Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 14
spor Gengin geymast Melba Malett 1. kafli. Það var einskær tilviljun, að Georg Healy varð þess á- skynja, að mannveran Joyce Douglas var til. Hann var yngsti starfsmaður og blaða maður Fréttablaðsins, hún var aftur á móti meðlimur lokaðrar klíku efnafólksins, sem Georg kallaði „toppinn I kranskökunni.“ Það byrjaði allt mjög svo kyrrlátlega með því, að einka ritari Martins Grahams rak hausinn inn um dyrnar hjá Georg og sagði: — Afsakið, að ég trufla yð ur, en hr. Wynch langar að tala við yður. Hann er inni á skrifstofu Grahams. George Healey þakkaði fyr ir án þess að láta á því bera, að orð stúlkunnar juku hjart slátt hans að mun. Herra Wynch var eigandi og útgef- andi Fréttablaðsins, dulúðug ur persónuleiki, sem leit við á ritstjórninni einu sinni til tvisvar á ári til þess að ræða stjórnmálaleg og efnahagsleg vandamál við aðalritstjórann, Martin Graham. Flest starfs fólksins hafði aldrei séð þenn an mikla mann. Hanh skipti sér aldrei af undirmönnun- um og blókunum. Þetta hlaut því að vera fjorirboði ein- hverra mikilla viðburða. Georg safnaði blöðum sam an á skrifborði sínu og hellti úr öskubökkunum titrandi höndum, áður en hann fór inn í ljónagryfjuna. Hann var feginn, að hann var klæddur skárri fötunum sínum, hann var dálítið virðulegri í þeim og leit út fyrir að vera nokkr um árum eldri en hann var. Það var líka eins gott, hann kærði sig ekkert um, að hr. Wynch vissi að hann var að- eins 25 ára. Hver vissi, nema allt, færi þá í vaskinn. Hr. Wynch hafði svipbrigða laust andlit en augun voru glampandi og fjörleg. Hand- takið var þétt. — Það voru járnbrautar- greinarnar, sem fengu mig til að hugsa til yðar ... mér datt þá í hug, að þér mynduð geta leyst þetta verkefni, sem hr. Graham mun nú segja yður nánar frá. Það er hm. heldur óvenjulegt verk, ég skal játa það, en fyrir okkur er það þýðingarmikið. Það er að segja fyrir mig. Mjög mikils- vert fyrir mig. Hann sneri sér að Martin Graham og var ögn glaðlegrl á svip. — Jæja, nú getið þér séð um það, sem eftir er, haldið þér það ekki, Martin? — Jú, það get ég áreiðan- lega — Eg er feginn, hvað þér takið þessu vel, sagði herra Wynch hálf mæðulega. Hann þrýsti aftur hönd Georgs. — Leggið yður fram, ungi maður. Eg verð yður mjög þakklátur, ef þér gerið hvað þér getið, Að sjálfsögðu munu allar deildir okkar um landið þvert og endilangt verða yður hjálplegar með hvað sem er. Og öll útgjöld verða vitaskuld 7 greidd. En hvað sem þér ger- ið, eða hvernig sem þér gang ið að verkinu, bið ég yður að- eins um eitt: enginn má vita, að hverju þér vinnið! Eg kæri mig ekkert um að verða til athlægis. Martin segir, að þér hafið hausinn í lagi. Eg vona, að honum skjátlist ekki. Algert leyndarmál. Fullkomið leyndarmál. Dyrnar lokuðust að baki honum, en opnuðust strax aft ur. — Það er ekkert annað en versta tegund fjárkúgunar að biðja okkur um að gera þetta, Martin, — er yður það ljóst? Og hr. Wynch stundi þung- lega um leið og hann lokaði aftur: — Þetta kvenfólk! Það var ekki laust við glettnisglampa í augum Gra- hams bak við gleraugun. — Fáið yður sæti, Georg, svo skal ég segja yður um hvað málið f.iallar. Hr. Wynch var í svo miklu uppnámi, að hann gat það ekki. En í raun og veru er það varla þess virði að tala lengi unj það. Þér eigið bara að afla upplýs inga um eiginkonu Harri Do- uglas, Joyce. Hafið þér heyrt hennar getið? — Nei, ég veit náttúrlega, hver maðurinn