Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 9
/ sinni. Hann sagði meðal ann- ars, að árið 1961 hefi verið það ár, sem danska þjóðin hefði komizt næst því markmiði, að útvega öllum næga atvinnu og útrýma neyð og skorti. Á ár- inu hefði verið ákveðið, að taka upp viðræður um upptöku í Efnahagshandalagið ásamt Eng landi, en árið hefði ekki leitt fram þá úrlausn, sem vonazt var til. — Forsætisráðherrann fullyrti, að það væru enn miki- ir möguleikar á efnahagslegum framförum. Hann benti þó á það, að hin raunverulega or- sök væri hin mikla hreyfing í dönsku efnahagslífi, framleiðsl an mætti ekki einokast af viss- um atvinnuvegum. Það væiri ekki alltaf létt að skipta um atvinnuvegi, en þó væri það vegurinn til framfara. Hin mikla hreyfing og vöxtur efna- hagslífsins skapaði mörg vanda- mál. Mörgum fyndist, að þró- unin væri of ör, sagði forsæt- isráðherrann, og það væri hún vissulega á sumum sviðum, en við verðum að láta okkur nægja að halda í við hana. Við megum ekki stöðva hana. Að lokum beindi Kampmann máli sínu til æskunnar og sagði að það væri ánægjulegt, að á síð- ari tímum hefði ungt fólk lagt fram drjúgan skerf til þjóð- mála. Lauk forsætisráðherrann máli sínu með því, að bjóða það velkomið til starfa. Unga fólkið hefur sannar- lega látið til sín heyra að und- anförnu, ekki aðeins með um- ræðum og tillögum, heldur og með mótmælagöngum og úti- fundum. Mótmælagöngur gegn kjarnorkuvopnum og kjarn- or'kusprengjum byrjuðu þegar snemma á árinu. í lok ársins urðu mótmælaaðgerðir enn víð- tækari, og náðu hámarki á Þorláksmessukvöld með hung- urverkfalli fjögurra ungmenna á Ráðhústorginu, sem mörg hundruð áhorfendur voru vitni að. Með hungurverkfallinu vildu þeir leggja áherzlu á, að milljónir þær, sem notaðar væru til vígbúnaðar ættu að í sambandi við áramótin hafa margir athafna- og stjórnmála- menn látið til sín heyra. Tal flestra þeirra hefur einkennzt af bjartsýni og trú á það, að hin góðu ár séu ekki glötuð. En jafnframt hafa þeir látið í Ijós þá skoðun, að framfara sé að- eins að vænta, ef vissum skil- yrðum sé fullnægt. — Atvinnu- veitendur benda á það, að fyrsta skilyrði góðæris, sé það, að launahækkanir verði ekki of miklar á árinu. Launahækkanir samsvarandi þeim, sem gerðar voru á síðast liðnu ári, geti ekki staðizt nema með framlagi eru í samræmi við þá mynd, til atvinnuveganna. — Annað skilyrði sé það, að sparnaður aukist. — Þessar upplýsingar sem opinberar upplýsingar gefa af fjárh^gsástandinu á liðnu ár.i Þar segir, að hin mikla þensla og atvinnuaukning utan landbúnaðarins hafi haldið á- fram á árinu 1961, að undan- skilinni kreppunni á vinnu- markaðinum síðast liðið vor. Þessi þróun sýni hátt verðlag og tilhneigingu til vei’ðbólgu. Forsætisráðherrann, Viggo Kampmann lét í Ijós ánægju með liðna árið í áramótaræðu Íy.,:. Kampmann, forsætisráðherra Dana. notast til þess að hjálpa þeim milljónum manna, sem svelta í Afríku og Asíu. Mótmælaað- gerðirnar náðu einnig til Efna- hagsbandalagsins, einræðis og auðvaldsstarfsemi. Þetta átti sér sem sagt stað á árinu sem leið, en þar með er ekki bund- inn endir á mótmælaaðgerð- irnar. Nú þegar á nýja árinu hefur æskufólk látið að sér kveða. Að þessu sinni beindust mótmælaaðgerðirnar að Sið- væðingarhreyfingunni og kín- versku leikriti, sem siðvæðing- armenn færðu upp í Kaup- mannahöfn. Lögreglan varð hvað eftir annað að skakka leikinn og taka marga fasta, en ekkert stöðvaði mótmæla- aðgerðirnar. Neyddist Siðvæð- ingarhreyfingin til þess að stöðva sýningar á leikritinu og aflýsa síðustu sýningum, því að ólíft var í leikhúsinu vegna hávaða og „skítalyktarkúlna". sem sprengdar voru í sífellu. Geir ASils 'mmmm Hér hefur lögreglan orðið að skerast [ leikinn og ryðja sallnn, þar sem ungt fólk í Kaupmannahöfn hefur gert uppþot á sýningu sið- væðingarmanna á leikritinu Drekinn. ÆJL fgXAjihttdrá* &*íðSMSM lilBlllMl! ■ . \ 1 i \ - 111 :§$< hvort og hvernig slík yfirlýs ing sem þessi eigi stoð í hei- lagri ritningu, kenningum Krists og því viðhorfi til mannsins, sem af henni mót ast. í mannréttindaskránni er talað um trú á grundvallar atriði mannréttinda. Það er viturlegt að nota orðið trú í þessu sambandi, því að hér getur ekki verið um að ræða vísindalega niðurstöðu, held ur trú 1 einhverri mynd, hvort sem trú sú er byggð á erfðum heimspekinnar eða yfirnáttúrulegum og yfir- skilvitlegri