Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 15
Stórhríð komin við Eyjafjörð Fréttaritari Tímans á Akur-| eyri tjáði blaðinu í gær, að loftvog hefði staðið óvenju iila þar um slóðir undanfarið, eiginlega fyrir neðan öll merki og á sama tíma hefði veður- stofan reynt að koma þar á - stórhríð. I gær voru horfur á, að það ætlaði að takast, þvi þá ,var komin stórhríð út með Eyjafirði og veður að versna inni á Akureyri. Bragginn burt í lokin (Framhald af 2 síðu ) notkun á næsta skólaári. Á neðri hæð hússins verður kvikmyndasalur og konsertsalur tónlistarfélagsins. Gömlu kvik- myndasýningarvélarnar verða fluttar þangað úr gamla braggan- um, en tjaldið verður nýtt, mjög fulíkomið Sonora extra R-tjald. Eftir að neðri hæðin verður ko.m- in upp, verður unnið kappsam- lega að því, að fullgera sérstakan einangrunarsal uppi, en þar verð ur skóla- og kennsluhúsnæði. Sá salur er 500 fermetrar, en kvik- myndasalurinn tekur 500 manns manns í sæti. Guðmundur H. Jón- asson, sem verið hefur forstjóri Trípólfbíós verður það áfram, en hann hefur unnið ötullega að byggingu nýja hússins ásamt for- ráðamönnum tónlistarfélagsins. Á miðvikudag og fimmtudag efnir félagið til konserts í Austur bæjarbíói kl. 7.15. Þar leikur tékkne&'ki cellóleikarinn Fransi- cek Snjptana ,en hann mun vera ættingi hins fræga tónskálds Tékka, Smetana, með undirleik Árna Kristjánssonar, píanóleik- ara. Smetana er frægasti celló- leikari Tékka og efnisskráin mjög fjölbreytt. Erlent yfirlit Kramhaio al 7 siðu ið námi í Eton og Oxford og var kosinn á þing nokkru fyrir síðari heimstyrjöldina, þá 28 ára gamall. Á þingi varð hann fljótt mjög handgenginn Chamberlain og fór t.d. með honum til Múnehen, er samið var við Hitler. Hann gekk strax í herinn, er styrjöldin brauzt út, en kom þar lítt við sögu, því að hann fékk berkla í hrygg inn og var rúmliggjandi í tvö ár. Hann missti þingsæti sitt 1945, en var aftur kosinn á þing 1950. Eftir að íhaldsmenn komu til valda að nýju, varð hann ráðherra Skotlandsmála í 4 ár og síðan samveldisráð- herra. Hann kom þó lítið við sögu og var álitið af flestum, að pólitískum ferli hans væri að mestu eða öllu lokið, er hann tók sæti í lávarðadeild- inni. Þess vegna kom það á ó- vart, er Macmillan gerði hann að utanríkisráðherra. Nú þykir hins vegar mörgíim sýnt, að Macmillan hafi þar sýnt vel pólitísk klókindi sín. Hann frið aði hæðri arm íhaldsflokksins með því, að tryggja honum talsniann í áberandi stöðu, en jafnframt tryggði Macmillan, að hann væri ekki þar að ala upp mann, sem gæti orðið hon um hættulegur keppinautur í flokknum. Lávarðstign Home tryggir og Macmillan það, að hann sjálfur getur jafnan haft úrslitaorð, þegar rætt er um utanríkismál í þinginu. Þ.Þ. Færðin er óðum að þyngjast þar nyðra. Áætlunarbíllinn fór í fyrra dag frá Akureyri, og var þá þungt færi í Öxnadal og á Holtavörðu- heiði. Trukkfært er til Dalvíkur, og í fyrradag kom bíll frá Húsavík til Akureyrar; hafði hann farið um Dalsmynni og var sjö tíma á leiðinni. Höft hér og þar Tíminn hafði samband við Vega málaskrifstofuna í gær, og spurð ist fyrir um færð um landið. Fært er frá Reyðarfirði upp á Hérað og um Héraðið, en Oddskarð er lokað. í fyrradag var bylur á Snæ fellsnesi. Tveir bílar reyndu að fara yfir Fróðárheiði, en urðu að snúa við, og svo var kófið mikið, að