Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 8
Vasahandbók bænda er eitt hvert gagnlegasta leiðbeining- arrit, sem bændur eiga nú völ á til hjálpar við bústörfin. Það var hið bezta verk, þegar sú útgáfa var hafin, og síðan hef- ur handbókin sífellt stækkað og eflzt að nýjum búráðum. Tólfti árgangur handbókarinn ar, eða árgangurinn 1962, er nýkominn út. Ritstjóri er Agn ar Guðnason, en hann tók við fyrir nokkrum árum af Ólafi Jónssyni á Akureyri. Útgef- andi er Búnaðarfélag íslands. Handbókin er um 270 blaðsíður að stærð og í henni mörg hundruð myndir til skýringar efni. Nokkrar síður eru litprentaðar. Handbókin hefst á formála Stein gríms Steinþórssonar, búnaðarmála stjóra. Þar segir hann m. a.: „Eins og lesendur munu sjálfir sjá, þá eru miklar breytingar geið- ar á Handbókinni, svo að segja í hverjum kafla. Það er ykkar, er kaupið bókina, að dæma um það, hvort breytingar þessar séu til bóta. Ef svo er að ykkar áliti, þá munum vér hafa bókina í því eða svipuðu formi eftirleiðis og leitast þó við að fegra hana og bæta. Þuj að ekkert er svo gott eða fullkom- ið, að ekki megi um það bæta. Það er einmitt vilji okkar og tilgangur með útgáfu bókarinnar *að svo megi verða. Vér óskum þess, að lesendur handbókarinnar láti út- gefendur vita sem bezt um álit sitt á bókinni og ekki sízt það, sem þeir telja vantanir eða galla við útgáfuna. Útgefendur Handbókar bænda óska þess, að bókin megi verða handhægt og þægilegt vopn í þeirn erfiðu baráttu, sem húsfreyj ur og bændur lands vors heyja“. i Næst er kveðja ritstjórans til lesenda. Gerir hann þar nokkra grein fyrir efni bókarinnar og j breytingum á því og óskar mjög : eindregið eftir áliti bænda á henni og ábendingum til bóta. Meginefni bókarinnar hefst svo á almanaki, og er það vel úr garði gert. Þar eru ekki aðeins ýmis minnisatriði um daga ársins, tungl og flóð, heldur einnig á hverri blað síðu minnisgreinar um tímabundin verkefni búskaparins og fylgja teikningar. Eftir það hefst kafli um héraðsTáðunautana. Þar lýsa ráðunautarnir í fáum orðum áliti á mikilvægum málum landbúnaðar og fylgja myndir af ráðunautunum. Nokkrir valinkunnir bændur úr ýmsum héruðum landsins segja álit sitt á því, hvernig beztum afurðum verði náð og eru það allt bændur, sem sérstökum árangri hafa náð í búskap sínum. Þá kemur grein um bústærð og á eftir er birtur verð- lagsgrundvöllur landbúnaðarvara, eins og hann var á s. 1. hausti. Þórir Baldvins'son ritar grein um Handbókbænda vel úr garði gerð f járhús og fylgja skýringarmyndir,; og teikningar. Á eftir ýmsum fróð i leik úr erlendum búfræðiritum kemur kaflinn um jarðrækt og er | þar víða gripið niður, rætt um j áburð, kornrækt, nytjajurtir, ill- I gresi, gróðursjúkdóma, meindýr og garðrækt. Dr. Björn Sigurbjöms-; j son ritar um kornræktina, dr. j í j Sturla Friðriksson um ræktun fóð- i 1 urkáls, Páll Sveinsson um sand- 1 græðslu ríkisins, Ingvi Þorsteins- son um gróður í beitilöndum, Klemenz Kr. Kristjánsson um bar ' áttuna við arfann og auk þess eru nokkrar greinar óauðkenndar. Óli Valur Hansson birtir lista yfir helztu tegundir trjákenndra plantna, sem eru á boðstólum í gróðrarstöðvum landsins og ætlað- ar í skrúðgarða, og hann ritar einn ig leiðbeiningarþátt ætlaðan garð- yrkjubændum. Ólafur Guðmundsson ritar um þurr'kun heys og Haraldur Árnason um vélar og verkfæri til landbún- aðarstarfa. Næst kemur kaflinn um búfé. Ólafur E. Stefánsson ritar um val kvígukálfa til ásetnings og einnig um holdanautgripi. Gísli Kristjáns son ritar um grísi og fleskfram- leiðslu, Jóhannes