Tíminn - 06.03.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 06.03.1962, Qupperneq 6
ærri eingöngu nefndar- törf á búnaðarþinginu í vikunni sem leið vann búnaðarþing mest í nefndum er fjölluðu um mál, sem fram hafa verið lögð. Málin sjálf og nefndarálit eru ekki komin að ráði til umræðu á þinginu — hafa aðeins verið lögð fram og vísað til nefnda. S.l. miðvikudag var búnaðar- þingsfulltrúum boðið upp í Áburð- arv^rksmiðiuna í Gufunesi til þess að sjá þar uppskipun áburðar og störf í verksmiðjunni sjálfri. Mun tilefnið hafa verið ályktun, sem Búnaðarsamband S-Þingeyinga hef ur sent búnaðarþingi um þá ráð- stöfun landbúnaðarráðherra að leggja niður Ábur'ðarsölu ríki&ins en fela hana Aburðarverksmiðj- unni. í ályktun þessari er nokkur gagnrýni a þessa ráðstöfun og mælt með, að áburðarsalan verði gefin LIF OG LIST - lítil atkiífasemd Sigurður A. Magnússon, blaða- maður og bókadómari, getur tíma-! ritsins „Líf og list“ lítillega í rabb; dálki sínum í Lesbók Mbl. um sál- uð íslenzk lista- og bókmenntarit.1 Ekki veit ég, hvort hann er að þakka mér svona persónulega (í víðlesnasta blaði landsins) fyrir að hafa ekki birt smásögur eftir sig, sem hann var að senda mér með ofur vinsamlegum bréfum, meðan hann var góði drengurinn í KFUM og lagði stund á guðfræði, eða hvort Líf og list, sem nú hefur hvílt í friði í 10 ár, getur enn sært sjúklegan bókmenntametnað hans og espað upp í honum enn meiri löngun í nafn en raun er á. Svo virðist sem hvorki Morgunblaðið né Rósinkranz né Grikkjakóngur hafi getað fullnægt nafnílöngun hans fram að þessu. Þeir, sem þekkja Sigurð gerla, munu dæma um, hvort það er af meðfæddum óheiðarleik eða upp- runa eða uppeldi hans — trúlega þó ekki í IiFUM — að hann fer svona skakkt með, blessaður pilt- urinn. Sigurður minn góurinn! Líf og list kom ekki út í IV2 ár. Þar skrökvaðirðu vísvitandi. Ut komu 20 hefti á rúmum tveim ár- um. Það hóf göngu sína í apríl 1950, en hrökk upp af klakknum í júní 1952. Sem sagt, það lifði tvö ár og tvo mánuði. Svo þakka ég þér tóninn í um- sögninni — hann kemur upp um þig — og óska þér til hamingju með að Líf og list birti ekki smá- sögu eftir þig á sínum tíma og tók ekki á sig ábyrgð og vanda „góðs fólks“, sem þú áttir' eftir að hitta síðar. Steingrímur Sigurðsson. frjáls. Allsherjarnefnd búnaðar- þings fjallaði um erindi þetta og kvaddi til sín menn, sem þessum málum eru kunnugir til ráðuneytis. Brá þá Ingólfur ráðherra við og bauð öllum fulltrúum upp eftir til að kynnast starfrækslunni þar. Svo stóð á, að verið var að skipa upp lausum áburði úr skipslest, og var áburðinum mokað með krana á vörubílapalla opna 'og ekið upp í stóra skemmu. þar sem áburður- inn er geymdur og sekkjun fer fram. Mun búnaðarþingsfulltrúum hafa þótt þetta heldur tæknilítil vinnubrögð, bílar dýrir og áburð- urinn í hættu af vindi og regni Ingólfur ráðherra hélt síðan ræðu í kaffiboði verksmiðjunnar og mælti fast með ráðstöfun sinni og kvað þetta miða að því að bænd- ■ur fengju áburðinn ódýrari. Kvað hann sér þykja hart að bændur kynnu ekki að meta þetta betur en svo, að þeir gerðu ályktanir gegn þessu. Fékk ræða hans heldur daufar undirtektir. Þorsteinn Sigurðsson, forseti búnaðarþings, þakkaði boð verk- smiðjunnar með ræðu og kvað lofsrvert að reynt