Tíminn - 26.01.1962, Side 13

Tíminn - 26.01.1962, Side 13
Bændur athugið 4 að nú þarf að gera pantanir i landbúnaðarvélar og verkfæri, sem koma eiga fyrir annatíma þessa árs. Kaupfélag HrútfirSinga, Borðeyri. Auglýsing Jörðin Laugaból í Nauteyrarhréppi, N-ís., fæst til ábúðar í fardögum 1962. Jörð og hús eru 1 góðu lagi. Sauðland er mikið og gott. Á býlinu er ágæt ,,Lister“-dieselrafstöð og „Tit- an“-rafmótor við súgþurrkun. Til hitunar á íbúðar- húsi eru tveir katlar á sama kerfi, annar fyrir olíu, hinn fyrir kol o. fl., auk nógs rafmagns til suðu og eldunar, ásamt ágætri, sænskri AGA-eldavél. — Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Laugabóli, 21. ian. 1962. Sig. Þórðarson. Nokkrar stúlkur óskast til starfa í frystihúsi nú þegar. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Kirkjusands h.f., Ólafvík, ðða sjávarafurðadeild SÍS, sími 1 70 80. Vandamál eldra fólksins Framhald af 7 síðu ast ráð á því að dæma fólk úr leik fyrir aldurinn einn. Hjá okkur á Grund og í Ási er vistfólkið orðið nokkuð rosk ið, meðalaldurinn um og yfir 80 ár, og eru því ekki miklir starfskraftar eftir, enda er meirihluti þeirra lasburða sjúkl ingar. En samt eru þó nokkrir með sæmilega starfsorku, og er reynt að hafa eitthvað handa þeim að gera, netahnýting o. fl. Þá er á Grund stundum handavinnukennsla, sem gefur góða raun. — Okkur er Ijóst, að betur þarf að gera, og þess vegna reynd- um við fyrir nokkrum árum að fá stuðning til þess að koma upp vinnustofum í Hveragerði fyrir aldrað fólk. Ætluðum við að færa út kvíarnar og gefa eldra fólki, með sæmilegri heilsu, tækifæri til þess að vinna nokkra tíma á dag, eftir því, sem heilsan leyfði, líkt og gert hefur verið með ágætum árangri á Reykjalundi. Því mið- ur fékkst ekki nauðsynleg fjár- hagsleg aðstoð og varð ekkert úr framkvæmd. Fer þetta oft svo. Hugmyndir vantar ekki, en skilninginn á vandamálum eldra fólksins vantar oft, og tek ur því stundum lengri tíma að fá að framkvæma, heldur en framkvæmdin sjálf. Svona hef- ur það verið árum saman, og er þetta mjög alvarlegt mál. Ef þessu heldur áfram, þá endar það með því, að fáir vilja sinna þessum málum, þau eru nógu erfið í framkvæmd, enda þðtt fori'áðamenn á hverjum tíma sýndu þeim dálítið meiri skiln- ing, en oft vill verða. f Hveragerði eru mörg gróð- urhús, og væri unnt að koma þar upp stofnun fyrir eldra fólk í sambandi við þau. Einnig ættu öiryrkjar að geta fengið þar nokkra atvinnu. En ór'áðið er, hvað gert verður, vonandi verð ur þessum málum meiri skiln ingur sýndur næst, ef til kem- ur. í þessari grein hefur verið bent á eftirfarandi: 1. Reisa þarf fleiri hæli fyrir aldrað fólk. 2. Söfnuðir landsins ættu að hafa forgöngu um að koma þeim upp. 3. íbúðir fyrir eldra fólkið, reist ar fyrir opinbert fé. 4. Lítil hús í Hveragerði fyrir' öldruð hjón. 5. íbúðir fyrir eldra fólk, af- notaréttur seldur. 