Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 5
) heimilisfang ■ 'Hii.l'ii ul d.Tii-n ..I' ... .1 11;.... TTirnrmnimTnimTinnim Undirritaður óskar að gerast nemandi í eftirtöldum námsgreinum: □ Vinsamlega sendið gegn póstkröfu. NDTIÐ FRISTUNDIRNAR TIL HAGKVÆMS NÁMS STUNDIÐ NAM I BRÉFASKÓLA SÍS 1. Skipulag og starfshættir samvinnuféiaga: 5 bréf. Kennslugjald kr. 100.00. Kennari er Eiríkur Pálsson, lög- fræðingur. ig góÁg 2. Fundarstjórn og fundarreglur: 3 bréf. Kennslugjald kr. 200.00. Kennari er Eiríkur Pálsson. 3. Bókfærsla I, byrjendaflokkur: 7 bréf. Kennslugjald kr. kr. 350.00. Kennari Þorleifur Þórðarson, forstjóri. 4. Bókfærsla II: 6 bréf, framhald fyrra flokks sami kennari. Kennslugjald kr. 300,00. 5. Búreikningar: 7 bréf og bókin „Leiðbeiningar um færslu búreikninga". Kennari er Eyvindur Jónsson, bú- fræðingur. Kennslugjald kr. 150.00. 6. íslenzk réttritun:' 6 bréf eftir kennarann Sveinbjörn Sigurjónsson, magister. Kennslugjald kr. 350.00. 7. íslenzk bragfræði: 3 bréf eftir kennarann Sveinbjörn Sigurjónsson, magister. Kennslugjald kr. 150.00. 8. íslenzk málfræði: 6 bréf eftir kennarann Jónas Kristjánsson, cand. mag. Kennslugjald kr. 350.00. 9. Enska I, byrjendaflokkur: 7 bréf og ensk lesbók. Kennari er Jón Magnússon, fil. cand. Kennslugjald kr. 350.00. 10. Enska II: 7 bréf, auk leskafla, orðasafns og mál- fræði. Framhald fyrra flokks, sami kennari, Kennslu- gjald kr. 300.00. 11. Danska I, byrjendaflokkur: 5 bréf og Litla dönsku- bókin eftir kennarann Ágúst Sigurðsson, cand mag. Kennslugjald kr. 250.00 12. Danska II: 8 bréf og kennslubók í dönsku eftir kenn- arann. Kennslugjald kr. 300.00. 13. Danska III: 8 bréf, svo og kennslubók, lesbók, orða- safn og stílhefti eftir kennarann. Kennslugjald kr. 450.00. 14. Þýzka: 5 bréf þýdd og samin af kennaranum Ingv- ari Brynjólfssyni, menntaskólakennara. Kennslugjald kr. 350.00. 15. Franska: 10 bréf, þýdd og samin af kennaranum Magnúsi G. Jónssyni, menntaskólakennara. 16. Spænska: 10 bréf, þýdd og samin af kennaranum Magnúsi G. Jónssyni. Menntaskólakennara. Kennslugjald kr. 450.00. 17. Esperanto: 8 bréf. Kennslugjald kr. 200.00. 18. Reikningur: 10 bréf. Þorleifur Þórðarson kennir. Kennslugjald kr. 400.00. 19. Algebra: 5 bréf eftir kennarann, Þórodd Oddson menntaskólakennara. Kennslgjald kr. 300.00. 20. Eðlisfræði: 6 bréf eftir kennarann Sigurð Ingi- mundarson, efnafræðing. Kennslugjald kr. 250.00. 21. Mótorfræði I: 6 bréf eftir kennarann Þorstein Lofts son, vélfræðing. Kennslugjald kr. 350.00. 22. Mótorfræði II: 6 bréf um dieselvélar eftir kennar ann, Þorstein Loftsson. Kennslugjald kr. 350.00. 23. Siglingafræði: 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson. stýrimannaskólakennari. Kennslugjald kr. 350.00. 24. Landbúnaðarvélar og verkfæri: 6 bréf. Kennari er Haraldur Árnason. landbúnaðarvélaverkfræðingur Kennslugjald kr 150.00. 25. Sálarfræði: 4 bréf, þýdd og tekin saman af kenn aranum dr. Brodda Jóhannessyni og frú Valborgu Sig urðardóttur Kennslugiald kr. 200 00. 26. Skák I, bvrjendaflokkur: 5 bréf á sænsku Kennslu- gjald kr. 200.00. 