Tíminn - 26.01.1962, Page 4

Tíminn - 26.01.1962, Page 4
Hinum megin vi8 borðið situr maður í lægra meðal- lagi á hæð, grannleitur og fekinn að hærast, en augun eru snör og skörp eins og í manni á bezta aldri. Þetta er Egill Vilhjálmsson, einn elzti og mesti bílamaður landsins, maðurinn, sem hefur bíla og allt fyrir bíla ^ — allt á sama stað. Við skiílum hlýða á, hvað hann er að segja: — Árið 1956 fluttum við inn dálítið magn af Willy’s Jeep, hjóla, er bara allt í einu ekki landbúnaðarbíll. Geta boðið 101" samt Hins vegar höfum við árum saman lengt bíla og breytt þeim á ýmsan hátt á verkstæðum okk ar. Við getum því boðið kaup- endum okkar upp á Willy’s jeep, sem er 101 tomma á milli hjóla, á sama verði — ef ekki lægra — og hann myndi kosta beint frá verksmiðjunni á land- búnaðarbílaleyfi. Þá er bíllinn fluttur inn, 81 tomma á-Tnilli hjóla, landbúnaðarbíll og allt í lagi. Síðan tökum við hann beint inn á verkstæði hjá okk- ur, skerum hann í sundur í miðjunni, lengjum grindina og skúffuna og drifskaftið, og síð- an er hann tilbúinn til þess að byggja yfir hann. Eg fullyrði það, að þetta er að minnsta kosti eins sterkt og ef bíllinn væri fenginn að utan svona langur. Það er komin reynsla á það, því við höfum lengt jeppa höfum selt þau í stykkjum út um allt land, og hinir og þessir hafa sett þau á, án þess að frétzt hafi, að þeim hafi geng- ið það neiti illa. Þau eru snið- in við byggingarlagið og eiga að vera alveg mátuleg. Við smíðum hús á flesta jeppana, mikið á Rússa og nokkur höf- um við smíðað á Land-Rover. Dísil borgar sig ekki — Getið þið ekki útvegað Willy’s með dísilvél? — Jú, við getum það, en leggjum ekki kapp á það. Eftir því, sem við höfum komizt næst, borgar sig ekki fyrir al- menning að eiga bíla með dísil- vélum. Til þess að það borgi sig, verður aksturinn að vera minnsta kosti 70—80 þúsund kílómetrar á ári, og ég held að fæstir jeppaeigendur aki svo mikið. Þungaskatturinn af dísil bílunum er svo hár, og hann er jafn hvort sem bíllinn er mikið notaður eða ekki. Þar við bæt- eyðslan þá aðeins 11—12 lítrar á 100 km. Elztu 20 ára !<■ — Hvað eru margir Willy’s jeppar til á landinu? — Þeir eru rúmlega 2300. Þeir elztu eru frá 1942, sem sagt 20 ára, og enn í fullu fjöri. Mér er ekki kunnugt um, að neinn jeppi, sem hér hefur kom izt í umferð, hafi gefizt upp. Fyrstu jepparnir voru gerðir fyrir herinn, en Willy’s gat ekki annað eftirspurn og Ford ver’k- smiðjurnar hlupu undir bagga og framleiddu nákvæmlega eins og Willy’s og undir þeirra um- sjón. 1946 tóku verksmiðjurn- ar að framleiða þessa bíla fyrir almenning og þá tóku þeir að flytjast hingað nýir. Áður’ höfðu íslendingar keypt þá af hern- um notaða, eins og þeir hafa gert við og við fram undir þetta. ÞEIR TEYGJA UR JEPPUNUM HJÁ AGLI Þessa mynd tók Guðjón Elnarsson, Ijósmyndari Timans, a yflrbyggíngaverkstæðl Eglls Vilh jálmssonar. „G. P." varð að „Jeep" Sé i almennt rætt um hinar mörgu gerðir Willy’s fjórhjóla- drifsbifreiðir, ber „Jeep“, eða jeppann fyrst á góma. Willy’s jeppinn