Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 2
KERENSKY HEFUR TALAÐ Taugaóstyrkar hendur hvíla eitt andartak hreyfingarlaus- ar á borðplötunni. Síðan seg- ir eigandi þeirra, Alexander Kerensky: — Það verður engin þriðja heimsstyrjöld. Með mína þekkingu á Rússum vil ég leyfa mér að halda þvi fram, að heimsstyrjöld sé óhugsandi. Rússneska æskan er þreytt á kommúnismanum og vill fá annað kerfi. Komm- únismintt hefur aldrei haft og mun aldrei hafa neitt að- dráttarafl fvrir frjálsa menn Hvað sundurlyndið milb Sovétstjórnarinnar og rauða Kína áhrærir, er það ekki annað en stjórnmálabrella, sem á að raska ró þeirra í vestrinu! Alexander býr aleinn í litlu herbergi i Hoover-stofnuninni í Stanford, þar sem hann vinnur að sögu kommúnismans fyrir 300 dollara á mánuði. Þangað kom hann árið 1956 til þess að skrifa verk sitt um rússnesku byltinguna 1917, þegar keisaran- um var steypt af stóli, og um dagana, sem á eftir fóru, þangað til bolsévikkarnir náðu völdum í landinu og lögðu grundvöllinn að kommúnisma nútímans og kalda stríðinu. Hann neitaði, að haft yrði við- tal váð hann fyrr en hann hefði lokið verki sínu, en nú er því s'ama sem lokið, og hann tilbú- inn að tala út. Augu hans, grá með gulum blettum, vekja at- hygli þeirra, sem við hann ræða. Þau eru jafn ung og lifandi og þegar Kerensky vár aðeins 35 ára gamall og ríkti yfir 170 millj- ónum manna. Hann var eiginlega ekki enn fullorðinn, þegar hann, sem ný- bakaður lögfræðingur, varði Gyð- ing, sem ákærður var fyrir brot gegn stjórninni, þ. e. a. s. keisar- anum, án þess að hafa hugmynd um hverjar afleiðingar það mundi hafa í för með sér. Árið 1917 var hann kunnur sem frá- bær verjandi, þegar um póli- tiska fanga var að ræða. Skömmu síðar var hann valinn í hið svo- kallaða „parlament“ keisarans í Petrograd. Hann var sósialisti í þá daga, eins og hann reyndar er enn í dag. Hann var þó settur á svarta listann, þegar þjóðin reis upp á móti keisaraveldinu og neitaði að halda áfram stríðinu við Þjóðverjana. Þá rauk hinn ungi lögfræðingur upp til handa og fóta og talaði til þjóðarinnar, hann beitti tungunni á báBa bóga, og hann vann svo mikið, að hann brotnaði að lokum saman og varð að bera hann frá einum ræðustól til annars. En ræður s'inar hélt hann. Áður en margar vikur voru liðnar hafði hann sannfært svo marga um tilgang og stefnu bylt- ingarinnar, að hann var skyndi- lega orðinn sjálfkjörinn forystu- maður hinnar fyrstu ráðstjórnar í Petrograd, sem í rauninni hafði völdin í landinu. Til að byrja með var hann dómsmálaráðherra, síðan varð hann hermálaráðherra, og þaðan var leiðin ekki löng til stjórnar hin fyrsta lýðveldis, sem sá dagsins liós í þessu víðfeðma r'íki. Með öðrum orðum: hann var einræðisherra, en hann neytti allra krafta og hæfileika til að sannfæra fólk um, að rétta leið- in til þess að skapa nýtt Rúss- land væri að gera drauminn um lýðræðislegt Rússland að veru- leika. Til þess að koma á betri aga í hemum lét hann innleiða aftur þá sömu dauðarefsingu fyrir lið- hlaup, sem hann hafði s'kömmu áður látið nema úr lögum. Sömu- leiðis kom hann því til leiðar, að þúsundir pólitískra fanga voru