Tíminn - 03.03.1962, Page 12
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Loks hlaut
tvö sti
í fyrrakvöld sigraði KR Val
í meistaraflokki 1. deild á
handknattleiksmótinu meS 27
mörkum gegn 21 og hlutu
KR-ingar því tvö þýðingar-
mikil stig — hin fyrstu, sem
þeir hljóta á mótinu. Hins
vegar hefur Valur enn ekkert
stig hlotið í þremur leikjum
og eins og liðið leikur nú eru
ekki horfur á öðru en Valur
gangi hina þungu braut niður
í 2. deild að þessu sinni, en
liðið á þó tvo leiki eftir, gegn
Víking og ÍR, og ef til vill gæti
liðið náð stigum þar, þótt lík-
urnar séu ekki miklar eins og
nú horfir.
1 fyrrakvöld skoraði Örn Ingólfs-
son fyrsta markið fyrir Val, en
síðan tóku KR-ingar við og eftir
augnablik var staðan orðin 3—1
fyrir KR. Valsmönnum tókst þó að
standa sig framan af og jöfnuðu
þennan mun 1 4—4 — en eftir það |
var um hreinan einstefnuleik að
ræða að Valsmarkinu í fyrri hálf-
leiknum. KR-ingar skoruðu hvert
markið á fætur öðru, en Vals- j
mönnum tókst aðeins af og til að:
stinga inn marki. í hálfleik var
staðan 19—10 fyrir KR og sigur-|
inn blasti við — og að því er virt-
ist mikill yfirburðasigur.
En KR ingar tóku lífinu of létt fyrri hluta siðari hálfleiks. Þá var það Valur, sem réði gangi leiksins og þegar um 15 mín. voni af leik
Staðan 1 í
1. deild
Staðan í 1. deild á Handknatt-
Ieiksmótinu er nú þannig:
F.H. 3 3 0 0 109—60 6
Fram 2 2 0 0 61—40 4
Víkingur 2 10 1 38—36 2
K.R 4 10 3 85—92 2
Í.R. 2 10 1 41—60 2
Valur 3 0 0 3 58-104 0
var staðan orðin 20—16 fyrir KR
eða aðeins fjögurra marka munur.
Áhorfendur voru farnir að halda
að KR-ingar hefðu notað allt sitt
púður í fyrri hálfleikinn, og það
væri aðeins spurning hvenær Val
tækist að jafna. Þessi leikkafli var
mjög slakur hjá KR-ingum, en
þeim tókst þó að hrista af sér
slenið síðari hluta hálfleiksins og
fóru með nokkuð öruggan sigur af
hólmi 27—21, sem var þó miklu
minna en búast mátti við eftir
fyrri hálfleiknum að dæma.
KR-ingar geta leikið ágætan
handknattleik — en inn á milli
koma alveg „dauðir“ kaflar, sem
lýta leik liðsins mjög og þessi lé-
legi kafli þeirra í fyrrakvöld hefði
getað orðið hættulegur gegn sterk-
ara liði en Val. Eins og áður báru
Karl Jóhannsson og Reynir Ölafs-
son hitann og þungann af leik KR,
en þeir eru báðir í fremstu röð
handknattleiksmanna okkar. Guð-
jón Ólafsson átti einnig ágætan
leik í marki, og Herbert og Sigurð-
ur Óskarsson eru vaxandi leik-
menn.
Þrátt fyrir 27 mörk var Egill
Árnason, markvörður Vals, bezti
maður liðsins og varði oft af mik-
illi prýði. Hins vegar er varnar-
leikurinn oft í molum, og að þessu
sinni virtust aðeins tveir menn
geta skorað, því Bergur Guðnason
(11) og Örn Ingólfsson (8), skor-
uðu 19 af þessu 21 marki. Geir og
Sigurður skoruðu sitt markið
hvor.
Karl var markhæstur KR-inga
með 9 mörk, Reynir skoraði 6,
Ilerbert og Sigurður 4 hvor, Heinz
3 og Pétur 1.
Tveir aðrir leikir fóru fram
þetta kvöld. Fyrst léku Víkingur
og ÍR í þriðja flokki kaila A og
vann Víkingur í skemmtilegum
leik með oddamarkinu af 25 (13—
12). Þá léku Haukar í Hafnarfirði
og Breiðablik í Kópavogi í meist-
araflokki karla, 2. deild. Hafnfirð-
ingarnir höfðu algera yfirbuiði og
sigruðu með 36 mörkum gegn 12.
Mótið heldur áfram í kvöld og þá
fara fram 12 leikir í íþróttahúsi
Vals og að Hálogalandi, en á morg-
un verða þrír leikir að Háloga-
landi og leika þá m. a. Fram og
Víkingur i 1. deild karla. Það ætti
að geta orðið allskemmtilegur
leikur.
Tveir bræður í
fyrstu sætunum
Ólafsfirðt 26. febrúar.
í gær fór hér fr*m firma-
keppni í stórsvigi í mjög góðu
veðri, en fremur hörðu færi.
Brautarlengd var ca. 850 m
með 30 hliðum Keppni þessi
var háð með forgjöf. 33 fyrir-
tæki tóku þátt í keppninni.
5 fyrstu urðu þessi:
1. B.P. Ármann Þórðarson
á 1:00.4
12. Útvarpsviðgerðarst. Hilmars Jó
hannesss. Svanb. Þórðars. á 1:01.5
3. Stígandi s,f. Sveinn Stefánsson
á 1:02.4
4. Kjötbúð Kaupfél. Ólafsfarðar
Einar Jakobsson á 1:03.2
5. Verzl. Lín Björn Guðmundsson
á 1:03.2
Beztum brautartíma náðu þessir:
1 Svanberg Þórðarson 50.5 sek.
2. Ármann Þórðarson 52.4 sek
3. Sveinn Stefánsson 53.4 sek.
Fyrir mótinu stóð Iþróttafélag-
ið Leiftur. B.S.
