Tíminn - 01.03.1962, Qupperneq 10

Tíminn - 01.03.1962, Qupperneq 10
Garl Shannon: ÖRLAGASPOR ginna Nellu inn í skóginn. Mér leið afar illa. Hvort það var út af sárunum eða djöf- ulsskap Múmú, ellegar snert- ur af mýraköldu, veit ég ekki. En feginn var ég, þegar heim var komið til sjúkrahússins. Þar var Set læknir að störf um sínum. Jana var honum til aðstoðar, og leit yndislega út, i hvítum kjól. — Mikki, þú ert særður, æpti hún. — Hvað hefur kom ið fyrir þig? „Eg hata konur,“ svaraði ég hlæjandi. „Sér í lagi þær, sem nota hnífa.“ Jana tók spauginu. „Þá er er ég fegin, að ég skuli vera ein þeirra.“ „Á þetta að vera játning?" Þetta hefði ég ekki átt að segja. Hún eldroðnaði. „Eg hata alla karlmenn, sem heita Mikael. Eg verð hér úti í garð inum, þegar pabbi er búinn að ganga frá þér. Þá getur verið að ég gefi þér tækifæri til að útskýra hvað átt hefur sér stað.“ Set læknir bjó vandlega um sár mín með bindum og hefti plástri. Ekkert þeirra var djúpt. Eg tók eftir því, að hann var þungbúinn og þreytulegur. „Hvernig at- vikaðist þetta?“ spurði hann. Eg skýrði honum í stuttu máli frá því, sem fyrir mig hafði komið. „Hefur nokkuð annað gerzt nýtt í málinu?“ spurði hann þá, og reyndi að 'leyna for- vitni sinni. „Ekki nema það, að eitt skal ég segja yður, Set læknir. Hvað sem þér kunnið að halda sjálfur, þá er það ekki kona yðar, sem hefur byrlaö Follett eitur.“ Glampinn sem brá fyrir 1 augum læknisins, sagði mér betur, en orð fá lýst, að ég hafði getið rétt til. Hann elskaði konu sína. Röddin brást honum, þegar hann spurði: „Erug þér hand viss um það, Leigh------hm, Mikki?’“ „Fullkomlega . Eitrið var látið í mat Folletts af Varni þjóni hans og Múmú, sem er systir þjónsins." Set læknir þvoði sér um hendurnar, og þegar ég fór, var hann kominn á leið heim í hús sitt. Eg hugsaði með sjálfum mér: „Nella, ef þér skyldi nokkum tíma koma til hugar að særa þennan mann, skal ég sjá um, að þú fáir það, sem þú átt skilið. Og ég skal heita þér því, að fara þá ekki eins klaufalega að og Múmú.“ 20. kafli. Þegar ég kom út á golfvöll inn, voru þau Jeff Craig læknir og Jana þar fyrir að leik. Jeff sá mig tilsýndar, og ég heyrði að hann kallaði til Jönu: „Þarna kemur leiðinda skrjóður, Jana. Við skulum' reyna að forðast hann.“ „Þú kannt nú ekki að fela þig fyrir mér,“ kallaði ég til hans. „Til þess ert þú allt of| heimskur. Auk þess fyndi ég af þér lyktina um langan veg.! Þótt þú sért frámunalega lé- j legur efnafræðingur, leggur^ þó af þér lyfjapestina.“ „Þú ættir nú ekki að hrópa 27 svona hátt,“ anzaöi hann. „Það er ekki víst nema að ég gæti sagt Jönu hitt og þetta um verkfræðinga." „Eg veit allt um verkfræð inga,“ tók Jana fram í. „Þeir eru rauðhærðir." „Fáðir þinn hefði átt að ala þig betur upp,“ sagði ég við^ Jönu. Því næst sneri ég mér| að Jeff og hélt áfram: „Eg tek þetta allt saman aftur, gamli vinur, en það var nú eitur í viskýinu.“ „Hvemig veiztu það?“ spurði Jeff og horfði hugsi á mig. „í fyrsta lagi hef ég reynt að drekka úr flöskunni aftur og áhrifin voru þau sömu og fyrr, kannski ekki alveg eins afleit. Og í öðru lagi hefur sá sem blandaði eitrinu í vínið játað það fyrir mér.“ „Var það Múmú?“ spurði Jana með ákefð. „Já, það var hún.“ „Hvers vegna?“ spurði hún aftur. „Það verður að vera leyndar mál fyrst um sinn,“ svaraði ég. „En ég held mig vera kom. inn á slóðina.“ „Hefur þú nokkra hugmynd um, hvers konar eitur þetta er?“ spurði Jeff, og var ergi legur yfir því, að hann skyldi ekkert hafa fundið í víninu. „Ó, já. Þag er ein af þessum ga eiturtegundum, sem inn byggjarnir halda stranglega leyndum. Þú skalt fá það sem eftir er af viskýinu til rann sóknar. En ga eitur er blanda af plöntueitri og krókódíla- galli. Gakktu út frá því við tilraunir þínar. Eitur það sem ég fékk er ekki banvænt í smá um skömmtum. Múmú gekk ekki að þessu starfi með heil um hug. Eg býst ekki við að henní hafi verið geðfellt að ganga af gömlum vini dauð um meö þessum hætti. En hún reyndi aftur í morgun.“ Eg sagði þeim frá viðureign minni við Múmú, úti á tólftu deild. Það kom áhyggjusvipur á' Jönu. „Hún er hættuleg,' Mikki. Þú verður að forðast hana.