Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.03.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir Arthur Bryunt. Heimildir eru A Á í A l komu skriðdrekasveitir Rommels til Landrecies og hálfri annarri klukkustund síðar voru þær að málgast útjað'ra Le Cateau. Að morgni hins 17. maí skrifar Brooke: „Eg fékk mjög alvarleg skila- boð með hraðboða. Þau voru skrif uð kl'. 2 e.m., en afhendingu þeirra hafði seinkað, vegna þess að hraðboðinn villtist á leiðinni. Orðsendingin var frá Miehael Bar- ker, yfirmanni 1. hersins og var svohljóðandi: „Hægri fylkingar- hlið mín í mikilli hættu. Um- kringd af brynvörðum hersveit- um.“ Eg sendi þegar mann til að kynna sér ástandið og athugaði landakort mjög vandlega með það fyrir augum að breyta undan- haldsleið minni, ef þess gerðist þörf. Þegar ég hafði sent annan mann söimu erinda, fékk ég loks aðra orðsendingu, þess efnis, að ástandið væri alis ekki svo al- varlegt og af hafði verið látið... Aðfaranótt hins 17. mai vorum við í Terlinden, en ég var bersýni lega of þreyttur um kvöldið tii að skrifa í dagbókina mina, því að hinn 18. finn ég svohljóðandi: „I gærkvöldi var ég of þreytt- ur til að skrifa og nú get ég tæp- lega munað, hvað gerðist í gær.“ Þriðja herdeildin hafði fram- kvæmt undanhald sitt með góðum árangri gegnum Brussels og yfir Charleroi-skurðinn. Þegar yfir skurðinn var komið, voru brýrn- ar sprengdar í loft upp og fram- rás Þjóðverja þannig stöðvuð í bili. Eg hafði samt tíma til að aka meðfram brúnum og fullvissa mig um að öllum viðbúnaði fyrir komu Þjóðverja væri lokið.“ Næsta morgun — laugardaginn 18. maí — voru miklar sprengju- árásir gerðar á bækistöðvar Brookes við Renaix. Nú, þegar Holland var fallið, beindu Þjóð- verjar athygli sinni að hinum hörfandi herjum Prakka og Breta og dreifðu ógnum og eyði- leggingu yfir þjóðvegi Belgíu og Frakklands. Þoka striðsins hafSí breiðzt yfir hina víðáttumiklu víg| velli og huldi nú, þegar þýzku! skriðdrekamir ruddust áfram í þéttum rykmekki, allt Norður-| Frakkland og Belgíu. Tvisvar sinn! um — að kvöldi hins 15. og aftur morguninn 17. maí — reyndu yf- irboðarar Guderians, sem óttuð- ust gagnárás, að stöðva framsókn hans. Dagbók Brookes frá næstu tveim ur dögum, sýnir ljóslega, við 'hvaða erfiðleika hann átti að etja: „19. maí. Wambrechies. Fór á fætur klukkan 5 e.m. eftir stutta næturhvíld og byrjaði þegar á því að athuga hina nýju varnarlínu okkar við Sciheldt. Varð fyrir mikl um töfum og hindrunum vegna hins mikla fjölda flóttamanna, en tókst þó að komast alla leiðina meðfram ánni og áfram til Mont St. Auber (nálægt Tournai); því ■næst ók ég til hinna nýju aðal- stöðva 1. herdeildarinnar til að vita, hvernig ástandið væri þar. Eg var rétt nýkominn aftur til bækistöðva minna, þegar ég var kallaður til herforingjastefnu í G.H.Q. (General Head Quarters). Það \far mjög mikilvæg ráðstefna. Fréttirnar frá vígstöðvum Frakka voru verri en no'kkru sinni fyrr. Þeir voru að reyna enn eina gagn- árás, ef þeir gætu með því bætt eitthvað aðstöðu sína. Mistækist hún, yrði leið brezka l^j^r}gurs- liðstns til sjávar algeriéga óvarin og sömuleiðis hægri fylkingarhlið okkar. Við eigum að koma aftur sam- an til annarrar ráðstefnu í kvöld, ef G.H.Q. hafa fengið meiri frétt- ir. Eg hef reynt allan siðari hluta dagsins að fá upplýsingar um það, hvernig afstaða 3. og 1. herdeild- ar er. Það var ekki fyrr en um kl. 7 e.h., sem ég fór að fá fyrstu upplýsingarnar um komu fremstu stórfylkjanna og loks eftir mið- degisverð fékk ég endanlega stað- festingu þess, að bæði 1. og 3. her sveitin væru kómnar á sínar nýju vígstöðvar. Þeir eru mjög þreyttir og það mun taka þá a.m.k. tutt- ugu og fjórar klukkustundir að koma sér fyrir og Ijúka öliu.m við búnaði. 2. herinn hefur nú farið rúm- lega hundrað og fimmtíu mílur á níu dögum. Hann hefur átt við mjög mikla erfiðleika að stríða og sigrazt á þeim með frábærlega góðum árangri. 