Tíminn - 01.03.1962, Side 4

Tíminn - 01.03.1962, Side 4
Sjónleikur í þremur þátt- um eftir Sigurð A. Magnús son. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leiktjöld: Gunn- ar Bjarnason. Kaupmannahöfn, eða ef til vill öílu heldur leikhús Kaup- mannahafnar eiga heiðurinn af iþví að hafa bæði beinlinis en þó einkum óbeinlínis hvatt nobkra snjalla íslendinga til að skrifa leíkrit, sem skipa heið- urssess í íslenzkum bókmennt- um. Þegar áhrif Kaupmannahafn ar á menningarlíf íslendinga fóru að dvína hnignaði einnig leikritun íslendinga. Nú virð- ist þessu hnignunartímabili lok ið. Á þessu ári hefur Þjóðleik- húsið frumsýnt tvö eftirtektar- verð leikrit. Annað eftir viður- kenndan rithöfund en byrjanda í leikritagerð. Hitt eftir ungan höfund, sem á stuttum tíma hef ur getið sér nokkurn orðstír sem blaðamaður, ljóðskáld og rithöfundur, en eigi glímt við leikræn efni fyrr en nú svo vitað sé. Sigurður A. Magnússon hef- ur með frumsmíð sinni á sviði leikbókmennta farið langt fram úr öðrum löndum sínum, er við þann vanda hafa glímt á síð- ustu árum. Efnið er sótt beint í daglega lífið eins og við þekkjum það í höfuðborg íslands árið 1962 og eins og það er í ýmsum öðr- um borgum. Meðferðin er þess eðlis að leikhúsgestum líður það naumast úr minni að sinni. Það er mjög ríkjandi siður meðal þeirra, sem skrifa um leiklist á íslandi að finna íslenzk um höfundum einhverja er- lenda fyrirmynd eða lærimeist ara, eins og óhugsandi sé að íslenzkur höfundur geti hugs- að neitt, sem kallast mætti frumlegt. Mér finnst þessi sið- ur allhæpinn. Það er ekkert leyndarmál, að enginn höfund ur semur leikrit án þess að not færa sér á ýmsan hátt reynslu annarra, lífs eða liðinna, er við svipuð viðfangsefni hafa féng- izt. Fyrixmynd daglega lífsins mun þó flestum, sem lengst vilja komast á þessari braut notadrýgst en ekki hnupl frá Pétri eða Páli austan hafs eða vestan. Ég fæ ekki betur séð en per- sónur Sigurðar A. Magnússonar séu allar búsettar í Reykjavík. Auður (leikin af Herdísi Þor- valdsdóttur) er ósköp venjuleg reykvíúk kona, sem alin er upp í góðum efnum og aldrei hefur þiírft mikið fyrir lífinu að hafa. Hún giftist Ólafi, ágætum manni (Róbert Arnfinnsson), ekki vegna þess að hún elski hann, heldur vegna þess, að hann getur boðið henni örugga framtíð. Það er mjög algengt, að stúlkur í Reykjavík ræði það í fyllstu alyöru, hvað þær geti haft út úr tilvonandi eigin- mönnurn, síður hvað þær geti gert fyrir eiginmennina og hvað sé hægt að gera til að byggja upp farsælt hjónaband. Ólafur er ekkert nema góð- mennskan og trúgirnin. Lifið er ekki búið að kenna honum að ekki er allt gull sem glóir og ekki allir viðhlæjendur vin- ir. Hann vinnur sína vinnu sam vizkusamlega meðan konan hans sér um heimilið, sem er næsta létt ver'k og löðurmann- legt með hjálp allra nýtízku tækja. Hún hefur því góðan tíma til þess að njóta ástríðu- fullra . atlota læknanemans Gunnars (Gunnar Eyjólfsson). Gunnar er einnig barn, síns tíma. Námsmaður sem ekki nennir meira en svo að stunda nám en vill ekki láta nein tæki færi til holdlegs unaðar frá sér fara. Samband hans við Auði verð ur' þeim mun heitara sem það er í meinum. Honum verður því ekki skotaskuld úr þvi, að leggja þann