Tíminn - 10.02.1962, Síða 14

Tíminn - 10.02.1962, Síða 14
sseassíiE Carl Shannon: ÖRLAGASPOR Þetta var . á exigan hátt glæsilegur leiðangur. Að svo komnu hafði ég ekki hug- mynd um, hvort ferðin myndi enda í þorpi Dveh G’Pedes, eða hvort okkxir félögum tæk ist að ganga á hið helga fjall. Allt var það tilviljun háð. Ef við kæmumst upp á tind G’Bolo fjalls, myndum við á- reiðanlega óska þess, að vera komnir niður af því aftur. Lýs ingar á mannfórnum þeim, er þar var talið að færu fram, gátu aðrir gefið ekki síður en ég. En verið gat að ég ætti eftir að verða sjónarvottur að því, sem enginn hvítur mað- ur hafði áður augum litið — Eða átti ég eftir ag verða fórnardýr sjálfur? Þeir Borbor og Dói Gíó héldu nú á eftir mér eftir stígnum, sem lá upp plant- ekruna, sáróánægðir yfir því, að vera burðarmenn, en ég lét sem ég heyrði það ekki. Á sömu stundu sem. stígurinn lá yfir mörkin, vorum við komnir inn i frumskóginn. Hér var syalt. Eg tók ofan hitabeltishjálminn og þurrk- aði svitann af enni mér. Við fylgdum skógargötu, sem ó- teljandi naktir fætur höfðu troðið. Nú voru piltar mínir hættir að kyarta og hófu að syngja gamla söngva frá heimabyggð sinni. Þegar við höfðum gengið enu um stund komum við að litlu rjóðri, þar sem sjá rp'átti, að innbyggj- arnir höfðu reynt að rækta jörðina. Skammt þaðan stóðu nokkrir kofar, — þetta var eins konar „úthverfi" Salata þorps, en þó ekki nógu stórt til þess að hafa sinn eigin höfðingja. j — Litla Salata, sagði Bor- bor. — Þá komum við bráð- um til Salata. Naumast vor- um við komnir fram hjá þessu litla þorpi,' þegar við heyrðum trumbuslátt. Andar taki síðar svöruðu aðrar trumbur innan úr skóginum. — Nú þeir vita, við koma, sagði Dói Gíó og kímdi við. En brosið hvarf skyndilega úr svip hans, þegar við heyrð- um ógeðslegan trumbudyn í áttina frá G’Bolo fjalli. — Nú vita hlébarðamenn- imir líka, að við erum á ferð inni, sagði ég. Eg fékk ekkert svar frá mín um hraustu fylgdarmönnum. Það var stirðnaður angistar- svipur á andlitum þeirra. Eg bölvaði í hljóði. Alveg er ég sannfærður um, að pkkert er það í allri Vestur- og Mið- Afríku, sem betur er til þess fallið að stökkva innfæddum mönnum á flótta, en einmitt þessi töfrahelgi á G’Bolo f j alli. Salata, þorp höfðingjans Dveh G’Pede, var sæmilegur smábær, með um það bil eitt hundrað kofum. Hér um bil sextíu ekra svæði hafði verið rutt í frumskóginum, og rækt að á því hrísgrjóp og maís. Kofarnir yoru reisulega byggð ir og vel við haldið. Hænsn og geitur flýðu sem fætur tog úðu, þegar við komum. í skugga hinna voldugu trjá- stofna voru allmargir naut- gripir á beit, og maður fann það á öllu, að þessum frum- skógabúum leig veþ Trumburnar höfðu haft til ætluð áhrif. í útjaðri þorps- ins biðu tveir virðulegir höfð ingjar úr „stjórn" Dveh G’- Pede, fullir eftirvæntingar. á samt nokkrum þörnum og hálfklæddum konum. Eg heilsaði þeim ag inn- lendum hætti,’ og þeir leiddu mig gegnum þorpið til kofa höfðingjans, er byggður var úr bambusstöngum. Höfðing inn, Dveh G’Pede, sat í hásæti úr rauðavjði, er skorið var út af miklu listfengi og fóðrað með krökódílaskinni. Við hiið hans sat Múmú á litlum skemli, en ýmsir óæðri höfð- ingjar stóðu að baki honum. Dveh G.Pede var stórglæsi legur maður, þrátt fyrir háan aldur. Hrokkið hár hans var næstum grátt orðið, en hann sat keikur og myndugur í há sæti