“ Hún dokaði ögn við og hélt svo áfram: „Mér er bara ráðgáta, hvers vegna hún byrlaði þér fyrst eitur, og reyndi svo ag bjarga þér aftur.“ Eg brosti til hennar: „Lík- legast þykir mér, að Múmú hafi komið auga á, að það gæti orðið óþægilegt fyrir þorp hennar, ef ég lægi þar og drægist upp. Auðvitað hefði verið reynt að komast fyrir orsökina, og því hefur Múmú gert sér grein fyrir.“ „En hvag við erum alvarleg og það á sunnudagsmorgni,“ sagði Jana og brosti „Hvað segirðu um að borða héma morgunverð, Mikki? Jeff er búinn að lofa sér í mat hjá vinum sínum.“ Ekkert hefði ég fremur viljað en dvelja með Jönu allan sunnudaginn. En ég átti svo mikig annríki framundan að mér til mikillar gremju gat ég ekki þegið boð hennar j Hún fylgdi mér niður að vagn inum og á leiðinni datt mér gott ráð í hug. „Heyrðu,“ sagði ég. „Komdu með mér heim og borðaðu hjá mér. Þá skal ég segja þér frá öllu sem gerðist í dag, og svo skal ég sjá um að þú kom ist heilu og höldnu heim til þín aftur.“ „Ef þú ert góður húsbóndi og átt eitthvað gott til, sem við getum borðað, þá skal ég vera svo lengi hjá þér, að það fái eitthvag til að slúðra um að nýju á plantekrunni,“ svaraði hún og hló til mín. Meg það hljóp hún inn, en ég beið úti hjá bílnum þangað til hún kom aftur. Eg sá að augu hennar ljómuðu, er hún tók utan um mig og reyndi að hrista minn hundrað og sex»- tíu punda þunga skrokk. „Hvers vegna hefur þú ekki sagt mér, ag Nella eigi enga sök á því, að eitrið fannst í líkama Folletts? Þú hefur gert pabba minn himinlif- andi. Mér varð hugsað til plant- ara, er tekið hafði konu ann- ars manns, til kúlu, sem farið hafði gegnum hjarta þessa ' plantara, mér datt í hug læknir, sem var góð skvtta og mjög smáfættur —. Var Set læknir annars hamingjusam ur maður? Jana endurtók spurningu sína: — Af hverju sagðiröu mér það ekki? — Þegar ég er með þér, get ég ekki hugsað nema um að- eins eitt. — Nú, hvað er það, spurði hún og roðnaði. — Að ég elska þig. Með Jönu við hlið mér var leiðin heim til mín allt of stutt. Hún ýtti sólhjálminum aft- ur á hnakkann og sagði bros andi: — Mikki, svona máttuj aldrei segja, ef einhver heyrir til. — Hvers vegna ekki? — Pabba myndi finnast það óviðeigandi, ef ég kyssti mann, sem ég hef aðeins' þekkt í eina viku. — Eg hef að minnsta kosti þekkt þig í milljón ár. — Það er skrýtið, Mikki, mælti hún, — en mér finnst alveg það sama. Þegar við komum heim til mín, fengum við okkur vín- glas, og svo sýndi ég Jönu safn mitt af afrískum minja gripum. En þeir Kalli og Dói Gíó komust allir á loft út af því, að hvít kona skyldi ætla að borða hjá mér. Eg sagði henni frá öllu, sem gerzt hafði í húsi Folletts, nema hvað ég sleppti fáeinum atr- iðum, sem ég vildi rannsaka nokkru nánar. — Er ekki hægt að fá úr því skorið, hvort það var kúl- an eða eitrið, sem varð hon- um að bana? spurði hún. — Við Jeff álítum báðir, að það hefði verið kúlan. Follett var áreiðanlega við beztu heilsu, þegar hann var skotinn. Arsenikið var þá ekki farig að hafa nein áhrif. — Eftir því er þá hinn raunverulegi morðingi ófund inn enn? — Já. Eg nefndi það ekki, á nafn, að enn væri það ekki j útilokað, að faðir hennar j hefði getað unnið verkið. En svo gat mér líka skjátlazt.1 — Múmú hefur ekki heyrt skotið. Hún hefur haldið sigi nálægt húsinu, meðan þau sátu að snæðingi, Nella og Follett. Þáð er augljóst, að Nella hefur ekki kært sig um að láta Follett aka sér heim. Þegar svo Follett ók brott 1 vagni sínum nokkru síðar, hefur Múmú haldið gangandi í áttina á eftir honum. Þá NONNA ÚTSALAN hefst í dag. Skíðajakkar. Drengjajakkaföt. Stakir jakkar. Buxnaefni. Bútar. Peysur. Sokkabuxur. Nylonsokkar. Mikið af barnafatnaði Dg efnum. Mikil verðlækkun. Vesturgötu 12 Sími 13570. Skíðafólk Skíðabuxur úr hreinu nylon teygjuefni, nýkomnar. Gott snið. Gott verð. Fyrir kvenfólk kr. 1045.00 Fyrir karlmenn kr. 1146.00 PÓSTSENDUM. Sport Austurstræti 1 Kjörgarði Laugaveg 57 Sími 13503 Plötusmiðii', járnsmiðir og rafsuðumenn óskast nú þegar. STÁLSMIÐJAN H.F. Sími 24400. Afmælishátíð verður í Lídó 11. marz Áskriftariisti liggur frammi hjá Magnúsi E. Baidvinssyni, laugavegi 12. Dökk föt 10 T f M I N N, fimmtudagur 1. marz 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.