Tíminn - 04.03.1962, Side 7

Tíminn - 04.03.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egili Bjarnason. Ritstjómarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiSsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusimi 12323. Áskriftaa-gj. kr. 55 á mán. innanl. f lausasölu kr, 3 eint, — Prentsmiðjan Edda h.f. — Fúið I naustum Sjálfstæðisflokkurinn, áður íhaldsflokkurinn, hefur haft meirihlutavald í Reykjavík í fjóra áratugi. Á þessum árum hefur Reykjavík vaxið úr smábæ í 70 þúsund manna bæ og höfuðborg lands síns, orðið hjarta hins íslenzka lýðveldis og ríkisstóll, söguleg borg á bæjarstæði fyrsta landnámsmannsins á fögrum og ákjósanlegum stað eins og góð forlög hafi fyrir séð. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé hvorki faðir né foreldri Reykjavíkur, hlýtur hann að teljast að verulegu leyti fóstri og fjárhaldsmaður höfuðborgarinnar í uppvextin- um. Honum hefur því verið fengið mikið hlutverk og veglegt. Enginn einn stjórnmálaflokkur á íslandi hefur fengið slíkt tækifæri og samfellt afrekanæði til að sýna, hvers hann er megnugur til stórræða. Enginn hefur trufl- að hann í því verki — borgarar Reykjavíkur hafa falið honum forsjá og uppbyggingu höfuðborgarinnar samfellt 1 fjóra áratugi. Ytri skilyrða til þroska hefur Reykjavík notið í miklu ríkari mæli en nokkur annar bær á landinu. Þar hefur ríkið haft aðalstöðvar sínar og lagt fram ómældan skerf til þroska unglingsins. Þangað hafa streymt fjölmargar vaxtarlindir frá uppsprettum þjóðara.,ðsins. Borgararnir hafa lagt ómældar fjárfúlgur í hendur fjárhaldsmann- anna og ætlazt til viturlegrar ráðstöfunar. Reykjavík ætti því að vera trútt vitni Sjálfstæðisflokksins um getu og liæfni hans til þjóðmálaforsjár. Þegar á málið er litið í þessum stóru dráttum hljóta réttsýnir menn að kveða upp þann óvilhalla dóm, að á þessu mikla prófi hafi Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Hann hefur brugðizt Reykjavík, og það sem hana skortir sem höfuðborg er augljóslega forsjármönnum hennar að kenna. Nokkur dæmi sýna þetta glögglega: Sæmileg gatnagerð er grundvallarframkvæmd borgar — ekki sízt höfuðborgar. Hvað blasir við í þeim efnum? Algert öngþveiti, og alveg einstakt ófremdarástand, sem gerir borgina eins og mann flakandi í sárum. Engin höfuðborg mun til í sæmilegu menningarlandi án þess að eiga ráðhús — víðast hvar öndvegisbyggingu — og flestar aðrar borgir og bæir í nágrannalöndum eiga sér ráðhús. Úrræðaleysi alveldismannanna í Reykjavík í þessu máli er táknrænt um alla yfirstjórn borgarinnar og löngu orðið sögulegt dómsorð um óhæft forystulið. Hvað er borg án framtíðarskipulags? Engir forsjár- menn borgar í menningarlandi hafa dirfzt að byggja borg án ýtarlegs framtíðarskipulags. En Reykjavík hefur verið látin byggjast í áratugi án þess að miðbærinn. hvað þá annað, lyti framtíðarskipulagi, en skipulagsmálin hins vegar höfð sem leikknöttur stórbraskaranna, sem hin ein- lita stjórn borgarinnar hefur alið undir væng, og bein- línis notuð til valdtryggingar. Hvað er höfuðborg og megininnflutningsborg í af- skekktu eyríki án mikillar og góðrar hafnar? í áratugi hefur forsjáin í þessum efnum brugðizt, og úrræðalevsið eitt blasir við, eins og hver einasti borgari í bænum veit. Liðir áfellingardóms sögunnar yfir stjórnendum Reykjavíkur eru margir. Hér hafa fjórir verið nefndir — fjórir höfuðdrættir í byggingu og viðgangi borgar — fiórir grunnsteinar, sem svikizt hefur verið um að leggja af trúnaði. Forystuskip Reykvíkinga er fúnað í naustum og maðk- smogið. Borgararnir hafa of lengi lagt blessun sína yfir það uppsátur í sömu skorðum. Sé reynt að ýta nökkvan- um á flot í einhverjum framfaramálum liggur kjölurinn eftir í sora þeirra spilltu sérgæðings- og fjárgróðaafla sem grafið hafa um sig við rætur borgarmeiðsins í fjöru- tíu ár. WalterLippmann ritar um