Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 4
Á Norður-Spáni er hinn frægi hellir Altamira, þar sem hinar frægu dýramyndir steinaldar- manna fundust. Þar rétt hjá, í Santander-héraði, er La Pasiega hellirinn, þar sem meðfylgjandi teikningu af villihesti gefur að líta. ; Það er ekki hægt að neita því, að teikningin er lík íslenzka hestinum. Það er sami reisti makkinn, hinir sömu sterklegu og loðnu fætur og íslenzki úti- gangshesturinn hefur að vetrar- lagi. Ursula Bruns hefur í hinni ágætu bók sinni „Ponies“ sýnt Þessi hellamálverk eru talin vera frá fyrri hluta steinaldar eða 15.000 til 20.000' ára gömul. Einnig virðist vera vísindalega sannprófað, að hestarnir frá Lascaux, eins og hestarnir frá Niaux og Combarelles í Vézére- tal, eru elztu frumvillihestarnir. í Alaska hafa fundizt um millj- ón ára gömul bein þeirra. Ursula Bruns hefur kynnt sér mjög vel sögu hestsins. Hún tel- ur Exmoor-smáhestana á heið- um Suðvestur-Englands vera skyldasta frumvillihestinum, en þeir eru 1,22 til 1,25 metra háir, en íslenzki hesturinn er 1,30 metra hár. Ursula Bruns telur íslenzka nútímahestinn vera „vel heppn- aða blöndu beggja frumvilli- hestategunda túndrabeltis ís- aldarinnar (Exmoor og Przew- alski). Frá Englandi komust samt snemma á landnámsöld einstakir keltneskir smáhestar til íslands, eins og uppgreftir gefa tU kynna, þar sem fundizt hafa bein með úrkynjunarmynd- unum eftir blöndun við þennan suðræna hest. Hin geysilega Islenzki hesturinn og hellamálverk á Spáni fram á, hve líkir íslenzki hest- urinn og hestamyndirnar í Las- caux helli i Suður-Frakklandi eru, en mér finnst samanburð- urinn við teikninguna frá La Pasiega vera enn nærtækari. harða lífsbarátta næstu alda gerði samt aðeins hestum, sem voru lítið blandaðir keltnesk- um hestum, kleift að lifa af. f 900 ár hefur verið bannað að flytja erlenda hesta til fslands til þess að halda frumhesta- stofninum hreinum.“ Athyglisvert er a feki!tig,?-- að Ursula Bruns segir í hinni fróð legu bók sinni með 73 Ijós- myndum, sem við mælum með handa öllum smáhestavinum og íslenzkum bændum, frá fundum í gröfum frá 5. öld eftir Krist við Liebenau í Hannover. Þar fann dr Genrich, yfirmaður Hannover-safnsins, leifar af hestum. Leifarnar „eru alveg eins og islenzki hesturinn, sem er myndaður af báðum túndra- tegundum ísaldarinnar, svo að við getum gengið að því sem vísu, að forfeður, okkar hafi notað hest, sem líktist íslenzka •tútímahestinum. Friedrich Lissmann, sem fæddist 1880 í Bremen, var annað barn sönghjónanna Liss- mann. Hann fór þriggja ára ásamt foreldrum sínum til Hamborgar. Hann hefur ferð- azt um ísland miklu meira en nokkur annar þýzkur málari og hefur gert fjölda fallegra fugla- mynda, sem jafnast á við myndir Bruno Liljefors. Fried- rich Lissmann, sem féll því miður á unga aldri, 35 ára, í fyrri heimsstyrjöldinni, hefur einnig málað íslenzka hestinn sem útigangshest. j Ég ætla að leyfa mér að birta hér hluta af olíumálverki lians í pennastrikum til þess að votta virðingu mina þessum frum herja þýzkrar listar á íslenzkri jörð, sem var fullur af tak- markalausri dýraást og þekkti islenzka fuglaríkið betur en nokkur annar og hafði rannsak- að það af vísindalegri ná- kvæmni. í hraða tímans gengur maður allt of mikið fram hjá miklu lífsverki sanns og heiðarlegs listamanns, sem sló með mikl- um erfiðleikum ógleymanlega sköpun úr villtri náttúrunni i baráttu við veður og vinda i einmanaleika íslenzkra öræfa. Mia Lenz, sem hefur skrifað listilegan eftirmála við útgáf- una á íslenzku dýra- og fugla- myndum listamannsins, lætur hann sjálfan segja dag nokkurn í mjög mikilli örvæntingu, þeg- ar hann beið fyrst á íslandi og „varð að henda hverju mis- heppnuðu myndaruppkastinu á fætur öðru“: „í þessu hreina kvöldlofti eru allir Iitir málar- ans — skítur". Þessi orð benda á það, hversu Lissmann, sem heimsótti ísland þrisvar, tók listsköpun sína og fuglarann sóknir sínar á íslandi alvarlega. Mia Lenz skrifaði: „Málarinn, tciknarinn, vísindamaðurinn og maðurinn Lissmann auðgaðist óendanlega á fslandsreynslu sinni." Vonandi minnir mynd hans af útigangshestinum okkur oft á þennan mikla listamann. Haye Walter Hansen. Úrsúla Bruns, þýzka skáldkonan, sem á marga Islenzka hesta og hefur ritað bók um þá. Hún er á íslenzkum hestl. Hellamálverk frá Spánl er sýnlr hest mjög líkan fslenzka hestlnum. ....................... . ------------------------------------------1 Afgreiðsla, auglýsingaskrifstofa og skrifstofa gjaidkera blaðsias 1 JíC i - . , . eru fluttar i BANKASTRÆfí 7 , T f M I N N, fimmtudaginn 11. Janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.