Tíminn - 11.01.1962, Side 9

Tíminn - 11.01.1962, Side 9
Spurnmg: — TeljiS þér Krústj- off annan Hitler, Duroselle próf- essor? Svar: — Það er nokkur svipur með þeim, en þó er fleira ólíkt. Krústjoff er leiðtogi alræðisstjórn ar — eins og Hitler — í eins flokks stjórnarkerfi. í Sovétríkj- unum er tjáningarfrelsi skert eins og í þýzka nazistaríkinu. Kennisetningin er efst á blaði hjá báðum — óskin um að móta heiminn eftir ákveðinni kennisetn ingu. Útþensla er annað sameig- inlegt markmið. Heimastyrkur er báðum þessum mönnum sameigin- legur. Hitler hafði bakstyrk af þýzku þjóðinni. Krustjoff styðst við Sovétþjóðimar og kommún- istaflokkana í öðrum löndum og heims’hlutum. En það, sem ólíkt er með þess- um tvefcn mönnum, er þó fleira. Spurning: — Hvað helzt? Svar: — Það er munur á að- ferðum, persónuleika, markmiðum og rökleiðslu. Tökum fyrst aðferðimar: Hitl- er vgr einræðisherra. Hann hafði algert persónulegt vald. Hann tók allar meginákvarðanir. Stöðu Krustjoffs í þessum efnum vitum við ekki gerla. Sá litli hópur manna, sem skipar æðstaráðið, get ur haft einhver áhrif. Hitler flýtti sér mjög — það gerir Krustjoff ekki. Hitler taldi, að enginn gæti fyllt skarð hans. Hann kallaði sjálfan sig „ofurmennið' — hinn eina“, sem gæti skapað hið mikla ríki. Hann talaði um „reiðarslag- ið“ — dauða sinn — sem borið gæti að höndum hvenær sem væri. Þess vegna gerði hann nákvæma áætlun með ákveðnum tímasetn- ingum til hverrar meginathafnar. Hann taldi sig engu geta frestað. f augum Krustjoffs hafa tíma- setningar ekki sama gildi. Sigur hans er heldur ekki á sama hátt tengdur persónu hans. Hann er sannfærður um, að kommúnism- inn muni sigra um síðir — að fram vinda sögunnar sé honum hlið- holl. En hann telur ekki nauðsyn- legt, að það gerist á æviskeiði hans sjálfs. Berlínarmálið sýnir þetta. Krustjoff setti úrslitakosti með sex mánaða fresti 1958 — svo fraimlengdi hann frestinn. Rúm tvö ár liðu. Þá sagði hann, að lausn yrð'i að fást á árinu 1961. Nú segist hann fús til að bíða nokkra mánuði enn. Af þessu leiðir, að minni stríðs hætta stafar af Krustjoff. Maður, sem fellst á fresti og ér fús til að bíða, er ekki eins líklegur til að æða út í styrjöld og sá, sem hef- ur fastsett, að ákveðnum mark- miðum sé náð á ákveðnum tímum. Spurning: — Er Krustjoff var- kárari en Hitler? Er hann tneiri sjónhverfingamaður? Svar: — Hi.tler var varkár líka, en með öðrum hætti. Hann við- hafði ekki miklar sjónhverfingar. Það var aðeins ímyndun vest- rænna lýðræðissinna. Hann mætti Kommúnistaþingið í Moskvu í haust, og atburðir sem þar gerðust urðu mönnum mikið og tíðrætt umhugsunar- efni og er enn. Framkoma Krústjoffs í alþjóðamálum á liðnu ári hefur og orðið tíðast umræðuefni blaða um heim allan. Allt þetta hefur vakið spurninguna um það, hvort heimurinn eigi nú við að kljást annan Hitler og sömu hættu og honum fylgdi. Hið kunna og gagnmerka tíma- rit, U.S. News & World Report hefur gert tilraun til að fá þessari mikilvægu spurningu svarað. Leitaði ritið til nokkurra stjórnmálamanna, fræðimanna um alþjóðamál og blaðamanna og átti við þá tal um þessi efni. Birtust þessi viðtöl í sex greinum í ritinu fyrir áramótin. Þessir menn þekkja feril. beggja, Hitiers og Krústjoffs og eiga því að geta gert samanburð. Þessi viðtöl munu birtast hér í blaðinu á næstunni, og kemur hér hið fyrsta. Spurning: — Hvað eigi.