væri að afla bændum ódýrari áburðar. Hins vegar hefðr þeir ekki enn séð ör- ugg merki þess, að hin nýja skip- an næði því marki. Skipaleigan mundi dýrari en ráð var fyrir gert og vinnubrögð við uppskipun ekki af mikilli tækni. Einnig kvað hann bændur frjálsa að því að gera á- lyktanir, og væri slíkt fremur vert | hróss en ámælis af hendi landbún- aðarráðherra. Bændur reyndu að gera sér skýra grein fyrir málum og létu síðan álit sitt uppi, og væri óskandi að þeir héldu því áfram og sættu ekki ámæli fyrir. Tóku menn öfluglega undir ræðu Þorsteins. A fimmtudag flutti Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóri, erindi á bún- aðarþingi og sýndi skuggamyndir frá laxaklaki og eldi í Bandaríkj- (Framhald á 15. síðu) KVIKNAR I BÁT Snemma morguns s.l. laugardags var vélbáturinn Hólmsteinn frá Garði, dreginn inn til eKflavíkur, og var eldur í vélarrúmi og káetu bátsins. Slökkviliðið beið tilbúið á bryggjunni, og var eldurinn fljótlega slökktur. Báturinn er mikið skemmdur, m.a. er allt raf- kerfi hans ónýtt. V.b. Hólmsteinn var á leið í róður, þegar eldurinn kom skyndi lega upp í honum. Var hann þá staddur út af Garðsskaga. Skips- menn réðu ekkert við eldinn, og þegar þeir ætluðu að senda út liiiálparbeiðni, fór rafmagnið af nokkrum hluta bátsins, og varð sendistöðin óvirk. V.b. Gylfi var staddur skammt frá, og gátu skips menn á v.b. Hólmsteini vakið at- hygli hans á sér. Sjólag var frem- ur slæmt, g gerði það erfiðara um vik við slökkvistarfið. Skips- menn á Gylfa reyndu að koma sjóslöngu yfir í Hólmstein en með an á þeim tilraunum stóð, slóst afturmastur Gylfa í reiða og loft- I net Hólmsteins með þeim afleið ir.gum, að mastrið á Gylfa brotn- aði. Tók þá Gylfi Hólmstein í tog og dró hann til Keflavíkur. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magnstöflu. Þingstörf t gær Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. Fundur í efri deild stóð aðeins í 15 mínútur. Frumvarp við vangefið fólk var til 2. umr. Auður Auðuns mælti fyrir áliti heilbrigðis- og félags málanefndar, sem mælti með samþykkt frumvarpsins. Frum- varpið var samþykkt og vísað til þriðju umræðu. Friðjón Skarphéðinsson mælti fyrir nefndaráliti um frumvarp um framsal sakamanna. Nefndin með meðmælt frumvarpinu. — Var var samiþykkt og vísað til 3. umr. í neðri deild mælti Gunnar Gíslason fyrir áliti landbúnaðar \ nefndar um frumvarp Gísla Guðmundssonar og fl. um eyð- ingu svartbak?. Nefndin var sammála um að mæla með sam þykkt frumvarpsins. Gísli Guð mundsson þakkaði nefndinni fyrir afgreiðslu málsins og kvaðst vona, að frumvarpið fengi skjóta afgreiðslu í deild- inni. Einar Ingimundarson mælti fyrir áliti allsherjar- nefndar um frumvörp um erfða lög, skipti á dánarbúum og fé- lagsbúum, réttindi og skyldur hjóna og ættaróðal og erfðaá- búð. Við frumvarpið um erfða lög töluðu auk Einars Gísli Jónsson og Bjarni Benedikts- son. Gísli Jónsson hafði flutt breytingatillögur við frumvarp ið og voru þær felldar og öll frumvörpin fjögur samþykkt og afgreidd til 3. umr. og fundi slitið. Við 2. umr. um frumvarp um Atvinnubótasjóð flutti Gísli Guðinundsson athyglisverða ræðu. í upphafi máls síns ræddi Gísli um fólksflutninga þá, sem orðið hafa í þjóðfélaginu s.l. áratugi og afleiðingar þeirra. Taldi hann, að