6. Vinnustofa — garðyrkjustörf í Hveragerði. Efláust kemur margt fleira til greina, þegar ritað er um þessi mál, en þetta ætti að nægja að sinni. Greinin er rituð til þess að vekja athygli á þess- um málum, í þeirri von, að þeim verði gefinn meiri gaum- ur en hingað til hefur verið raunin á. Hver eða hverjir það eru, sem máiunum koma fram, skiptir engu máli. Við þurfum aðeins að hafa eitt í huga: Elli laun, framfærslustyrkur og önn ur fjárhagsleg aðstoð er ómet- anleg fyrir allt þetta fólk, en hitt er engu að síður nauðsyn- legt, að til séu stofnanir, heim- ili og vinnustaðir, þangað sem fólkið getur leitað. ef með þarf. Enda þótt sjá megi af þess- ari grein, að ég er ekki alls kostar ánægður með skilning ýmissa á þessum málum, þá vil ég ekki ljúka henni án þess að þakka þeim mörgu, sem sýnt hafa skilning og velvilja á því starfi, sem hér er unnið. Án ágætra samstarfsmanna, hlý- hugar og stuðnings ótal margra væri þessu starfi hætt fyrir löngu. Gísli Sigurbjörnsson. Guðlaug Einarsdóttir frá Vík í KVlýrdal Guðlaug Einarsdóttir frá Vík í Mýrdal andaðist hinn 6. þ.m. að heimili dóttur sinnar að Þórustíg 17, Ytri-Njarðvík eftir mjög skamma legu. Hún var jarðsett í Vík 12. s.m. Guðlaug var fædd að Kerlingar dal í Mýrdal 15. febrúar 1874. For eldrar hennar voru Einar Gunn- steinsson, f. 18. febr. 1846, og kona hans, Ástríður Sigurðardóttir, f. 10. des. 1841; eru ættir þeirra úr Mýrdal. Guðlaug ólst upp í for- eldrahúsum. Þegar hún var 7 ára fluttu foreldrar hennar að Möðru- völlum í Kjós og eru þau eitt ár þar, flytja þá að Valgarðsbæ í Reykjavík. 1885 bregða foreldrar hennar búi og slíta samvistum, en 1887 flytur Einar að Hvammi í Skaftártungu og fluttist Guðlaug með honum ásamt systur sinni, Jó hönnu, en alls voru börn þeirra Einars og Ástríðar 7, er upp kom ust. Eitt barn þeirra fæddist and- vana, en eitt dó í bernsku. Dvelur Guðlaug á nokkrum bæjum í Skaft ártungu og Út-Síðu í nokkur ár, en 19 ára að aldri flyzt hún að Norður-Vík í Mýrdal. 1896 flytur hún að Hraungerði í Álftaveri og giftist þá um haustið Stefáni Jóns syni frá Holti í sömu sveit. í Hraun gerði bjuggu þau Stefán og Guð- laug í 6 ár. Eignuðust þau tvo syni, Stefán f. 1897 og Áslaug f. 1899. Mann sinn missti Guðlaug 1904, en hann veiktist af holdsveiki og dó í Lauganesspítala. Sjúkrahúsið á Selfossi í ágætri grein, sem hr. Óskar Jónsson fyrrv. alþingismaður skrif aði í Tímann nokkru fyrir jól, um Sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem hann meðal annars gerði að um- tali hinar ágætu gjafir, stm sjúkra húsinu hafa borizt frá einstakling um og félögum, gætti nokkurs mis skilnings. Sagt er frá hinu kostbæra fæð- ingarrúmi með tilheyrandi skoðun- arlampa, sem er talin gjöf frá Rvenfélagi Hveragerðis, þá er það ekki allskosta rétt. Fæðingarrúmið ásamt skoðunar- lampanum er gjöf frá „Minningar- sjóði um Jónínu Eiríksdóttur ljós móður í Hveragerði,“ en minning arsjóður þessi er stofnaður af kon um í Hveragerði og Ölfushreppi, sem einnig hafa safnað fé í hann. Minningarsjóður þessi er sjálf- stætt fyrirtæki, sem hefur sína eigin stjórn og heldur áfram starfi. Þetta leiðréttist hér með. „Heið ur þeim, sem heiður ber.