20. maí. Wambrechies. Fór í morgun að hitta Adam (Sir Ron- ald Adam, þá’'yfirmaður 3. hers- ins) og ræða við hann um frek- ari herflutninga. Heimsótti því næst Monty og ræddi við hann um u.ndanhald gærdagsins. Um kvöldið kom Gregson-Ellis til að færa mér síðustu fréttirnar frá aðalstöðvunum, sem fjölluðu fyrst og fremst um áhlaup Þjóð- verja á Arras. Öllum hugsanleg- um brögðum er beitt til að reyna ag stöðva framrás skriðdrekanna og brynvagnanna í skarðinu, sem þeir hafa rofið, en ástandið er enn mjög alvarlegt. Weygand hefur verið útnefndur æðsti yfirforingi. Tagézy (franskur hershöfðingi) er farinn frá Lille. Flóttamanna- straumurinn er hættulegur farar- tálmi og hindrun á öllum vegum. Þegar Gregson-Ellis var farinn, hringdi Tagézy til mín og spurði, hvar herdeild mín væri. Eg sagði honum, hvar hún var, en hann svaraði því til, að það væri allt á röngum forsendum byggt og að Þjóðverjar væru nú i Roubaix. Eg sagði honum, að svo væri alls ekki, og að það væru engir Þjóð- verjar neins staðar nálægt Rou- baix. Hann sagði mér þá, að hann i befði fengið upplýsingarnar hjá borgarst.jóranum, að hann vissi. hvar þeir væru og gaf i skyn, að ég vissi ekki, hvernig ástandið væri á minurn vígstöðvum. Hann var í mjög miklu uppnámi og æstu skapi. Eg sagði honum afdráttar- laust, að ég þyrfti ekki að leita upplýsinga hjá borgarstjóranum í Rcmbaix um það, hvar Þjóðverj | ar væru eða væru ekki. I Yfir vetrarmánuðina höfðum við ; samig nákvæma áætlun, en sam- kvæmt henni átti að flytja 800.000 j af íbúum Lille, Roubaix og Tour- I coring til norðvestur-Frakklands, | ef Þjóðverjar gerðu árás. Meðan á undanhaldi okkar stóð, hafði ‘ þessi fyrirætlun verig tekin til framkvæmdar og þegar ég kom aftur til Lille. þakkaði ég guði fyrir það, að við skyldum vera lausir vig flóttamannavandamálið. En ég var of fljótur á mér að þakka forsjóninni. . Þegar ég fór út aftur að áliðnum degi, reynd- ust alli.r vegirnir, sem daginn áð- ur höfðu verið svo auðir og mann lausir. iðandi af fólki, er kom að vestan og hélt í austur. í raun og veru var það allt að koma aftur til þeirra staða. er við höfðum hreinsað með svo góðum árangri Allt var þetta flottafólk horað og hörmungarlegt, margar konurnar alveg að örmagnaast af þreytu og flestir ataðir leir og leðju, við það að fleygja sér niðu.r í skurði og ræsi, í hvert skipti sem flug- vél flaug yfir hópi.nn. Þarna voru gamlir menn, sem óku konum sín- um í hjólbörum, konur, sem ýttu á undan sér barnavögnum og af- mynduð andlit af örvæntingu, þján ingu og ótta, hvar sem litið var. Átakanleg og ömurleg sjón. Mér var sagt, að þetta væru hin- ar 800.000 manneskjur, sem við höfðum flutt í vestur. Eins og ómótstæðileg flóðalda þusti nú þetta fólk til baka, matarla.ust, svefnvana og örvita af skelfingu, og yfirfyllti alla vegi, einmitt þegar allt var undir því komið, að við yrðum fyrir sem minstum hindr- unum og farartálmum.“ Að undanskildum tveimur dög- Eg óskaði þess í einlægni, ag hafa notað svipuna, þegar mér gafst tækifæri til. Allt 1 einu datt mér í hug apaskinns pokinn, sem ég hafði tekið af Múmú um morguninn, svo að ég reis á fætur og sótti hann. Eg opnaði pokann. Mér þykir líklegt, að mörg þúsund and ar hafi formælt mér, er ég vanhelgaði þá verndargripi, sem pússið geymdi með því að líta þá mínum saurugu sjónum. í pússinu var örsmá látúnsstytta, krókódilstönn, hringur fléttaður úr fílshári og pappírsblað. Blaðig taldist ekki til töfra gripanna. Var mér þegar ljóst er ég sá það, að Múmú hafði fengið það eiinhvers staðar frá og falið það á öruggasta stað, sem hún átti til. í pokan um, sem hún bar um háls sér undir klæðum. Eg braut blaðið sundur og það var sem hvislað væri að mér, að nú væri ég Jcominn á slóðina. Á því stóðu aðeins tvö orð, rituð með penna og bleki. Annað var orðið Leigh. Hitt var eitur. Eftir þessu að dæma hafði Múmú fengið skipan sína að byrla mér eitur frá manni, sem kunni ag skrifa, og