Tíminn - 04.03.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1962, Blaðsíða 3
Joseflna Baker kom 1. marz til Kaupmannahafnar, þar sem hún heldur skemmtun tll ágóSa fyrlr vanþróuSu löndin. Hún kom frá SvíþjóS, þar sem hún hefur haldið svipaðar skemmtanlr. Hér er hún á Kastrup-flug velli við komuna til Kaupmannahafnar og er hún í miðjum hópi upp- eldisbarna sinna af öllum þjóðflokkum. Osló og Kaupmannahöfn, 3. marz. Norska stjórnin hefur lagt frumvarp fyrir stórþingið um, að stjórnarskrá landsins verði breytt á þann veg, að Noregur geti sótt um fulla aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE). Jafnframt mun Noregur fara fram á viðræður við EBE um möguleika á fullri aðild, en í til- kynningu stjómarinnar er líka tekið fram, að nauðsynlegt sé að rannsaka möguleika á annars kon- ar sambandi við bandalagið. Einn vildi aukaaðild Aðeins emn ráðherranna, Gunn- 'ar Böe verðlagsmálaráðherra, hcf- ur lýst sig andvígan þessu frum- varpi. Hann mælir með því, að Noregur reyni að semja um ein- hvers konar aukaaðild, og þá að- cins í efnahagsmálum, en ekki öðr- jum málum. Það mun hafa mikil áhrif á , ákvarðanir Norðmanna í þessum efnum, hvernig viðræðum Breta við EBE reiðir af. Ef Bretar ganga ekki í bandalagið munu Norðmenn einnig verða þess síður fýsandi. ¥111 knýja Rússa (Framhald af 1 síðu). raunamálunum og sé hún alger- lega samþykk og sammála ákvörð un Bandaríkjastjórnar um endur- nýjaðar tilraunir. Meðal vestrænna ríkja voru1 við brögðin í morgun yfirleitt á þá lund, að Bandaríkjunum hafi verið nauðugur einn kostur að hefja til raunir, og jafnframt er bent á gildi ákvörðunarinnar fyrir sam- komulagshorfur á afvopnunarráð- stefnunni í Geneve, sem hefst 14. marz. Geti hún leitt til þess, að Sovétríkin verði fúsari til samn- inga um virkt bann við tilraunum. Annars kemur víða fram ótti um heilsuspillandi áhrif tilraun- anna í andrúmsloftinu. Japanski forsætisráðlherrann, Ikeda, hefur t.d. skrifað Kennedy bréf og beðið hann um að liugsa sig tvisvar um; kjarnorkukapphlaupið geti ekki haldið áfram óendanlega. Kcnnedy sagði í útvarpsræð- unni í gærkvöldi, að Bandaríkin mundu hefja tilraunirnar seinni liluta apríl, nema Sovétríkin liefðu áður undirskrifað samning um virkt bann við kjarnorkutil- raunum. Hann sagði það mundu vera stórkoktlegt skref til alþjóða friðar, ef Sovétríkin féllust á slíkan samning á afvopnunarráð stefnu 18 ríkjanna í Geneve. Þá mun hvorki ég né Macmillan liika við að liitta Krustjoff þar og skrifa undir, sagði Kennedy. Forsetinn sagðist hafa gefið skipun um all margar sprenging- ar á Kyrra'hafssvæðinu og ættu þær að hefjast seinni hluta apríl. Hann sagði, að geislunin yrði tak- mörkuð við algert lágmark. Forsetinn sagði, að Sovétríkin hefðu náð miklum árangri í þró- un stórra kjarnorkusprengja við tilraunir sínar í haidst. Enginn bandarískur forseti með ábyrgðar tilfinningu gæti tekið aðra ákvörð un, en hann hafði gert, því frelsi og öryggi margra er í veði. Kennedy sagði, að það væri aðallega þrennt, sem bandarískir vísindamenn sæktust eftir í sam- bandi við fyrirhuguðu tilraunirn- ar. Það er í fyrsta lagi að reyna vopn, sem þegar eru smíðuð; í öðru lagi að komast að raun um, hvort Bandarikin geti svarað í sömu mynt, ef kjarnorkuárás verð ur gerð á landið; og í þriðja lagi að athuga möguleikana á smíði enn fullkomnari og stórvirkari vopna. Forsetinn sagði, að Bandaríkin og Bretland mundu leggja fram ýtarlegar og raunhæfar tillögur á afvopnunarráðstefnunni. Þessi ríki munu leggja fram tillögu að sérstökum