Tíminn - 26.01.1962, Page 7

Tíminn - 26.01.1962, Page 7
---------ÍÍMMnK — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Augiýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Askriftargjald kr. 55 á mán. innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Óþjóðleg öfl til beggja handa Nokkru fyrir áramótin birtist hér í blaðinu mjög at- hyglisverð stjórnmálahugvekja eftir Magnús Gíslason bónda á Frostastöðum. Rétt þykir að rifja upp nokkur meginatriði hennar. Magnús rekur fyrst umbótabaráttu Framsóknarmanna á undanförnum árum og víkur síðan að núverandi ríkis- stjórn. Hann segir: \ „Einsýn, óbilgjörn og ofbeldissinnuð íhaldsstjórn ríkir í landinu. Ferill hennar er Ijótur og þó ekki allur séður enn þá — og þó hvergi nærri verri en vænta mátti. Orð- um hennar og eiðum er í engu treystandi. Það sanna dæm- in deginum Ijósari. Stefna hennar er sú hin sama og íhalds allra landa og allra tíma, að deila þjóðinni svo sem frekast er unnt í yfirmenn og undírgefna, skerpa sem mest skilin þar á milli og freista þess að búa svo um hnúta, að erfitt reynist úr að bæta. En sagan er ekki þar með öll. Frjálslyndir menn í þessu landi verða að gera sér þess grein, að þeir eiga ekki lengur í höggi við þjóð- legt íhald, sem vildi þó, þrátt fyrir allt, leitast við að vera heiðarlegt, — á sína vísu. íslenzkur íhaldsflokkur er ekki lengur til nema sem sögulegt fyrirbrigði. íhaldið á íslandi lítur orðið á sig sem hlekk í alþjoðlegri íhalds- og auð- valdskeðju og er þess albúið að starfa samkvæmt þeirri „hugsjón". Á Alþýðuflokkinn tekur naumast að minnast. Hann á enga nútíð. Því síður framtíð. Hann á bara fortíð, raunar að ýmsu viðurkenningarverða, enda kosta nú Alþýðu- flokksbroddarnir (,,toppkratar“), alls kapps um að afneita henni í verki. Mál er til þess komið, að þeim mönnum, sem stutt hafa Alþýðubandalagið í þeirri trú, að með því væru þeir að efla lýðræðissinnaðan umbótaflokk, fari að verða það ljóst, að sú trú hefur leitt þá á háskalegar villigötur. Línu- kommúnistar ráða öllu í Alþýðubandalaginu. Þeir lifa i trú en ekki skoðun, þeir eru eins konar pólitískir páfa- trúarmenn. Þeir trúa á páfann í Kreml“. Tvær meginfylkingar Magnúsi á Frostastöðúm farast svo þannig orð í lok greinar sinnar: „Það er fjarri því, að ég sé að öllu leyti ánægður með Framsóknarflokkinn og afstöðu hans til ýmissa mála. Ég hef þvert á móti ýmislegt út á hann að setja. Allt um það fæ ég ekki betur séð en að hann sé þó það eina pólitíska athvarf, sem frjálslyndir, lýðræðissinnaðir umbótamenn á íslandi eiga. Þessir menn, hvar í flokki, sem þeir standa í dag, eiga að mínu áliti að samemast um Framsóknar- flokkinn, efla hann, móta hann, hvessa hann í þeirri óhjá- kvæmilegu og afdrifaríku baráttu, sem framundan er við gerræðisfull og óþjóðleg ofbeldis- og einræðisöfl íhalds og kommúnista. Mér þykir sennilegt, að áður en langir tímar líða eigist tvær meginfylkingar við á vettvangi íslenzkrar stjórn- málabaráttu: Annars vegar flokkur auðhyggjumanna, sem jafnan hlýtur að ala með sér meira og minna ríka tilhneig- ingu til einræðis, hins vegar fylking lýðræðissinnaðra um- bótamanna, sem trúa því og vita, að þjóðin getur og vill lifa sjálfstæðu menningarlífi og að landið býr yfir nægum möguleikum til þess að veita öllum börnum sínum lífvæn- lega efnahagsafkomu og gerir það, ef hönd er höfð í bagga með því, að hver maður fái sinn rétta skerf“. Gísli Sigurbjörnsson. Oisli SigurbjÖEfasson: Vandamál eldra fólksins Fyrir nokkrum árum skrií- aði ég stundum blaðagreinar um ýmis vandamál skjólstæð- inga stofnana þeirra, er ég veiti