er brautryðj- andi fjórhjóladrifsbifreiðanna. Hann var teiknaður og fund- inn upp af tæknisérfræðingum Willy’s Overland verksmiðjunn- ar, að beiðni ameríska hersins í 2. heimsstyrjöldinni. Kröfur þær, er ameríski her- inn gerði voru þær, að fund- inn yrði upp bíll, sem kæmist þær vegleysur er epgin önnur þá þekkt bifreið komst. Bifreið in þurfti einnig að geta borið farangur og farþega og vera mjög sterkbyggð. í stuttu máli átti bifreiðin að vera „general — Hvenær voru Willy’s verk smiðjurnar stofnaðar? — Willy’s Overland verk- smiðjurnar hófu framleiðslu bif reiða árið 1903. Allt frá því ári hafa afrek verksmiðjanna verið brautryðjendastarf, þar sem verksmiðjurnar hafa kom- ið fram með nýjar gerðir bif- reiða og hlotið nafnið „Auto- motive first“. Willy’s Overland vex'ksmiðjan er fyrsta verksmiðjan, sem framleiðir og flytur út bifreið- ir með drifi á öllum hjólum til almenningsþarfa, þ. e. bifreið- ir, sem geta farið yfir vegleys- ur, sem öðrum bifreiðum er ó- kleift. 29 verksmiðjur Fyrir utan Willy’s Overland verksmiðjuna í Toledo, U. S. A., eru 11 aðrar Willy’s verksmiðj ur í U. S. A., auk 18 Willy’s verksm. víðs vegar á hnettinum. Þetta er þýðingarmikiff fyrir Willy’s Overland verksm., um- boðsmenn þeirra og eigendur Willy’s jeppa um allan heim, hvað viðvíkur afgreiðslu bif- reiða og varahluta, en kjörorð verksmiðjunnar er, framleiðslu vöndun og 1. flokks varahluta- þjónusta. eða jeppa, eins og slíkir bílar og aðrir hliðstæðir eru kallað- ir hér á landi. Nokkrir þessara bíla voru hundr’að og ein tomma á lengd milli fram- og aftunhjóla, og þeir voru flutt- ir inn sem landbúnaðarbílar, enda skráðir landbúnaðarbílar frá verksmiðjunni. Þegar inn- flutningur bíla var svo gefinn frjáls í haust, vaknaði sú spurn ing, hvað séu landbúnaðarbílar og hvað ekki, og stjórnin ákvað, að ekki skyldu aðrir bilar land- búnaðarbílar en þeir, sem ekki eru lengri milli fram- og aftur- hjóla en 94 tommur. Lengdin á Rússajeppunum er 92 tommur. Þar með var úrskurðað, að land búnaðarbílar eins og Willy’s, sú gerðin, sem er 101 tomma milli hjóla, og nokkrir aðrir, t. d. International Scout, séu ekki landbúnaðarbílar. Eftir eru þá af landbúnaðarbílum minni gerðin af Land-Rover, Austin Gipsy og Gas 69, eða Rússinn, eins og hann er oftast kallaður. Engin skynsamleg forsenda Við höfum spurzt fyrir um á- stæðuna fyrir þessu, en ekki fengið neina skynsamlega for- sendu. Willy’s landbúnaðarbíll inn, sem er 101 tomma á milli þannig fyrir fjöldamarga í mörg ár, bæði í miðjunni og aftast, og alltaf gefizt vel. Húsin brotna ekki — Hvað kostar lengri gerðin hjá ykkur? — Hann kostar 128 þúsund húslaus — eða kostaði áður en þessi 94 tommu reglugerð var sett. En við flytjum alla jepp- ana inn húslausa og smíðum yfir þá hér. Stálhúsin frá okk- ur hafa reynzt mjög vel, end- ingargóð og þrælsterk. Það hef- ur komið í Ijós, að þótt bílarn- ir velti, leggjast húsin okkar ekki saman. — Hvað kosta þau? — Á minni gerðina — 81 tomma milli hjóla — kosta þau 15 þúsund. Við höfum náð