Tíminn - 06.03.1962, Page 4
MnssnemSBH
Ofan af Þórsgötu barst
fréttin niður á Lindargötu,
eins og eldur í sinu. Það er
maður að hengja málverk
utan á húsvegg í einni göt-
unni, sem kennd er við
guðina. Þetta var síðdegis
einn þennan ^kafheiða sól-
skinsdag í vikunni, sem
leið, og það er ekki dagleg-
ur viðburður í Reykjavík,
að þeir, sem bundið hafa
tryggð við pensilinn, sýni
undir berum himni. Á leið-
inni upp eftir mættum við
konum, sem gengu í frá-
hnepptum poplínkápum, af
því að einhver hafði sagt
þeim, að vorið væri komið.
Verzhinarmenn höfðu lokið
upp dyrum og viðruðu sig á
tröppunni, og fyrir framan hálf-
byggt hús á Þórsgötu stöðvuðu
menn bíla sína og fólk, sem átti
leið þar um, safnaðist saman til
að virða fyrir sér listaverk hins
skringilega málara á gráum
veggnum. Og þegar við komum
nær, sáum við, að málarinn hef-
ur áður borið list sína á torg,
því að Stefán Jónsson frá
Möðrudal sýndi á Lækjartorgi
fyrir fáum árum.
Stórval og Kjarval
— Sæll Stefán, veiztu, að þú
ert búinn að hengja þrettán
myndir á vegginn. Ertu ekkert
hjátrúarfullur?
— Er ég ekki sjálfur fjórt-
ánda atkvæðið? spurði hann
brosandi og stillti sér upp við
vegginn með miklum bravúr.
Hann stóð þarna hjá mynd-
unum slnum í sVartri beztúlpu
með dökkan, barðastóran hatt
í febrúarsólinni og kærði sig
kollóttan um allt þetta smáborg
aralega snakk, sem maður
heyrði út úndan sér um, að mað
urinn hlyti að vera brjálaður
að þykjast vera listamaður og
leyfa sér ofan í kaupið að
hengja myndir af folöldum,
hrauni og blómum, sem tákna
frið dauðans á vegg Sigurðar
Jónassonar við Þórsgötu.
í hornið, þar sem listmálarar
auðkenna myndir með nafninu
sínu, hafði Stefán málað Stór-
vál með skýrtm stöfum. Þetta
kom mér kunnugíega fyrir sjpn-
ir, og ég hafði orð á því við
hann, að þetta minnti mig dá-
lítið á Kjarval.
— Nei, nei, sagði Stefán. Það
er ekki rétt. Það er nefnilega
svoleiðis, að ég er frá Möðru-
dal, og brennimarkið okkar er
Möðrud, og svo kemur punktur.
Þeir sleppa -alur. En við verð-
um að nota þessa stafi, þetta
eru fallegir stafir. Sko, ég heiti
Stefán, og þess vegna eru fyrstu
tveir stafirnir í þessu fanga-
marki St, svo er ég Jónsson, og
óið í því kemur næst. R er síð-
asti stafurinn í Möðrudalur. Eg
heiti nefnilega líka Vilhjálmur,
og þar færðu vaffið, og al
standa saman í Möðrudal. Þess
vegna kalla ég mig Stórval.
— Þetta er gott hjá þér.
— Hvað?
— Að heita Stórval.
— Já, finnst þér það ekki,
sagði Stefán og skellti upp úr.
Og ég á Ódáðahraun. Sjáðu,
þarna er mynd af því og Herðu-
breið í hríðinni og allt saman.
Ég hef nefnilega lent í því, sem
enginn annar hefur gert. Það
var um hávetur 1936, að ég var
villtur i grenjandi hi'íð og gaddi
á Möðrudalsöræfum. Eg þekki
þessi öræfi, og það var bara- guð
leg forsjón, sem réð því, að ég
komst heim og fékk að sjá
drenginn minn aftur. Það dóu
alveg frumur í höfðinu á mér,
Hann stóS þarna keikjur í svartrl beztúlpunni og kærði sig kollóttan um smáborgaraskapinn.
varð að mála. Um kvöldið var
myndin búin. Ég hef ekki snert
hana eftir það. Nú skilurðu,
hvers vegna olíubrákin er þarna
uppi við rammann.