ganga varð fyrir bílunum niður að Vegamótum. í gærmorgun fór annar bíllinn yfir Fróðárheiði í fylgd með jarðýtu og gekk allvel, en hinn bíllinn fór fyrir jökul og fylgdi honum bíll með ýtutönn. Eina fyrirstaðan, sem vitað var um á þeirri leið var hjá Beruvík, en þar er vegurinn niðurgrafinn og fullur af snjó Búlandshöfða- vegurinn var einnig ófær í gær, en á honum voru mest smáhöft og stóð helzt á því að engin verk- færi vpru tiltæk til að ryðja leið- Aðeins tvo daga í gær tiikynnti vegamálastjóri, að ákveðið væri að aðstoða bíla á Akureyrarleiðinni aðeins tvo daga í viku, þegar ófærð er, en það er á þriðjudögum og föstu- dögum. Er þetta gert í samráði við sérleyfishafa á þessari leið og umferðadeild Póststofunnar. ' HAPPDRÆTTIÐ Ennþá hefur ekki verið vitjað vinninga sem féllu á þessi númer: 7712 I 24298 26784 892 Þetta eru allt ferðalög. húsþakl Akureyri, 10 .jan. I Eftir hádegið í dag kom varð- skipið Þór hingað með slasaðan mann frá Grímsey, Jóhannes Magnússon. Hafði hann dottið of- an af húsþaki og slasazt illa. Vegna óveðurs er ekki flugfært til Grímseyjar og heldur ekki fært iitlum skipum, en Þór var á Austfjörðum og því fenginn til fararinnar. Ekkriiggur enn fyrir, hve mikið Jóhannes er meiddur. ED Mmnismerki um drukknaða sjömenn Kennedy í þinginu NTB—Washington, 10. jan. — Á morgun mun Kennedy Bandaríkja forseti flytja ræðu í sameinuðu Bandaríkjaiþingi um ástand og hag ríkisins. Búizt er við, að Kennedy fari þá fram á það við þingið, að það veiti honum vald til að lækka tolla og semja við Efnahagsbanda lagsríkin. Sennilega mun hann einnig biðja um stuðning þingsins í öðrum málum, t.d. kaupum á skuldabréfum Sameinuðu þjóðanna fyrir 4200 milljónir króna, styrki til skóla, og tryggingar fyrir gam- alt fólk. Á 50 ára afmæli Hafnar- fjarðarkaupstaðar 1958 ákvað þæj^rgtjqtnin að efna til sam- fceppnirum hugmynd að minn- ismerki drukknaðra sjómanna í Hafnarfirði. Nýlega voru 1. verðlaun, 30.000.00 kr., veitt Þorkeli G. Guðmundssyni arkitekt, Reykjavík. Dómnefndin auglýsti eftir til- lögum 15. marz 1959, en þar eð hún var ekki ánægð með þátt- töku, gaf hún lengri frest. 6 til- Sjávarföll í stokknum | lögur bárust, fyrstu verðlaun hiaut Þorkell fyrir hugmynd sína, Siglingu, en önnur verðlaun : (15.000.00) Guðmundur Einars- son, myndhöggvari og þriðju hlaut Gerður Helgadóttir (5.000.00). í dómnefndinni áttu sæti Björn ; Th. Björnsson listfræðingur, Ei- ríkur Smlt.h listmálari, Friðþjófur Sigurðsson mælingamaður, Val- garð Thoroddsen yfirverkfræð- ingur og Friðrik Á. Hjörleifsson sjómaður. Fyrstu verðlaun voru veitt ein- róma, sagði Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri, við verðlaunaafhend- inguna. Þorkell gerir ráð fyrir, að minnismerkið verði um 4,60 m á hæð, en ekki er ólíklegt, að það verði yfir 5 m., þegar það verður reist. Myndinni hefur ekki enn verið ákveðinn staður, en það verður sennilega áður en langt um líður. Blaðið hafði í gær samband við Helga Sigurðsson, hita- veitustjóra, og spurði hann um sannindi þess orðróms, að saltið af götum bæjarins hefði valdið skemmdum á hitaveitu- kerfinu. Kvað hann það á mis- skilningi byggt, en samt hefðu orðið skemmdir af salti, en það hefði komið neðan frá en ekki að ofan. Svo sem skýrt var frá í blaðinu í gær, bilaði hitaveituleiðslan í Lækjargötunni iskyggilega oft