Tíminn - 21.02.1962, Síða 4
DÓMARINN
NURNBERG
„Mér þykir það leitt, en
maður verður að fara að
lögum. Það er ekki rétt að
veita* viðtöl, fyrr en málið
hefur verið rannsakað."
Röddin í símanum var ofur
eðlileg. En það er auðheyrt, að
maður með svona rödd fer eftir
sínum eigin reglum og lætur
ekki teyma sig langt. Maðurinn,
s-em talar, er dómarinn í Niirn-
berg og dómsmálaráðherra
Hitlers, hr. próf. dr. Frans
Schlegelberger. Emil Janning
er hann nefndur í amerísku
kvikmyndinni um Niirnberg-
réttarhöldin. Hann er einn af
æðstu mönnum nazista, en —
eins og sagt er í myndinni —
„maður með hjartað -á réttum
stað“. Maður, sem tekur orðið
af verjanda sínum, þegar hann
ætlar að sanna sakleysi hans
og hreinsa hann af þeim blóði
drifnu glæpum, sem hann hefur
framið. Maður, sem játar sekt
sína, maður, sem iðrast. — Það
eru vitni að því, að Schlegel-
berger hefur viðurkennt, að
Þefta er sá Schlegelberger, sem
vlS mætum nú á götu í Flens-
borg.
Janning í kvikmyndinni og
hann eigi eitthvað sameigin-
legt. Hann hefur sagt: „Jann-
ing, — það er ég“.
Það var þessi ráðvandi mað-
ur, sem ég fór að finna í Flens-
borg. Hvaða mann hitti ég þar?
— Því miður er Frans Schleg-
elberger svo farið, að það er
smánarblettur á annars ágætri
kvikmynd að líkja honum við
Emil Janning, sem leikur dóm-
arann.
Hann vildi ekki veita við-
tal af lagalegum og persónuleg-
um ástæðum. Ekki af því að
hann skammaðist sín fyrir það,
sem hann gerði einu sinni og
hann hélt, að hann kynni að
verða spurður um. Hann vildi
gjarnan láta hafa við sig viðtal
eftir að málarekstrinum er
lokið.
Málareksturinn er þáttur í
langærri deilu milli hr. Schleg-
elbergers og hugaðs fjármála-
ráðherra stjórnarinnar í Slés-
vík-Holstein, sem lýsti því yfir,
þó að hann fengi ekki til þess
stuðning Bonnstjórnarinnar, að
Schlegelberger hefði fyrirgert
r'étti sínum til eftirlauna.
Hér er um stóra upphæð að
ræða, 2.S94 þýzk mörk á mán-
uði eða röskar 360.000 íslenzk-
ar krónur á ári. Það eru eftir-
laun fyriverandi dómsmálaráð-
herra. Stríðsglæpamaðurinn
Frans Schlegelberger var leidd-
ur fyrir dómstól Bandamanna
Nurnberg 1947. Þríðja des-
ember var hann dæmdur í lífs-
tiðarfangelsi. Eftir þrjú ár lét
bandarískur umboðsmaður,
John McCloy, sem nú er einn
af ráðgjöfum Kennedys, hann
lausan vegna heilsubrests.
Óflekkuð fortíð
Þýzkir dómstólar taka nú
blátt áfram ekkert tillit til
þeirra dóma, sem sameiginleg-
ur herdómstóll Bandamanna í
Niirnberg kvað upp. Þeir eru
ekki skráðir í þýzku saka-
skránni, og af þessum sökum
hvarf Frans Schlegelberger úr
hinu fræga Landsbergfangelsi,
— maður með óflekkaða fortíð.
Þar að auki fékk hann sex
þúsund marka styrk. Þessi sex
þúsund mörk voru í upphafi
styrkur, er var veittur stríðs-
föngum, sem sneru heim frá
Rússlandi — og fangar úr
fangelsum Bandamanna fengu
hann einnig. Frá 1. apríl 1951
fékk Frans Schlegelberger
full eftirlaun fyrrverandi dóms-
málaráðherra eða 2.894 mörk á
mánuði. j
Stal eggi og var drepinn
Enn má þó finna fólk í
Þýzkalandi, sem fylgist með
gömlum stríðsglæpamönnum
og gengi þeirra í Þýzkalandi
nútímans. Það fólk er einkum í
röðum jafnaðarmanna. Af sið-
ferðilegum ástæðum er þó ekki
hægt að skjóta loku fyrir, að
fyrrverandi nazistaforíngjar fái
há eftirlaun. Svo einfalt er það
ekki. Ef sanna á sök á stríðs-
glæpamann, verður að finna
sakarefni á hendur honum,
sem dómstóll Bandamanna hef-
ur ekki refsað honum fyrir.
Samkvæmt alþjóðlegum réttar-
reglum er ekki hægt að da____
mann tvisvar fyrir sama glæp-
inn. En 1959 var flett ofan af
Luftglass-hneykslinu, og fyrir
það hefur dómstóllinn í Niirn-
berg ekki hegnt Schlegelberger.
Pólskur Gyðingur, Luftglass
að nafni, hafði stolið eggi og
herdómstóllinn í Kattowitz
dæmdi hann í tveggja og hálfs
árs fangelsi ... Þrátt fyrir það
lét Schlegelberger Gestapo
taka hann af lífi.
