Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 5
Fjölmennur aðal- fundur á Selfossi Síðast liðinn sunnudag hélt Framsóknarfélag Ámessýslu að- alfund sinn og var hann hald- inn á Selfossi. Formaður félags- ins, Stefán Jasonarson setti fundinn og kvaddi til fundar- stjóra Óskar Jónsson, fulltrúa, og fundarritara Guðmund Guð- mundsson, Efri-Brú. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar um störf félags- ins á árinu. sem höfðu verið all mikil. Gjaldkerinn, Þórarinn Sigurjónsson í Laugardælum lagði fram reikninga félagsins. Stjórnin lagði fram tillögur til breytinga á lögum félagsins og voru þær samþykktar. Ágúst Þorvaldsson, alþnx. flutti síðan erindi um stjórnmálavið- horfið og Guðmundur Guðmunds son á Efri-Brú skýrði frá gangi mála á nýafstöðnum aðalfundi miðstjómar flokksins. Síðan urðu almennar umræður og tóku þessir til máls auk frum- mælenda: Matthías y Ingibergs- son, Selfossi, Guðjón Ólafsson, Stóra-Hofi, Þorsteinn Sigurðs- son. Vatnsleysu, Þráinn Valdi- marsson, framkvstj., Sigurfinn- ur Sigurðsson, Birtingaholti og Óskar Jónsson, Selfossi. Á fundinum var einróma sam- þykkt að senda þeim Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyni svohljóðandi kveðju: „Aðalfundur Franisóknarfé- lags Ámessýslu, haldinn að Sel- fossi 18. marz 1962, þakkar frá- farandi formanni Framsóknar- flokksins, Hermanni Jónassyni, Iangt og farsælt forystustarf fyrir flokldnn og þjóðina. Alveg sérstaklega þakkar fundurinn störf hans í þágu landbúnaðarins. Fundurinn væntir þess að enn um langt skeið megi Framsókn- arflokkurinn, landið og þjóðin njóta lífsreynslu og hæfileika Hermanns Jónassonar, þó að hann hafi látið af flokksfor- mennsku. Jafnframt sendir fundurinn Eysteini Jónssyni beztu heilla- óskir í tilefni af því, að hann hefur tekið við formennsku í Framsóknarflokknum og vottar honum fyllsta traust." Á fundinum ríkti almennur á- hugi og einhugur um stefnu flokksins og störf hans í stjórn- arandstöðunni. Fundurinn var ágætlega sóttur. Stjórn félagsins var öll end- urkjörin, en hana skipa þessir menn: Stefán Jasonarson, for- maður, Guðmundur Guðmunds son, ritari, Þórarinn Sigurjóns- urjónsson, gjaldkeri, og með- stjórnendur Ágúst Þorvaldsson og Þorsteinn Sigurðsson. Endur- skoðandi var kjörinn Bjöm Sig- urbjarnarson. í fulltrúaráð voru kjörnir: Guðmundur Jónsson,' Engilbert Hannesson, Jóhannes Þorsteinsson, Sigurður Hannes- son, Guðbjörn Einarsson. Jón Þorkelsson, Þórarinn Stefáns- son, Sigurður Þorsteinsson, Ei- ríkur Jónsson; Guðjón Ólafsson, Jón Eiríksson, Ólafur Ögmunds- son, Bjartmar Guðmundsson, Jón Kristinsson, Kristján Sveins son, Þórarinn Guðmundsson, Sigurgrímur Jónsson og Helgi Guðmundsson. Þegar útvarpsstjóri ávarpaði spurningakeppni skólanemenda í útvarpssal, þegar úrslita þátturinn var tekinn upp, afhenti hann um leið þeim tveim skólum, sem til úrslita kepptu, hljómplötur í verðlaun, og komst þá svo að orði: Samvinnuskólanum afhendi ég höfuðverk eftir Back. Margir hlustenda gripu þetta á lofti og hentu gaman að, og meðal þeirra var höfundur myndarinnar hér að ofan, Ragnar Lár. Frímerkjadagur á þriðjudaginn HEIMSOKN HJÁ ATVINNUDEILD Ákveðið hefur verið, að „Dagur frímerkisins" 1962 verði þriðjudagurinn 3. apríl n. k. Af því tilefni hefur póst- stjórnin tilkynnt, að hafður verði í nofkun á pósthúsinu í Reykjavík póststimpill, sem gerður verður sérstaklega í tilefni dagsins. Hinn 27. september 1958 ■ var opuð fyrsta og eina stóra frí- mer'kjasýingin, sem haldin hefur verið hér á landi, og hlaut hún nafnið „Frímex“. Var hún haldin á vegum Félags frímerkjasafnara. Sama dag voru gefin út tvö fyrstu hestafrímerkin, og var hægt að fá þau stimpluð með sérstimpli sýn- ingarinnar, sem síðan var í notk- un alla sýningardagana. Hinn 7. apríl 1960 var opnuð .