Tíminn - 04.03.1962, Page 10

Tíminn - 04.03.1962, Page 10
Fyrrí hluti: UndanhaU, eítír Arthur Bryanl Heimildir eru Þegar ég ók aftur til Brussels, var ég að velta því fyrir mér, hvort Belgir myndu ekki reynast neitt betri en Frakkar. Vinstri fylkingarhlið mín varð að treysta á belgíska herinn. Þessar hugs- anir mínar voru því mjög á reiki .... Því næst fór ég og snséddi há- degisverð með Monty. Eg sagði honum frá árangrinum af viðtrli mínu og það með, að hann myndi verða að bíða enn í tuttugu og fjórar kiukkustundir eftir fyrir- skipununum um afturköllun 10. belgísku herdeildarinnar. Hann svaraði því til, að það væri allt í lagi og að hann hefði sjálfur gert út um málið. Eg lét í Ijós undrun mína og spurði, á hvern hátt hann hefði geTt það. „Eg fór til belgíska herdeildav- foringjans og sagði við hann: ,Mon général, ég, legg mig og herdeild mína skilyrðislaust undir yðar stjórai og sting upp á því, að við verðum látnir styrkja víglínu yðar.“ Hann sagði, að belgíski yfirforinginn hefð'i tekið þessu til- boði með fögnuði. Þá spurði ég Monty, hvað hann legði til að gert yrði, ef Þjóðverjar gerðu árás. Hann svaraði: „Ó, þá myndi ég setja þann belgíska í varð- hald og taka sjálfur að mér her- stjórnina." Þetta atvik sýnir ljóslega hversu snarráður og úrræðagóður Monty var. Eitthvað varð at| gera, Þjóð- verjar gátu komið á hverri stundu og vissulega fann hann góða lausn á málinu. Aumingja belgíski yfir- foringinn, hugsaði ég með mér, lítið veit hann um það, hvers kon- ar nöðru hann. elur við brjóst sér!“ Um kvöldið, klukkan sjö, gerðu Þjóðverjar svo fyrstu árásina á herdeild Montgomerys, fyrir utan Louvain, en voru hraktir til baka. Daginn eftir, þann 15. maí, skrif- aði Brooke: „Slæmár fréttir tóku að berast . . . Fyrst var mér tilkynnt, að Þjóðverjar hefffu brotizt inn í Louvain. Þessi kvittur hafði mynd- azt vegna þess atviks, að í myrk- inu hélt ein handsprengjusveitin, að 10. belgíska herdeildin væri Þjóðverjar og hóf skothríð á hana. Seinna var mér sagt, að 50. her- deildin hafi verið kölluð til baka, vegna þess að hennar hefði verið þörf annars staðar. Þetta var þungt áfall, þar sem ég hafði ein- mitt byggt áætlun mlna á aðstoð hennar. Nú varð ég að breyta öllum áformum mínum. Þar sem ég taldi nú nauðsyn- legt að hafa nánara samband við 1. herinn, bag ég Miehael Barker að koma til viðræðna við mig. Jafnframt hringdi ég til Gort og fékk hann. einnig til að koima á ráðstefnuna. Þetta reyndist mjög gagnlegur fundur. Gort byrjaði á því, aff segja okkur hinar slæmu fréttir um ósigur og undanhald 9. hersins, þar sem Þjóðverjar liöfðu brotizt í gegn fyrir sunnan Din- ant. Jafnframt var okkur sagt, að Þjóðverjar hefðu rofið varnarlín- una við Sedan og Mcziéres. Fyrsti berinn franiski var umkringdur pg aðþrengdur í Wavre-Namur- skarðinu og 1. brezka herfylkið átti von á áhlaupi. Holland hafði nú gefizt upp og belgíski liðsafl- inn á vinstri hlig okkar var ó- styrkur og liikandi og ekki lík- legur til harðrar mótspyrnu! Um kvöldið skrifáði ég í dag- bók mína: „B.E.F. (brezka leiðangursliðið) verður því sennilega að flytja báðar fylkingarhliðar sínar og mun því reynast mjög erfitt að losa sig úr núverandi aðstöðu. í dag voru gerðar nokkrar minni háttar árásir á framlínu 3.! herdeildarinnar, án nolckurs veru- legs usla og voru allar endurgoldn-1 ar. Coldstream varg hins vegar fyrir talsverðu mannfalli. Eg hef verið önnum kafinn við að gera áætlanir um undanhald okkar til Charleroi-skurðsins og þaðan til Dendre, ef þess gerist þörf. Það'eru margar ástæður til þess, i að maður sé kvíðafullur og skap- þungur, en hins vegar er það bjarg: föst trú mín, enn sem fyrr, að réttlætig hljóti ag sigra ranglæt- ið . . . .