Þegar þetta kom í ljós, spurð-
ist Schaffer fjármálaráðherra í
Kiel þegar fyrir það hjá innan-
ríkisráðuneytinu í Bonn, hvort
Schlegelberger ætti að fá eftir-
launin framvegis. Scháffer fékk
r'aunar aldrei ákveðið svar né
nokkurn s4uðning frá Bonn-
stjórninni, — þar sem hinn
gamli nazisti Schröder var og
er innanríkisráðhérra Adenau-
ers.
Þá lýsti Scháffer því sjálfur
yfir, að Schlegeiberger hefði
engan rétt til að fá greidd eft-
irlaun lengur.
„Ég vil fá mitt"
Auðvitað kærði Schlegelberg-
er, og dómstóll í Slésvik-Hol-
stein veitti honum nokkra upp-
reisn. Eftirlaun þans voru
lækkuð ofan í 1244 * mörk. 1
nóvember sama ár ákvað annar
dómstóli, að Schlegelberger
skyldi fá 2.3000 mörk í eftir-
laun auk vaxtanna af þeim
eftirlaunum, sem hann varð af
með, þegar Scháffer gekk í
málið. Einnig ákvað dómstóll-
inn, að hann skyldi framvegis
fá full eftirlaun. Dómsúrskurð-
urinn byggðist á því, að Schleg-
elberger hefði í valdatíð naz-
ista ekki gert sér fulla grein
fyrir því, hversu miklu órétt-
læti hann beitti.
Þetta mál hefur nú gengið af
einu dómstiginu á annað, —
í dag er dæmt Scháffer í vil, og
á morgun er Schlegelberger
orðinn ofan á, — og eftir stutt-
an tíma verður málið afgreitt
af hæstarétti. Schlegelberger
telur sig hafa rétt fyrir sér, af
því að Mc Cloy náðaði hann.
„Ég hef rétt fyrir mér,“ segir
hann, „og ég vil fá mitt.“
En hefur prófessor Schlegel-
berger rétt fyrir sér?
J
Laganna þjónn hjá þrem '
herrum
Prófessor Schlegelberger er
85 ára gamall. Hann varð próf-
essor í lögum í Berlín 1932.
Hann hefur verið ríkisritari í
dómsmálaráðuneytinu í valda-
tíð þriggja ríkisstjórna og ríkis-
leiðtoga: Vilhjálms keisara,
Weimarlýðveldisins og Hitlers.
1941—’42 var hann dómsmála-
ráðherra Hitlers. Sohlegelberger
kom líka hinum svokölluðu for
ingjaupplýsingum af stað og á
framfæri. Þær upplýsingar voru
sendar aðalstöðvum Hitlers á
hverjum föstudegi og snertu
meðal annars réttaraðgerðir,
dóma og lagafrumvörp. — í
einu slíku bréfi, sem dagsett er
29. maí 1942, skýrir Schlegel-
berger Hitler svo frá, að hann
hafi lagt til, að hin ströngu lög
um landráð verði látin ná til
Frans Schlegelbergor, dómarlnn
þýzkl, er maður, sem einskls iðr-
ast og ekkert hefur lært. „Eg var
aldrei nazisil", segir hann, en
litla merkið í hnappagatinu er
víst ekki frá Plngklúbbnum.
iiðins tíma, þannig að refsað
skuli einnig fyrir þau afbrot,
sem framin voru fyrir valda-
tökuna 1933. í júlí( 1942 lagði
Schlegelberger fr'am uppkast
að tilskipun, þar sem allir Gyð
’ngar voru sviptir rétti til að
áfrýja dómum.
Pólverjarefsingarnar
Þriðja júlí 1942 sagði Schleg-
elberger foringja sínum stoltur
frá því, að Pólverji hefði verið
dæmdur til dauða í Stuttgart,
„Martin Bormann er á lífi hér i
Þýzkalandi — öruggasta felustað
gamalla nazista nú orðið", segir
Heinrtch Linau, sem var hálft
sjötta ár í Sachsenhausen-fangels
inu og vltnaði síðan gegn mörg-
um stríðsglæpamönnum Þrlðja
ríklslns.
af því að hann hafði haft mök
við þýzka konu — með hennar
leyfi. Til þessa — segir Schleg
elberger, — hefur ekki verið
hægt að refsa Pólverjum fyrir
þessar sakir, nema um nauðg-
anir eða ofbeldi gagnvart ófull-
veðja stúlkum hafi verið að
ræða. En þessi refsing Pólverj-
ans gerir það nú kleift héðan í
frá að refsa Pólverja, sem situr
blett á skjöld þýzikrar konu
með því að hafa mök við hana
— með hennar leyfi. Og um
Luftglass skrifar Schlegelberg-
er dr. Lammers, einum af þjón
um Hitlers: „Samkvæmt skip-
un foringjans frá 24. október
1941 hef ég framselt Gyðinginn
Markus Luftglass, sem dómstóil
inn í Kattowitz dæmdi í hálfs
annars árs fang^lsi, leyniiög-
reglunni til aftöku. Heil Hitl-
er!“
Dæmið harðar
En það var ekki sama, hver
í hlut átti, sem sjá má af þessu:
(Framhald á 14. síðu).
T í MIN N. miðvikudaEÍnn 2L- fehrúar 1962.
4