forstöðu. Reynslan hefur kennt mér ýmislegt, og bent á margt, sem betur má fara og gei'a þarf þessu fólki til aðstoð- ar og hjálpar. — En mér fannst vera svo tilgangslaust að skrifa, fáir lásu, og engir tóku undir. Tók ég þá það ráð að reyna að vinna að þessu í kyrrþey, reyna' að hlúa að því fólki, sem hjá okkur dvelur, og reyna að færa út kvíarnar eftir því, sem efni og ástæður leyfðu. Þetta hefur verið gert, og það eru aðrir, sem um það dæma, hvernig tek- izt hefur. En á þessu ári eru tímamót í starfsemi obkar á Grund og að Ási. Grund verður 40 áia 29. október og Ás 10 ára 26. júlí, og þykir mér því rétt í byrjun þessa afmælisárs að gera nokkra grein fyrir, hvernig okk ur finnst málum eldra fólksins vera komið í dag. — Þöi’fin fyrir samaslað í ell- inni er að verða meiri og brýnni með hverju ári, eldra fólkinu fjölgar hlutfallslega miklu meira og örar en öðrum aldursflokkum, og verður bráð um alvarlegt vandamál. Eili- heimilin í landinu eru tólf, þar af tvö í Reykjavík, og hafa þau samanlagt nálægt 450 vist- pláss,thin öll um 250. — Tais- verður áhugi er víða í landinu á því að koma upp elliheimil- um, hjúkrunarhælum og sjúkra húsum. enda eru menn nú farn ir að sjá, hvað verður eftir nokkur ár, og að við svo búið má ekki s^anda. Er vonandi, að úr framkvæmdum verði, og að þær takist vel, að hagsýni og snarnaðar verði hvarvetna gælt. Dvalarheimili aldraðra sjó- manna tekur vænianlega nýja álmu til afnota í vor, og bæt- ast þar við vistpláss fyrir 70— 80 manns og ber að fagna því. En ástæða er til þess að athuga, hvort ekki sé rétt að láta sum kappdrættin hætta, en í stað bsirra komi sjúkrahúsa- og elli- heimilahappdrætti fyrir allt landið, það er víðar gamalt og lasburða fólk en í Reykjavík. Bent hefur verið á, að tilval- ið verkefni fyrir söfnuði lands- ins væri að stofna og starfrækja dvalarheimili fyrir eldra fólk. Árum saman hefur það komið í kirkjuna, haldið uppi kirkju- sókn og safnaðarstarfi, og þegar það er orðið lúið og lasburða ætti söfnuðurinn, kirkjan, að hjálpa því og sjá því fyrir saona stað. Dvalarheimili, sem komið er upp af söfnuðum, kirkjunni, þyrftu ekki að vera stór, en samt gætu þau hjálpað mörg- um, án þess að verða söfnuðun- um fjárhagsleg byrði. Tvennt er, sem vantar: Viljann til þess að hjálpa, og finna leiðir til framkvæmda. Á skrifstofu bisk ups er bankabók með 5.000.00 krónum, sem verður afhent þeim söfnuði í landinu, sem fyrstur hefst handa um þetta velferðarmál. Kirkjunni og starfsmönnum hennar er oft fundið til foráttu athafnaleysi um líknarmál, og ekki að á- stæðulausu. Er vissulega hér tækifæpi til úibóta, og væri ósk andi að ekki dragist lengur urn framkvæmdir. Bezt er að vera heima, um það getum við verið sammála, en samt er það nú svo, að marg ur verður að fara að heiman, og þetta gildir nú orðið ekki síð- ur um eldri sem yngri. Húsa- kostur og hvimilisaðstoð er oft af skornum skammti, og verður því afinn og amman oft að fara á elliheimili af þeim ástæðum einum. Svo eru það veikindi og margt annað. En við höfum ekki tök á að reisa endalaust elliheimili, enda þótt nokkrum fleiri sé bráðnauðsynlegt að koma upp. Aðrar leiðir verður að fara. Fyrst og fremst þarf að athuga, þegar hús eru reist, að í íbúðunum sé gert ráð fyrir húsrými fyrir afa og ömmu. Ef þetta er gert, þá verður vand- ræðum oft afstýrt. Reisa þarf í- búðir fyrir eldra fólk, líkt og gert hefur verið í Danmörku. Eru þar stórar byggingar með litlum íbúðum, eitt eða tvö her- bergi, eldhús, bað og W. C. Eru þessar byggingar reistar fyrir opinbert fé, og leiga í íbúðun- um mjög lág, enda eru þær fyrir