Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 13
/ SEXTUGUR: Guðmundur Björnsson, kennari á Akranesi i. Hann er fæddur í NðfMdafe- tungu í Miðfirði 24. marz 1902. Foreldrar hans voru hjónin Ás- gerður Bjarnadóttir bónda í Núpsdalstungu Bjarnasonar og Björn Jónsson bónda s. st. Teits- sonar. Ættfeður Guðmundar hafa um aldir fram verið bænd- ur í Núpsdalstungu. Systkin hans voru mörg og hið mesta atgervisfólk. Guðm. dvaldi í Flensborgarskóla veturinn 1920 —’21 og gerðist 'eftir það kenn- ari í heimabyggð sinni. Miðfirði, en vann á sumrin að búi for- eldra sinna. 1 kennaraskólann fer svo Guðm. haustið 1933 og lauk þar prófi 1934 og gerðist kennari á Akranesi sama ár. Því starfi hefur hann gegnt síðan. Hann hefur farið nokkrar náms- og kynnisferðir erlendis. Hann kvæntist 19. maí 1935 Pálínu Þorsteinsdóttur frá Ós- eyri í Stöðvarfirði. Börn þeirra eru fimm: Ormar Þór við arki- tektnám í Þýzkalandi, búsettur í Stuttgart, Gerður gift í Reykja vík, Björn við laganám, búsett- ur í Reykjavík, Ásgeir skrifstofu maður, búsettur á Akranesi og Atli enn í foreldrahúsum. Barna börnin eru þegar oi’ðin fimm. II. Ungur að árum valdi Guðrn. Bj. sér fræðslustarfið. Það var áreiðanlega engin tilviljun. Hann á í sér öll einkenni hins góða fræðara. Hann er maður leit- andi, víðlesinn og fjölfróður um hin ólíkustu efni. Hann er snyrti menni í framkomu, reglusamur með alla hluti og býr yfir ó- brigðulum drengskap Slíkur mdður er þeim ungu holl fyrir- mynd. Það var því Akranesi mikið lán að Guðm. skyldi ílend- ast þar. Auk þess að hafa verið traustur og farsæll kennari við barnaskólann í nær 30 ár, var hann stundakennari við Iðn- skóla Akraness 1936—’60 og kenndi þar einkum íslenzku, enda er hann óvenjulega vel að sér í þeim fræðum og bæði vel máli farinn og ritfær. Nem- endahópur Guðm. er því orðinn stór og metur hann mikils. III. Guðm. Björnsson er ágætur félagsmálamaður en hlédrægur um of. Hafa samferðamennirnir oft viljað að hann tæki^t meira á hendur í þeim efnum .enda vel til þess fallinn. Baráttan fyrir daglegum þörfum hefur vafalaust verið hér nokkur hindrun. Kennaralaunin hafa jafnan verið lág, heimilið þungt — börnin mörg og þeim veitt sú bezta menntun, sem þau óskuðu og völ var á. Þrátt fyrir þetta á Guðm. sín spor á vettvangi fé- lagsmálanna. Hann var um tíma varabæjar- fulltrúi. Hefur um nokkurt skeið og á enn sæti í stjórn Sparisjóðs Akraness og yfir- skattanefnd. í stjórn Barna- verndarfélags Akraness og Nor- ræna félagsins. óg mjög virkur þátttakandi í norrænu sam- starfi. Hefur lengi verið ritari Framsóknarfélags Akraness, enda jafnan verið i forustuliði flokksins á Akranesi og í Borg- arfjarðarsýslu. Það er almanna- rómur að hverju því starfi sé vel borgið, sem Guðm. tekur að sér. Slíkt traust hefur hann al- mennt og er það að verðleikum. Hann rækir af jafnmikilli trú- mennsku afgreiðslu- og inn- heimtustörf fyrir Tímann og umboðsstarf fyrir Almennar tryggingar, þó ólík séu, og munu báðir aðilar telja þau svo vel af hendi leyst, að betur verði ekki gert. Þar kemur bezt í ljós hin meðfædda árvekni og reglusemi, sem aldrei bregst, samfara dugn- aði og góðum gáfum. Þá hefur hann um langt skeið verið frétta ritari Tímans á Akranesi. Blað- ið hefur því margt að þakka honum frá löngu samstarfi. IV. Enn er Guðm. ungur í anda — hress og glaður — þrátt fyrir 60 árin og gráu hárin. Hann er um margt hamingjunnar barn og mun áreiðanlega játa það sjálf- ur. Hann á myndarlegt og á- nægjulegt heimili, sem ágæt eiginkona hefur sett svipmót sitt á. Hann á mörg mannvæn- leg börn, tengdabörn og barna- börn, sem veita honum mikla lífshamingju og hann styður svo sem tök eru á. Elzti sonur- inn — Ormar Þór — hefur ný- lega hlotið verðlaun fýrir skipu- lagsuppdrátt í samkeppnisút- boði meðal arkitekta og í fyrra fyrir kirkjuteikningu. Við sextugsafmælið getur Guðm. litið yfir farinn veg og giftusamlegt dagsverk. Sú verði ur þó óskin mest hjá samherj- um hans, vinum og samstarfs- mönnum. að þeir megi sem lengst njóta samfylgdar hans og drengilegs samstarfs. Megi þvi heilladísirnar enn halda vörð um hann og fjölskyldu hans um mörg ókornin æviár. Dan. Ágústínusson. Frú Matthildur Guðmundsdóttir Fædd 8. október 1889. Dáin 21. janúar 1962. Kveðja frá barnabörnum. Þú kenndir okkur góðan guð að þrá og gafst okkur það bezta sem þú áttir. Að starfa -hlauzt svo mikið sem þú máttir svo margföld laun þú öðlast himnum á. Við kveðjum þig með kærri þökk og trega, og kær þín verður minning ævinlega. Þú fórna vildir öllu, amma mín, og allt þú vildir reyna að bæta og græða. Þú beindir sjón og huganum til hæða, svo heillavænleg urðu ráðin þín. Þú áttir trú á Drottinn ævi alla, því opin stóð þér braut til lífsins halla. Það er svo gott að byggja bjargi á. Þótt blási kalt, þar hæli er gott að finna því náðarstrauma lætur Guð ei linna, og lífsins veig þá barn hans teyga má. Og ljóssins berg því ætlað er að eygja því eitt sinn verður maður hver að deyja. Hve marga stund af þrautum varstu þjáð. Með þolinmæði barstu sjúkdómsokið. En nú er þinni lífsins göngu lokið, og læknað allt, sem mjög þú hefur þráð. Á kveðjustundu margs er nú að minnast og mikið verður dásamlegt að finnast. Já, hjartans þakkir, elsku amma kær. Þú alltaf varst svo mild og blíð í sinni. Nú unir þú þér glöð í eilífðinni. og ástarkveðjan þangað til þín nær. Engin neyð þar angrar þínu hjarta. Um þig Ijómar dýrðarsólin bjarta. T f M I N N, laugardagur 24. marz 1962. Heimaviðgerðir •ÚþiíárjjsýíéöiejríáÍS:: RafviÍBerðlr 100 watta með fylgitækjum V:$n fylgitækjá : ■ — meS fylgitækjum |ÍNÍ6tíÍM GEGN PÓSTKRÖFÚ Íj'Sifio;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.