Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 14
— Og þar skeði það, sagði frú Schvartz dapurlega. — Hún kom allt í einu þjótandi inn, snöktandi og æpandi og ég hljóp út í geymsluna. En það var um seinan. Kúlan hafði farið gegnum höfuð hans og hann var dá- inn ... — Þér eigið við . .. að hún hafi skotið hann? — Já, ég á við það. Hún viðurkenndi það .sjálf. Hún sagðist hafa haldið, að byss- an væri óhlaðin, sagði hún við dömarann, og hún var svo föl og vesöl, að hann trúði henni. í blöðunum stóð meira að segja, að Will hefði skotið sig sjálfur af slysni. Georg renndi óstyrkum fingrum gegnum hárið á sér: — Slys... þó að hún væri þaulvön að fara með skot- vopn? — Það vissu fæstir um það. Eg sagði engum frá því. Hún leit beint í augu hans. — Á því augnabliki, sem hún kom æpandi inn og ég reyndi að sefa hana, tók ég eftir því, að hún aðgætti um leið, hvernig mér yrði við. Á þeirri stundu vissi ég að hún hafði gert það af yfir- lögðu ráði. Frú Schvartz andvarpaði mæðulega: — En enginn gat gefið Will lífið aftur, þess vegna þagði ég. En hún vissi vel, að mér var sannleikurinn ljós. Við bjuggum hér saman í heilan mánuð eftir þetta og allan þann tíma yrtum við varla hvor á aðra. Svo kom hún einn góðan veðurdag og sagði, að A1 Bates hefði fengið stöðu sem hljóðfæraleikari í danshljómsveit í Minneapol- is og hann vildi kvæhast henni og fá hana með sér þangað. Hvort ég hefði nokk uð á móti því. Eg.sagði: Því fyrr, því betra. Hún fór næsta dag, eftir ag þau höfðu verið gefin saman hér í ráðhúsinu hér í borginni. Guð gefi, að ég þurfi ekki að sjá hana nokkru sinni framar, Hún reyndi að brosa til hans gegnum tárin: — Eg skal segja yður, Hr. Healy, ég er líka hrædd við hana. Georg var svo ruglaður og hugur hans í svo miklu upp- námi, að honum tókst ekki einu sinni að finna afsökun til að afþakka kaffið, sem frú in bauð honum. Hann sat grafkyrr í stóln- um og heyrði hana sýsla frammi í eldhúsinu. Loks höfðu augu hans opn azt til fulls, og það sem hann sá, var svo hryllilegt, að það fór hrollur um hann og hug ur hans fylltist viðbjóði á Joyce Douglas. Nú var það meira áríðandi en nokkru sinni fyrr að fá Fjögralaufasniárann til að hætta við fyrirætlan sína. Það eina, sem nokkru máli skipti, var að koma í veg fyr ir, að Joyce myrti núverandi mann sinn, Harry Douglas. Hann hafði raðað þessu saman smátt og smátt og 14 nú skorti ekkert á heildar- myndina. Enginn vafi gat á því leikið, hvað Joyce var að brugga. Og Georg vissi meira að segja, hvernig hún ætlaði að fara að því. Wilhelm Schvartz hafði verið áhuga- samur veiðimaður og hafði látizt af skoti úr sinum eigin riffli. Serena Hartzell var fræg fyrir dýfingar og stökk og hún hafði með naumind- um sloppið lífs af, er Joyce reyndi að hrinda henni út af stökkpalli. Thomas Bernhart. sem elskaði hesta, hafði dáið eftir að hafa steypzt af baki. Og nú var hann viss um, að siglingamaðurinn Harry Do- uglas átti að deyja.á sinni eigin snekkju. Og'hun hafði áreiðanlega skipulagt það slys út í yztu æsar. Þaö var rétt, sem rektor hennar hafði sagt, greind skorti hana ekki. Meðan Georg drakk bragð vont kaffið hjá frú Schvártz, þakkkði hann forlögunum fyr jr, að engum myndi detta í hug að setja fram snekkju I marz. Það var enn nokkur tími til að bjarga Harry Do- uglas. Ekki mikill tími. En þó nægilegur. 