Tíminn - 03.03.1962, Síða 9
★
íslenzkir sauðafeldir frá Tranás
seldir til margra landa. Brautryð'j--
endum íslenzkrar loðfeldagerðar
boðin þátttaka í vörusýíingu í
Bandaríkjunum.
er taláð um „silfur
i þeim talshætti felst
Á íslandi
hafsins' ‘og
mikill sannleikur. Fiskveiðamar
eru auðugasta tekjulindin og gefa
rösklega tvo þriðju allra þjóðar-
teknanna, enda eru íslendingar
mesta fiskveiðiþjóð heims. Á söinu
miðum og með sömu veiðarfærum
draga fslendingar 50% meiri afla
á land en nokkrir aðrir. fslending-
urinn getur sofið, hvílzt, safnað
kröftuon í heila viku og svo unnið
hvfldarlítið í þrjá sólarhringa, ef
þörf er á.
Slíkar eru aðstæðurnar, að þeg-
ar gefux á sjóinn og vel veiðist,
verða menn að vinna nætur og
daga. En fleira er stundað á fs-
landi en fiskveiðar. Þar er einnig
rekinn landbúnaður, aðallega sauð-
fjdrrækt. Án fisks og __ sauðfjár
væri ekki lífvænlegt á íslandi.
Frumherji og hugvitsmaður.
Á þessum hlutum öllum veit
Thord Stille, forstjóri, glögg deili,
þar er varla ofmælt að hann viti
allt um íslenzkt málefni, einkan-
lega varðandi sauðkindina,
a.m.k. er það staðreynd, að hann
veit mikið um þessa hluti og að
það var hann, sem 'komið hefur á
framfæri íslenzku sauðargærunni
hérlendis og flytur inn árlega um
120.000 gærur frá íslamdi. Hann
hefur auk þess verið hugvitssjór
nýrra aðferða í meðferð og notkun
loðfelda úr sauðagærum. Fram-
leiðsla Svía á innlendum sauðagær
um hrekkur hvergi nærri til. Er
nú sem stendur um 90.000 á ári.
— Og hver er forsaga þessa
miáls? —
Árin 1940—45 vann ég við sút-
unar- og görfunarverksmiðju í
Tranás, segir Thord Stille, nánar
til tekið á flokkvmar- og undir-
...............................................................-
heimsmarkaðnum. Á seinustu árum
hefur brautryðjandanum Thoid
Stille tekizt að vekja áhuga fyrir
fullunnum íslenzkum sauðaloð-
feldum í mörgum löndum, m.a. í
Bandaríkjunum. f þessu sambandi
má nefna, að loðfeldagerð Stilles
var boðið að sýna frannleiðslu-
vörur sínar, sem sérstakt sýnis-
horn loðklæðafatnaðar á Norður-
löndum, á vörusýningu Norður-
landanna, sem haldin var í ein-
hverri stærstu verzlunarhúsasam-
byggingu Bandaríkjanna í ná-
grenni Chicagoborgar. Þessi við-
burður getur orðið þýðingar-
mikill fyrir loðfeldaiðnað í
Tranás.
íslenzkir loðfeldir til fjár-
ræktarlandanna.
Gæði íslenzku loðfeldanna sann
ast bezt á því, að loðfeldagerð
Stilles flytiir þessar vörur til
mestu fjárræktarlandanna, s.s.
| Nýja-Sjálands og Ástralíu. Nefna
! mó sem dæmi eina nýbreytni, sem
Þessi mynd fylgdi meS meðfylgjandi grein um íslenzku gærurnar í sænska blaðinu og sýnir íslenzkt sauðfé.1 Stilleshjónin hafa rutt braut, gæru
Tízkukonur heims í Is-
lenzkum sauðarfeldum
Grein úr sænska blaðinu Tranas Tidning um
ágæti íslenzkra sauðarfelda.
búfningsdeildinni. Það tel ég, að
hafi reynzt mér góður skóli.
Hér má skjóta inn, að frá þessu
fyrirtæki tók hann athyglisverða
starfsvenju og heldur enn í heiðri
við sitt eigið fyrirtæki.