sínu Qg horfði á mig skýrum og rólegum augum. Hann hafði framstæg kinn- bein og arnarnef. sem benti til þess, að hann væri ættað- ur frá Súdan. Hann var þer- höfðaður, en um hálsinn bar hann fjölmargar hlébarða- tennur í reim, til merkis um tign sína. í hægri hendinni hélt hann á íensu úr bronsi. Eg þekkti höfðingjann mjög vel frá fyrri dögum, en datt þó ekki í hug að brjóta hirð- siðina með því að tala beint til hans. í stað þess lét ég Dóa Gíó ganga á undan mér, svo að hann gæti tekið sér hlutverk meðalgangara í samræðu okk ar. Höfðinginn skildi einfalda ensku, og ég gat líka talað við hann á Búzzí-máli. en rétta framkoman var sú, oð láta þriðju persónu bera á mfli. Lét ég nú færa Dveh G’Pede kveðjpr mínar, svo og undir- höfðingjum hans og fjöl- skyldu, og lét segja honum, að ég þyrfti hjálpar hans við. Hann svaraði formlega, en steig síðan niður úr hásæti sínu, rétti mér höndina og lýsti því yfir, að við gætum lagt alla viðhöfn til hliðar. Hingað til hafði Múmú ekki sagt nokkurt orð, en nú reis hún á fætur og var auðsætt, að hún fann til tignarstöðu sinnar. Hún heilsaði mér, leit fast framan í mig án þess að depla augum og mælti: — Þú biður um hjálp, herra Leigh. Er það viðkomandi herra Fol lett? Eg kinkaði kolli. Dveh G’ Pede sagði ^ð við skyldum setjast. Voru þegar sóttir bam busstólar, sem voru mjög þægilegir. — Við getum talað, mælti hann. Eg leit á höföingjana, sem hjá honum stóðu. — Það sem ég óska að mæla er aðeins fyrir eyru hins mikla höfðingja og Múmú, sagði ég. Höfðmginn sagði eitthvað á búzzímáli, og effir drykklanga stund vorum við þrjú ein eftir. Eg bauð þeim vindiinga, er þau þáðu af mikilli ákeíð. Sjálfur kveikti ég mér í pípu. — Talaðu, vinur minn, mælti Dveh G’jPede. Nú var hann reiðpbúinii að hlusta eftir bvi, sem rpér lá á hjarfa. — Þú veizt, að herrp Foj- lett var myrtur fyrir t.veimur dögum, skammt frá landa- mærunum, sagði ég á búzzí- máli, til þess að vera viss um að hgnn skildi mig. — Eg fan lík hans og nú saka menn á plantekrunhi mig um, ajð hafa drepið hann. Eg verð aö sanna þeim, að ég ha.fi ekki gert það. — Hvernig þú hugsa þér að gera það? spurði höfðing- inn. — Eg verö að komast fyrir, hver hefur gert það. — Þú halda, ag svartur maður eða hvítur maður drap herra Follett? spurði Múmú. Þessu svaraði ég hægt og skýrt: — Eg held, að hvítur maður hafi gert það, en jafn framt held ég, að svartir menn hafi gert annaö. Það voru innfæddir menn, sem komu og tóku líkig úr sjúkra húsinu. Dói Gíó og Borbor höfðu sett föggur okkar frá sér á gólfið. Eg náði nú stækkaðri mynd úr annarri töskunni og sýndi þeim Dveh G’Pede og Múmú hana. Þau skoðuðu myndina af hinum limlesta líkama mjög nákvæmlega. — Það voru ekki hlébarð- ar, sagði ég, benti á myndina og leit til höfðingjans. — Það voru hlébarðamenn. Hver mínútan leið ef tir aðra, en þau þögðu. Loks mælti höfðinginn hspgt: — Augu þin sjá vel, herra Leigh. En sneri mér að Múmú. — Hvað hyggur þú? — Það er verk hlébarða- manna. — Voru Jxað þá hlébariSa- menn, er st^lu líkinii af sjúkrahúsmu? spurði ég. — Eg el^ki trúa því, svaraði Dvpþ (G’Pede. — Hlébarða- menn ekki skipta sér af lík- inu, eftir að þeir ganga frá því í kjarrinu. Það var líka það, sem ég hélt. Hlébarðamenn voru út- j reknir af mörgum ættkyísl- j um. Flestir innbvggjanna höt j uðu þá og hræddust. Ef ein- ! hver höfðingi neyddist