opinberun. Svo sem kunnugt er, hafa mann- réttindin bæði fyrr og síðar verið studd af hvoru tveggja. Því hefur stundum verið haldið fram, að kristin trú gerði lítið úr manninum. Það hefur verið sagt, að með an kristin kirkja réð mestu. hafi hún lagt alla áherzlu á að heiðra guð, — en maður- inn hafi verið fyrirlitinn og talinn einskis verður. í stað þess að benda á göfgi og gildi mannsins, hafi kristin dómurinn fyrst og fremst lit ið á mannkynið, og þá um leið á manninn sem hinn aumasta moldarmaðk, skríð andi í duftinu, ataðan í synd og svívirðingu, og mannkyn ið sem „massa perditionis“, dyngju glötunarinnar, sem síður en svo verðskuldaði nokkurn heiður, virðingu eða réttindi í sjálfu sér. Skáldið, sem orti sálminn sem ég las, hinn 8. sálm í Saltaranum, hann virti fyrir sér manninn, þar sem hann stendur andspænis hinu mikla sköpunarverki Guðs. Hann sér, hve maðurinn er smár, þegar hann er borinn saman við þá víðáttu, sem stjörnugeimurinn birtir á tunglbjartri nóttu. Hví skyldi guð vera að láta sér annt um mannsbamið, þetta litla fis í veröld, sem býr yf ir svo mörgu dásamlegu og mikilfenglegu. En til þess að myndin verði gleggri, skulum við reyna að gera oss grein fyrir því, að forn- aldarmenn litu stjörnugeim inn öðrum augum en vér. Aðei-ns sárafáir menn höfðu öðlazt skilning á, að himinn inn væri geimur, þar sem sólirnar svifu eftir óralöng- um brautum i óendanlegri víðáttu. Þrátt fyrir það var himinninn engu síður tákn hins mikilfenglegasta, sem mannshugurinn gat numið. ekki sízt þar sem því var trúað, að tungl og stjörn- ur væru líkamir dásamlegra, yfirnáttúrlegra lífvera. sem væru mönnunum æðri. Him inninn var tákn æðra lífs en þess, sem á jörðinni bjó. Stjörnufjöldinn á heiðskírri nóttu sýndi manninum á vissan hátt inn í veröld engla og guðlegra andavera, sem lifðu sínu lífi, frjálsara og fegurra en lífi mannanna. Það var engin furða. þótt maðurinn væri smár frammi fyrir hinni himnesku fylk- ingu, hvað þá frammi fvrir þeim skapara, sem „breiddi ljóma sinn yfir himininn“. Eg hugsa, að ekki þurfi orð- um að því að eyða. að jafn- vel nútímamaðurinn hljóti að finna til smæðar sinnar. er hann lítur á líf sitt og tilveru frá lágum, jarðnesk um sjónarhól, með víðáttu geimsins allt umhverfis sig. Og það er næsta eftirtektar vert, að vísindamenn vorrar aldar eru nú á vissan hátt að komast í spor fornaldar- mannsins, og gera sér það í hugarlund, að maðurinn, sem byggir jörðina sé ekki nema litið brot þess lífs, er til kunni að vera í geimn- um. Vér erum að því leyti farnir að ganga l spor þeirra Björns Gunnlaugssonar og Helga Pjeturs. sem á sinum tíma voru af mörgum álitn- ir sérvit.ringar. Þá er mað urinn ekki síður smár frammi fvrir hinum ósýni- lega lífheimi. En — sálmaskáldið forna hafði ekki enn sagt hug sinn allan. Maðurinn var að vísu smár. en bó að vissu leyti mikill. Hann vantaði lítið á við guð. Hér er ekki átt við guð skapara himins og jarðar, heldur hinar guð dómlegu verur. sem skapar- inn hafði gert að bjónum sínum. Höfundur Hebrea- bréfsins hefur vafalaust slci) ið sálminn rétt. þegar hann lætur hebreska orðið elohim tákna engla guðs. Þrátt fyr ir smæð sína vantar mann- inn lítið á við englana. Hann á sitt ríki. Hann er krýndur sæmd og heiðri. Og varla er hægt að lýsa tign og veldi mannsins með sterkari orð- um en hér er gert. Hann á að rlkja yfir handarverkum skaparans sjálfs. Maðurinn er drottnari jarðarinnar, og allt er lagt að fótum hans, — veldi hans nær til merkur innar, loftsins og hafsins. Það liggur við, að oss finn- ist það vera nútímamaður, sem er að tala, — að öðru leyti en því, að orðið „tækni“ kemur ekki fyrir í sálminum. Er það ekki einmitt þetta, sem prédikað er nú — mátt 'ur mannsins, vald hans yfir náttúrunni, — vitsmunir, sem hafa náð tökum á jörð- inni, loftinu, hafinu, með beim undratækjum, sem skáldið gamla gat engan veg inn grunað, að nokkurn tíma yrðu til? Ög mætti nefna fleira, sem sýnir, hve maðurinn er mikill. Sumir myndu meira að segja vilja leggja höfuðáherzluna á snilli mannsandans á öðr- um sviðum, hversu langt hann hefur komizt í göfugri hugsun, þegar á það er litið, sem liggur eftir snlllinga allra alda, í skáldskap og listaverkum, baráttu fyrir háum hugsjónum, — hversu mannlífið er fagurt, göfugt (Framhald á 15. sfðu). 9 TÍMINN, miðvikudaginn 10. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.