látnir lausir. Einn þeirra var Josef Stalín. Kerensky stóð sjálfur oft og einatt í eldinum í stríðinu á milli Þjóðverja og Rússa. Þegar her- mannalið eitt lagði eitt sinn á flótta undan Þjóðverjum og voru skotnir af samlöndum sínum á flóttanum, þá gekk Kerensky á milli, og honum lánaðist að stöðva slátrunina. En sjálfur særðist hann alvarlega. Löngu áður en hann hafði náð sér til fulls af sárum sínum, var hann aftur seztur í sæti sitt í Petrograd, þar sem hann stjórn- aði sinni uppvægu þjóð með ein- ræðisvaldi í þrjá og hálfan mán- uð. Hann var snillingur, hann hafði alia þræðina í hendi sér, og hann sýndi oft frábæra stjórnar- hæfileika, en jafnframt gat hann oft verið barnalegur og auðtrúa. Hans stærstu og afdrifaríkustu mistök voru, að hann trúði um of á hið góða í andstæðingum sínum. Það varð hans fall. Fjandmenn hans kölluðu hann heigul. Aðrir nefndu hann hinn mikla son Rússlands og von Rússlands. En andstæðingar hans höfðu síðasta orðið. Bolsé- vikkarnir veltu honum af fótstall- inum, og hann varð að fara í útlegð, fyrst í London og París. síðan i Bandaríkjunum. En enn þann dag í dag heldur hann fast við draum sinn um lýðræðislegt Rússland, stjórnað af fólkinu sjálfu. Hann trúir á þjóð sína, og hann er stoltur af því að vera Rússi, nú eins og ævinlega. Þó að örlögin hafi leikið Ker- ensky grátt, þá er hann engan veginn niðurbrotinn maður. Trú hans á sósíalismann er óhögguð, en hann lítur ekki á sósíalism- ann sem hina endanlegu lausn á heimsvandamálunum. — Ég er ekki forlagatrúarmað- ur, segir hann og slær knýttum hnefa í borðið. En kommúnism- inn, eins og hann er í Rússlandi í dag, mun aldrei sigra heiminn, því að frjálsir menij samþykkja UMRÆÐUR hafa orðið allmiklar um ríkisútvarpið og dagskrá þess um | hátíðarnar og þó sérstaklega ára-j mótin. Hefur mönnum einkum leg- ið þungt orð til gamanþáttarlns á gamlárskvöld og talið eina Ijósa blettinn á honum eftlrhermur Karls Guðmundssonar. Um þetta hafa þó verlð skiptar skoðanir. KONA HRINGDI til blaðsins fyrir skömmu og mlnntist á jólakveðj- urnar I útvarpinu. Hún kvaðst hafa beðið útvarpið fyrir eina kveðju. Það flutti kveðiuna — en hún var lesin eftir miðnætti .eina nóttína rétt fyrir jólin. Þetta taldi konan að vonum illa að verið og vafa- samt, að viðtakendur kveðjunnar hefðu verið vakandl við viðtæki sitt á þessari stundu. Þetta gilti að sjálfsögðu um fleiri kveðjur en þessa, því að allmargar kveðjur voru lesnar eftir miðnætti fyrir þessi jól. Konan sagðl, að við því væri ekkert að segja, þótt útvarpið neitaði að flytja kveðjur, ef svo ásett værl í dagskránni, að ekki væri unnt að koma þeim að í eðli- legum útvarpstíma — en að taka við þeim og lesa þær eftir mið- nætti væri neðan við allar hellur. Konan kvaðst vilja vekja athygli á þessu og vænta þess, að útvarpið bætti ráð sitt i þessu efni og léki viðskiptavini sina ekki svona grátt oftar. ÉG HEF HEYRT ýmsa minnast á það, að þáttur Jónasar Jónassonar — kabarett í útvarpssal — hafi verið mjög góður á þrettándanum og miklu skemmtilegra útvarpsefni en það, sem flutt var á gamlárs kvöld. Þátturinn var mjög fjöl- breyttur, allmikið af nýju efnl í