Ég kinkaði kolli og spurði,
hvað blómin ættu að tákna.
— Frið dauðans, þetta er
friður dauðans, því að það var
allt búið.
En það voru myndir af fleiru
en þeim blómum, sem tákna
frið dauðans á sýningu Stefáns
frá Möðrudal.
— Folaldið er bezta myndin
hjá þér, sagði einhver í hðpn-
um.
— Já, það er saga að segja
fr'á þvi. Ég ætlaði nefnilega
einu sinni að mála rauða hest-
inn, sem ég átti einu sinni.
Hann var frá Fjalli í Skagafirði,
óskaplega fallegur hestur. En
Jón Stefánsson varð á undan
mér að mála hann. Hann sá
hann ungan fyrir vestan, áður
en ég eignaðist hann. Það ér
hann, sem sést á myndinni, sem
Ragnar lét prenta eftir Jón.
Óskaplega fallegur, rauður
hestur og mikið grænt í kring-
um hann.
— Og þú málaðir hann
aldrei?
— Nei, maður lifandi, það
datt mér ekki í hug. Þá hefði
ég verið að stæla Jón. En mér
datt annað í hug.
— Nú, hvað var það?
— Mér datt í hug, hvort ekki
væri bara reynandi að mála
móður hestsins. Og það gerði
ég. Það er hún, sem sést í ■
myndinni Vorleikur, sem ég
sýndi á Lækjartorgi. Það eru
sjálflýsandi litir í þeirri mynd.
Hún er orðin mjög fræg. Hún
kom í blöðum á Norðurlöndun-
um, og Ferró sagði mér, að hún
hefði líka komið í ítölsku blaði.
— Þetta minnir á Engilberts,
s^gði ég og benti á mynd af
Ódáðahrauni, sem mér fannst
ákaflega sérkennileg.
— Nei. Ég hef ekkert af hon-
um lært.
Æðsta snílld að vera
fióður í hraunum
þegar þetta gerðist. Ég veit það,
og ég næ mér aldrei alveg aft-
ur. En síðan á ég Ódáðahraun,
og ég mála það oft.
— Af hverju er þessi mynd?
spurði ég og benti á mynd með
mörgum rauðum og bláum
blómum í forgrunninum og
dökku skýi efst á léreftinu.
— Þetta er draumur, skal ég
segja þér. Mig dreymdi þetta
nóttina, sem Hermóður fórst,
allt ein inspírasjón, og ég gat
ekkert annað málað allan dag-
inn eftir, ekki eitt einasta hæti.
Ég varð bara að mála og mála.
Ég átti tvo vini, sem þá fórust,
og ég sá þá, þar sem þeir helltu
olíu í sjóinn, og þeirra eina
hugsun var að bjarga sér. Þeg-
ar vinir mínir fórust, voru þeir
að hugsa um sjómannalagið Bár
an blikar, sem ég samdi, þeir
voru að hugsa til mín, og ég
— En hvaða málarar þykja
þér beztir?
— Ja, Kjarval er náttúrlega
óskaplega duglegur og góður í
hraunum. Já, hann er það. Og
það að vera góður í hraunum,
það er náttúriega alveg há-
mark. —
Hvað átti ég að gera
þangað?
— Hefurðu nokkurn tíma
verið i myndlistarskóla?
— Nei, nei. Aldrei.
' Fram(inir> a 13 íiðu ’
Nokkur af málverkum Stefáns á veggnum viS Þórsgötu.
T í MIN N , þriðjudaginn 6. marz 1962
t ‘ \ .
I
r * '