ð þér við? Svar: — Samband Hitlers við konur var undarlegt, óeðlilegt. Hann átti mök við ^rænku sína, sem framdi sjálfsmorð. Hann hafði gaman af klámmyndum. Hann kvæntist aldrei — ekki fyrr en hann kvæntist Evu Braun, rétt áður en þau frörndu sjálfsmorð; saman í Berlín. Hann átti aldrei skilgetið barn. Svo var nú það. Eg veit að vísu : lítið um afski.pti Krustjoffs af konum. En við vitum, að til er frú Krustjoff, sem virðist móður- leg húsfreyja. Krustjoff á börn og lifir eðlilegu fjölskyldulífi. — Þegar hann fer til útlanda, hefur j hann stundum eiginkonu sína eða I þeirri hugsjón að gera Þjóðverja að yfirþjóð. Það er varla hægt að tala um kynþáttaofsóknir í Rússlandi. Þar verður að vísu vart andúðar á Gyðingum, en það er ekki hægt að líkja því saman við morð Hi.tl- ers á milljónum Gyðinga. Stefnumið kommúnismanns er að bæta hag lágstétta. Margir verkamenn og menntamenn landa vestan tjalds og í vanþróuðum löndum hallast að kommúnisma fyrir þessar sakir Af þessu leiðir, að kommúnism- inn er langlíft vandamál. Nazism inn átti sér aðeins fárra ára ald- Spurning: Stefnir Krustjoff Er Krúst jof f annar „Hitler leitaði yfirráða á takmörkuðu svæði - en Krústjoff leitar heimsyfirráða" Prófessor Jean-Baptiste Duroselle er forstöðumaður þeirrar deildar Parísar-há- skóla, sem kennir fræði al- þjóðlegrar samvinnu. Hann hefur áður verið prófessor við háskólana í Harvard og fleiri háskóla í Bandaríkjun um og skrifað margt um þýzk og rússnesk stjórnar- farsmálefni. SBM Samtal úr U. S. News & World Report viS Jean Baptiste Duroselle, prófessor í París. allri áhættu með varkámi og yfir- j vegun. Krustjoff beitir sjónhverfing- um jafnt og þétt sem vopni í fim- j legu tafli. Blekkingin er þáttur í sálfræðilegum hernaði hans — en þau fræði eru nú miklu lengra ' á veg komin en á dögum Hitlers. j Allar yfirlýsingar Krustjoffs verður að skilgreina á tvennan hátt. í fyrsta lagi hver er hin raun vemlega ætlun hans, og í öðru' lagi hve mikið af þeim eru að-1 eins sálfræðileg sýndarbrögð.' Hann lætur skiptast á kjass og - yfirlýsingar, sem vekja reíði eða j veikja líkur ti.1 samkomulags. Ann j að hvort er aðeins blekking, og I þessi hamskipti eru til þess gerð! að vekja óstyrk og ringulreið með j •al andstæðinganna og i almenn- ingsáliti á Vesturlöndum. Kenn^y ^p^ei,^,. og ráðgjafar hansflle^ yljpjýgingar Krustjoffs með rólégri yfirvegun, en það ger ir almenningur á Vesturlöndum ekki.. Krustjoff vill hins vegar ekki hætta á neina ringulreið í rússnesku almenningsáliti. Þess; vegna eru aðeins ákveðnir og vald ; ir hlutar af orðsendingum hans birtir í rússneskum blöðum. | „KALDUR OG SLUNGINN“ Spurning: — Hvaða mun sjáið j þér helztan á persónulegri fram- komu Krustjoffs og Hitlers? Svar: — Krustjoff er kaldari og slungnari en Hitler. Þegar hann virðist ævareiður, þegar hann ber skóm sínum í borð í sölum SÞ, þá er það af yfirlögðu ráði. í Hann notar geðsveiflur hugvitsam- j lega, kænlega. Reiði Hitlers var einlæg og gat haft áhrif á ákvarð anir hans. Franski sendiherrann, André Francois-Poncet, sagðist verða að kljást við þrjá Hitlerá. Sá fyrsti var kurteis, viðfelldinn, aðlaðandi. Annar var draumóramaður — mælti örfá orð, en hvarf svo aft- ur í draumaheim sinn. Hinn þriðji var fautinn, sem hellti af skálum æðislegrar bræði yfir erlenda sendiherra. Hitler var ekki brjálaður. Hann var fær um að gera stórfelldar