honum og glettni mikil. Gott skemmtifólk kom þarna fram. Jón- asi hefur annars tekizt allvel með þætti sína á þessum vetri og vlrð- ist leggja alúð og elju i gerð þeirra. Nóg um útvarplð að sinni. — Hárbarður. ekki slíkt stjórnarform. Það er nefnilega mikill munur á hinni hagfræðilegu og þjóðfélagslegu þróun ásamt þeim vísindalegu og tæknilegu framföium, sem fylgt hafa i kjölfar hennar, og á hin- um marxistísku fullyrðingum og kúgun öreigalýðsins. — Um þriðju heimsstyrjöld er ekki að ræða. Hún mun ekki eiga sér stað. Hvað er styrjöld? Jú, hún er það ráð, sem stjórnvitr- ingarnir síðast grípa til. En í dag skilja allir deiluaðilar, að ef gripið verður til þess ráðs, verða allir aðilar að engu gerðir. Þetta er ekki nein spurning um mann- úð og mannkærleika, þó að kommúnistarnir s'éu orðnir mann- legri með árunum. Þetta er að- eins spurning um það að lifa eða ekki. — í dag standa stjórnvitringar heimsins andspænis því erfiðasta viðfangsefni, sem þeir hingað til hafa átt við að etja, sem sagt að hafa sitt fram án þess að til styrjaldar komi. Og ég þekki Rússland og Rússa svo vel, að ég get sagt, að þeir munu ekki hyggja á styrjöld. Síðan heimsstyrjöldin fyrri brauzt út árið 1914 hefur heimur- inn verið í stöðugu kreppu- ástandi. Við erum annars í henni miðri! En hún verður ekki leyst fyrr en heimurinn skilur, að hið i'ússneska einveldi eins og það er í dag, er aðeins byrjunin á þjóð- félagslegr; breytingu um gllan heim. Menn höfðu tækifæri til að kveða niður stefnurnar tvær, kommúnismann og fasismann, árið 1918 eða 1919. Þá hefði verið mögulegt að leggja grundvöll fyr ir raunverulegum friði þjóða á milli. Þess í stað völdu menn Versalafriðinn, sem ekxi var annað en framhald á heims- ófriðnum. Á hinum svokallaða millistríðstíma byggðu rússnesk- ir kommúnistar upp sína nýju heimsskoðun. Ég reyndi stöðugt að vekja athygli hinna vestrænu stjórnmálamanna á því, en eng- inn vildi hlusta á mig, fyrr en síðari heimsstyrjöldin sýndi, að ég hafði haft rétt fyrir mér. í raun og veru var samvinna á milli Roosevelt, Churchill og Stalín árangur af hernaðartækni og kænsku Stalíns. Hann lék þá með Evrópu eins og köttur að mús. Fyrst núna skilja stjórn- málamennirnir ves-trænu, að Stalín stefndi ekki að öðru en að eyðileggja lýðræðið. Kerensky lætur hendurnar falla niður á borðið aftur. Hann viiðist allt í einu orðinn ellilegri. Þetta er maðurinn, sem á hverj- um degi fer í gönguför í Stan- ford. Þetta er Lincoln Rússlands, eins og hann var nefndur eitt sinn. Amerískur blaðamaður, sem hlýddi á hann á byltingar- dögunum 1917, skrifaði. að að- éins einn maður hefði tekið hon- um fram í ástríðuþrunginni mælskulist, og það væri Theo- dore RooseveR. Þegar liðsforingjarnir að lok- i um tóku sig saman og þrábáðu Kerensky um að stjórna síðustu tilraunum þeirra til að ráða nið- urlögum bolsévikkanna, allir sem einn reiðubúnir til að fórna lífi sínu fyrir málefnið, sagði Kerensky nei og aftur nei. Nú væri nóg komið af blóðsúthell- ingum. Nokkrum dögum síðar steig grindhoraður maður í tötralegum klæðum upp í lest á leið til útlanda. Enginn þekkti hann, og enginn yrti á hann. Hann hnipraði