Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 10. |anúar 1962 7. tbl. 46. árg. Sjóðþurrð? Reikningar Rafveitu Hafnarfjarð ar munu nú vera í mjög ítarlegri endurskoðun, og er henni um það bil að Ijúka. Endurskoðun á reikn ingunum fer að sjálfsögðu fram öðm hverju, en þair sem þessi er sérstaklega ítarleg, hefur kom ið upp sá kvittur, að um stórfellda pjó^'þurrð sé að ræða hjá rafveit- unni. — Hefur ein miljón króna verið nefnd í því' sambandi, en auðvitað liggja cngar tölur fyrir, hvorki stórar eða smáar, fyrr en endurskoðun er lokið. Svokölluð rafveitunefnd er æðsta ráð þessara mála og mun liún koma sáman á fund í dag til að ræða niðurstöður endurskoð) unarinnar. Blaðið reyndi að afla sér sem gleggstra upplýsinga um mál þetta í gær, en engar sérstak- ar lögfræðilegar ráðstafanir hafa verið gerðar enn í þessu máli. Faxarnir ferja yður Blaðið „Jólaauglýsingar“, sem kom út rétt fyi'ir jólin mfið gagnlegum upplýsing um og auglýsingum, auk margvíslegs skemmtiefnis, flutti m.a. myndagátu, en lausn hennar var setning úr einni auglýsingu blaðsins. Lausnin var FAXARNIR FERJA YÐUR og reyndust tæpar tvö hundruð lausnir réttar. Þegar dregið var úr kom upp nafn Valborgar Sigurjónsdóttur, Stigahlíð 24, en hún er starfsstúlka í Belgjagerðinni og sézt hún hér á myndinni hin lukku- legasta með verðlaunin, en þau voru hinn vinsæli Sindra-stóll klæddur með gæruskinni, enda er hann orðinn eftirsótt útflutnings- vara. Auglýsingin með lausninni var á forsíðu blaðsins frá Flugfélagi íslands. Þannig leit annar bátur Karlsefnls út. (Jjósm.: TIMINN, GE) Karlsefni laskast á heimsiglingunni Fékk ásig brotsjó Reykjavíkurtogarinn Karls- efni, RE 24, kom í fyrrakvöld heim úr söluferð til Englands. Á heimleiðinni reið harður hnútur á skipið, en, allhvasst mun hafa verið, er skipið var statt ekki langt frá Færeyjum. Brotnuðu báðir björgunarbát- arnir svo, að þeir eru nú gjör- ónýtir, en auk þess missti Karlsefni annan gúmmíbátinn. Kai'lsefni var að veiðum fyrir Vesturlandi fyrir og um jól, en lagði af stað í siglingu með aflann fimmtudaginn milli jóla og nýárs. Þar seldi hann 135 tonn fyrir 9100 pund. I Á heimsiglingu lenti' skipið í slæmu veðri, og fékk þar á sig j hnút, eins og fyrr segir. Brotnuðu báðir björgunarbátarnir, en annar gúmmíbáturinn skolaðist fyrir borð, en togararnir hafa nú tvo ! gúmmíbáta um borð. Þegar frétta- > \ maður blaðsins skoðaði annan bát- ! inn niður á Ingólfsgarði í gær, hafði hinn verið fluttur á brott, en sá sem eftir var hafði brotnað þannig, að 5 metra löng og all- breið rifa var eftir endilöngum bátnum öðrum megin, en hinum megin var hann þverbrotinn frá borðstokk og niður undir kjöl. Báðir eru bátarnir gjörónýtir. Skipstjóii í þessari ferð var Hall- dór Ingimarsson, en eigandi Karls- efnis er Ragnar Thorsteinsson. Losnaðiupp ÍSAFIRÐI, 9. jan. — Síðast liðna sunnudagsnótt rak Vél bátinn Trausta frá Súðavík úr legufærum við Langeyri inn í fjöruna við Svarfhól í Álftafirði. M.b. Straumne' fór héðan með víra og dró Trausta á flot á sunnudags- kvöldið. Trausti er nú i slippnum og eru brotnir í honum þrír plankar. Trausti er 36 lestir að stærð. 6 enslcir togarar hafa komið um helgina og sumir eru hér enn. Þeir voru með smábil- anir og veika menn. — Norð an bylur í dag og símasam- bandslaust síðan á laugar- dag. — Guðm. GEIR ER ENGU BETRI Stóri og dýri gufuborinn lá ónot- j stjórnarkosningum og þá rýkur aður og í algeru reiðileysi allt síð- íhaldið upp til handa og fóta með asta ár. Fátt sýnir betur sleifarlag- ... . „ , í hitaveitumálunum. imlklunl - eius og mcnn hafa kynnzt við fyrri kosn- Nauðsynlegur undirbúningur að ingar — og útvegað er erlent lán, hitaveituframkvæmdum í Reykja- því að hagnaðurinn af rekstri vík eru víðtækar boranir og rann- hitaveitunnar undanfarin ár hefur sóknir og til þess var stóri borinn verið Iátinn renna beint í hít bæj- keyptur, en hann hefur verið lát- j arrekstursins. Geir virðist þvi ekki inn liggja óhreyfður þar til að nú ætla að verða betri en Gunnar í er farið að dusta af honum rykið. hitaveitumálunum. Látið er reka — Nú líður sem sé að bæýar- | á reiðanum í algeru fyrirhyggju- I leysi og sælu hins örugga meiri- hluta í borgarstjórninni — þar til i kemur fram undir kosningar. Þá j er farið að dusta ryk af milljóna- I tækjum, sem Iegið hafa ónotuð í j þyrnirósasvefni hinna 10 — eða 11 ! — bæjarfulltrúa. Enn einu sinni er Reykvikingum tilkynnt að allir j muni þeir fá hitaveitu á næsta , kjörtímabili og teiknaðar eru myndir í næstu bláu bók, scm að venju lofar Reykvíkingum gulli og Igrænum skógum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.