fræðingar eru einnig komnir á svipaðar buxur. Lyfjafræðingar settu fram launa kröfur snemma í sumar og samn- ingaviðræður hófust í ágúst sl. í september náðist bráðabirgðasam- komulag um 13.8% launahækkun frá 1. júií og jafnframt að lyfja- fræðingar ynnu upp á væntanlega samninga frá 1. okt. Samninga^ nefndir náðu síðan samkomulagi um drög að samningum með fyrir vara apótekara um samþykkt verð lagsyfirvalda, sem ekki fékkst. I fyrradag náðist svo samkomu lag mcð sanvninganefndum lyfja- fræðinga og apótekara um starfs- kjör, og var það lagt fyrir fund í lyjafræðingafélaginu seint í gær dag. Um launakjör er hins vegar ekkert opinbert samkomulag gert, og virðist sá háttur verða upp tekinn að forskrift ríkisstjórnar- innar. Látið er svo heita, að' gerður sé ráðningarsamningur við hvern einstakan lyfjafræðing, en einhverjar reglur munu þó verða gildandi til viðmiðunar, en blað- inu hefur ekki tekizt að afla sér upplýsinga um það, hverjar þær eru, virðast þær algert leyndar- mál. — Og líkar vel? — Já, prýðilega. Gott land og gott fólk. — En þú, Violet. Hvað ert þú búin að vera hér lengi? — Þrjá daga, segir hún og lítur brosandi a eiginmanninn. — Og nú eruð þið gift. —. Já, nú erum við gift. — Og það hefur rignt alla þessa þrjá daga, bætir Pedersen við. — Er það betri eða verri rign- ing en í Kaliforníu? — Rigning er alls staðar eins. — Þið eruð búin að þekkjast lengi? — Nógu lengi. Þau stóðu þarna nýgift og bros- leit, dökk yfirlitum bæði tvö. Hún var íklædd óaðfinnanlegu brúðar- skarti með rauðan rósavönd í þeirri hendinni, sem ekki hvíldi á hand- legg Pedersens. — Og þið eruð vitanlega lukku- leg. Þá líta þau hvort á annað og brosa. — Ætlið þið að setjast hér að? — Við ætlum til ísafjarðar, seg- ir Pedersen. Ég hef verið þar áður. — Hvað ætlarðu að gera þar? — Ég er trúboði. — Ætlarðu að boða guðsríki meðal íslendinga? — Já, mig langar til þess. — Og byrja á ísafirði? — Já, ég ætla að bjóða fólki að koma á samkomur og kynna sér trúna. Svo getur það gengið í söfn- uðinn, ef það vill. — Hvenær farið þið vestur? — Kannske eftir fjórtán daga, ef við fáum íbúð. —- Hvar verðið þið þangað til? — hjá kunningjafólki hér í Reykjavík. — Þið ætlið þangað á eftir. — Já. Börnin úr söfnuðinum voru að sniglast kringum brúðhjónin, og við bentum á litla, brosleita telpu, og srpurðum, hvort þau langaði ekki til að eignast lítinn anga. — Ég ætla að starfa. Og'það er erfitt að hafa börn, svo við viljum reyna að bíða. En einhvern tíma trúum við því, að guðsríki komi hér á jörðunni og þá trúum við því, að allir geti lifað hamingju- sömu fjölskyldulífi. Við óskum þeim þess, sem gengu i það heilaga, að draumurinn ræt- ist. Fréttamenn höfðu tal af safnað- arformanninum, Laurits Rendboe, og spurðusi fyrir um starf hans hér. Rendboe var sendur hingað af samtökum Votta Jehóva árið 1957 og tók þá við safnaðarstjórn. Hann var síðan í Bandaríkjunum, en er nú setztur hér að. Söfnuðurinn hér lók til starfa árið 1951, en áður hofðu nokkrir einstaklingar starf- að hér sem trúboðar. Söfnuðurinn telur nú 50 virka meðlimi, þar af eru nokkrir útlendingar. Vottar Jehóva trúa því, að guðs- ríki sé í nánd. í Mattheusarguð- spjalli, 24. 14. stendur: „Og þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun predikaður verða um alla heims- byggðina. til vitnisburðar öllum þjóðum; og þá mun endirinn (Framh. á 15. síðu.) T f MIN N, sunnudagurinn 7. janúar 1962- 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.