á næstu áratug- um og um þessar mundir væri stærsta verkefni þjóðarinnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hér fara á eftir stutt- ir kaflar úr ræðu Gísla Guð- mundssonar. Hvernig á að stuðla að því, sem kallað er jafnvægi í byggð landsins? Frumskilyrði til þess að byggð haldist og íbúatala aukist, hvar sem er á landinu, er auðvitað efling og aukning atvinnuveganna á hverjum stað. Aukið fjármagn, fleiri atvinnu tæki eða framkvæmdir, sem styðja atvinnulífið, meiri fram- leiðsla til sjávar og sveita. Þetta skildu Norðmenn, þegar þeir gerðu Norður-Noregs-áætl- un sína rétt eftir 1950. Eg vék nokkuð að þeirri áætlun við 1. umr. þessa máls og skýrði hér frá ýmsum atriðum i.sambandi við hana. Og þetta er hugsunin á bak við það, sem talað hefur verið um og stundum fram- kvæmt til að stuðla að jafnvægi í byggð iandsins. Að mínum dómi er hér um að ræða stærsta viðfangsefni þjóðarinnar um þessar mundir og á næstu ára- tugum. Og margt af því, sem við erum að fást við, þrátta um hér á Alþingi og á ýmsum öðr- um vettvangi, eru hreinir smá- munir í samanburði við þetta aðkallandi viðfangsefni, sem getur varðað tilveru þjóðarinn- ar og sjálfstæði. Og ef menn bera ekki gæfu til samþykkis um það, sem í þessu sambandi þarf að gera á komandi árum, þá er hér mál, sem vissulega er þess virði, að fyrir það sé bar- izt og að menn helgi því krafta sína. Auðvitað á mergur þessa máls að vera sá, að koma upp öflugri stofnun til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með dreifingu fjármagns og áætlun- argerð, nokkuð hliðstætt því, sem Norðmenn hafa gert og gera enn í sinu landi. Og það má geta þess í því sambandi, að núna eftir að Norður-Noregs áætluninni svokölluðu er lokið. þá hafa Norðmenn sett nýja lög gjöf og raunar verið gevð ný áætlun um jafnvægi í byggð Noregs, sem er á breiðari grund velli en Norður-Noregs-áætlun- in sjálf var Og mér finnst, að hæstv. ríkisstj., sem hefur gert töluvert af því að fá norska menn til þess að vinna fyrir sig verk, hún ætti að gefa gaum að því, sem Norðménn hafa hafzt að í þessum málum undanfar- inn áratug, þeirri starfsemi, sem þar hófst upp úr 1950 í Norður-Noregi og-haldið er á- fram siðan og hvílíkt fjármagn það er, sem búið er að veita inn í Norður-Noreg samkv. þess ari áætlun. Norður-Noregur er landssvæði, sem er ekki fjarri því að vera álíka stórt og fs- land. íbúatala þar er að vísu enn hærri en á íslandi, en þó hins vegar ekki hærri en svo; að það eru mjög sambærileg, bau viðfangsefni, sem þar er um að ræða og hér, og þær fjár upphæðir. sem þar hafa verið veittar 1 jafnvægi í byggð lands ins og þær fjárupphæðir, sem talað ei um að veita í þessu frumvarpi. En hvað sem þvi líður, hvað sem aðrar þjóðir gera, þá á okk ur að geta verið Ijóst okkar eig ið viðfangsefni. Og til þess að eitthvað miði áfram í þessa átt, þá þarf þetta ríkisframlag sam- kv. frv. áreiðanlega mjög að hækka og ég held, að hv. 1. þm. Norðurl.v. hafi farið tiltölu Iega hóflega í sinni brtt. um það efni. B-lið 1. gr. vil ég láta breyta eins og lagt er til í brtt., sem ég hef áður nefot á þskj. 327. Mér finnst, að hér eigi að koma hreint fram og ekki vera með óþavflega Ioðið orðalag, koma hreint fram, þannig, að það a. m. k. gleymist ekki, að hér sé um jafnvægissjóð að ræða. Það mundu menn a. m. k. í fyrra, þegar þáltill. var af- greidd, að þetta átti að vera jafnvægissjóður, og þess vegna er eðlilegt að Iiðurinn sé svona orðaður, að sjóðurinn eigi að veita lán til að stuðla að hag- nýtingu góðra framleiðsluskil- yrða í landinu, sérstaklega eða fyrst og fremst í þeim lands- hlutum, þar sem íbúum hefur fækkað undanfarið eða íbúa- fjölgun verið minni en sem svar ar íbúafjölgun landsins í heild, eins og ég hef lej'ft mér að orða það atriði. