Tíminn - 04.03.1962, Blaðsíða 6
Aðalfundur míðstjórnar
Pramsóknarflokks'ns, sem
haldinn var um síðastl. helgl,
hefur vakið mikla athygli. Svo
glöggt bar fundurinn vitni um
einhug og styrk Framsóknar-
flokksins. í sambandi við þau
formannsskipti, sem þaT fóru
fram, þurfti hvorki sjónleik
eða sérstök brögð. Flokkurinn
stendur jafn einhuga um hinn
nýja formann og hann stóð
um hinn fráfarandi formann.
Allt spjall, sem andstæðing-
arnir reyndu í fyrstu að
hleypa af stokkunum um það,
að formannsskiptin stöfuðu af
einhverri óeiningu i flokknum
hefur hjaðnað af sjálfu sér.
Hin glögga og framsýna stefnu
yfirlýsing, sem fundurinn sam
þykkti einum róml, sýnir bezt,
að ekki er um að ræða neina
breytingu, neitt hik eða und-
anlát I starfi flokksins, enda
hafa andstæðingarnir gefizt
upp við að reyna að túlka for
mannsskiptin á þann hátt,
eins og þeir reyndu 1 fyrstu.
Tvennt á vitanlega drýgstan
þátt í þvi, að formannsskiptin
hafa þannig ekki gefið and-
stæðingunum það tilefni, sem
þeir gerðu sér vonir um. Ann-
að er það, að Hermann Jónas-
son heldur áfram starfi sínu
i flokknum, þótt hann legði
nlður flokksformennsk'una.
Hér er þvi ekki um það að
ræða, að hinn fráfarandl for-
maður dragi sig 1 hlé, þótt
hann telji rétt, að annar taki
við sjálfrl formennskunni.
Hitt er það, að Eystelnn Jóns
son þótti sjálfkjörinn formað
ur, er Hermann Jónasson léti
af því starfl. Engan mann
myndi Hermann Jónasson og
frekar hafa kosið sem eftir-
mann sinn. Það er sjaldgæft,
elns og» „Dagur“ kemst að
orði, og óendanlega mikilvægt
fyrir hvaða stjórnmálaflokk
sem er ,þegar formannssklpti
verða með svo drengilegum
hætti — og eigi blönduðum
sársauka togstreitunnar um
meíorð og völd.
v Mikilsverðar
upplýsingar
Alltaf koma í ljós nýjar og
nýjar upplýsingar. sem sýna
hversu fjarstæð og háskasam
leg „viðrelsnarstefnan“ er.
Þannlg upplýsti Davið Ólafs
son, fiskimálastjóri það i
Mbl. síðastl. fimmtudag, að
verðlagsþróunin hafi vertð
sjávarútveginum hagstæð á ár
inu 1961 og heildaraflinn 23%
meiri en á árinu 1960. Þessar
upplýsingar sýna vel, að geng
islækkunin, sem var fram-
kvæmd á síðastl. sumri, var
algerlega óréttmæt og ástæðu
laus. Hún var hefndarráðstöf
un, sem jafnframt átti að
hræða launastéttimar.
Þá upplýsti Jón Skaftason
það I neðri deild Alþingis í
fyrradag, að árið 1961 hefði
verið byrjað á nær 1000 færri
nýjum íbúðum I landinu á ár-
inu 1961 en 1956 og nær helm
ingi færri íbúðum 1961 en
1958 (1958: 1462 — 1961: 770).
Þetta sýnir glöggt þann stór-
fellda samdrátt, sem orðið
hefur í framkvæmdum af
völdum „viðreisnarinnar".
Þeirrl stjóm, sem þrengir
kjör fólksins með ástæðu-
lausri gengisfellingu, og fækk
ar íbúðabyggingum um helm-
ing með grimmilegum sam-
dráttaraðgerðum, má þjóðin
ekki una til lengdar. Þá væri
alger vá fyrir dyram. Slíka
stjóm verður þjóðin að fella
í næstu kosningum.
Eðlilegar spurningar
Útvarpsumræður þær, sem
fóru fram á Alþingi um sjón-
varpsleyfið síðastl.. mlðviku-
dagskvöld, vora hinar athyglis
verðustu. Þær leiddu grelni-
lega í ljós, að stjómarflokk-
amir gátu ekki komist hjá að
viðurkenna, að málstaður
þeirra væri hinn hæpnasti.
Þess vegna reyndu þelr með
alls konar blekkingum að
halda þvi fram, að hér væri
um litla breytingu að ræða
frá þvi, sem var leyft 1955.