Þarna var venjan sú, að for-
stjórinn sjálfur tók beinan þátt í
framleiðslustörfunum og sumir
litu á það sem einskæ.a sér-
vizku, þegar forstjórinn sjálfur
David Johansson, venjulega kall-
aður Skinna-Davíð, tók að sér að
flokka gærurnar. En Thord Stille
er fastheldinn á þessa venju,
hvort sem menn kalla það sérvizku
eða ekki. Iðnrekandi nær ekki há-
marksárangri á þrásetu við skrif-
borðið, heldur' fyrst og fremst af
beinni þátttöku í starfinu sjálfu.
?. jumimurot?
Gæriur á, gpjf, ekki í lofffeldi.
Fram áð styrjöldinni voru gær-
uraar notaðar á gólf, en ekki í
loðkápur kvenna. Svo hófst styrj-
öldin og innflutningur á sauða-
gærum frá íslandi stöðvaðist. Á
næstu árum lagði Skinnaverk-
smiðjan í Tranás og Fjárræktar-
samband Svíþjóðar allt kapp á að
rannsaka til hlítar, hvort unnt
væri að nota sænskar sauðagær-
ur í, þessu skyni.
f þessu augnamiði hófu Thord
Stille og G. Skárman, síðar dokt-
or, rannsóknir sínar. Á grund-
velli þeirra bar Stille, fyrstur
manna, fram óskir um, að sauð-
fjárræktarmenn fjölguðu hinu
gráa útigöngufé á Gotlandi til að
mæta þörfum iðnaðarins á heppi-
legu hráefni til loðfeldafram-
leiðslunnar.
Svo fór, að ég beindi athygli
minni að Gotlandsfénu og þeim
mögu'leikum, sem það bjó yfir.
Ég tók þátt í endurskipulagningu
loðklæðaiðnaðarins á Gotlandi, en
arðurinn varð enginn. Þessar til-
raunir með Gotlandsfé undir-
bjuggu jariJ-eginn fyrir ísland
og íslenzka féð. —
Skriður komst á málið 1948.
þegar Thord Stille tó’k þátt í áætl-
unum um eflingu sauðfjárræktar
á fslandi. íslenzka sauðkindin
hafði verið vanmetin, en nú opn-
uðust augu manna fyrir kostum
hennar. Ullin silkimjúk, létt og
þjál og gærurnar eru litaðar og
meðhöndlaðar á fjölmarga vegu.
Og sú hefur orðið raunin á, að
innflutningur á gráum gærum frá
íslandi er nú 25% meiri en heild-
arfraimleiðslan í Svíþjóð. Nefna
má líka, að heildarfjöldi 4- gær-
um frá fslandi er helmingi hærri
þeim innlendu.
Hann hefur fengiS viðurnefniS íslands-SHIIe, en þó á hann heima í skinna-
bænum Tranás í SvíþjóS og heitir ÞórSur Stille, en viðurnefniS stafar
af hinum mörgu íslandsferSum hans, sem sagSar eru orSnar 25 Hann
flytur nú inn um 25 þús. íslenzkar sauSargærur og meðhöndlar þær svo
kostulega, aS hefðarmeyar og frúr um alla Evrópu og jafnvel líka í Banda-
ríkjunum, eru farnar að sækjast eftir feldunum og klæðast þeim, elns
og myndin á forsfðunni sýnir, þar sem sv'rssnesk stássmey skartar íslenzk-
um sauðarfeldi. - Hér á mynd'mni er Þórður Íslands-Stille að handfjalla | unarfélaginu.‘' Dr'iffjöðrinTbáðum
gráar, fslenzkar gærur. j fyrirtækjunum er samstillt starf
Verksmiðjur o,g meðhöndlun.
En áður en rætt verður nánar
um íslenzka sauðféð, er rétt að
víkja nánar að himum tveim fyrir-
tækjum Thord Stille: Loðfelda-
gerð Stille h/f og íslenzka verzl-
Þetta er frú Doris Stiile, sem er
tizkufræðingur og segir til um með-
ferð og snið feldanna.
hjónanna Stille: skinnasérfræð-
ingsints og verzlunarmannsins
Thord Stille og Doris Stille, einu
komunTiar í Svíþjóð, sem sníður
skinn og teiknar klæðin og er
vel þekkt á r imm vettvangi.