“ 3 óhagganlegu sannfæringu, að hann myndi stjórna og ljúka þessum erfiða herflutningi með fullkomn- um árangri. Því næst hélt ég áfram til aðal- stöðva VI. hersins belgiska til þess að semja um undanhald okkar við þá. Þar reyndist ástandið allt ann að, og í hinni algeru ringulreið, sem ríkti þar, var nánast ómögu- legt að gera sér nokkra glögga hugmynd um, hver ætlun hersins væri. Deginum lauk svo með ann arri ráðstefnu í höfuðstöðvunum og að henni lokinni hélt ég til bækistöðva minna í Brussel til Það var nú augljóst, að með því ástandi, sem var að skapast á víg- stöðvum Frakka yrði undanhald brezka leiðangursliðsins brátt óhjá kvæmilegt. Undanhald 3. herdeild- arinnar við Louvain var ekki auð- velt í framkvæmd, þar eð undan- haldsleið hennar var iskyggilega óvarin að norðan, vegna skorts belgíska hersins á styrk og bar- áttuhug. Eg flutti því eitt stórfylki 4. herdeildarinnar þangað, til þess að verja 3. herdeildina í fyrstu á- föngum undanhaldsins. Þann 16. maí versnuðu frétt- irnar. Áhlaup Þjöðverja á 1. her- inn franska, dagi.nn áður, hafði knúið hann til undanhalds, sem einnig náði til 1. hersins brezka. Eg fékk fyrirskipanir frá höfuð- stöðvunum um að byrja undan- hald þá usn nóttina, gegnum Brussel. Eftir slæma nótt, með sífelldum truflunum vegna skilaboða, fyrir- skipana, sprengjuárása o.s.frv., sótti ég fyrst ráðstefnu í höfuð- stöðvunum og hélt svo áfram til aðalstöðva 3. herdeildarinnar til þess ag ræða endanlegan undir- búning og framkvæmd undanhalds ins. Það höfðu verið talsfverðir bardagar á Louvain-vígstöðvun- um, og þegar ég kom, hafði liðs- foringi í verkfræðingadeildinni, sem drepinn var um nóttina, verið grafinn í kastalagarffinum. Eins og venjulega lét Monty mótlætið og erfiðleikana engin áhrif hafa á sig, en var fullur starfsorku og bjart- sýni. Eg skildi við hann með þá ag dvelja þar síðustu nóttina ... ! „Nú vona ég“, skrifaði Brooke þá um nóttina, „ag undanhaldið hafi bvrjað, eins og það átti að gera, klukkan 10 e.h.“ Alls stað- ar, nema á vígstöðvum Breta, hafði þetta verig ógæfudagur. Enda þótt leiðangursliðið hefði hrundið hverri árás é fjörutíu mílna svæði, þá hafði fimmtíu mílna breitt skarg verið brotið i varnarlinu níunda og annars hers- ins franska, og í gegnum það ruddust nú pansarasveitir von Rundstedts. Allar tilraunir til að stöðva þær höfðu mistekizt, og þegar þýzku skriðdrekarnir rudd- ust vestur yfir Maginot-línuna og inn á sléttu.rnar handan við hana, urðu Frakkar gripnir miklum ötta. „Hópar franskra borgara og hermanna”, skrifaði Rommel — „afmyndaðir af skelfingu, lágu í skurðunum meðfram gii'ðingum, og í hverri holu og lægð hjá veg- inum . . . Alltaf sama myndin, henmenn og borgarar á örvita flótta báðum megin við veginn . . . hrærigrautur af byssum, bryn vögnum og hernaðartækjum hvers konar í óleysanlegri bendu, ásamt hest-dregnum flóttamannamögn- um. Frönsku herdeildirnar voru gersamlega yfirbugaðar af undr- un við hina skyndilegu komu okk- ar, lögðu niður vopn sfn og gáfust skilyrðislaust upp . . . Hvergi var gerð minnsta tilraun til mót- spyrnu“. Klukkan 5 e. m. hinn 17. maí — Eru nokkur vitni? spurði ég. — Vitni hafa ekki verið til- nefhd enn, svaraði Jones og leit til Múmú. — Þau munu koma fyrir réttinn í fyrra- málið. — Það er einkennilegt, að í þessu landi skuli alltaf vera hægt að útvega vitni. Einu sinni var hér umdæmisstjóri, er sagði mér ,að alltaf væri hægt að útvega allar nauð- synlegar sannanir. Jones stökk upp á nef sér, eins og ég hefði vitað fyrir. — Hafið taumhald á tungu yðar, herra Leigh. Annars á- kæri ég yður fyrir að svívirða og fyrirlíta réttinn. — Fyrirlitning er ágætt orð, og ég á nægar birgðir af þeirri vöru. En mig getið þér ekki ákært fyrir slíkt, því að þetta héma er ekki réttar- hald. Það er ekki löglegt að setja rétt á sunnudegi. — Þér skuluð ekki vera að kenna mér lög, mælti Jones ögrandi. — Jú, bersýnilega veitir ekki af því. Og það ætti yður ag þykja vænt um, þvi að ann ars gætuð þér átt á hættu að komast í erfiða aðstöðu. Því næst sneri ég við