8. kafli. Frú Lamb tók tveim hönd- um hugmynd Georgs um samkvæmið. — Alveg upplagt, hr. Healy, sagði hún. — Eg skal reyna að koma því í kring næsta sunnudag. Eru nokkrir sér- stakir, sem þér vilduð hafa með auk hr. og frú Douglas? Ekki það? Eigum við þá að segja að þetta verði smásam kvæmi fyrir svo sem 12 gesti? — Það er mjög elskulegt af yður, frú, sagði Georg. Eg hef aðeins einu sinni hitt frú Douglas og síðan hef ég kom izt að svo miklu um hana, að ég er .. fullur aðdáunar . . — Þetta er sannarlega það minnsta, sem við getum gert fyrir yður í samanburöi við dugnað og hjálpsemi yðar, sagði frú Lamb innilega. — Og hvenær megum við búast við skýrslu yðar. Okkur lang aði til að geta sent boðskort in út í maí, og við verðum náttúrlega að hafa samband við fólkið, sem á að segja frá nokkru áður eins og þér skilj ið. * — Eg býst ekki við að neitt verði til fyrirstöðu með að afhenda yður það i lok marz. — Stórfínt, hr. Healy! Að launum skuluð þér fá fínasta karmellubúðing matreiðslu- konunnar minnar i ábætisrétt á sunnudaginn. Georg sváf ekki mikið næstu nætur. Það var áhættu samt, sem hann hafði i huga, og kannske myndi það alls ekki hafa þau áhrif sem hann ætlaðist til. Hann var fölur og titrandi, | þegar hann burstaði jakkann j sinn, áður en hann lagði af stað til heimilis Lamb-hjón- anna. En þegar hann stóð fyrir utan dyrnar kom yfir hann þessi ró, sem fylgir því að standa andspænis því, er ekki verður hjá komizt Douglas-hjónin og-ttr~Sam uels og kona hans voru þeg- ar komin, og Georg veitti bví eftirtekt. að Harry hafði hor azt allmikið frá því er hann sá hann siðast, en Joyce var svo töfrandi og sakleysisleg. að við lá, að Georg missti móð inn. Gat, það virkilega átt sér stað, að þessi engilfagra stúlka væri morðingi? Var ekki sönnu nær að hann hefði j látið blekkjast af rógberum: og vondu fólki? Hann gekk til Harry Dougl as og heilsaði honum. Harry varð glaður yfir að sjá hann. — Hafið þér farið að líta á snekkjuna yðar, hr. Douglas? spurði Georg. — Já, við erum önnum kafnir við að lagfæra hana fyrir vorið? Kannske mætti mætti bjóöa yður a.ð koma með? Joyce átti erfitt með að leyna gremju sinni: — Nei, en Harry þó! Þú getur ekki verið þekktur fyr ir að bjóða fólki í fyrstu ferð ina. Hún átti að vera önnur brúðkaupsferð! Hún sagði biðjandi við Ge- org: — Hann er alltaf að bjóða alls konar fólki að koma tneð. Það er ekkert sérstakt hrós fyrir mig, finnst yður það? Georg óx ásmegin. Auðvit- að var það eitt mikilvægasta skilyrðið, að slysig yrði þegar þau væru ein í bátnum. — Kannske vill eiginmað- ur yðar hafa einhvern. sem getúr aðstoðað hann. svar- aði hann brosandi. ~ En hann hefur mig! Harrv sneri sér frá þeim i '•' - v ' 1 p "í' °t ■>•■■{■ > ■. ’ hún lækkaði röddina: — Eg reyni að taka þetta allt í gamni, hr. Healy, en mér finnst þetta sannast að segja dálítið alvarlegt mál. Harry hefur verið svo þung- lyndur og e.rfiður upp á sið- kastið, að læknirinn hefur fyrirskipað honum góða hvild og ferskt loft. Þér meg ið ómögulega halda, ag ég sé ógestrisin og ókurteis! — Mér dettur það sannar- lega ekki í hug, svaraði Ge- org. Borðið var hringlaga og Georg íékk sér sæti milli ungr ar, en hálfveiklulegrar konu og vinalegrar maddömu á átt ræðisaldri. Áður en ábætirinn var bor inn fram. afsakaði hann við sessunauta sína, að hann hefði verið svo óskrafhreif- inn. — Það er allt vegna máls. sem ég hef rekizt á, sagði hann, — og er í sambandi við starf mitt við Fréttablaðið. Eg get varla hætt að hugsa um það nokkra