Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 8
gimsteinn Mollands á Amstelbökkum f fyrri grein minni skýrði ég ykkur frá ýmsum athyglisverðum Staðreyndum um Holland almennt en um Holland almennt er ekki hægt að skrifa án þess að geta sérstaklega um Amsterdam, því að enginn er sá staður í Hollandi, sem við erum hreyknari af. f hinu stóra hjarta borgarinnar er hvert hús minnisvarði, sem á sína sögu. Og flest síkin eru minjasöfn und- ir berum himni. Hvers vegna þykir mér vænt um Amsterdam? Aðeins vegna þess, að hún er öðruvísi en allar aðrar borgir veraldar. Skurðir í fjórum hringjum Fyrir nálega þúsund árum settu nokkrir fiskimenn báta sína á söndunum, þar sem fljótið Am- stel rann út í mynni Suðursjávar. Þeim vegnaði vel og fieiri slógust í hópinn, svo að þrem öldum síð- ar var þorpið þeirra orðið mikil- væg verzlunarmiðstöð. Og á sautj- ándu öld var áhrifavald Amster- dam orðið svo gífurlegt, að í öll- um hafnarborgum heims gat að líta skip þaðan, og hollenzki fán- inn blakti yfir bækistöðvum verzl unarfélaga í öllum álfum. Vatnið átti ríkan þátt í þessari ótrúlegu þróun. Fyrsta síkið var í upphafi varnargirðing eða virkis- gröf. Þegar borgin tók að stækka voru annar, þriðji og loks fjórði skurðurínn eða skurðahringurinn grafinn í Amsterdam, unz þar kom að lokum, að skipið, sem flutt hafði vörufarm frá Indíum, gat losað hann án annarra milli- liða í hjarta borgarinnar Mörg þeirra húsa, sem notuð voru fyrir vöruskemmur yfir þessi feikn af tei, kryddvörum, silki, loðskinni o.s.frv., standa enn öllum sýni- leg, O'g ríkmannlegar höfðingja- villur virðast enn bergmála fóta- tak kaupmanna, sem klæddir voru pelli og purpuraskikkjum, sem þeir héldu að sér með silfursylgj um. En ekki var samt vatnið alltaf jafnhliðhollt. Tvisvar í sögunni voru flóðgáttimar opnaðar og Fyrir nokkrum dögum birtum við grein eftir liol- lenzkan mann, Wim F. van der Hofstede, sem hér hef- ur dvalizt síðustu vikur. Sagði hann þar frá Hol- landi. Hér Itemur síðari grejn hans og fjallar um Amsterdam. vatni veitt yfir landið í varnar- skyni. f annað sinn mistókst það vegna þes!s, að þá fór að frjósa, og riddaralið Napóleons hleypti yfir ísana og lagði hina stoltu borg undirj Frakka. Hæfileikar, auður og þakklæti Spánverjar áttu sinn þátt í því að gera Amsterdam að stórborg. Hinn skelfilegi Rannsóknarréttur hrakti mótmælendur og Gyðinga á brott úr borgum Suður-Evrópu, en margir þeirra settust að í höf uðborg Hollands, borg umburðar- lyndis í trúmálum, borg frjálsrar samvizku. Flestar fjölskyldur, sem leituðu hælis í Amsterdam, voru harðduglegar sparsamar og höfðu auk þess aflað sér verzlunar- eða iðnmenntunar. Hæfileikar þeirra, auður og þakkarskuldim við borg ina, ollu því, að þeim var tekið með þakklæti og þeir boðnir vel- komnir. Nú í dag hefur Amster- dam sigrazt á þeim erfiðleikum, sem ollu hnignun hennar fyrir tveimur öldum. Eklci mun liða á löngu, þar til íbúarnir verð'a orðn ir fleiri en ein milljón, en borgin er stærsta miðstöð og mesta heims borg á Niðurlöndum. Enn á ný sigla skip hennar heimshöfin sjö, og verzlunarfélög í Amsterdam eiga hagsmuna að gæta í öllum . álfum heims. j Aldrei hefur nokkur borg verð- skuldað eins vel einkunnarorðin í skjaldarmerki sínu og Amster- dam, en þau eru: hetjuleg, ein- beitt og brjóstgóð. Táraturn Sá, sem lítur í fyrsta sinn á kort af Amsterdam, hlýtur að undrast hin reglulegu síiki, sem liggja í hringum um borgina og brýrnar 500, sem tengja þau saman. Þrír stærstu og fegurstu skurðirnir heita mjög virðulegum tiöfnum: Lávarðaskurður, Keisaraskurður og Prinsessuskurður. Hin hávöxnu tré og gömlu húsin kaupmannanna á bökkum síkjanna eru höfuðeinkenni þessarar ynd- islegu borgar, sem enn vitnar hvarvetna um smekk og heimspeki sautjándu aldar. Úr þessum skurð um sigldu hin stóru kaupskip til Afríku og Asíu í leit að dýrum kryddvörum, tei, óg alls konar góðgæti og varningi, sem þá mátti heita óþekktur í Evrópu. Við eitt síkið stendur enn turn, og nafn hans minnir á langar og hættuleg ax syj uxcx uij. jjcoödia öivipa. kallast „Schrijerstoren“, — Tára. turn. Það var þar, sem konur á öllum aldri stóðu og veifuðu til eiginmanna sinna og el'skhuga í kveðjuskyni, þegar skip þeirra létu úr höfn, og vissu ekki, hvort þær sæju þá nokkum tíima aftur, því að fjölmargir 'sjómenn týndu lífi í þessum siglingum. 