Það var svo rækilega hrakið
í umræðunum og hefur verið
gert siðar hér i blaðinu, að
óþarfi er að rifja það upp hér.
Umræddur málflutningur
stjórnarliðsins mun ekki sízt
sprottlnn af þvi, að fjöld ó-
breyttra liðsmanna þeirra for
dæma nýja sjónvarpsleyfið.
Fjöldi manna í stjórnarflokk-
unum játar, að hér hafa stór-
felld mistök átt sér stað,
stjórnarsinnar hafa ekkert
síður staðlð að mótmælum
gegn þessari ráðstöfun en
stjórnarandstæðingar í þeim
félögum og skólum sem slík
mótmæli haía gert.
Hvers vegna hafa slík mis-
tök átt sér stað? Hvað veldur
þvi, að ríkisstjórnin afhendir
erlendum aðila eins konar
einkaleyfl til að ráða yfir
mesta áróðurstæki í landinu?
Hvers vegna dylst öllum hin-
um sjö ráðherram, sem skipa
rikisstjórn íslands, að hér sé
nokkuð varhugavert og hættu
legt á ferðum? Hvers vegna
dylst þeim, að það sé ósam-
boðið sjálfstæði og metnaði
þjóðarinnar að láta erlendum
aðila slíkt vald í hendur?
Hvað geta ekki þeir menn
látið af hendi, sem þannig
veita erlendum mönnum eftir
litslaust og aðhaldslaust hina
öflugustu aðstöðu til áhrifa
á skoðanir og menningu þjóð
arinnar? Hvar getur verið að
finna takmörkin á uppgjöf-
inni og afsalinu hjá þessum
mönnum?
Tvenns konar
undirlægjuháttur
Svarið við þeirri spurningu,
hvers vegna slík mistök og
sjónvarpsleyfið hafa átt sér
stað, er næsta augljóst. Við
þekkjum vel, að hér á íslandi
eru til þeir menn, sem vilja
rjúfa sem mest öll tengsli við
vestrænar þjóðir í þeim til-
gangl að koma íslandi i meiri
eða minni tengsli við komm-
únistalöndin. Þetta er orðin
trú hjá þessum mönnum. Þeir
sjá kommmúnistalöndin í rós
rauðum hillingum, þar er allt
i stakasta lagi, og hvað eina
sem valdhafar þeirra gera, er
gott og rétt, þótt í dag sé sá
stimplaður glæpamaður, er
var dýrkaður og dásamaður í
gær. Af þessum ástæðum er
það talin íslendingum hin
elna hagnaðarvon og sálubót
að komast I samfélag við þessi
riki. Á sama tima og komm,-
únistar hafa tekið þessa trú,
hafa forystumenn núverandi
stjómarflokka tekið svipaðan
átrúnað, þótt hann beinist I
aðrar áttir. Þelr sjá geíslabaug
kringum allt, sem gerist i vest
rænum löndum og þar getur
valdamönnum hinna stærri
rikja ekkl neitt mistekizt. í
hæsta lagi getur eitthvað
gerst misjafnt hjá ráðamönn
um hinna smærri ríkja þar,
eins og Salazar og Franco, en
hjá ráðamönnum hinna stóru
vestrænu ríkja, e;ns og Aden
auer og Macmiilan, fer ekki
neitt á verrl veg.
íslendingar eigá ekki að-
eins að dásama allt það sem
í þessum löndum gerist, held
ur ber þe;m að haga svo mál-
um sínum og utanríkisstefnu,
að bað sé þessum valdamönn
um þóknanlegt. íslending-
um ber að skilja svo þátttöku
sína í vestrænu samstarfi, að
þeir elgi að haga sér, sitja og
standa, eins og hinir útlendu
aðilar vilja. Ef Macmillan vlll
fá undanþágur fyrir enska
togara í íslenzkri fiskveiðiland
helgi, þá ber hiklaust að veita
þær og vera ekki að haga sér
neitt ókurteislega i hinu vest
ræna samstarfi. Ef Home lá-
varður vill fá rétt til að geta
stöðvað útfærslu fiskveiðiland
helgl íslands næstu áratug-
ina, þá á tafarlaust að fall-
ast á það, þvi að annars getur
aðild íslands að vestrænu sam
starfi verið i hættu. Ef ame-
riska varnarliðið á Keflavíkur
velli vill fá leyfi til að byggja
öfluga sjónvarpsstöð, þá á,
umhugsunarlaust að veita
það, og án minnsta tillits til
þess, hver áhrifin geta qrðið
á menningu þjóðarinnar. Ann
ars gæti sambúð okkar við
vestrænar þjóðir verið í al-
varlegri hættu.
