Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 3
Það rflcti mikil gleði meðai
Ser'k.ia í Alsír, þegar vopna-
liléið við Frakka var undirrit-
að. Spjöld voru límd upp á
veggi til þess að fagna friðin
um. Var á þeim mynd af
frönsku og serknesku barni
saman, pg yfir stóð: Fyrir
börnin okkar. Það væri samt
synd að segja, að frið^mlo.gra
hafi orðið í borgym
vopnahléið, því OAS hefur
hafið styrjöld.
ALGEIRSBORG EINS
OG EFTIR LOFTÁRÁS
NTB—Algeirsborg, 23. marz.
Yfir bænum lá hnaus-
þykkf rykský, göfurnar
voru þaktar trjábúfum,
steypubrofum og bílaflök
um og múrhúðunin á hús
veggjunum var skafin í
burtu ' a? vélbyssuskot
hríð.
Franski herinn skreiddist á
brynvögnum meS hvæsandi
skothríð um OAS-hverfið Bab
el Oued í Aigeirsborg, átta
sprengjuþotur sveimuðu yfir
og gerðu við og við loftárásir á
sæg leyniskyttna OAS, sem
skutu á hermennina af hús-
þökum, svölum, gluggum og
öðrum felustöðum.
3
í Algeirsborg stóð í dag yfir
blóðug styrjöld OAS-manna við
ijer og lögreglu. Átökin voru
hörðust í Bab el Oued. Borgar-
hlutinn skalf af vélbyssuhneggi,
sprengingum og skriðdrekadrun
um. Gegnum það heyrðist svo
stöðugt skerandi væl í sjúkrabíl-
unum, sem þeyttust fram og aft
ur með særða og látna.
Eins og eftir loftárás
Allur borgarhlutinn leit út eins
og eftir loftárás. Gluggarnir
brotnir, dyrnar af, húsin hrunin
og bilarnir í kássu.
Bardagarnir jukust eftir því
sem leið á daginn og veittu OAS-
menn harðvítugt viðnám. Þeir
hófu bardagann snemma í morg
un, þegar öryggislögreglan var
að setja upp gaddavírsdræsur
yfir göturnar umhverls Bab el
Oued.
OAS-mennirnir gerðu skyndi-
árásir á hermenn og neyddu þá
til að afhenda vopn sín. Þeir
réðust einnig á alla einstaka
Serki, sem urðu á vegi þeirra,
og skutu þá niöur. OAS setti
upp vegatálmanir í borginni og
skoðaði skilríki allra, sem fóru
framhjá.
180 milljónum rænt
Samtímis gerðu öryggissveit-
irnar víðtæka skyndihúsleit,
„Látið okkur í té
'NTB—Geneve, 23. marz.
Utanríkisráðherrar kjarn-
orkuveldanna þriggja héldu
allir ræður á afvopnunarráð-
stefnunni í Geneve í dag. Kom
ekkert nýtt fram í ræðum
þeirra nema hjá Home lávarði
frá Bretlandi, sem skoraði á
Sovétríkin að leyfa Vestur-
veldunum að eignast undra-
tækin, sem Sovétríkin hlytu
að eiga til að mæla kjarnorku-
sprengingar, úr því að þau
halda því fram, að eftirlit sé
óþarft.
Home lávarður hélt því fram, að
mjög erfitt væri að skera úr um,
hvort um kjarnorkusprengingu eða
jarðskjálfta sé að ræða, með þeim
tækjum, sem nú eru til á Vestur-
löndum.
Ef Sovétríkin eiga mælingatæki,
sem eru svona miklu betri en okk-
ar, þá vil ég biðja Gromyko um,
að við fáum að nota þau, til þess
að samkomulag náist um bann við
tilraunum með kjarnorkuvopn,
sagði Home. Meðan tæki okkar
eru eins og þau eru, verðum við
að krefjasl virks eftirlits með að
banninu verði fylgt.
Ekki lifa í ótta
Rusk frá Bandaríkjunum skoraði
ákaft á Sovétrikin að breyta af-
stöðu sinni til afvopnunarmálsins,
svo að strax verði unnt að hindra
kjarnorkuvopnatilraunir eilíflega.
í langri ræðu sinni sagði Rusk, að
höfuðatriði stefnu Bandaríkjanna
í málinu væri, að loforðin, sem rík-
in takast á hendur við samnings-
gerð um tilraunabann, verði bund-
in virku og alþjóðlegu eftirliti, svo
að menn þurfi ekki að lifa í ötta
r.m, að þau verði svikin.