Eiríksson um1 hrein fjós og góða mjólk, Páll j Zóphóníasson um hirðingu sauð- j fjár, Stefán Aðalsteinsson um með- göngutíma íslenzkra áa, Steinþór Gestsson um hesta og hesta- mennsku, Þorsteinn Þorsteinsson um fóðursölt og notkun þeirra og þáttur er um æðarvarp eftir Ólaf heitinn Sigurðsson á Hellulandi. ’ iSr. Sifld ti tí Sveinn Guðmundsson í Miðhús- um ritar um seli og selveiðar, Tí ill dór Erlendsson segir mönnum til um stangarveiði. Sveinn Einarsson ræðir um veiðihunda og þá ef kom ið að þættinum um húsfreyjuna og heimilið. Þar ræðir Vigdís Jónsdóttir fyrst um súrmatinn og gefur góð húsráð. Næst gefur Guðjón Guðnason lækn ir verðandi mæðrum nokkrar ráð- leggingar. Þá er mæðraleikfimi og tilsögn um heimilisstörfin. Óli Valur Hansson gefur ábend- ingar um umpottun á stofuplönt- um, Sverrir Gíslason í Hvammi rit- ar um skattaframtöl bænda og Kjartan Guðnason um bætur al- mannatrygginga. Þá er þáttur um stjórn búnaðar- i mála, stofnanir, félög o. fl. svo og bálkur um lög og reglur, er varða landbúnað og bændur. Margs konar annar fróðleikur ! er í handbókinni, svo og töflur ; margvíslegar og skýrsluform. Bók- in er í voðfelldri plastkápu, hand- hæg í vasa og getur þannig verið tiltæk í fjárhúsi og fjósi eða í rétt- ! um, jafnt sem inni í stofu. Nokkrar litprentaðar myndir eru jí. bókinni svo og fjöldi teikninga, margar í léttum dráttum og gam- ans’ömum, gerðar af Hönnu Frí- mannsdóttur. Útgáfa slíkrar bókar hlýtur að vera alldýr, en gott til þess að vita, að Búnaðarfélagið sparar ekki til um útgáfuna, og ætti hún því að ná tilgangi sínum, ef bændur kunna að meta kverið. Allt frá því að sögur hófust, hefur mannkynið ofnýtt jörð- ina og skilið að lokum eftir sig eyddar merkur og uppblás in lönd. Þjóðir hafa lifað sín blómaskeið til hnignunar. Hin frjósömu lönd hinna frægu þjóða fornaldar, eru nú víða ófrjóar steppur eða sandauðn- ir. Á seinni tímum er mönnum þó almennt farið að skiljast að með slíku framferði eru þeir að höggva á greinina sem þeir sitja sjálfir á. Yan Smiths, fyrr veraiidi foringi Suður-Afríku- manna, ferðaðist um hin skóg eyddu, blásnu fjöll í Natal og sagði: „Þessi sár verður að græða, þama eru miklu mikil- vægari framtíðarverkefni en öll pólitík." Það er lífsnauðsyn að við- halda jarðveginum og frjósemi hans í öllum löndum, því að á moldinni byggist í rauninni af- koma mannkynsins. Hinn sí vaxandi fólksfjöldi í heiminum gerir þetta æ meir aðkallandi. Skógurinn, sem bezt bindur jarðveginn og heldur í og jafn ar rakann, var fyrrum víða á- litinn óþrjótandi í hlýjum lönd um og jafnvel hindrun akur- yrkju, vegalagninga o. s. frv. Hann var ruddur og brennd- ur miskunnarlaust og skyn- semdarlaust. En svo tók land víða að blása upp og vatnslind ir að þverra. Þá leizt mörgum ekki á blikuna. Mannkyninu fjölgar um 50 þúsund á dag, matarþörfin vex óðfluga, en enn þá eru stór landsvæði að blása upp og verða óhæf til ræktunar — bæði úti um heim og hér á landi. Mikið er þó farið að gera til úrbóta. í Bandaríkjun um, Rússlandi og víðar, er varðveizla jarðvegarins orðið „ríkistrúaratriði“ að kalla má. Víða er pottur brotinn Svo mikið þykir ráðamönnum þessara voldugu þjóða í húfi. „Pólitíkusar" koma og fara, en jarðvegjmáiið er alltaf jafn mikilvægt. — Rannsóknir sýna að Sahara- eyðimörkin mikla var einu sinni fjölbyggt, gróið land. Nú færist hún stöðugt hægt en ör ugglega suður á bóginn á 2 þúsund mílna breið'ri „vig- línú“. Hinar sögufrægu' þjóðir á Miðjarðarhafsströnd Afríku bjuggu einu sinni í frjóspm- um, skógríkum löndum. Nú