blaðinu. ■— Jones umdæmisstjóri, ég óska, aS- þér gefið út skipun um að handtaka konu, sem er stödd í þessu herbergi, og nefnist Múmú. Ákæran hljóðar upp á líJcamsárás og morðtilraun. Eg fletti skyrtunni frá mér og sýndi honum reifað brjóst- ið. Jones virtist kveinka sér. Múmú starði á mig án þess að neitt mætti r,áða af svip hennar. — Gagnákærur yðar verður að leggja fram síðar. Að þessu sinni tek ég aðeins til með- ferðar þá ákæru, sem fyrir liggur. Rétturinn verður sett- ur klukkan þrjú á morgun. Tryggingin nemur þrem hundruðum dollara í pening- um eða staðfestri ávísun. Eg leit til Reinós. Hann deplaði ekki einu sinni aug- unum. — Hvað segir þú um þetta? spurði ég. — Má umdæmis- stjórinn láta mig lausan á þína ábyrgð? — Þann vanda þori ég ekki að taka á rríig, flýtti hann sér að svara. — Mig furðaði ekki á því. — En hvernig á ég að geta náð í peningana? Ekki trúi ég því, að umdæmisstjórinn haldi mér þannig, að mér sé meinað að leitast fvrir um lán á upphæðinni í bili. Þeir Jones og Forbes litu hvor á annan, og Reinó svar- aði: — Eg er hræddur um, að það sé ómögulegt að fá ávísun bókaða í kvöld. Og ég efast um, að ég geti grafið upp hálft fjórða hundrað dollaraj í peningum. Hvað leggiö þér til, að gert sé, Jones umdæmis stjóri? Það stóð ekki á svarinu hjá Jones! — Hér er yfirleitt ekki um neinn vafa að ræða. Herra Leigh verður að sitja í fang- elsi, þangað til dómur feliur, klukkan þrjú á morgun. Mér varg hugsað til klef- ans, sem ég átti fyrir höndum að nátta mig í. Sjálfsagt var hann þegar fullur af svörtum afbrotamönnum af ýmsu tagi. Svo að þeir ætluðust til, að ég sæti yfir nóttina í þeirri svína stíu. Það var auðséð, að Reinó Forbes ætlaði að ryðja mér úr vegi- Var ég honum steinn í götu á leið hans til forstjóra- stöðunnar? Eg hugsaði af öllu afli og á ýmsa vegu. — Mér þykir þetta leiðin- legt, Mikki, sagði Reinó allt í einu. — En ég neyðist til að benda þér á staðreyndir. Ef einhver okkar plantekru- manna gerist brotlegur við lögin, verður hann að eiga það á hættu, að þola hegn- ingu fyrir verknað sinn. 1 Reinó virtist falla þetta innilega þungt. — Eg veit, að þetta verður óþægilegt fyrir þig — næstu átján klukku- stundir. En það er sönnun þess, að allir eru hér jafnir fyrir lögunum, bæði svartir menn og hvítir. — Afbragðs ræða, Forbes, sagði ég. — En ég hef þetta einhvern veginn af. Jæja, ef þú hefur ekki fleiri erindi að reka við umdæmisstjórann, þætti mér vænt um að fá að tala við hann undir fjögur augu. Forbes leit til Jonesar og hann kinkaði kolli. Síðan lcvöddust þeir og Forbes kast- aði á mig kveðju. Svo tók hann Múmú með sér og fór. Eg bauð umdæmisstjóranum vindling og lét í pípu mína. Síðan reyktum við þegjandi, þangað til hætt var að heyr- ast til vagns Reinós. Eg vissi, að tveir lögregluþjónar stóðu fyrir utan dyrnar. „Nú, nú, herra Leigh?“ spurði Jones. Eg tók dollaraseðlana upp úr vasa mínum. Undrunin stóð rituð á hverjum drætti á andliti umdæmisstjórans, er ég taldi þrjú hundruð og fimmtíu dali fram á borðið. „Gjörið svo vel að gefa mér kvittun,“ sagði ég. „Mér ligg ur skrambans mikið á.“ 22. kafli. Það var dimmt um kvöldið og hæg gola fór yfir plant ekruna. Hún gat bent til þess að svalt yrði í veðri daginn eftir, en það kom stundum fyrir um þurrkatímann, þó að miðbaugur lægi ekki langt héðan. Nú var fyrir hendi heil nótt til svefns og hvíldar. Eg fór beint heim og bland aði mér viský í glas. Eg var Reinó ævareiður fyrir atferli hans, og kenndir mínar til Múmú máttu nánast hatur heita. Mér datt í hug sagan er hún sagði mér í Salata, um stóra og sterka manninn, sem ekki gat bjargað sér undan fjöður, er kona fékk blásið burtu. Sú saga hafði aðeins verið grobb í.Múmú. Eða var það ekki svo? í rauninni var það hún, sem hafði undir- tökin, eins og sakir stóðu. T í M I N N, sunnudagur 4. marz 1962. 10

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.