ástríðu- þunga í ástarjátningar sínar að hún trúi á þær og ákveði að skilja við manninn, enda ófrísk af völdum Gunnars. Gunnar virðist vera dágott efni í eilífðarstúdent og hann er sízt við því búinn að fara að Þjóðleikhúsið; Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hæfilegum fjarska þegar hann situr á grískri eyju og skrifar leikritið. Það er ekkert nýtt, að íslenzkur höfundur nái beztum tökum á efninu, þegar hann dvelst fjarri fósturlandinu. — Nægir í því efni að minna á Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigur- jónssonar og fjölda gullaldar- kvæða íslenzkra skálda. Menn geta jagazt endalaust um það hvort þessar persónur séu eins og þær eiga að vera eða eitthvað öðru vísi. Aðalat- riðið er að höfundur hefur gætt þær allar slíku lífi, að þær munu ekki gleymast. Ef til vill sjá ekki mjög margir leikritið að þessu sinni, vegna þess að / þkð er aldrei fínt á Islandi að vera að viðurkenna góðan höf und strax þegar fyrsta verk hans kemur fyrir almennings- sjónir. Vel má því vera, að viðurkenningin komi fyrst fyr- ir alvöru þegar höfundurinn er búinn að skrifa fleiri eins góð verk og búinn að fá almenna viðurkenningu. Sérstaklega ef hún skyldi nú koma að utan. Ekki er að efa að leikhúsinu hefur bætzt efnilegur leikari við komu Gísla Alfreðssonar þangað og hressandi að sjá nýj an mann á sviðinu, sem eitt- hvað getur. Kristbjörg Kjeld nær þarna í fyrsta sinn allgóðum tökum á ástarhlutverki og Gunnar Ey- jólfsson bætir enn við sig leik- sigri. Herdís Þorvaldsdóttir og Ró- bert Arnfinnsson hafa oft gert betur en leikur þeirra er við- unandi. Heimilið sem Gunnar Bjarna son hefur skapað með leiktjöld um sínum er mjög gott nýtízku- heimili í Reykjavík, en her- bergi læknastúdentsins minnir fullmikið á tíma kreppulána- sjóðs og annarra fyrirstríðsfyr- irbrigða. Guðmundur Daníelsson skrif ar merka grein um höfundinn í leikskrá, og geta menn lesið þar hvar hann er fæddúr og fleira fróðlegt. Ólafur Gunnarsson. taka á sig þá ábyrgð, sem fylgir hjónabandi. Alvöruleysi hans sannfærast leikhúsgestir um við að kynnast ástasambandi hans við Rúnu (Kristbjörg Kjeld), skólastúlkuna, sem stelst að heiman til þess að njóta ástar hans. Slíkar stúlkur eru senni- lega í flestum bekkjum æðri skóla landsins og því lítill vandi pilti sem gengið hefur í Menntaskólann í Reykjavík að lýsa þeim svo vel sé, enda er Rúna eins sönn og frekast verð ur á kosið. / Jóhann (Gísli Alfreðsson) er ef til vill ekki alveg eins al- geng manngerð eins og hinar fjórar. En hver þekkir ekki gáf aða unglinginn, sem allt veit og ekkert gerir, en á allt ógert. Það vekur nokkra undrun leikhúsgesta að þessi reykvíska ásta- og framhjáhaldssaga breyt ist allt í einu í leikrit. „En er- um við ekki alltaf að leika“ minnir mig höfundur segja á einum stað. Er leikið meira inn an leikhússins en utan þess. Persónur Jóns Thoroddsens urðu fólki minnisstæðar sökum þess að þær áttu sínar fyrir- myndir í sveitafólkinu, sem all- ir þekktu. Persónur Sigurðar A. Magnússonar eru dæmigerð- ir Reykvíkingar, sem hann sér eftir Sigurð A. Magnússon Leikstjóri: Benedikt Árnason Kristbjorg K|ela og Gisli Aifreðsson 4 T I M I N N, fimmtudagur 1. marz 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.