önnur minni frímerkjasýning, og var hún haldin á vegum Æskulýðs ráðs Reykjavíkur, en sýnendur voru eingöngu unglingar á vegum ráðsins. Þessi sýning hlaut nafnið „Dagur frímerkisins", og fyrsta dag hennar kom út þriðja hesta- frímerkið. f sambandi við þessa sýningu mátti fá hringstimpil á umslög með nafni sýningarinnar þá daga, sem sýningin stóð, en hér var ekki um póststimpil að ræða og því ekki unnt að fá frí- merki stimpluð með honum. Hinn 11. apríl í fyrra var svo í fyrsta sinn haldinn „Dagur frímerk isins“, eins og hann tíðkast með öðrum þjóðum, þar sem póststjór- arnir leggja til sérstimpla, og gilda þeir að sjálfsögðu aðeins einn dag. Gera vei’ður greinarmun á frí- merkjasýningum og stimplum sem notaðir eru í sambandi við þær, og .einum árlegum „Degi frímerk- isins.“ í fyrra komu út tvö ný frí- merki á „Degi- frímerkisins“, en þó ekki í talefni hans. Að þessu sinni koma engin ný frímerki út, og er heimilt að láta stimpla öll núgildandi íslenzk frímerki með sérstimplum. Af þeim sökum geta safnarar frímerkt umslög sín fyr- irfram, svo að þau verði tillbúin til stimlunar á „Degi frímerkis- iris“. Gefið hefur verið út sérstakt um slag í tilefni dagsins á vegum nefndar, sem Félag frímerkjasafn ara hefur valið til að sjá um und- irbúning aði deginum af hálfu fé- lagsins. Umslag þetta, sem prent að er í tveimur lit.um, er teiknað af Stefáni Jónssyni, en hann hef- ur teiknað mörg frímerki, svo sem kunnugt er. Þeim söfnurum úti á landi, sem hug hafa á að eignast þennan sér- stimpil, skal bent á, að frímerkja sala póststjórnarinnar hefur fyrir greiðslu í sambandi við stimplun merkja. Einnig munu frímerkja- kaupmenn í Reykjavfk vafalaust annast alla fyrirgreiðslu fyrir við skiptamenn sína. Ákveðið hefur verið í samráði við fræðsluyfirvöldin á sama hátt og í fýrra. að efna til ritgerðasam keppni meðal barna í 12 ára bekkj um barnaskóia landsins um verk- efnið: „Hvað getum við lært á því að safna frímerkjum?" Mun Félag frímerkjasafnara sjá um, að þeim ritgerðum, sem beztar þykja. verði veitt verðlaun. Verðlaunin verða frímerki, frímerkjahækur eða enn Á þriðjudaginn var Búnaðar þingsfulltrúum og blaðamönn- um boðið að kynna sér starf- semi landbúnaðardeildar At- vinnudeildar háskólans og ræða við þá vísindamenn, sem þar vinna að staðaldri í þágu landbúnaðarins. Á veggjum atvinnudeildarinnar hafði ver- ið komið fyrir kortum og línu- ritum, sem sýndu ýmsar nið- urstöður þeirra rannsókna, sem þar eru unnar. Pétur Gunnarsson tilrauna- stjóri bauð gesti velkomna. Hann skýrði frá því hverjir nú störf- uðu að rannsóknum fyrir land- búnaðinn í deildinni. Dr. Björn Jóhannesson hætti störfum þar á sl. ári og starfar nú hjá S. Þ. Hafði hann unniö 17 ár í deild- inni og lagt grundvöllinn að jarð vegsrannsóknadeild. Dr Halldór Pálsson dvelst í vetur á Nýja- Sjálandi, en hann hefur m. a. haft með höndum stjórn búsins á Hesti og þess margþætta starfs, sem þar er unnið. Eftir- taldir sérfræðingar vinna nú í búnaðardeildinni: Ingvi Þor- steinsson og dr. Bjarni Helgason í jarðvegsrannsóknadeild, en Ingvi vinnur m. a. að rannsókn- um á hagnýtingu beitilanda. Dr. Sturla Friðriksson og dr. Björn Sigurbjörnssori hafa með hönd- um rannsóknir í