Fyrirtækin hafa dafnað vel, árleg
velta í hráefnum og loðklæðum
eru 4 milljónir (sænskra) króna.
Samhliða hefur orðið að færa út
kvíarnar. Núna stendur yfir al-
hliða endurþygging verksmiðju-
húsanna, og sá stakkur miðaður
við öram vöxt, en að því . verður
nánar vikið síðar.
Á vörusýningu Norðurlandanna
í Bandaríkjunum.
Úr hvítum sauðargærum fram-
leiðir loðfeldagerð Stilles, í sam-
starfi við Oskar Wigen h/f, úr-
vals vöru, mjög eftirspurða, og
hugmyndum Thord Stilles um
nýjar gerðir loðklæða hefur verið
hrundið í framkvæmd í samstarfi
við skinnaverksmiðjuna á Tranás.
og hún hefur tryggt Tranás-fram-
leiðsluvörunum heiðurssess á
skinnsyfirhöfn, ytra byrði mocka-
skinn, en innra byrðið íslenzk
sauðargæra, algjör nýjuing á
heimsmarkaðnum, ætluð fyrst og
fremst til útflutnings.
Síðar norskir víkingar ....
Síðan norskir víkingar tóku sér
bólfestu á íslandi, hefur sauðfjár-
rækt verið einn þýðingarmesti at-
vinnuvegur landsmanna. Sauðfjár
fjöldinn er nú um 800.000, og er
gert ráð fyrir að 1965 verði hann
1:2 millj., en fjöldi sauðfjár í
Svíþjóð er 90.000. Þetta þýðir, að
á íslandi koma 10 kindur á hvern
íbúa ,en í Svíþjóð 50 ibúar á
hverja kind.
Sauðfé gengur að verulegu leyti
sjálfala á heiðum.. Beitarlöndin
eru mjög víðáttumikil og jafn-
gilda oft mörgum sveitum hérlend
is'Cþ.e. í Svíþjóð) að flatarmáli. í
september er fénu smalað til
byggða með hjálp hunda og hesta
og rekið til rétta, sem gerðar eru
á svipaðan hátt og hreindýrarétt
ir Lappanna. Fjárréttirnar eru tíð
ast úr grjóti eða torfi. Hér er féð
| dregið sundur, sláturfé, lanmbhrút
ar og gamalær látið sér, en hinu
fénu sleppt órúnu til fjalla á ný.
íslendingar eru nærgætnir við
! sauðkindur sínar og rýja þær að-
eins að vori í maí eða júní.
!
Viðurnefnið íslenzki-Stilie
Vegna hinna mörgu íslandsferða
sinna, — þær eru þegar orðnar
um 25 — hefur Stille fengið við-
urnefnið ísIenzki-Stille og af því
eru Íslendingar drjúgir. „Þeir
kunna líka vel við mitt norræna
nafn, komið af nafni Þórs“„segir
, Thord Stille. Yfirleitt eru íslend
; ingar hreyknir af landi sínu, og
^ það er mjög hrífandi. Náttúran
! grípur mann ósjálfrátt og býr yf
! ir sinni sérstæðu dásemd, jafnvel
landslag, sem við fyrstu sýn þykir
djótt. Hraunbreiðurnar, t.d. geta
jafnvel verið hugljúfar.
Nú eru vegirnir mjög sæmiieg-
ir, þótt til séu stór landsvæði, sem
einungis er hægt að komast til á
hestum, skipi eða með flugvél.
Flugsamgöngurnar eru óvenjulega
háþróaðar og flugmennirnir eru
sérlega góðir og djarfir, nákvæm
lega það sama má segja um öku-
mennina, en varla munu tauga-
slappir njóta landslagsins til fulln
ustu í ökuferð um íslenzka fjall-
vegi.
T í M I N N. laugardaeur 3. marz 1962.
9