til að leita liðveizlu þeirra til varn ar óyinum sínum, lá ekki við, ag þau samskipti væru inni- leg. Dveh (B’Pede sat og horfði hugsandi á næsta vindling- inn, sem hann reykti, en síð an sagði hann: — Þú hefur sagt þú halda hvítur maður drap herra Follett. Komu hlébarðamenn á eftir hvíta manni? Eg kinkaði kolli. — Hvernig var herra Fol- lett myrtur? — Hinp ip|kli læknir á plantekrunni segist hafa fund ið kúlu í hjarta herra Fol- letts, svaraði ég. Múmú leit eldsnpggt á mig: — Mikli, hvíti læknir segja lygi. Hlébarðamenn tóku hjarta herra Folletts, áður en mikli, hvíti læknir sá lík ama hans! 9. kafli. Þessi ákveðna umsögn Mú mú kom mjög yip mig. Lík- umar fyrir þessu voru svo Ijósar, að þær máttu heita staðreyndir. Hlébarðamenn taka nefnilega alltaf hjartað úr beim, er þeir yfirvinna. Eg lokaði augum og reyndl að kalla fram í minni mínu stund þá, er ég stóð hjá hin- um limlesta líkama. Og ég varö að kannast vig það með sjálfum mér, að ég hefði ekki grandskoðað líkjð nógu ræki lega. Eg gat ekki munað hvért smáatriði betur, þótt ég athugaði myndirnar. Til þess að fitja upp á sam ræðum að nýju sagði ég: — Ef til vill hefur kúlan ekkl verið í hjarta herra Folletts. heldur annars staðar í líki hans. En hvítur maöur skaut, henni. Svipurinn á hinu svarta andliti Múmú bar vott um efa. — Hvað getum við gert til að hjálpa vini vorum? sþúrði Dveh G’Pede allt í einu. — Eg óska ag finna lik herra Folletts. Finni ég það, get ég ef til vill komizt að því, hverjir tóku það. En ef ég veit. hverjir tóku það, segja þeir mér, hvaða hvítur maður hafi borgað þeim fyrir að gera það. Gamli höfðinginn kinkaði kolli. — Org þín eru viturleg. — Hvar heldur þú, að llk- ið sé nú? spurði Múmú. Eg hygg, ag farið hafi ver ið með þp,ð upp á hið helga fjáH, svaraði ég og benti upp til G.Bolo fjalls. — Þú óskar að ganga á G’- Bolo fjall? spurði höfðinginn gersamjeg^ forviða. — Já, sagði ég. Hg kunni ekki við augnaráð höfðingj- ans. — Hvernig ætti ég að finna líkið, ef ég kæmist ekki þangað upp? Múmú var farin að gráta. Eg tók um höfuð hennar. — Það vera bannað. Aldrei nokkur hvítúr maður komið upp á G’Bolo. — Ekkert er bannað hin- um mesta af höfðingjum Búzzí-ættbálksins. Múmú brosti ofurlítið við og það sannaði mér, að at- húgasemd mín haföi hitt á réttan stað. Gainli höfðing- inn lokaöi augunum. Hann skgði ekki neitt, og það varð grafarþögn inni, ekkert heyrð ist nema hark utan úr þorp- inu. Trumbudynurinn ofan fyá fjöllunum var hljóðnaður. Eg hplt, að Dveh G’Pede væri sofnaður. * Loksins tók hann til máls áii þess að opna augun: — Ég ekki hlynntur hlébarða- mpnnum. Þeir ekki til annars en auka vandræöi. Ef hlé- barðamenn nú fela sig á G’ Bolo fjalli, stríðsmenn mínir stökkva þeim á brott. G’Bolo er heilagt fjall, aðeins fyrir góða ættflokka. Við gera tvennt í dag. Trumbur okkar verjia að tala við töframenn uppi í fjallinu. Svo við gera juju (andasæringar). Ef juju verður gott í fyrramálið, áð- ur en sólin rekur nóttink á brott, skal ég fara með stríðs menn mína upp á fjallið. Þú, vinur minn, koma með okkur. Snjókeðjur HERTIR HLEKKIR. Einfaldar: 700x20 verð 1050,00 825x20 — 1325.00 900x20 — 1445,00 1000x20 — 1445.00 Tvöfaldar: 750x20 verð 1325,00 SVEINN EGILSSON H.F. Laugaveg 105 — Sími 22467 T f MIN N, laugardaginn 10. febi*úar 1962 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.