Eftirlit aðeins yfirskin
Gromyko frá Sovétríkjunum
svaraði og .sagði, að viðræðurnar í
undirnefndinni hefðu strandað á
því, að Vesturveldin hafi krafizt
að koma á fót njósnakerfi undir
því yfirskini, að um eftirlit væri
að ræða.
Hann sagði einnig, að Sovétríkin
hefðu ekki áhuga á eftirliti í
Bandaríkjunum og Bretlandi, ef
Frakkland verður ekki með lika,
því Frakkland er meðlimur í
NATO.
Gromyko sagöi, að það mundi
gera ástandið enn verra, ef Banda-
ríkin gerðu alvöru úr hinni hættu-
legu hótun sinni um að gera nýjar
tilraunir með kjarnorkuvopn.
Ilann neitaði því, að samningur
væri til um bann, og því hefðu
Sovétríkin verið í fullum rétti með
tilraunir sínar í september í haust,
sem hefðu aðeins verið svar við
fyrri tilr'aunum Vesturveldanna.
fundu miklar vopnabirgðir og
handtóku nokkur hundruð
manns. Meðal annarra var einn
af leiðtogum OAS handtekinn.
Um kvöldið varð aftur kyrrt í
Bab el Oued, en brunabílarnir
höfðu nóg að gera við að slökkva
elda. í næturkyrrðinni hóftjst
síðan bardagarnir aftur eftir
tveggja stunda hlé.
OAS-hópur rændi í dag í
banka í Oran, peningum að upp
hæð yfir 180 milljónum íslenzkra
króna.
Yfir hundrað Serkir hafa ver-
ið drepnir í bardögum þjóðern-
issinnaðra Serkja við serkneska
sjálfboðaliða í franska hernum
í Saint-Denis du Sig í vestur-
hluta landsins síðan um helg-
ina. í dag voru nokkrir Serkir í
sjálfboðasveitunum drepnir, er
þeir reyndu að flýja yfir til
OAS.
Bæld niður miskunnarlaust
De Gaulle Frakklandsforseti
(Fran.h a ið slðu
KENNEDY UM
GEIMSAMVINNU
NTB—Berkeley, 23. marz.—
Kennedy sagði í dag, að sam
vinna milli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna í geimrann
sóknum mundi hafa mikið
gildi og sennilega stuðla að
friði í heiminum. Hann lýsti
yfir ánægju sinni með, að
Krustjoff skyldi hafa tekið
vel í tillögu sína um sam-
vinnu í geimrannsóknum.
Kennedy vakti athygli á
því, að kommúnistaríkin virt
ust nú svartsýnni en Vestur
veldin í fyrsta skipti. Þau
ættu í erfiðleikum í innan-
iandsmálum og einnig væri
sundrung þeirra í millum.
NORRÆN SAMVINNA
NTB—Helsinki, 23. marz. —
í dag var undirritaður á 10.
þingi Norðurlandaráðs samn
ingurinn um víðtæka nor-
ræna samvinnu. Af hálfu
íslands skrifuðu Bjarni
Benediktsson dómsmálaráð-
herra undir.
MILLIGÖNGUMAÐUR
NTB—Buenos Aires, 23.
marz. — Frondizi forseti
bað í dag Pedro Aramburo,
fyrrverandi forseta, að ger-
ast milligöngumaður í stjórn
málaöngþveitinu í Argen-
tínu. Verkfall Peronista mis
tókst í Buenos Aires, en
tókst í nágrenninu. Það átti
að standa yfir í 24 stundir.
í Buenos Aires gekk allt
sinn vana gang í dag, en
stjórnin greip til ýmissa ör-
yggisaðgerða.
KÚBUTILLAGA
FELLD
NTB—New York, 23. marz.
— Öryggisráð S.þ. felldi í
kvöld, að Alþjóðadómstóll-
inn í Haag skyldi taka fyrir,
hvort efnahagsaðgerðir
Bandaríkjanna og fleiri
ríkja gegn Kúbu séu iögleg
ar. Sjö ríki voru á móti til-
lögunni, tvö með, en tvö
greiddu ekki atkvæði, Ghana
og Egyptaland.
1
3
T I M I N N, laugardagur 24. marz 1962.