svo góðri vinnunýtingu á yfirbygg- ingaverkstæðinu, að við höfum ekki þurft að hækka verðið á húsunum í þrjú ár, þrátt fyrir margvíslegar hækkanir á þeim tíma. — Hvað kostar styttri gerð- in? — Hún kostar 113 þúsund húslaus. — Er mikjl vinna að setja húsin á? — Ekki meiri en það, að við ist, að dísilvélin er mun dýrari í innkaupi, svo að ekki sé minnzt á, hve dýr hún er í við- haldi, þegar það kemur til sög- unnar. Framdrifsloka Hins vegar getum við boðið upp á áhald, sem kallað er fram drifsloka. Það er útbúnaður, sem settur er á framhjólaöxl- ana, og ökumaðurinn getur stjórnað úr sæti sínu. Þegar liann þarf að nota framdrifið, setur hann það í samband með einu handtaki, en þegar hann þarf ekki að nota það, tekur hann það úr sambandi aftur á sama hátt. Sparnaður að þessu tæki er mjög mikill, bíllinn eyð ir að minnsta kosti þrem lítr- um minna á hverja 100 ekna kílómetra, auk þess sem þetta sparar ólýsantega mikil slit á millikassanum og öllu því dóti, sem alltaf snýst með á fullum hraða, hvort sem framdrifið er á eða ekki, þegar framdrifs- loka er ekki á. Þennan útbúnað er mjög fljótlegt að setja á, og hann kostar ekki nema rúm- lega fimm þúsund krónur. Við höfum sett þetta á nokkra bíla, og eigendurnir eru allir mjög ánægðir, enda verður benzín- EGILL VILHJÁLMSSON purpose“bifreið, eða G.P., eins og jeppinn var almennt kallað- ur á þeim árum. Síðar var hann kallaður í daglegu tali „Jeep“ (framburður G P á ensku), en það nafn varð síðar heims- frægt. Á jeppa á Vatnajökul Árið 1945 kemur fyrsti Will- y’s jeppinn í eigu íslendings og má segja, að með því verði þáttaskil í sögu samgöngumála okkar. Þar sem áður þurfti hesta til að flytja fólk og far- angur geysist nú Willy’s jepp- inn. Þetta litla en kraftmikla far- artæki gjörbreytti öllum ferða- lögum bænda sem náttúruunn- enda. Jeppanum virtist ekkert ófært, fór yfir snarbratta veg- lausa fjallvegi, ár og alpahraun. Áhugaferðamenn og náttúru- unnendur fengu kærkomið tæki færi til að ferðast á ódýran og þægilegan hátt um öræfi lands- ins. Á næstu árum opnaði mað- ur vart svo útvarp eða leit í dag blöð, ^að ekki væri minnzt á að einn eða annar fjallvegurinn hefði verið farinn á jeppa. Til dæmis ferð jarðfræðinga við þriðja mann á jeppa í rann- sóknarför á Vatnajökul árið 1946, en engum hafði áður kom ið til hugar, að aka í bifreið um skriðjökla hér á landi. / Heklugosið 1947 er merkasti náttúruviðburður á okkar öld. Ekkert eldgos hefur verið betur rannsakað á voru landi og aldr ei verið fylgzt með eldgosi frá degi til dags áður, en þetta var því aðeins framkvæmanlegt, að jarðfræðingar og aðrir höfðu Willy’s jeppa til umráða. Flýttu fyrir vegagerð ötaldir eru þeir kaupstaðir og sveitir, sem komizt hafa í samband við þjóðvegakerfið síð- an 1945 og margir af þeim veg- um eru þannig til komnir, að upphaflega var leiðin ekin á jeppa, og þegar mönnum varð ljóst að þetta var hægt, var (Framh. á 13. síðu.) I 4 r ÍÍMINN, föstudaginn 26. janúar.1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.