alþjóðamál:1 Ögrun og ótti hefur valdið samkeppni í geimferðum „NÚ ER búið að rjúfa töfr- ana“, segir þýzka blaðið Franl? furter Allgemeinen Zeitung. „Ameríkumenn — og ásamt þeim allur hinn vestræni heimur — þurfa ekki lengur að stara agndofa á sig- urgöngu Sovétríkjanna í geim- förum og finna í huga sínum nagið í tönnum óttans um, að í skipulagi lýðræðisins felist einhver dulinn vanmáttur." Hin sigursæla för Glenns ofursta hefur sannarlega rof- ið töfrana og fjarlægt efann. Hún hefur einnig sýnt, að því er ég bezt fæ séð, að í slíkri samkeppni sem þessari, þar sem ekki er um nein al- ger leyndarmál að ræða og færnin er nokkurn veginn jöfn á báða bóga, gerir hvor- ugur aðilinn úrslitatilraunina fyrri en sigrar hins ögra hon- um tii þess. Þetta virðist vera kjarninn í sögu sovét-banda- riskrar samkeppni í geim- könnunum s.l. 15 ár. Það er sannarlega eftir- tektarvert, að hvatningin til að framkvæma hefur ekki stafað frá hugsjónum, þjóð- areinkennum, vísindalegri for- vitni eða ævintýraþrá. Hún hefur stafað frá ögrun til að jafnast á við sigra hins aðil- ans og ná fram úr þeim. Nauðsynin hefur þannig orðið móðir uppfinninga og fram- fara. ÞAÐ virðist liggja ljóst fyr- ir, að forusta Sóvétrikjanna hefur verið og er enn fólgin í orku eldflauga þeirra. Flug- hylki Glenns offursta var aðeins um það bil fjórðung- ur úr þunga flughylkja þeirra Gagarins og Titovs — Eld- flaug hans hafði ekki hálfa orku á við eldflaugar þeirra. Hví er þetta svo? Það stafar ekki af því, að verkfræðingar Sovétrikjanna viti eitthvað um eldflaugar, sem verkfræðingar okkar vita ekki. Það stafar af því, að fyrir 1950 hefðum við getað slegið hring um Sovétríkin og ógnað þeim með sprengju- flugvélum, sem fluttu kjarn- orkusprengjur. Okkur fannst ekki þá að við þyrftum á stór um eldflaugum að halda. En Sovétríkjunum fannst sér ógnað. Þau gátu ekki ráð- izt á Bándaríkin úr öllum átt- um með sprengjuflugvélum. Hernaðarleg nauðsyn knúði þau því til þess að smíða eld- flaugar, sem gætu náð til Bandaríkjanna frá Sovétríkj unum. Kjarnorkuvopn voru þá miklu stærri og þyngri en ,þau eru nú, og því voru eld- flaugarnar smiðaðar nægilega sterkar til þess að bera þessi vopn. Eftir miðjan sjötta tug ald arinnar voru nokkrar eld- flaugar tilbúnar. — í krafti þeirra hafa Sovétríkin náð sinni miklu forustu í geim- könnunum. ÁRIÐ 1957 var fyrsta sput- níknum skotið út í geiminn. En við fundum ekki til þess þá, að þessar stóru eldflaug- ar ógnuðu okkur Það var engin sérstök ástæða til að ætla, að Sovétríkin ættu nægi legar margar, öruggar eld- flaugar, eða nægilega mikið af kjarnorkuvopnum, sem hæfðu þeim. Því var enn ekki trúað, að Bandaríkjunum stafaði veru- leg ógn af þessum eldflaug- um. Við höfðum sprengju- flugvélarnar og áttum ekki enn nógu létt kjarnorkuvopn til þess, að litlu eldflaugarn- ar okkar gætu borið þau. En eftir geimskot Sovétríkj- anna í októbei 1957 fórum við að finna til ögrunar og viðbragðanna tók að gæta. þó að það færi að visu hægt af stað. Ári siðar gerðum við Merkury-áætlunina, þriggja ára áætlun, en ferðir þeirra Shepards, Grisoms og Glenns eru árangur af henni Merkury-áætlunin hefur reynzt mjög vei heppnað svar við ögrun 'Sovétríkjanna, en samkvæmt henni varð okkur að takast að ná sama árangri og þau í geimflugi, þrátt fyr- ir smæð eldflauganna okkar. Til þess að ná þessu marki urðu verkfræðingar okkar og aðrir tæknisérfræðingar að smækk stórlega öll nauð- synleg vísindatæki og allan útbúnað, til þess að samhæfa þunga þeirra . orku eldflaug- anna. Þeim tókst þetta og með því gerðu þeir för Glenns offursta mögulega. Nokkur ástæða er til að gera ráð fyrir að við höfum á vissum sviðum náð fram úr Sovétríkjunum með því að svara ögrun þeirra. Af óum- flýjanlegri nauðsyn — hlut- fallslegri smæð eldflauganna okkar — höfum við náð ágæt- um árangri í að gera smá og létt