!sland og vestræn
samvinna
Þessi undirlægjuafstaða
gagnvart vestrænum þjóðum
og vestrænu samstarfi er
vissulega ekki aðeins óraun-
sæ, heldur getur hún verið
hin háskasamiegasta. Vissu-
lega valda lega landsins og
sögulegar, menningarlegar og
viðskiptalegar ástæður þvi, að
þótt okkur beri að kappkosta
góða sambúð við allar þjóðlr,
þá hljóta tengsl okkar við þær
vestrænar þjóðir, sem eru
næstar okkur, að verða mest
og nánust, og þar á ekki siður
að koma til samvinna við
Bandarlkm en Vestur-Evr-
ópu.. En því aðeins verður
þessi þátttaka 'okkar i vest-
rænu samstarfi okkur hag-
kvæm og happadrjúg, að við
höldum í hvívetna á rétti okk
ar, að við gleymam aldrei sér
stöðu okkár, að við séum stöð
ugt á varðbergi um menningu
okkar og sjálfstæðí. Allar þær
þjóðir, sem hér taka þátt í
samstarfi með okkur, eru
margfalt stærri en við og þótt
þær séu okkur meira og
minna vinveittar, hugsa þær
eðlilega meira um hagsmuni
sina en hagsmuni okkar. í
mörgum málum er það eðli-
legt og óhjákvæmilegt, að
hagsmunir þeirra og okkar
rekist á, og þá reyna þær að
sjálfsögðu að koma sínu máli
fram, án þess að vera að
hugsa um okkur eða að gæta
þess sérstaklega, hver sér-
staða okkar er. Ef við lítum
þannig á, eins og stjómar-
flokkamir virðast gera, að
við séum einhverjir vargar í
véum, ef við höfnum slíkum
kröfum og höldum fram rétti
okkar og sérstöðu, þá erum
við sannarlega komnir inn á
háskabraut. Þá verður hverju
undanhaldinu af öðru boðið
heim. Ef sá fáránlegi áróður
fær að festa rætur, að það sé
kommúnismi eða kommúnista
dekur að láta ekki undan eins
og gert hefur verið í landhelg
ismálinu og sjónvarpsmálinu,
þá getur vestræn samvinna
orðið okkur til jafnmikillar
óhamingju og hún getur verið
okkur til gagns og heilla, ef
með árvekni og einbeitni er
haldið á málunum.
Afurðalánin
Þorsteinn Sigurðsson, for-
maður Búnaðarfélags íslands,
drap að vanda á mörg hags-
munamál bænda, er hann
setti Búnaðarþingið fyrra laug
ardag. M.a. ræddi hann sér-
staklega um afurðalánln og
sagði m.a.:
„Þá er enn. eitt sem rýrir
kjör bænda, en það era hin
sílækkandi afurðalán. En því
segi ég að lánin lækki, að láns
upphæðin er hin sama ár frá
ári, þó að afurðamagnið auk-
ist til muna, og verðhækkun
segir líka til sín í þessu efni,
þó lítil sé. Er því svo komið,
að afurðalán út á sláturafurð
ir eru komin ofan í 50—55%.
Sumum samvinnufélögum hef
ur að vísu tekizt að útvega
sér viðbótarlán eftir öðrum
leiðum. En eitt er víst, að hér
sunnanlands t.d., og líkt mun
það vera annars staðar, verða
bændur að biða í allt að 7
mánuði eftir þriðjungi af
verði sláturfjárafurða og nokk
urs hluta mjólkurverðs árið
út. Og bændur spyrja: Hverju
sætir, að landbúnaðurinn er
settur svo mjög skör lægra í
þjóðfélaginu en sjávarútveg-
urlnn, sem fær allt að 90%
afurðalán?
Kartöfluræktunin eykst ár
frá ári, svo að við erum að
verða sjálfbjarga með kart-
öflur 1 sæmilegu árferði. En
þessl framleiðsla er ekki talin
verðug afurðalána og niður-
greiðsla ekki af hendi látin úr
ríklssjóði fyrr en jafnóðum og
sala fer fram. Er þvi augljóst,
hvemig hlutur þeirra bænda
er, sem. þessa framleiðslugrein
stunda.“
Hér er vissulega minnt á eitt
stærsta hagsmunamál bænda,
sem þeir þurfa að knýja fram
bætur á, ef það á ekki að verða
þeim vaxandi fjötur um fót.
v
t
6
T f M I N N, sunnudagur 4. mara 1962.