27. Skák H: 4 bréf. Kennslugjald kr. 200.00.. >>8. Starfsfræðsla: Bókin „Hvað viltu verða“. Ólafur Gunnarsson, sálfræðigur svarar bréfum nemenda og gefur upplýsingar og leiðbeiningar varðandi starfs- og stöðuval. Kennslugjald kr. 200,00. Bréfin eru samin og svörin leiðrétt af ágætum kenn- urum í hverri grein. Skólinn leggur ekki til svara- og verkefnahefti, en mælist til, að nemendur noti litlar stílabækur eða laus blöð. Áherzlu ber að leggja á það, að ganga sem bezt frá svörunum. skrifa greinilega og hafa spássíu l'yrir leið réttingar. Það er góð regla að skrifa aðeins í aðra hvora línu. Nemandi getur tekið eina námsgrein eða fleiri eftir því sem ástæður hans leyfa. Um Ieið og hann sækir um kennslu í einhverri grein, sendir hann kennslu gjaldið íyrir þá námsgrein, éða vottorð frá Sambandsfélagi um, að hann hafi greitt því kennslu- gjaldið, eða biður um fyrstu námsbréfasendingu £ póst kröfu. Nemandi verður að gæta þess, að gefa upp greini- legt heimilisfang. Nemanda eru svo send tvö fyrstu bréf námsgreinarinnar. Hann svarar fyrst bréfi nr. 1 og sendir það til baka. Svarar bréfi nr. 2 meðan hann bíðu eftir svari Bréfaskólans. Þegar skólinn fær svar nr. 1, sendir hann nemanda bréf nr. 3 og 1. bréf leiðrétt Þegar skólinn fær svar nr. 2, sendir hann nemada bréf r. 4 og leiðrétt bréf nr. 2, og svo koll af kolli, þangað til flokkurinn er búinn. Svar við hverju bréfi verður að vera komið til skólans eigi síðar en 3 mánuðum eftir að bréfið var sent út. Annars verður litið svo á, að nemandi liafi hætt námi, og hefur hann þá fyrirgert kennslugjaldi sínu. Undanþágu frá þessu getur skóiinn veitt, ef ætla má, að póstsamgöngur hafi hamlað, eða nemandi hafi verið veikur Innan þessara txmatakmarka ræður nemandi því sjálfur, hve mikill námshraði hans er, en heppilegast er fyrir hann að svara bréfunum eins I fljótt og hann getur. Nýir nemendur fá inngöngu, hve- nær sem er á starfstíma skólans. Þegar nemandi hefur lokið námi, fær hann vottorð um það frá skólanum Nemendur verða að skuldbinda sig tii að sýna ekki óviðkomandi mönnum bréf skólans, pé svör. Bréfaskólar eru mikið notaðir erlendis. Samvinnusam- bönd nágrannalanda okkar reka fiest bréfaskóla. Þeir eru hentugir fyrjr fólk á öllum aldri og hvaða at- vixlnu, sem það stundar Nemandinn getur notað frí- stundir sínar hvenær sem þær eru, til að lesa bréfin og svara þeim Hann ræður sjálfur að miklu leyti náms- hraða sínum. Á þann hátt notast frístundirnar miklu betur en í venjulegum skólum. Bréfaskólarnir hafa og þann kost, að fólk, sem búsett er á stöðum, þar sem lít- ið er um kennslukrafta, getur á þennan hátt notið kehnslu færustu manna í hverri grein. Margir ágætir menn hafa sótt menntun sína tii bréfaskóla. í ýmsum löndum teru skólarnir orðnir svo fullkomnir, að þeir kenna ailt, sem þarf til stútentsprófs og í sumum grein- um tii háskólaprófs. Þetta kennsluform hefur alls staðar reynzt mjög vel. TAKIÐ EFTIR. — Bréfaskóli S.Í.S. veitir ungum og gömlum, konum óg körlum, tækifæri til að nota frí- stundirnar til að afla sér fróðleiks, sem allir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér bætt yður missi fyrri námsára, aukið þekkingu yðar og möguleika á að kom- ast áfram í lífinu. Þér getið gerzt nemandi, hvenær ársins sem er og eruð ekki bundinn við námshraða annarra nemanda. Bréfaskóli S.Í.S. býöur yður velkominn. Utanáskrift Bréfaskólans er: Bréfaskóli S.Í.S. Reykjavík. □ Greiðsla hjálögð (kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.