efnalítið fólk. Hér á landi hefur mikið verið byggt, en enn þá ekki neinar íbúðir, sem þess- ar, en á því er þó brýn þörf. í Hveragerði gerðum við til- raun, sem fór í nokkuð aðra átt, en þó þess virði að ég held, að á hana sé minnzt. Við keypt um lítið hús, gerðum það vel úr garði, seldum svo afnotaréttinn eldri hjónum fyrir allverulaga fjárhæð, en sem var þó ekki nema liðlega 1/3 húsverðsins. Auk þess greiða þau nokkra húsaleigu. Afnotarétturinn mið ast við líf og/eða heilsu, og eft ir þeirra dag cr hægt að selja afnotaréttinn af húsinu aftur á sama hátt. — En við seldum rneira en húsnæðið, hjónin geta fengið mat og annað fr'á Dval- arheimilinu Ási, sem er rétt hjá húsinu, sem þau búa í. Þau fá því einnig öryggi og er það öllum mikils virði, ekki sízt, þegar aldurinn er farinn að fær ast yfir og kraftarnir farnir að þverra. Annað hús er nú til sölu á sama hátt í Hveragerði, og ef einhver, sem þetta les, óskar frekari upplýsin.ga, þá eru þær velkomnar. Fyyir tíu árum vorum við að athuga um að koma upp húsi með mörgum íbúðum, 1—2 her- bergi, eldhúsi, baði, W. C., en þær áttu að vera allmiklu stærri en íbúðirnar, sem reist- ar hafa verið í Danmörku, enda þótt hugmyndin væri að mestu þaðan. Ekkert varð úr þessu, en á tíu árum hefur ýmislegt breytzt, einnig kröfur manna um húsnæði. Hjón, sem eiga hús cða stóra og íúmgóða íbúð vilja ekki sætta sig við að fara í íbúð, sem er mjög lítil og verður því að gera ráð fyrir í- búðum, sem eru allmiklu stærri en áður var ætlað að væru nægi legar. Nú erum við að athuga þetta mál aftur. ,í þessari byggingu, ef úr verður, verða 36 íbúðir á þrem hæðum, en í kjallara er gert ráð fýrir veitingastofu, þar sem hægt er að fá keyptar máltíð- ir og sendar til sín, ef óskað er. Einnig er hægt að hafa þar fundi og samkvæmi. íbúð hús- varðar og hjúkrunarkonu verð- ur þarna einnig. Ætlunin er að íbúðir þessar geti uppfyllt kröf ur vandlátra, enda munu þær kosta allmikið fé, en þó held ég, að margir vilji fá þær, enda þótt skilmálar ver'ði þannig, að greiða þarf nokkuð af kostn- aðarverði, sem óafturkræft framlag og síðar nokkra mánað arleigu, en að íbúunum látnum verður íbúðin seld öðrum á sama hátt. Grund mun væntan- lega hafa forgöngu um þessa framkvæmd, enda getum við séð um íbúa á sjúkradeildum stofnunarinnar, ef heilsa þeirra þverr. Annars er þetta ekki neitt einkamál okkar, og væri á- gætt, ef einhverjir aðrir réð- ust í þessa framkvæmd, eða aðra hliðstæða. Aðalátriðið er, að hér er um vandamál að ræða sem leysa þarf, og ef slík bygg ing yrði reist, og hér hefur ver ið rætt um, þá myndi mikið húsrými losna. Væntanlegir í- búar þessa húss myndu allflest- ir koma úr eigin húsum eða í- búðum, sem voru orðnar of stór ar og óhentugar. Fjárhagslega myndi þessi framkvæmd því verða þjóðfélaginu í heild í hag. Þetta mál er ennþá aðeins í at hugun, en mikinn stuðning þarf frá borgaryíirvöldunum og Tryggingarstofnun ríkisins, sem og lánastofnunum, ef til fram- kvæmda kemur. Oft er um það talað, að eitt- hvað þurfi eldra fólkið að hafa fyrir stafni, létta vinnu, eftir því, sem starfskraftar leyfa, og er hverju orði sannara. En lát- um við ekki oft fólk hætta, að- eins sökum aldurs, starfskraft- arnir ágætir, þrátt fyrir að alm anakið segir aldurinn vera orð- inn 70 ára? Hyggilegra og um leið réttlátara væri að gefa fólki, sem komið er á eftirlauna aldur, tækifæri til þess að halda störfum áfram, t. d. hluta úr degi, á meðan starfskraftarnir eru sæmilegir Við höfum tæp- (Framhalri a 13 oðu T í MI N N , föstudaginn 26. janúar 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.