Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 3
HELDU AÐ DARMONT Með kort af NATO flugvölium meðferðis NTB—Rómaborg, 25. janúar. — ítalska varnarmálaráðuneytið telur, að búlgarska MIG-þotan, sem hrapaði á Suður-ítalíu á laugardaginn var, hafi verið á nj'ósnaflugi yfir Ítalíu. Ráðu- neytið bendir á, að 1 flaki flug vélarinnar hafi fundizt kort af suðurhluta Ítalíu, þar sem all ir flugvellir' Atlantshafsbanda- lagsins voru merktir á. Var kort þetta mjög nákvæmt. Flugmaðurirtn sjálfur, sem lifði strandið af, sagðist Vera pólitískur flóttamaðuf) erl búlg arska sendiráðið i Rómaborg fuliyrti, að flugmaðui'itin hefði villzt VGgná reynsluleysis, Það hefur valdið miklum á- hyggjum á Ítalíu og í bækistöðv um NATO, að herflugvél skuli geta flogið hindrunarlaust yfir Ítaiíu, en flugeftirlitið lét sér rtægja að fylgajst með vélinni í ratsjá. Myndin hét til hliðar er af flaki liinnar búlgÖrsku MIG- þotu. VÆRI GOLDROTTUR NTB-Leopoldville, 25. jan. — Eini belgíski trúboðinn, sem lifði af morðin í Kongoló á ný- ársdagsmorgun, kaþólski prest 13. dagur Krústjoffs í gær heyi'ðist ekkert af högum Krustojffs, og eru iþá liðnir 13 dagar síðan hans var siðast getið opinberlega í Sovétrikjunum. Mikið er rætt um, hvar hann kunni að vera og er talið, að hann sé ekki í Moskvu. Sumir scgja, að hann sé á fundum mcð Ulbricht og Gomulka, en aðrir segja, að þetta standi í einhverju sambandi við valdabaráttuna austur þar. Krustjoff hefur undan farna daga ekki einu sinni verið viðstaddur opinberar\ móttökur. urinn Jules Darmont, kom í dag til Leopoldville og sagði sínar farir ekki sléttar. Það var brezki majorinn Dick Lawson, sem kom með Darmont til Leopoldville. Lawson er í starfs liði SÞ í Kongó. Hann fór til Kon- goló í fylgd með Kongóhermanni, og var fyrsti starfsmaður SÞ, sem kom á vettvang eftir nýársdags- morðin, Lawson sagði, að alls hefðu 22 evrópskir prestar og trúboðar ver ið drepnir af liðhlaupum úr Kongó her, eða þremur fleiri en áður var talið. Hins vegar sluppu þrír inn fæddir prcstar og 30 innfæddar nunnur frá blóðbaðinu. Bærinn í rústum ^ Bærinn Kongoló er gjörsamlega í rústum. Mestur hluti íbúanna er flúinn inn í frumskóginn. Lawson reyndi ár'angurslaust að komast til trúboðsstöðvarinnar Sola, þar sem talið var, að liðhlauparnir hefðu gert árás. Sola er norðvestur af Kongoló, innan landamæra Kat- anga. Þar var fjöldi kaþólskra presta og nunna, en Lawson tel- ur, að ekki hafi orðið neitt blóð- bað þar. Mannátstilhneigingar Liðhlauparnir, sem herja þarna, eru að mestu sautján eða átján ára unglingar, agalausir og óæfðir. Liðsforingjar þeirra reyna að hafa hemil á þeim, sagði Law son, en þeim tekst það yfirleitt ekki. Mest eru það Balúbamenn sem æsa til óhæfuverka, en engar stjórnmálaskoðanir liggja þar að baki. Aðallega er um að ræða trú arlega villimensku, sem blönduð er mánnátstilhneigingum. Jules Darmont skýrði frá því, hvernig honum var bjargað undan blóðbaðinu í Kongoló af hermanni sem faldi hann í fangaklefa. Fyrst hafði hann verið settur í klefa með tveimur öðrum trúboðum, en þessi hermaður hafði flutt hann 5 sérklefa. Þegar hinir trúboðarnir voru reknir út, var hann skilinn eftir. \ Hann sagði, að hermennirnir hefðu verið augafullir eftir moi'ð- (Framhald á 15 síðu) Glenn fer á morgun NTB-Cape Canaveral, 25. janúar. — Allar horfur virðast nú á því, að Glenn fari í geimferð sína um hverfis jörðina á laugardaginn kem ur. Veðurhorfur eru góðar og aðr- ar aðstæður heppilegar. Ef loft- 'þrýstingur breytist ekki að ráði eða annað óvenjulegt kemur fyrir, ve.-ður Glenn þá fyrsti bandaríski geimfarinn, sem fer umhverfis jörðina. Larsen ersigurvissí dönskum kosningum Kaupmannahöfn, 25. jan. — Aksel Larsen, leiðtogi vinstri jafnað’ar- Debré boðar hand tökur og herrétti NTB-París, 25. janúar — Óeirðirnar héldu áfram f dag í Alsír og lét leynihreyfingin OAS mest að sér kveða. Voru þrír Serkir drepnir þar í dag. Samtímis sagði Debré forsæt- isráðherra í París, að næstu daga yrðu framkvæmdar mikl ar gagnráðstafanir, bæði með aukinni löggæzlu og handtök- um. Debré asgði, að franski heiinn og lögreglan hefði undanfarna daga veitt stjórnleysingjunum mörg þung högg og þau yrðu enn þyngri næstu daga. Hann tók sér staklega fram, að hann hefði ekki aðeins í huga hægrisinnaða öfgamenn heldur einnig vinstri- sinnaða. Dregnir fyrir herrétt Sérstakur viðbúnaður verður hjá lögreglu- og öryggisvarðsveit- um Frakklands, sagð'i forsætis- ráðherrann. Hann sagði, að fjöldi manna yrði handtckinn og öll mál, sem vörðuðu moldvörpu- starfsemi yrðu tekin strax fyrir hæstarétt og dómur felldur án mikillar tafar. Debré var á fundi í dag með öðrum ráðherrum til að komast að niðurstöðu um aðgerðir þessar. Serkneskur lögfræðingur var (Framhald á 15. síðu). nianna, hefur hafið geysilega fylgis aukningarlierferð fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í Dan mörku 6. mai-z næstkomandi. — Hyggst hann notfæra sér óánægj- una innan borgaraflokkanna mcð Efnahagsbandalag Evrópu og sam ciginlegar vamir með Vestur- Þýzkalandi. Larsen vill gera kosningadag- inn að stjórnmálalegri aflraun með og móti þessum tveimur atriðum. Hann skrifar í nýútkomnum pésa, að innganga Danmerkur í Efna- hagsbandalagið muni hafa mjög viðtækar og alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hvern einasta bæ og hverja einustu sveit Dan- merkur. Hann segir þar einnig, að kjósendur hafi 6. marz tækifæri til þess að styðja eða hafna þeim flokkum, sem studdu varnarsamn inginn við Vestur-Þýzkaland. Flokkur Larsens er eini þing- flokkurinn, sem hefur lýst sig and vígan Efnahagshandalaginu og sam eiginlegu vörnunum, Aðils. t4*M I*NN, föstudaginn-26. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.