er, en ... — Mjög svo unaðsleg kona, sem vinnur mikið að góðgerð arstarfsemi alls konar. Náin vinkona frú Wynch. Hann þagnaðl eltt augna- blik til að gefa Georg tíma til að melta fróðleikinn. — Við eigum ekki að skrifa neitt um hana í blaðið, hélt hann áfram. Hið eina, sem af yður er vænzt, eru aðalatr iðin í lifi hennar, nöfn og heimilisföng fólks. sem hún hefur þekkt vel. Þessar upp- lýsingar eigið þér að afhenda stjórn Fjögralaufasmárans. Hafið þér heyrt um Fjögra- laufasmárann? — Nei, ég held bví miður ekki... — Fjögralaufasmárinn var, útskýrði Georg, — árleg sam kunda fjölda meðlima úr ó- teljandi öðrum kvenfélögum, og við það tækifæri heiðruðu þær einn meðlimanna ... í ár var ætlunin að frú Joyce Douglas yrði fyrir valinu. Nú hefur stjórn Fjögralaufasmár ans fengið þá flugu í höfuð- ið að hafa sérstaklega mikið tilstand; útnefningin á að vera hápunktur samkundunn ar. Þær ætla að líkja eftir einhverri sjónvarpsdagskrá, þar sem alls konar fólk, sem frú Douglas hefur þekkt fyrir langalöngu kemur fram og skýrir frá þeim eiginleikum hennar, sem það man helzt eftir. Þetta kemur að sjálf- sögðu ekki í sjónvarpinu, en þær hyggjast leigja svið ein- hvers staðar. Og þetta á að koma frú Douglas á óvart og því má hún aldrei fá minnsta grun um hvað er í bígerð. Er- uð þér með á nótunum? — Já, en hvað kemur Frétta blaðið þá þessu við? —Það kemur okkur ekki nokkurn hlut við. — Við — eða réttara sagt þér — rann sökum bara málið fyrir þær, sagði Graham þolinmóður. — Þessar ágætu kvinnur hafa ekki aðstæður til þess. Eins og hr. Wynch sagði, þá ger- um við þeim bara greiða. Georg gat ekki dulið gremju sína yfir að vera settur í ann að eins fávitastarf. — Hvers vegna fá þær ekki einhverja af vinkonum henn ar til að koma sér saman um, hvað þær geti sagt. Konur vita allt hver um aðra. Fæst ar þeirra kunna að skammast sín. Og að hverjniefl'svóísem hægt að komast; fæðingar- staður, bannað að nefna ár- tal, skólaganga, hjónaband frúarinnar og timburkóngur- inn Harry Douglas. Börn, ef einhver eru. Góðgerðarstarf- semi, fagurlega lýst og ræki lega. Punktur! — Grafið upp hvað, sem yð ur þóknast, sagði Graham glað lega. Okkur kemur ekkert við, hvort það verður leiðinlegt eða skemmtiJegt. Og að end- ingu vil ég — til þess að þér takið þessu ekki bara sem gríni — segja yður nöfnin á stjórnarmeðlimum Fjögra- laufasmárans. Frú Walter Lamb, maður hennar á San- Size-félögin, olíuekkjan frú Vogel, frú Loomis Heath, gift bíla-Heath. Eg' þarf ekki að taka það fram, hvað þessar konur og menn þeirra auglýsa fyrir margar milljónir i blaði okkar árlega. Hann hallaði sér brosandi aftur á bak í stólnum: — Auk þess eru þær allar vinkonur frú Wynch. Nokkuð, sem þér viljið spyrjd um? — Nei, svaraði Georg og skrifaði samvizkusamlega nið ur öll nöfnin. — Þá er það ekki meira að sinni. Látið mig fá skýrsluna og læsið öll minnisblöð niðri, svo að enginn komist í þau. Herra Wynch er sárgramur yfir þvi, að við skulum verða að skipta okkur af svona smá munum og það er ósk hans, að enginn — alls enginn — komist að því, að hann var neyddur til að standa fyrir þessari bölvaðri vitleysu. — Eg skii. Hernaðarleynd- armál, sagði Georg. En í því var samt lítil hugg un. Það var sama, hvernig maður reyndi að lita á málið. Þetta var bjálfalegt frá öll- um hliðum. Af því að hann var yngstur starfsmannanna, leyfðu þeir sér að bjóða hon- um þetta, — af því að þeir töldu víst, að hann þyrði ekki að malda í móinn. Georg