samningi, sem hindri um aldur og ævi tilraunir með kjarnorkuvopn neðan- og ofan- jarðar. Kennedy kvað Vesturveldin vera fús að ræða samningsuppkast þetta við Sovétríkin, áður en af- vopnunarráðstefnan hefst 14. marz. Jón Skaftason hrl. Jón Grétar SigurSss lönfr kaugaveg 18 (2 hæð) Símar 18429 og 18783 ÞRIR TIL NY- FUNDNALANDS Norski rithöfundurinn Helge Ingstad og kona hans, fornleifa- fræðingurinn Anne Stine Ingstad, hafa dvalizt hér á landi undan- fama viku. Þau skýrðu þjóðminja- verði og öðrum starfsmönnunt Þjóðminjasafnsins frá rannsóknum sínum á Nýfundnalandi og buðu íslenzkum fræðimönnum að taka þátt í framhaldi þeirra rannsókna á sumri komanda. í samráði við menntamálaráðuneytið hefur nú t verið ákveðið að þekkjast þetta boð. Ingstad er enn að skipuleggja leiðangur sinn til Nýfundnalands, | og að svo stöddu er ekki fastákveð ið hvenær íslenzku fornleifafræð- ingarnir leggja af stað, en ekki er ólíklegt að það verði um mán- aðamótin júní—júlí. í ráði er að þátt taki af íslands hálfu Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson írá Þjóð minjasafninu og Þórhallur Vil- mundarson, prófessor, þó ekki all ir samtímis, heldur munu þeir að likindum að verulegu leyti skipt- ast á um þátttökuna. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). Ensk bókasýning frá Faber & Faber í Snorrasal Laugavegi 18 3. hæð cr opin frá kl. 2—10 til þriðjudagskvölds. Sala bókanna hefst á þriðjudag. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR T f M í N N. sunnud; eur 4. marz 1962. Áhrif á ákvarðanir úti á íslandi? Berlingske Tidende birti 27. febr. frétt frá Osló, þar sem segir, að íslendingar muni bíða með að taka ákyarðanir um afstöðu til EBE, þar til séð yrði, hvaða aðild- arform Norðmenn kjósa. Hafði blaðið þetta cftir háttsettum ís- lenzkum heimildarmönnum. I Orðrómur hefur verið á kreiki | á Norðurlöndunum um, að íslenzka ríkisstjórnin hafi þegar farið fram Vopnahlé undir- ritað um helgina / NTB—París, 3. niarz. Lokaþáttur friðarsamninga Fralcka og Serkja hefst að öll- um líkindum'í smábænum Evi- an í byrjun þessarar viku. Sennilega verður þeim lokið í vikunni, svo að unnt verður að undirritavopnahléssamninginn um næstu helgi, 10. eða 11. marz. Þótt viðræðurnar í Evian fari ekki fram með jafnmikilli leynd og viðræðurnar undanfarnar vik- ur, þá hafa fulltrúar útlagastjórn ar Serkja beðið um, að efni við- ræðnanna vcrði haldið leyndu, unz formlegt orðalag samninganna er fullráðið. Franska stjómin féllst strax á það. Örfá atriði óútkljáð Eun hefur ekki verið gengið frá fyrirkomulagi bráðabirgðaríkis- stjórn, sem verður við völd, frá því er vopnahléssamningurinn gengur í gildi, þangað til þjóðar- atkvaeðagreiðslan fer fram í Alsír um sjálfstæði landsins. Enn frem- ur eru nokkur smáatriði óútkljáð. Allir þeir, sem fylgjast með mál unum, telja öruggt, að samkomu- lag náist auðveldlega um þessi at- riði. Það er einnig vitað, að hvor ugur aðilinn mun brydda á ný á þeim atriðum, sem þegar hefur náðst samkomulag um. Sömu fulltrúar í viðræðunum í Evian taka sömu menn , þátt og í leyniviðræðunum í janúar og febrúar. Af hálfu Serkja eru það Belkacen Krim, aðstoðarforsætisráðherra, Moham- ed Yazid upplýsingamálaráðh. og Lakdar Ben Tobbal innanríkisráð- herra. Af hálfu Frakka eru það Louis Joxe Alsírmálaráðherra, Jean de Broglie Saharamálaráðh. og Robert Buron. ráðherra ríkis- framkvæmda. í Alsír héldu hryðjuverkin á- fram í svipuðum mæli og undan- farna daga. Ilöfðu OAS-menn sig mikið í frammi. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.