stund, skiljið þér. Eg held satt að segja, að það snúist um morð. — Morð! Borðdama hans hin sjötuga greip andann á lofti. — Eigið þér við að þér haf ið fundið lík eða eitthvað slikt? Athygli hinna gestanna var vakin, og frú Lamb sagði frá sér numin: — Hr. Healy hefur svo skemmtilega atvinnu! Svo viðburðaríkt st.arf! Getið þér ekki sagt okkur eitthvað meira um þetta mál, hr. He- aly? — Eg ætti vlst ekki að gera það, sagði Georg og þóttist á báðum áttum, — það er svo margt einkennilegt í því, að ég veit svei mér ekki, hvað ég á að halda ... Frú Lamb hallaði sér yfir borðið og horfði á hann ljóm andi augum: 1— Hafið þér hitt morðingj ann? Er það ... — Morðinginn er kona. Nei, ég held ekki, að ég hafi hitt hana. Þíónninn setti karamellu- óðinginn fyrir traman hann og þegar hann hafði bragðað á honum. kinkaði hann hrif- inn kolli til húsmóðurinnar. — Eg skal segja ykkur. að ég hef haft samband við fólk sem hefur þekkt hana, en hún skiptir stöðugt um nafn. Án þess að nefna eitt ein- asta nafn, sagði Georg nú söguna um kjörbarnið. sem skotið hafði föður sinn. Um einkaritarann, sem reynt hafði að myrða eiginkonu yf irmanns síns. Um ungu kon una, sem hafði eggjað mann sinn stöðugt til þyngri þrauta sem urðu þess valdandi, að hann féll af hesti sínum. — í hvert skipti var það sagt vera slys, sagði hann, — svo að engin lög hafa enn náð yfir hana. En ég er sá fyrsti sem. setur þessa þrjá atburði í sa.mband við hvern annan — athugið, að hún hefur hverju sinni komið fram undir nýju nafni — og ég er ekki í vafa um, að þetta getur ekki hafa verið slys í öll þessi skipti. — Eg er yður algerlega sam mála, sagði dr. Samúels. - Haldið þér að það sé unnt að stöðva hana, áður en það verður nýtt slys? — Eg vona það. Eg hef rak ið slóð hennar til Cleveland og fyrr eða síðar finn ég þráð inn aftur. En það tekur sinn tíma. — Já, en i guðanna bæn- um; þér verðið að vera snögg ir, sagði frú Lamb í uppnámi. — Hugsið yður lsara, ef henni tekst að myrða einu sinni enn ... Umræðurnar voru ákafar og almennar og Georg laum aðist til að þerra svitann af enni sér. Hann gaut hornauga til. Joyce Douglas. Það, sem hann sá, gerði honum svo bilt við, að hann hélt, að hann fengi slag á staðnum, Sat hún ekki þarna engil- blíð og róleg og var að tala eitthvað við hr. Lamb! Engin minnstu svipbrigð var ag sjá á ungu andliti hennar. Ekk- ert annað en lifandi áhugi á umræðuefninu! Hamingjan góða! Þessi kvenmaður! Hún hafði ekki einu sinni orðið skelfd! Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara j án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ; ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- ' arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Ógreiddum viðbótum við skatta og önnur þing- gjöld ársins 1961 og eldri ára, álögðum frá 1. nóvember s. 1. til dagsins í dag, söluskatti 4. árs- fjórðungs 1962, svo og vangreiddum söluskatti ög útflutningssjóðsgjaldi eldri ára, áföllnum og ; ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöld- um af innlendum tollvörutegundum og matvæla- eftirlitsgjaldi, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af ] skipum áríð 1962, tryggingaiðgjöldum af lögskráð- ; um skipshöfnum fyrir árið 1962 og 1. ársfjórðung ] 1962 ásamt. skráningargjöldum Borgarfógetinn í Reykjavík, 24 janúar 1962. KR. KRISTJÁNSSON. TÍMINN, föstudaKinn 26. janúar 1962 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.