í fyrradag. Sagði Helgi, að orsökin til þess væri sú, að þegar vatns- þétti stokkurinn utan um leiðsl- una var gerður, var settur á hann 6 tommu víður stútur niður í möl- ina undir stokknum, án þess að íorráðamönnum hitaveitunnar væri um það kunnugt. Gætti sjávarfalla Vegna þess, hve stokkur þessi liggur lágt, gætti sjávarfalla í hon- j um upp um stútinn, og komst Isjávarselta i stokkinn. Stúturinn , uppgötvaðist þó ekki, fyrr en . leiðslan bilaði yfir honum, og var | stútnum þá lokað. Má nú heita, að | leiðslan í Lækjargötunni hafi i öll verið endurnýjuð, og er nú einangruð með froðuplasti í stað- S inn fyrir rauðamöl áður. — Svipað Igerðist í Pósthússtræti fyrir I nokkru, en Helgi hélt, að tekizt hefði að komast fyrir þá skemmd. Aðeins í brunnana Helgi taldi, að útilokað væri að I salt af götunum gæti komizt í j stokkana, nema í svokölluðum | brunnum, sem eru til þess að kom- ast að og loka leiðslunni. Og þar j væri tæringarhættan lítil, því nið- urfall væri á brunnunum og úti- lokað að saltið kæmist inn í stokk- inn. | Skemmdir á aðalleiðslum hita- veitunnar hafa eklci verið mjög miklar að undanförnu, en talsvert 'um skemmdir á heimleiðslum. Aldrei á sunnudögum (Framhald af 1 siðu I Blaðinu tókst ekki að afla tæm- andi upplýsinga um málið í gær, fulltrúinn mun hafa neitað að inna þetta verk af hendi utan vinnutíma fyrir ekki neitt. Enn sem komið er mun ekki hafa geng ið saman með deiluaðilum. Fangar eru því leystir út á sunnudögum án frekari refsingar að sinni, nema um meiri háttar afbrot sé að ræða, en þá eru þeir fluttir í steininn. Transistortæki stolið 91. Um helgina var stolið transistor- útvarpstæki í Radíóbúðinni á Klapparstíg 26. Tækið er af Norm- ende-gerð, tvílitt. grátt og dökk- grátt og lítið um sig. Rannsóknar- lögreglan biður menn að láta vita ef þeir kynnu að gefa einhverjar I upplýsingar um þennan stuld. t siðustu viku, sennilega á föstu- dagsnóttina, var stolið heimasmíð- juðum hraðbát, átta feta löngum, ! rúnnuðum framan. með uggum. Báturinn stóð úti við Ármúla j 14. Hann er smíðaður úr alúmíní- um á trégrind, ómálaður, gerður fyrir utanborðsmótor. Rannsóknar- i lögreglan biður rhenn að hafá auga Imeð slíkurn gripum. Engir heildarsamningar (Framhald af 1 síðu). fundi þann 9. þ.m., að hún hefði ekki urnboð frá stjórn L.Í.Ú. til að ræða u;m fimm fyrstu liði af tillögum sjómannasamtakianna um breytjngar á kjarasamningum bátasjómanna. Á fundi samninganefndar sjó- mannasamtakanna innan A.S.Í., sem haldinn var í morgun, 10. þ. m., var af þessu tilefni bókuð eftirfarandi samþykkt: „Með tilliti til þessarar afstöðu stjómar og samninganefndar L. Í.Ú.t.elur nefndin ,að þar með sé komið I veg fyrir, að hægt sé að koma á heildarsamningum svo sem undirbúið hefur verið og sjómannaráðstefnan í október s.l. lagði til að gert yrði. Samþykkir nefndin því að skýra félögunum, sem aðild eiga að bátakjarasamn- ingunum, frá þessuim málavöxt- um og hvetja þau ti,l að taka nú þegar upp samninga við útgerðar- menn hvert sínu.m stað, eða fleiri saman, um kjör sjómanna á vél- bátum á grundvelli þeirra til- lagna, sem sameiginlegar nefndir hafi undirbúið og sent félögun- um“. Samþykkt þessi var gerð með samhljóða atkvæðum allra við- staddra nefndarmanna. TÍMINN, finimtudaginn 11. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.