eru þarna víða miklar eyðimerkur og blása þaðan þurrir vindar mold og sandmekki yfir Mið- jarðarhafið, allt yfir til Suð- ur-Evróþu. Fjöllin í S-Evrópu voru fyrrum — á Rómverja- og Forn-Grikkjatímum — vaxin miklum skógum. Nú eru þau víða ber og blásin — og skriðuföll eru þar algeng ’ ' x orðin, ef mikið rignir. Á stór- um svæðum Asíu er svipaða sögu að segja. f nýlegu hefti „The Unesco Caurier" er þetta mál tekið til meðferðar og segir svo m a.: — Margar af þjóðum ver aldar eru að selfæra sig norð ur á bóginn og yfirgefa gömul heimkynni. En hvers vegna? Jú, búseta manna hefur gert margar frjósamar lendur að eyðimörkum. Fyrr á tímum tók jafnaðarlega aldir eða tugi alda að eyðileggja frjósöm hér uð. En nú á tímum gengur eyð ingin víða óheýrilega ört. Þarf jafnvel ekki nema fáa áratugi til. Fyrir tæpri öld héidu bandarískir bændur vestur á sléttur miðfylkjanna fullir á- huga og framsækni. Aska ó- teljandi sléttuelda hafði sums staðar gert jarðveginn mjög frjósaman. Skógarnir virtust óþrjótandi. Landnemar hjuggu skóg til húsagerðar, brenndu og ruddu stór svæði til akur- landa, beittu landið o. s. frv. hugsunarlaust. En þetta hefndi sín grimmilega; vatnsiindir tók að þrjóta, jarðvegurinn eyddist, fljótin ýmist minnk- uðu óhemju mikið eða flæddu óhemjulega yfir bakka sína. þegar skógurinn var ekki leng ur til að hemja þau og jafna rakann. Jarðvegs-eyðingin varð víða stórkostieg. Árið 1934 gekk ofsarok yfir allt meginlandið, með svo miklu moidroki að það myrkv aði sólu víða vega. (Sbr. sand byljina hér úti á íslandi fyrir aillöngu, þegar mikið land varð örfoka sunnanlands). Mönnum leizt ekki á þetta vestra. hert var á sandgræðslu, friðun hættusvæða og byrjað á skjól beltarækt í stórum stíl, til að forðast meiri landeyðingu Þetta hefur borið mikinn ár angur En jafnvei nú bera fljót Bandaríkjanna svo mikið af frjósömum jarðvegi til sæv ar. að gömlum indíána varð að orði: „Landið okkar er að verða nýtt Atlantis: bráðum hverfur það í, hafið.“ — INGOLFUR DAVÍÐSSON GRÓÐUR og GARÐAR Á íslandi hefur gróið land iíka stórminnkað síðan á land námstíð. Hér berst líka -mikii gróðurmold árlega á sæ út með vind og vatni. Menn deila um orsakirnar, en varla mun þó nokkrum í rauninn dyljast að búseta mannanna er meg- inorsökin. Sigurður Þórarins- son, jarðfræðingur, hefur rit- að fróðlega grein, „Uppblást- ur á íslandi í ljósi öskulags- rannsókna“ og eru niðurstöður eitthvað á þessa leið. „Hin snögga versnun loftslag í járn aidarbyrjun lækkar gróður- mörk nokkuð og áfok vex, en þó ekki að neinu verulegu ráði fyrr en norrænt landnám hefst. Strax upp úr því stór- eykst uppblásturinn, sem hef ur haldizt áfram óslitið síðan, svo að stórkostlega hefur geng ið á gróðurlandið. í sumum þéttbýlustu héruðum urðu stór landsvæði örfoka ,þegar snemma á öldum, en heildar- lega séð mun uppbláíturinn þó hafa eytt mun meira af gróðurlandi á síðari öldum, einkum á móbergssvæðunum. Meginorsök uppblástursins er hvorki að finna í eldsumbrot- um né versnandi loftslagi. Mað úrinn og sauðkindin eru meg inorsök þess óhugnanlega upp- blásturs, sem án afláts hefur rýrt vort dýrmæta gróður- land í „íslands þúsund ár“. Hér þarf öfiuga starfsemi sand græðslu og skógræktar til að vinna í sameiningu gegn þess ari öfugþróun. Og fjárbeit verður eflaust að takmarka sums staðar — og nota ræktað land í vaxandi mæli til beitar — ef fé er i fjölgað í land- inu. Þjóðir lifa ekki lengur en jarðvegur helzt í löndum þeirra. I TÍMINN, föstudaginn 26. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.