tæki. Þegar við eignumst stórar eldflaugar, sem við auðvitað gerum í náinni framtíð, ætti þetta að gera okkur fært að búa þær mjög miklum og margvíslegum vísindatækj- um. Þetta verður Sovétríkj- unum ný ögrun og við getum verið vissir um að þeim tekst að svara henni á sínum tíma. Á þessu sviði er hvor þjóðin, sem er, fær um að gera hvað eina, sem hinni hefur tekizt. ÉG HYGG að það sé hollt að minnast þess, og gera sér það vel Ijóst, að það sem fyrst fleytti öðrum keppi- nautanna fram úr, og síðar hinum, er hin beina og brýna nauðsyn. Kapphlaupið er ó- skaplega dýrt og vinnan, sem leysa þarf af hendi, krefst bæði mikiis erfiðis og ná- kvæmni. Engin ástæða er til að ætla, að hvor þjóðin, sem er, myndi leggja slíka raun á sig. ef hún væri ekki knúin til þess vegna samkeppninn- ar við hina. Útþensla Sovétríkjanna knúði okkur til þess að fram- leiða sprengjuflugvélarnar. Þetta þrýsti Sovétríkjunum til þess að smíða sínar stóru eldflaugar. Það rak aftur á eftir okkur við að búa til smærri og léttari vopn, sem þó eru eins öflug og hin stærri, og smærri og léttari tæki, sem skila sama árangri og hin stærri. Báðar þjóðir héldu að vísu áfram að kanna geiminn, þó að ekki væri um hina stór- kostlegu samkeppni að ræða. En þær færu sér þá mjög miklu hægar og fyndu ekki til neinnar verulegrar óþolin- mæði eftir árangrinum. Æskulýðsdagur Það fer einhver vorblær um sannleika á þennan vorblæ, þótt vitundina. þegar æskulýðsdagur á öðru sviði sé. Hann ér eitt af kirknanna eða öllu heldur safnað- vormerkjum þjóðlífsins, en þó sér anna í Reykjavík er nefndur. Það staklega vormerkjum kirkjunn- er líkt og vonin, sem felst í orð- ar. Með hverju ári eykst sá áhugi, um meistarans mikla frá Nazaret,: sem u^nizt hefur fyrir þátttöku er hann segir: „Þá vitum við, að barnanna og unga fólksins í starfi sumarið ,er í nánd“; snerti hjart-1 og hugsjón kirkjunnar. Fyrir að geislafingrum. j nokkrum áratugum virtist þar Það eru líka fyrstu vormerkin eingöngu hugsað um fullorðið vetur hvern Því að deginum, sem fólk. eftir að komið var inn úr æskunni er helgaður, hefur verið kirkjudyruan nema þá á ferm- valinn timi fyrsta sunnudag í ingardögum og við skírn. Nú eru marz. Hann ber því svip og hljóm víða barnaguðsþjónustur eða sam af vorleysingum og fyrstu hlýju komur handa bömum í kirkjum dögunum, þegar sumarið virðist hvern helgan daga að vetrinum. kannske ailt í einu komið nokkr- Víðar og víðar eru stofnug ungl- ar klukkustundir, en svo er þá.ingafélög eða æskulýðssamtök inn dimma og frost aftur óðar en an vébanda safnaðanna. varir. en vissan um sigur sumar- Þessi félög eru ekki fjölmenn stundanna vakir samt í barminum enn þá. en samt eru þau líkt og upp frá þessum fyrstu sólskins- ..súrdeig, sem sýrir allt deigið", blettum. svo að notuð séu aftur orð meist- Æskulýðsdagurinn minnir í arans. Það fer með þeim vorblær um lönd, sem áður voru ofurseld skuggum tómlætis og frosti gleymskunnar. Hið sama má segja um barna- samkomurnar, sem oftast eru mjög fjölmennar og ánægjulegar. Hver mun sá prestur, að ekki fari notalegur varmi um hjarta- rætur hans, þegar hann horfir á börnin koma prúðbúin úr öllum áttum, hoppandi yfir hvítar fann- ir á björtum og stilltum góu- morgni, og stefna að kirkjudyr- um unz kirkjan er full út úr dyr- um af broshýrum rjóðum andlit- um með leiftrandi augum og rauð um vörum, sem bráðlega syngja Guði sólskinsins lof af þeim inni- leika, sem börnum einum er eigin- legt, eða þegar þessi sömu litlu höfuð líta í bæn, eins og gola fari yfir ilmandi puntinn á ís- lenzku túni á snemmsumardegi? Sums staðar eru líka smábarna skólar í sambandi við starf kirkju og prests, þar sem starfi ömm- unnar er haldið áfram og bömun- um kenndar bænir, vers og vís- (Framhald á ll. síðu). T f M I N N, sunnudagur 4. marz 1962. 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.