jurtakynbóta- fræði og rannsóknir á nytjajurt- um. Ingólfur Davíðsson, grasa- fræðingur rannsakar jurtasjúk- dóma og .hvernig bezt verði kom- ið í veg fyrir þá, en Geir Gígja fylgist með meindýrum hérlend- is og reynir að útrýma þeim. Stefán Aðalsteinsson búfjár- erföafræðingur héfur einkum fengizt við ullarrannsóknir og litarerfðafræði með tilliti til þeirra. Pétur Gunnarsson hefur á hendi fóðurrannsóknir og fóðr- unartilraunir. Er Pétur hafði .gert grein fyrir starfsmönnum deildarinnar, tók Steingrímur Hermannsson, formaður Rann- sóknarráðs ríkisins, til máls og ræddi um skipulag rannsóknar- starfs í þágu landbúnaðarins og fjárveitingar til þess: Kvaðst hann vona, að á þessu ári feng- ist fjármagn til bygginga á Keldnaholti við Reykjavík, en þar verður sennilega framtiðar,- bækistöö landbúnaðarrann- sókna. Kortlagning afrétta og beitilanda Ingvi Þorsteinsson vinnur að rannsóknum beitilanda og bættri hagnýtingu þeirra, en Bjarni Helgason hefur með hönd um almennar jarðvegsrannsókn- ir. Ingvi dvaldist i Bandaríkjun- um fyrir nokkru og kynnti sér rannsóknir Bandaríkjamanna á beitilöndum, sem er vel sinnt þarlendis. Bæta þarf gróður beitilandanna, auka beitarþol þeirra og rækta nýtt land. Til- raunir, sem hér hafa verið gerð- ar hafa gefið jákvæðan árangur og er nú nauðsynlegt að komast að því, hvernig beitilöndin verða bezt nýtt. Þegar hefur verið mældur kortlagður gróður á þremur afréttarlöndum í til- raunaskyni. Taldi Ingvi, að kort leggja mætti alla afrétti lands- ins á 7—8 árum, ef 10 menn eru hafðir í vinnu við það 3 mánuði siynarsins. — Margt fieira at- hyglisvert kom fram í ræðum hinna starfsmanna deildarinn- ar, er þeir gerðu grein fyrir störfum sínum, en rúmsins vegna verður að sleppa því hér. Fiskkjörbúð opnuð annað það, sem frímerkjasöfnur um má að gagni koma. Væntanlega verða gluggasýning ar á nokkrum stöðum í Reykjavík og þar sýnd frímerkjasöfn og ým- islegt annað. sem að frímerkja söfnun lýtur. (Frá Fél. Frímerkjasafnara). Opnuð hefur verið sjálfsaf- greiðslubúð á Laugarásvegi 1, Kjöt & Fiskur, sem hefur á boðstólum kjötvörur og allar tegundir fiskjar, bæði nýjar og frystar, Er þetta fyrsta verzlunin hér á landi, sem hefur sjálfsafgreiðslu á fisk- vörum. Eigendur þessarar nýju verzlun- ar eru þeir Einar Bergmann og Jón Ásgeirsson, en þeir eiga einnig verzlunina Kjöt & Fiskur á Þórs- götu 17. Húsakynni verzlunarinnar eru hin glæsilegustu, björt og óvenju vel lýst. Helgi Hallgríms- son, lúisgagnaarkitekt teiknaði innréttingar og réði öllu fyrir- komulagi og sá einnig um allar verklegar framkvæmdir. I sam- bandi við sjálfsafgreiðslu á fisk- vörunum, hafa eigendur keypt hingar til lands fiskpökkunarvél frá Vestur-Þýzkalandi, sem pakkar ! fiskinn inn í öskjur með sellófan- pappír yfir í ökjurnar eru settir litaðir og númeraðir miðar, og er ákveðinn litur fyrir hverja fisk- vöru, en númerin gefa til kynna á hvaða stigi pökkunarvaran er. Á þessum miðum verður einrtig dag- setning, sem tekur af allan vafa um það, hvenær fiskurinn er pakk aður. Pökkunarvélin getur pakkað um 800 öskjur á klukkustund. Með tilkomu þessarar vélar verður af- greiðsla fiskvara mun þriflegr: og smekklegri en áður hefur tíðkazt. Vonast forráðamenn verzlunarinn ar til þess að þessi nýbreytni verði bæði verzluninni og viðskiptavin- um hennar til góðs'. Verzlunar- stjóri þessarar nýju verzlunar Kjöts & Fisks verður Ölafur Björnsson. T I M I N N, laugardagur 24. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.