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki nota þessa fyrirhuguðu stofnun til þess að reyna að leysa úr þeim vanda, ■em hér hefur verið gerður að nmtalsefni Og menn mega ekki gleyma því i þessu sambandi, að til eru aðrar lánsstofnanir, sem halda áfram að gegna sínu hlutverki og hugsanlegt, að þær geti gert það í ríkara mæli en nú er. Hvers vegna þá að vera að gefa það í skyn, að þessi stofnun, sem á að vera sérstak- lega til þess að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins, hún eigi e. t. v. að hafa eitthvert annað hlutverk líka. Hvers vegna endi lega að seilast í lamb hins fá- tæka manns í þessu efni? Eða dettur mönnum í hug að nota líka þetta fé, ef svo ber undir, til þess að hjálpa til að efla enn þá fólksflutninga og þá háska- legu þróun, sem ég hef nefnt og þá landeyðingu, sem virðist vofa yfir eftir nokkra áratugi, ef svo heldur fram sem horfir? Eg vona, að svo sé ekki. Hér er í B-lið 1- gr. frv. tal- að um að veita lán til að stuðla að hagnýtingu góðra framleiðsluskilyrða í landinu. \ En um allt fsland, a.m.k. hinn byggða hluta þess, eru góð framleiðsluskilyrði frá náttúr- unnar henc.i í hverri sýslu og við hverja höfn, framleiðsluskilyrði á ýmsum sviðum, sum sem aldrei hafa verið notuð, fram- leiðsluskilyrði, sem á þessari miklu tækniöld, þættu góð í hverju því landi, sem ekki telst vanþróað. Það er fólksins, sem Iandið byggir eða samfélagsins, að nota þessi skilyrði eins og þjóð. sem vill eiga land sitt «g helga sér eignarréttinn með byggð, en ekki eins og farandi þjóð, sem safnast saman í einn tjaldstað og fer þaðan til fanga. Nota þau bessi framleiðsluskil yrði, þar sem þau em og tengja ötfög sín við landið, sem skóp h-'na. Það er sitthvað, þó að fs- Gísli Guðmundsson. lendingar vilji eiga myndarlega höfuðborg sem hæfilega mið- stöð nýmenningar og gróandi þjóðlífs, og það viljum við öll, eða að gera ísland að borgríki á einu útnesi, svo að notað sé orðalag Landnámabókar. Slíkt ríki fær ekki staðizt fremur en önnur af því tagi, fyrr á tím- um og þarf eki þar um að fjöl yrða. Ág hef nú gert nokkra grein fyrir brtt. minni á þskj. 327 og hvers vegna hún er orð- uð eins og hún er orðuð. Nú vék hv. frsm. n. að því áðan í framsöguræðu sinni, að hann teldi það eðlilegt eða gerði frekar ráð fyrir, að brtt. yrðu teknar aftur við þessa umr. enda sagði hann, að ncfnd in þyrfti að halda fund, til að ganga frá ákvæði, sem vantaði í frv. Ég vil mjöig gjarnan verða við þessu, og taka brtt. mína aftur við þessa umr., þannig að hún komi ekki til meðferðar fyrr en við 3. umr. og vil ég þá mega vænta þess að hv. fjlin. taki hana til athugunar, þegar hún fjallar um málið. .......................... ) 6 T f M1N N , þriðjudaginn 6. marz 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.