sig saman í gamla frakkanum og starði fram fyrir sig, meðan lestin nálgaðist landa- mærin. Þetta var Rússlands mikli sonur, Alexander Kerensky. Kerensky var tvíkvæntur, en síð ari kona hans dó 1946. Upp frá því hefur hann búið aleinn og ekki umgengizt aðra en bækurn- ar sánar. Minningum sínum og von hefur hann ekki glatað. „Hluidrægnishlutleysi(< í forystugrein blaðsins í gær var gerð að umtalsefni ára- mótagrein Lúðvíks Jósepssonar, sem segir það skilyrði fyrir vinstra samstarfi í landinu, að menn hlýði skilyrðislaust lín- unni frá Moskvu. Hlutdrægni í utanríkismálum getur vart komizt á hærra stig en í þessari grein Lúð'víks. Það er því hollt fyrir menn að hug- leiða það, að það eru einmitt Lúðvík og hans nótar, sem hatrammast berjast fyrir því, að ísland taki upp hlutleysis- stefnu. Þessir höfðingjar þykj- ast vera hlutlausir í afstöðu til utanríkismála og vilja stýra utanríkisstefnu, sem ekki tek- ur afstöðú með öðrum hvorum aðilanum í togstreitu kalda stríðsins. Það, sem kommúnist- ar eiga við með hlutleysi, speglast í grein Lúðvíks. III er þeirra hlutdrægni, en verra yrði þeirra „hlutleysi". Maðurinsi frá 1958 Sumarið 1958 voru kjör laun þega 15—20% betri en þau eru nú. Þá barðist. Bjarni Bene diktsson sem Ijón fyrir því, að' laun hækkuðu almennt, þótt nýbúið væri að lögbjóða al- menna 5% launahækkun. Ef agentum Bjarna í verkalýðs- lireyfingunni varð ekki nógu vel ágengt við að hvetja til kaupkrafna. Lét Bjami þá at- vinnurekendur, sem hann hafði í vasanum, bjóða fram launa- hækkanir. — Bjania tókst síð- an með hjálp toppkrata og Moskvu-kommúnista að koma vinstri stjórninni frá. Strax og hann hafði náð valdaaðstöðu lét hann með lögum taka alla kauphækkunina aftur, sem liann barðist sem skeleggast fyrir. að fá fram. Síðan hélt hann sleitiilaust áfram að skerða kjör almennings með gengislækkun. álögum og fl. Sumarið Verkalýðshreyíingin taldi sig ekki geta unað' við slíka kjara skerðingu. Hún beið þó eins lengi með mótaðgerðir og hún taldi frekast unnt og lýsti því yfir að hún myndi meta hverja þá ráðstöfun til lækkunar á vöruverði til móte við beiiia hauphækkunina aftur.Síðan hélt kauphækkun. Stjórnin skellti skollaeyrum við öllum slíkum tilmælum og knúði beinlínis fram vinnustöðvanir. Fyrir for göngu samvinnuféJa +ékst að ná hagkvæmum san- ■'iv-um og hóflegum, sem gátu erðið varanleg lausn. Þannig tókst að firra þjóðarbúið hundruð millj. tjóni, því að allt útlit var fyrir, að verkfölliln yrðu Jangvinn vegna afstöðu stjórnarflokk- anna og þeirra atvinnurekenda, sem þeir réðu. Ríkisstjórnin tók þessa kauphækkun alla aft ur og vel það með' hefndarráð stöfun, gengislækkun, sem átti að slá almenning niður og lama verkalýðshreyfinguna. Gunnar gengislausi Við 1. umr. fjárlaganna Iét Gunnar ThoToddsen sig svo hafa það, að fullyrða, að ríkis- stjórninni hefðl verið innan handar að lækka vöruverð með tollalækkunum, ef ekki hefði komið til kauphækkana. Það sýnir, að ríkisstjómin gat kið í framrétta hönd verf ðs- hreyfingarinnaí' og konii? veg fjrir verkföllin liefði iiún viljað. 2 TÍMINN, miðvikudaginn 10. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.