Sigurvegararnir í sveitakeppninni. Frá vinstri Lárus Karlsson, Gunnar Guðmundsson, Einar Þorfinnsson,
Ásmundur Pálsson, Kristinn Bergþórsson 03 Hjalti Elíasson. (Ljósmi: Bjarn>sifurK
inars Þorfinnsson
í sveitakeppni
Keppeiin til a$ ákveða landsiiðið hófsf i fyrra-
kvöld — Önnur umferö verður á morgun
Á þriðjudagmn lauk sveita-
keppni meistaraflokks Bridgefél.
Reykjavíkur með sigri sveitar
Einars Þorfrnnssonar, sem hlaut
52 stig af 54 mögulegum, og er
það mjög góður árangur. Svo
skemmtilega hittist á, að tvær
efstu sveitirnar, sveit Einars og
Agnars Jörgenssonar spiluðu sam
an í síðustu umferðinni, en sveit
Einars vann þann leik örugglega.
Röð annarra sVeita í keppninni
var þannig. Nr. 2 sveit Agnars
með 41 stig. 3. Sveit Stefáns Guð-
johnsen með 40 stig. 4. Sveit Egg
lúnar Arnórsdóttur með 24 stig.
5—7. Sveitir Elínar Jónsdóttur,
Hilmars Guðmundssonar og Jó-
Furðuleg
framkvæmd
Frá fréttaritara Tímans, Isafirði.
Hér vestra hefur framkvæmd
skíðamÖtsins i Hveradölum, fyrra
sunudag, vakið undrun. Mótið var
auglýst sem einroenningskeppni
í svigi, og með þá keppni fyrir
augum fóru tveir keppendur héð-
an. Þegar komið er á mótsstað,
er tilkynnt sveitakeppni sex
manna. Minna mátti ekki gagn
gera. Svo er utanbæjarmenn ætla
að stofna sveitarkeppni með kepp
endum frá Akureyri, ísafirði
og Siglufirði, er þeim neitað um
þátttöku.
Það er engu líkara en forráða-
menn þessa móts hafi ekki hug-
mynd um tilkynningarskyldu
móta. Vonandi eiga þeir eftir að
læra það. G.S.
hanns Lárussonar með 23 stig.
8—9. Sveitir Brands Brynjólfsson
ar og Júlíusar Guðmundssonar
með 22 stig og 10. sveit Þorsteins
Þorsteinssonar. Fjórar neðstu
sveitiraiar falla niður í 1. flokk,
og þurfa sveitimar nr. 5—7 því
að spila um það, hver þeirra fell-
ur niður, en ein þeirra fellur.
í sveit Einars spiluðu hinir gam
alkunnu bridgemeistarar, Einar
Þorfinnsson, Gunnar Guðmunds-
son, Kristinn Bergþórsson, Lárus
Karlsson, Hjalti Elíasson og Ás-
mundur Pálsson, en flestir þess-
ara manna hafa komið mjög við
sögu bridge á fslandi síðustu tvo
áratugina.
í fyrrakvöld hófst keppni Bridge
sambands íslands um val á lands
liði gegn Englendingum, sem
koma hingað til landsleiks fyrst
í maí. Stjórn Bridgesambandsins'
valdi átta pör í þessa keppni, sem
verður í sjö skipti, og spilar því
hvert par 32 spil við hvert hinna.
Reiknað er út í EBL-stigum og þau ;
síðan umreiknuð í vinningsstig,
þannig, að mest er hægt að fá 10
vinningsstig eftir kvöldið. Eftir
fyrsta kvöldið hafa þrjú pör þá
vinningstölu, en eftir á þó að yfir-
fara útreikninginn nánar. Þau pör
sem hafa 10 vinningsstig eru Guð
jón Tómasson og Hallur Símonar
son, Kristinn Bergþórssoii og Lár-
us Karlsson, Jóhann Jónsson og ;
Stefán Guðjohnsen. Jón Arason
og Sigurður Helgason hafa sjö
vinningsstig, Hjalti Elíasson og Ás
mundur Pálsson 3, en önnur pör
ekkert. Næsta umferð í keppn-
inni verður spiluð á sunnudag í
Skátaheimilinu og hefst klukkan
tvö.
Markhæstir
Keppnin í meistarafl. karla'
1. deild er nú h’álfnuð og þess-
ir leikmenn eru nú markhæstj
ir í kcppninni.
Ragnar Jónsson, FH, 331
Reynir Ólafsson, KR, 29g
Birgir Björnsson, FH, 24|
Karl Jóhannsson, KR, 23«
Ingólfur Óskarsson, Fram, 22j
Bergur Guðnason, Val, I81
Kristján Stcfánsson, FH, 181
Örn Ingólfsson, Val, 17?
Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR,14
Pétur Antonsson, FH, 14
Þess ber að geta, að KR hcf-l
ur leikið fjóra leiki, FH og Valj
ur þrjá, en Fram og ÍR tvo.
Innanhússmót I. R.
í frjálsum íþróttum
í frjálsíþróttum fer fram að
Hálogalandi dagana 10. og 11.
marz n.k. Keppnisgreinar verða,
fyrri dagur: Stangarstökk. þrí-
stökk án atrennu, hástökk ungl-
inga og hástökk án atrennu. Sfð-
ari dagur: Kúluvarp, iangstökk án
atrennu, hástökk án atr., lang-
stökk unglinga án atr og hástökk
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borizt Í.R. í pósthólf 13,
Reykjavík i síðasta lagi 5. marz.
12
T í M I N N, laugardagur 3. marz 1962.