því að öllum líkindum frá hvítum manni eða konu. Og þetta leit helzt út fyrir aö vera kvenhönd. Eg hellti aftur í glasið, leit á klukkuna og drakk síðan í botnj Enn var klukkan ekki orðin 10. Það var tvennt sem ég þurfti að gera. Annað vissi ég að mér myndi takast: hið siðara var undir því komið hvernig mér gengi meg það fyrra. Eg tók lítið vasaljós skrúfjárn, nokkra nagla mis jafnlega stóra og Winchester Special riffilinn númer 32. Eg vonaðist til að getá kom ið skotvopninu af mér, áður en nóttin væri úti. Síðan ók ók ég þvert yfir plantekruna sextán mílna vegalengt, til bú staðar Rolló Jórdans. Plantar inn var enn á fótum og kom til dyra, þegar ég nam staðar fyrir utan húsið. Þegar ég gekk upp þrepin og hann sá, hver ég var, kom hálfgert fát á hann, svo að hann spurði án þess að bjóða mér inn: „Hvað er yður á höndum, herra Leigh?“ Eg svaraði ekki fyrr en ég var kominn alveg upp að dyr um og hafði litið á fætur hans Jú, jú, hér var einn maður enn, sem notaöi númer sex eða sjö af skóm. „Það er nokkuð, sem mig langar til ag spyrja yður um.“ Eg reyndi að tala svo vin- gjarnlega sem ég gat. „Og mér þætti miklu skipta að svarað væri af hreinskilni.“ „Ef ég annars svara nokkru þá segi ég sannleikann," anzaði hann. „Það ættuð þér að vita.“ „N,ikk Follett var myrtur á þriðjudaginn var. Lánuðnð þér nokkrum bifreið yðar þá nótt?“ Stundarkorn svaraði plant- arinn engu. Mér fannst hann engu vilja svara. Loks mælti hann þó: „Nei, ég lánaði ekki bílinn minn. Eg var hjá hon um Jim Ríves að spila póker. Bonner læknir var þar líka, og sagði mér frá láti Folletts. Fréttin eyðilagði spila- mennskuna fyrir okkur. Við spiluðum lítið eftir það, en sátum allt kvöldið og ræddum um það, sem gerzt hafði.“ „Hverjir voru þar fleiri?“ Hann nefndi sex eða sjö nöfn og bætti síðan við: „Jeff Craig kom þangað líka snöggv ast, Reinó Forbes kom rétt á eftir.“ Það hafði bersýnilega verið fullt hús hjá Jim Ríves þetta kvöld. Jim var einn af gömlu starfsmönnunum, en helzt leit út fyrir, að hann lifði fyr ir það eitt að spila á spil. Deild hans var í austurhluta plantekrunnar. Engnn þeirra, sem Rolló Jórdan hafði nefnt gat átt leið fram hjá húsinu mínu, hvorki þegar þeir komu eða fóru frá Jim. Allra sízt Jórdan sjálfur, sem átti bifA reið númer 37. „Haldið þér, að nokkur þeirra sem þarna voru þetta kvöld, hafi getað tekiö bif- reið yðar traustataki, án þess að þér vissuð af því?“ „Það er margt sem þér spyrjið um, Leigh,“ mælti Jórdan og nú í beinlínis fjand samlegum tón. „Auðvitað getur einhver hafa tekið hann í heimildarleysi. Eg ber lykilinn aldrei á mér.“ Eg þakkaði honum og hélt leiðar minnar. Næsti viðkomu staður minn var að heimili Lúters: West var nýháttaður þegar ég kom, en ég reif hann upp með því að þeyta bílhorn ið. Hann kom út á garðsval- ar og bauð mér inn. Honum létti við að sjá mig. „Eg var smeykur við, að þú yrðir að gista fangelsið í nótt. „Það munaði líka litlu, að svo yrði. Heyrðu nú til. Klæddu þig og komdu með mér yfir á aðalskrifstofuna. Þú hefur lykil að öllu þar, en það hef ég ekki.“ „Farðu heldur heim að sofa kallaði Sheila innan úr svefn herberginu, „Vertu ekki svona ógest- risin,“ anzaði ég. „En hafðu gestaherbergið þitt tilbúið. Eg ætla að sofa hér, þegar við West komum aftur. Gátuo þið komið Jönu almennilega heim?“ i West klæddi sig án þess að spyrja neins frekar, og skömmu síðar kom Sheila fram í grænleitum sloppi. „Er þér alvaru að ætla að vera héma í nótt, Mikki?“ „Já, það er mér- En drott- inn minn dýri, þú ættir ekki að klæðast grænu Sheila. Þú verður eins og páfagaukur.“ Æ, vertu nú ekki að þessari vitleysu. Ef það væri Jana, sem klæddist grænu, myndir þú segja, að það væri dásam legt. En hvað á það að þíða að draga manninn minn fram úr rúminu á þessum tíma sólarhringsins?“ „Það er nokkuö sem við þurfum að gera. En hvers 14 T f MIN N , þriðjudaginn 6. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.