“ Teitur Eyjólfsson. Jepparnir (Framhald af 4. síðu) byrjað á því að velta steinum úr slóðunum svo leiðin yrði aðeins greiðfærari. Seinna komu stórvirkari tæki og þar sem áður voru ófærar eru nú breiðir vegir og brúaðar ár. — Þessu hafa jepparnir flýtt fyr- ir hér á landi, sem annars stað- ar, með því að ríða fyrstir á vaðið. Áiið 1951 var Agli Vilhjálms syni h. f. falið aðalumboð fyrir Willy’s Overland verksmiðjurn- ar hér á landi og eitt af höfuð- verkefnum varahlutasölu fyrir- tækisins hefur verið, að sjá um að nægilegar birgðir varahluta séu jafnan fyrirliggjandi í Will y’s jeppana. Tvö ár var Guðlaug sjálfrar sín í Sauðhúsnesi og Hraungerði og vann hjá ýmsum í Álftaveri. 1906 giftist Guðlaug í annað sinn Helga Brynjólfssyni frá Þykkva- bæjarklaustri. Hófu þau búskap í Holti í Álftaveri á lítilli jörð. Fóru synir Guðlaugar með henni þang- að. Þar eignuðust þau hjónin 4 börn, Málfríði f. 1907, Árnýju Eyrúnu f. 1910, Helga f. 1911 og Einar f. 1915. Óhætt er að fullyrða, að búskap urinn í Holti var mjög eifiður. T. d. voru flest árin um 15 ær í kvíum og ein og tvær kýr. Er ekki að undra þótt ungt fólk nú á dögum fái vart skilið, hvemig hjón með 6 börn fongu dregið fram lífið með svo lítinn bústofn, en því má skjóta hér inn í, að á hinum Holtsbæjunum 2, en þeir voru alls þrír, voru einnig barn- margar fjölsk., eða 13 börn í hvor um bæ, svo að alls voru börnin á þessum bæjum 32 árið 1918. Nú býr þama aðeins einn einhleypur maður. — 1919, árið eftir Kötlugosið, bregða þau Helgi og Guðlaug búi og flytja til Víkur í Mýrdal. Bjuggu þau þar til ársins 1949, en þá andaðist Helgi. — í Vík leið Guðlaugu vel og taldi hún það hamingjsömustu ár ævi sinnar, þó að ekki væri miklu úr að spila. 1951 flutti Guðlaug til dóttur sinn ar, Ámýjar í Ytri-Njarðvík og þar dvaldi hún til dauðadags. Guðlaug Einarsdóttir var mesta dugnaðarkona. Lengst af ævinnar var hún heilsuhraust og harðger og kveinkaði sér ekki við erfið- leika, enda hafði hún á uppvaxtar árunum heizt í margs konar vosi. Hún var glaðlynd að eðlisfari, trygg og vinföst, enda var öllum, sem hana þekktu, vel til hennar. Guðlaug var gestrisin og naut þess að geta miðlað öðrum af litlum efnum. Eg, sem þessar línur skrifa, man margra ára ánægjulegar stundir úr litla bænum hennar í Vík með glöðum hópi barna hennar, þar sem hún umvafði alla með móður- legri góðvild og hjartahlýju. Fyrir þessar stundir og margar aðrar þakka ég henni nú, er hún hefur lagzt til hvíldar í Víkurkirkju- garði, en þar kaus hún sér legstað í skjóli þeirra fjalla, er hún lifði hjá mestu sólskinsdaga ævi sinnar. Börnum hennar og öðru vina- og vandafólki sendi ég mínar hjartan legustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þeim minninguna um góða móður. Óskar Jónsson. Guðlaugur Ginarssoo F'reviugötu 37. sími 19740 Málflutningsstofa. Raflagnaefni RÖR — ROFAR VÍR — TENGLAR KAPLAR — VARHÚS Sendum gegn póstkröfu. Klapparstíg 27. Sími 22580. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á húseign við Holtaveg, hér í bænum, talin eign U.M.F.R., fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 30. janúar 1962 kl. Vh síðd. Borgarfógetinn í Reykjavík. Ný fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi, á bezta stað í bænum, er til sölu. íbúðin er að öllu leyti fullgerð. Einnig er búið að ganga frá stigahúsi og kjallara, en þar er geymsla og þvottahús. — Frekari upplýsingar í síma 32377. TÍMINN, föstudaginn 26. janúar 1962 131

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.