var svo önnum kaf- inn við öflun gagna vegna yf irvofandi verkfalla, að hann lét allan ágústmánuð líða og hálfan september, án þess að hann hirti hætis hót um Joyce Douglas. En einn regnvotan eftir- miðdag sagði samvizkan til sín og hann greip símann og bað um myndasafnið: — Gjörið svo vel að senda mér allar myndir, sem þið eig ið af Joyce Douglas. Eigin- kona Harry Douglas. Núlif- andi. Meðan hann beið eftir sendi sveininum, sló hann upp í handbók, feginn því, að Harry Douglas að minnsta kosti var frægt nafn. Já, hérna var hann. Harry Douglas, fæddur 1903. Stundaði nám við Yale, gekk að eiga Kate Cornish 1927, engin börn. Erfði timb- urfyrirtæki föður síns. Skildi við Kate i júni 1953 i Reno og kvæntist í júlí 1953 í Tampa i Florida, ungfrú Joyce Ber- nard. Auk þess langur listi yf ir heimilisföng, klúbba, sigl- ingaverðlaun. Hugsandi skellti Georg bók inni saman aftur. Af ein- hverri ástæðu hofði hann ekki búizt við því, að Joyce væri eiginkona númer 2. Auk þess líkaði honum alls ekki, hve stuttur timi hafði liðið frá skilnaði hans, unz hann kvæntist öðru sinni. Hvað hafði valdið því að hann skildi við Kate eftir 26 ára sambúð? Sá var möguleikinn, að hjónabandið hefði verið slæmt í mörg ár og Harry Do- uglas ekki fengið tækifæri til að rífa sig lausan, fyrr en hann hitti aðra konu, sem hann langaði að kvænast. Þetta hafði tæplega gerzt eins skyndilega og virtist við fyrstu sýn. Og þar eð allar vinkonur Joyce Douglas voru svona hrifnar af henni, gat hún varla verið ómerkileg. Hún hlaut líka að vera of göm ul til að nenna að gera sér leik að því að komast upp á milli hjóna. Harry Douglas var hátt á sextugsaldri. Joyce var ugglaust indælis mann- eskja og saklaus sál, sem lifði og hrærðist fyrir eigin- mann sinn eingöngu til að lækna þau sár, sem hjóna- bandið með Kate hafði veitt honum. Góða, gamla Joyce, hugsaði hann fýlulega, kann ske ertu bezta manneskja í heimi, en þú hefðir nú átt að láta ógert að verða á mínum vegi! Joe Baines kom í eigin per- sónu og enginn sendisveinn. Joe var forstöðumaður mynda deildarinnar og skjalasafns- ins. Hann hafði meðferðis haug af blaðaúrklippum. — Hvað viðvíkur myndum af Joyce Douglas, sagði hann, þá eigum við enga til. Eg fór í úrklippudeildina og náði í þetta um hana. Méðal þeirra eru nokkrar myndir, en eng- in af henni. Þurfið þér að fá mynd af henni? — Nei, eiginlega ekki. En ég á að skrifa einhvern stór- bokkadálk fyrir Graham og hún er með á listanum. Hann blaðaði í úrklippun- um og hrukkaði ennið. — Ekki svo mikið sem brúð armynd. Undarlegt. — Já, það er kynlegt, eins það, sem ég ætlaði að segja yður; frú Douglas óttast ljós myndara meira en skrattann sjálfan, að því er virðist. Við tókum einu sinni mynd af henni á góðgerðardansleik, þar sem hún var að dansa við eiginmann sinn, skömmu eft ir að þau giftu sig. Daginn eftri hringdi Wynch til mín í eigin æruverðugri persónu og sagöi, að Douglas hefði Iðnskólinn í Reykjavík Meistaraskóli íyrír húsasmiBi og múrara mun taka til starfa við Iðnskólann í Reykjavík hinn 20. janúar n. k. ef nægileg þátttaka fæst. Kennt verður mestmegnis að degi til um 40 stundir á viku, að þessu sinni í 12 vikur og n. k. haust væntanlega í 10 vikur. Innritun fer fram í skrifstofu skólans dagana 11. til 19. þ. m. á venjulegum skrifstofutíma. Skólagjald fyrir allt skólatímabilið er kr. 1000.00. Skólastjóri. 14 TÍMINN, fimmtudaginn 11. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.