Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 8
I * % • .. ÆSKUNNAR ÆSKUNNAR || ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON Klúbbstarfssemi F.U.F. í Reykjavík Djass- og spilaklúbbar nýstofnaðir Fyrir nokkrum dögum rakst ég á tvo stjórnarmenn í F.U.F. í Reykjavík, þá Eystein R. Jóhannsson og Kára Jónasson. Ég hafði heyrt um það, að þeir myndu manna kunnastir klúbbstarfsemi þeirri, sem fé- lagið hefur staðið fyrir í vetur. Lék mér því hugur á að frétta af starfsemi þessari og þótti bera heldur vel í veiði að hitta þessa tvo stjórn- armenn í einu. Klúbbstarfsemi þessa má telja nýmæli í starfi Félags ungra Fram sóknarmanna í Reykjavík, enda vart aSstaSa fyrir hendi hjá fé- laginu áSur en félagsheiimili Fram sóknarmanna var opnað í Tjarnar götu 26. Er um aS ræSa tvo klúbba: djassklúbb og spilaklúbb, og hefur Kári Jónasson veriS drif fjöSur þess fyrrnefnda en Ey- steinn R. Jóhannsson stóS fyrir hinum. Hafa þeir aS sjálfsögSu • v.- v. . . • notiS aSstoSar margra góSra manna úr félaginu og mætti þá sérstaklega nefna Gylfa Sigur jónsson, Jón A. Jónasson og Ólaf A. Jónsson. Spilaklúbburinn Um spilaklúbbinn er þaS aS segja, aS hann hefur veriS fjöl- sóttur- af unglingum og tekizt í alla staSi hiS bezta. Hafa veriS haldin spilakvöld, þar sem spiluS hefur veriS Framsóknarvist og veitt fern verSlaun, þeim piltum og stúlkum, sem flesta og fæsta vinninga höfSu hverju sinni. Er hér um aS ræSa nokkurra kvölda keppni, þ&nnig, aS sá, sem hæstur er eftir fimm kvöld fær sérstök verSlaun. Starfsémi klúbbsins hef ur veriS til húsa í félagsheimilinu aS Tjamargötu 26 og honum stjórnaS af kjörinni stjórn, sem klúbbfélagar kusu, auk fyrr- greindra manna^ þeirra Jóns A. Jónassonar og Ólafs A. Jónsson- ar, er iagt hafa gott starf af mörk um. Klúbburinn hefur haft spila kvöld og fundi á sunnudagskvöld- um, en nú hefur því veriS breytt og kemur hann saman á laugar- dagskvöldum kl. 20.00 og er dans- aS eftir aS spilunum lýkur fram til klukkan 23.00 eSa kl. 23,30. Djassklúbburinn Ég sný mér þessu næst aS Kára Jónassyni og spyr hann frétta af F.U.F. í Hafnarfírði hyggur á aukið starf Reynir Guðmundsson kjörinn formaður Krrstján Magnússon, hljómsveitarstjóri heimsótti djassklúbbinn ásamt tríói síno og lék þar skemmtilegan djass viS fögnuð áheyrenda. Á myndinni sést Kristján viS píanóiS og einnig bassaleikari hans.— Myndin til vinstri er tekin meSan hljómsveitin lék. (Ljósm.: G.E.). starfsemi djassklúbbsins. Hann vill láta heldur lítið yfir sínum þætti að því máli, eins og Ey- steinn varðandi spilaklúbbinn, og segir að þar hafi margir lagt hönd á plóginn, enda margir snúningar við starfsemi líka þessari og megi hann því tæpast kallast driffjöð- ur þar að. Klúbbstarfsemin er á byrjunarstigi enn þá, þar sem þeim markmiðum, sem sett voru í upphafi hefur ekki verið náð nema að litlu leyti, og stafar það aðallega af þeim sökum, að litla sem enga reglulega djassupp- fræðslu sé að fá hérlendis. Fólk beinir athygli sinni meir að tveim öðrum þáttum hljómlistar, klass- iskri hljómlist og dægurlögum, því tæpast veitt aðstaða að fræðast um aðra þætti hennar. Ríkisút- varpið veitir aðeins einn einasta klukkutíma í mánuði fyrir djass- tónlist og er það heldur harður kostur. Þcssi eini klukkutími er þó sem betur fer í höndum mjög góðs manns, þar sem er Jón Múli Árnason. — Þú vilt sem sagt meiri djass, Kári? — Já, og ekki aðeins, að þessir „stóru“ í heimi djassins, eins og Brubeck, Gillispi og Sten Getz, séu látnir seiða tóna úr „instru- menntum“ sínum, heldur einnig, að innlendir listamenn á þessu sviði fái að koma fram og leika. Ekki má heldur gleyma-minni spá mönnunum og byrjendunum, þeir þurfa líka að geta komið fram og látið til sín heyra. — En hvað um djassklúbbinn ykkar? íFramhald á 15 síðu' Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Hafnar- firði var haldinn fyrir skömmu í GóSfemplarahúsinu í Hafnar- firði. 15 manns gengu í félagið á fundinum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa urðu nokkrar umræður um undirbúning bæj- arstjórnarkosninganna í vor. Eins og fyrr segir, gengu 15 nýir félagar í félagið á fundinum og eru þá í félag- inu að fyrsta starfsári loknu 65 félagar. í skýrslu stjórnar félagsins kom fram, að starfsemi þess hafði staðið með blóma á síð asta ári, sem var fyrsta starfs ár félagsins. Hafði félagið haldið mjög glæsilegt og vel sótt málfundanámskeið og fengið Hörð Gunnarsson rit- ara SUF, sem leiðbeinanda. Var fjöldi funda haldinn og þótti námskeiðið í heild hafa tekizt vel og mun betur en málfundanámskeið annarra stjórnmálafélaga í bænum. Þá var unnið að mörgum mál efnum félagsins af stjórninni og enn fleiri rædd á stjórnar- og umræðufundum í félaginu. Reikningar félagsins voru lesnir upp og samþykktir at- hugasemdalaust. f stjórn voru kosnir: Reynir Guðmundsson, for- maður; Halldór Hjartarson, varaform.; Vilhjálmur Jóns- son, ritari; Sigurjón Gísla- son, gjaldkeri; Bjarni Magn- ússon, meðstjórnandi. í varastjórn: — Þórður Friðriksson, Þórður Jónsson. Endurskoðandi: — Birgir Jónsson. Að lokinni kosningu stjórn ar urðu nokkrar umræður um félagsstarfið og undirbún ing bæjarstjórnarkosning- anna í vor. Kom fram mikill áhugi hjá fundarmönnum að efla félagsstarfið eftir mætti og taka virkan þátt í kosn- ingabaráttunni. iimiiiimi it Hin nýkjörna stjórn F.U.F. í HafnarfirSi. Talið frá hægri: Þórður Friðriksson, Sigurjón Glslason, gjaldkeri, Vilhjálmur Jónsson, ritar). — Fremri röð: Reynir Guðmundsson, formaður, Halldór Hjartarson, varaformaður. — Á myndina vantar tvo stjórnarmenn, þá Bjarna Magnússon og Þórð Jónsson. (Ljósm.: H.G.). T í M I N N, laugardagur 24. marz 1962, /1 • mi; h <j i í i,..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.