framkvæmdaáætlanir. Hann hafði afbragðsgóða skipulag'shæfni. En hann var geðbráður, truflaður. hviklyndur og óeðlilegur. Krustj- off er eðlilegri maður. Þér getið t. d séð muninn á þessum tveim mönnum af samlífi þeirra við konur. börn með sér. Þau virðast öll of- ur eðlilegt fólk. Annar auðsær munur á þessum tveim mönnum er sá, að Krustj- off er miklu látlausari maður. Hitler hafði yndi af einkennisbún ingum. Honum gazt illa að því að klæðast borgarafötum. Hann var í svörtum fötum, þegar hann hi.tti Mússólíni í Stra á ítalíu í júní 1934. Hann fyrtist, þegar Mússólíni ljómaði við hlið hans í gullslegnum einkennisbúningi. Krustjoff er nær aldrei í ein- kennisbúningi. Hann klæðist líkt og miðstéttarmaður. Honum gezt líka vel að því að láta Ijósmynda sig eins og fyrrveTandi verka- mann. Þegar hann kom til Frakk lands og ræddi við de Gaulle ár- ið 1960. varð á vegi hans bóndi, sem var að höggva við. Krustjoff lét stöðva bfl sinn og gekk til bóndans, svo að Ijósmyndarar gætu tekið myndir af þeim saman. Spurning: — Er munur á mark miðum Hitlers og Krustjoffs? 'Svar: — Markmið Krustjoffs eru virðulegri að tilgangi. Við höf um vanmetið þetta okkur sjálfum til hættu. Hvaða álit, sem við höf um á alræðisstjórn og grimmd sovézkra stjórnaraðferða, þá eru markmið komimúnista hærri og viðfelldnari en nazista. Markmið Hitlers var að veita ,.yfirburðakynstofni“ fríðindi og yfirráð, en það þýddi undirokun eða þrældóm lægra settra kyn- stofna. Með örfáum undantekning um var nazisminn engin freisting öðrum þjóðum. Frakkar urðu til dæmis ekkert uppveðraðir af að sama takmarki og Hitler forð- um — heimsyfirráðum? Svar: — Hitler reyndi aldrei að stofna heimsríki. Það er að vísu rétt, að í „Mein Kampf“ sagði hann, að þegar hann hefði náð takmarki sínu, mundu Þjóðverjar ráða heiminum. En í raunsærri viðræðum við starfsmenn og sam herja, kom það í ljós, að raun- veruleg markmið Hitlers voru miklu takmarkaðri. Hitler stefndi að voldugu Þýzka landi, er nyti góðrar fylgdar ná- grannaríkja og olnbogarýmis í A- Evrópu og Rússlandi. Hann setti framtíðarlandamæri ríkis síns austan Úralfjalla, en hafði ekki Síberíu með. Hann viðurkenndi japönsk yfirráð í fjarlægari Aust- urlöndum og veldi Bandaríkjanna á vesturhveli jarðar. Markmið Krustjoffs eru víð- feðmari. Hann gerir ráð fyrir, að þjóðfélagskerfi kommúnismanns nái um heim allan — ef til vill eftir heila.öld. Og hann telur það sitt hlutverk að vinna að þessu eftir mætti. HitleT leitaði persónulega land- vinninga á stóru en þó takmörk- uðu svæði heims. Krustjoff reynir að vinna að landvinningum um all an heim með kerfi, sem á að halda áfram að breiðast út eftir hans dag. f báðum tilfellum er yfirlýstur tilgangur sá að umbreyta heim- inum í samræmi við kennisetning- ar. Hitler byggði á kynþáttakenn inigu sinni, og persónuleg met- orðagirnd hans var sveipuð henni. Krustjoff er ekki höfundur þeirr- ar kenningar, sem hann flytur. Hann lítur á sig sem hlekk í festi, er á upphaf sitt hjá Lenin og Stalin. Á ráðstefnu í Moskvu fyrir nokkru heyrði ég sovét-sagnfræð- inga fullyrða, að þeir kynnu svör við úrlausnarefni, þótt þeirra eig i.n þekkingu á því væri áfátt. Þeir sögðu, að fræðikenningar sínar legðu þeim svörin í hendur. Þetta er álit Krustjoffs. (Frarah a 13 síðu. i TÍMINN, fimmtudaginn 11. janúar 1963. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.