13.659 staurar Framan af olli það íbúum Am- sterdam miklum erfiðleikum að byggja sér hús, þar eð Amsterdam er byggð á flæðilandi. En bygg- inigameistaramir fundu loks ráð til að sigrast á þessu vandamálL Áður en þeir réðust í að byggja hús, kirkju eða turn, ráku þeir fjölmarga, geysistóra staura eða stólpa í þessa gljúpu jörð og höfðu þar með fengið öruggan grunn. Flestir staurarnir eru meira en 300 ára gamlir, en enn eins og nýir, þar sem þeir eru sí fellt umflotnir vatni. Konungsihöll in í hjarta borgarinnar er til dæm is byggð á 13.659 staurum, og sýn ir það, hve kostnaðarsamt er að byggja glæsileg stórhýsi í Am- sterdam. í fyrstu átti Konungs- höllin að koma í staðinn fyrir ráð- hús borgarinnar, sem stóð á sama grunni, en var brennt til kaldra kola um miðja sautjándu öld. Nú er hún bústaður Júlíönu Hollands drottningar, en hún vill heldur búa í höll sinni í nán-d við Utrecht, svo að Konungshöllin í Amster- dam er nú aðeins notuð við hátíð leg tækifæri og móttökuathafnir. Turnar byggðir á kýrhúðum Flæðilandið skýrir líka, hvers vegná flestar kirkjur í Amsterdam eru með timburþaki og mjóum, háum turnum. Þessir t.umar eru svo háir, að stormurinn skekur þá til. Til að forða því, að þeir brotnuðu niður, byggðu bygginga meistaraínir þá á stórri hrúgu úr nýjum kýrhúðum, svo að grunn- urinn gæfi hæfilega eftir. Þessir turnar standa enn í allri sinni dýrð og munu gera framvegis. Ein elzta kirkja borgarinnar stend ur'"Pétb<!hj4 Konungshöllinni og heitir Nýkirkja. Hún var reist ár ið 1408 og hefur skemmzt allmik ið af eldi síðan. Kirkjan er mjög (Framh. á 13. síðu.) Mannréttindi Prédikun fiutt í Hallgrímskirkju fyrsta sunnudag í jólaföstu Sýkin liggja gegnum þvera og endilanga Amsterdam, og það er skemmtiför aS taka sér ferð meS síkjabátunum me'ð góðri leiðsögn. gó'ð j Biskupinn hefur óskað þess, að prestar, sem prédika í dag, minnist í ræðum sín- um á mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, — mannréttindaskrána. Syst urkirkjur vorar um öll Norð urlönd munu gera hið sama. Ef til vill stendur þetta í sambandi við það, að frið- arverðlaun Nóbels eru í dag veitt Afríkumanni, sem í sínu eigin landi hefur barizt af eldmóði fyrir mannrétt- indum síns eigin kynflokks í föðurlandi sínu. Mannrétt indaskráin var samþykkt á allsherjarþinginu í París 10. des. 1948. í inngangi henn- ar er lýst yfir „trú“ á grund vallaratriði mannréttinda, á „göfgi og gildi mannsins.“ í fyrstu grein segir, að hver maður sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Mehn eru gæddir vitsmunum og sam- vizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við ann an“. Og þriðja greinin hljóð ar svo: „Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi“. Þetta eru undirstöðuatriðin, sem leiða af sér annað það, sem fram er tekið í mann- réttindaskránni. Nú ber að hafa það í huga, að þessi yfirlýsing er gerð og samþykkt af fulltrúum margra, ólíkra þjóða, sem hver hefur sín trúarbrögð, sína heimspeki og sína reynslu gegnum aldirnar. Er það út af fyrir sig hið mesta íagnaðarefni, að þeir hafa allir komizt að hinni sömu niðurstöðu. Það þýðir, að mannréttindaskráin er ekki séreign kristinna manna, heldur er hún eitt af því, sem tengir oss við bræður vora af öðrum trúarbrögð- um. Sennilegt er þó. og ekki nema eðlilegt, að hver fyrir Sr. Jakob Jónsson sig rökstyðji hana á si-nn hátt. Hér eru því vegamót margra leiða. En vér kristnir menn hljótum að skoða mannréttindahugsjónina í ljósi hinnar kristnu opinber unar, og spyrja sjálf oss, 8 TÍMINN, miðvikudaginn 10. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.