Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 14
Arthur Bryant
komu á siglitigum, gat nú aðeins
fuilnægt þeim þörfum sínum,
meg því að eiga á hættu árásir
kafbáta, herskipa og flugvéla,
sem vegna sigurvinninga Hitlers
höfðu bækistöðvar sínar í hverri
höfn og á hverjum flugvelli á
nær allri vesturströnd Evrópu.
Og aðalsjóleiðin,. sem tengdi það
við hjálendur þess og sambandsríki
— Egyptaland, Persíu, írak, Ind-
land, Malayalö'ndin og Ástralíu —
lá á næstum fjögur þúsund mílna
svæði fram hjá ströndum óvin-
anna — í Biscayflóanum, Miðjarð-
arhafinu og Rauðahafinu.
Það herlið, sem Brooke hafði
yfir að ráða, var ein herdeild úr
fastahernum — sú fjórða — og
tvær berdeildir úr landvarnalið-
inu. Strandlengjan, sem hann áttj
að verja, náði frá Vestur-Sussex
til Wales.
„Strax við komu mína hingað“,
skrifaði hann fyrsta daginn sinn
í Wilton, „vaknaði hjá mér sú
spurning, hvað hefði verið að ger
ast í þessU landi frá því er stríðið
byrjaði. Síðan eru nú liðnir tíu
mánuðir og enn er skorturinn á
æfðum mönnum og útbúnaði til-
finnanlegur... Það er fjöldinn
allur af einkennisbúnum mönn-
um, en þeir eru flestir óæfðir,
þótt ég geti ekki skilið, hvernig
á því stendur, eftir tíu mánaða
styrjöld ...“
Næstu þrjár vi'kurnar vann Bro-
oke að því öllum árum að treysta
strandvarnirnar: — „Dagarnir
fóru í það“, skrifaði hann, „að
aka meðfram strandlínunni, heim
sækja varnarvirki og herbúðir,
víkja óhæfum liðsforingjum úr
stöðum og velja aðra hæfari í
þeirra stað og athuga hvert ein-
asta strandvirki á allri suður-
ströndinni frá Plymouth til Vest-
ur-Wittering.“
Það var nefnilega yfir Sundið
til Suður-Englands, en ekki yfir
Norðursjóinn, sem Brooke bjóst
við að árásin yrði gerð. Hvar-
vetna var sami skorturinn á fram
kvæmdum og viðbúnaði. Alltof
víða varð hann var við seinlæti
og hæfnisskort hinna gömlu hers-
höfðingja: — „Hvers vegna leit-
um við til allra gömlu mann-
anna“? skrifar hann, „þegar við
þörfnumst fyrst og fremst nýrra
sjá'lfboðaliðssveita? Gamlir menn
valda töfum og ringulreið. Eg er
að velta því fyrir mér, bætir
hann við, „hvort ég sé ekki orð-
inn nógu gamall sjálfur, til að láta
af störfum og víkja fyrir yngri
mönnum.“
En það var einn Englendingur,
sem hvorki sýndi hik né úrræða-
leysi, þótt aldurinn færðist yfir
hann. Winston Churchill var nú
á sextugasta og sjötta aldursári.
Enda þótt hann hefði oft bent á
það, að Englandi væri lífsnauðsyu
leg sem nánust samvinna við
franska herinn, til að verjast
hugsanlegri árás óvinanna yfir
Norðursjóinn, þá hélt hann samt
áfram að eggja ianda sína lög-
eggjan, eftir að franski herinn
hafði verið yfirbugaður. Röddin,
sem talaði fyrir England á þeirri
hættustud, var hvorki auðmjúk
né iðrandi. Hún var reiðileg ögr-
andi og ákveðin.
Eftir fall Frakklands og missi
nær alls hernaðarlegs útbúnaðar
Bretlands, var aðeins eitt land,
sem gat látið í té hjálp við að
brúa bilið milli þess, er það þarfn
aðist og hins, er verksmiðjur þess
framleiddu. Eitt, og ekki það sið
asta, sem Churchill gerði árið
1940, var að sannfæra forseta
Bandaríkjanna um það, að vopn-
um, sem send væru til Englands,
væri ekki á glæ kastað. Þrátt fyr
ir þá skoðun margra aðstoðar-
manna sinna, að með því að selja
Bretlandi vopn úr hinu takmark-
aða vopnabúri Bandaríkjanna,
væri öryggi hins vestræna heims-
hluta stefnt í hættu, fékk Frank-
lin Roosvelt því framgengt, að til
Bretlands væru send hálf milljón
riffla, 80.000 vélbyssur, 900 75-
mm. fallbyssur og nokkurra vikna
birgðir af skotfærum. Þessí send
ing barst til Englands í júlí.
En Churchill útvegaði ekki ein-
ungis vopn. Hann kom upp nýju
borgaralegu varnarliði og vopn-
aði það með haglabyssum, spjót-
um og kylfum. Hann skoraði á
landsmenn að gexast sjálfboðalið
ar, og verja borgir, sveitaþorp
sín og götur. Þeirri hálfu milljón
manna, er svöruðu þegar í stað
kalli hans, gaf hann heitið Land-
varnarlið (Home Guard). Hann
hét á samlanda sína í verksmiðj
um og vinnustöðvum að vinna nú
betur og méira en nokkru sinni
fyrr, til þess að bæta úr hergagna
skortinum, en lofaði þeim í stað-
inn „blóði, crfiði, tárum og svita.“
Áskorun hans fékk það svar er
hún verðskuldaði: „Þeir vildu
heldur farast í sameiginlegri tor-
tímingu", bað hann utanríkisráð-
herrann að segja hlutleysingja
nokkrum, er bauðst til að gerast
sáttasemjari, „en hika eða bregð-
ast skyldu sinni."
Skylda þeirra var, að hans
dómi, sú, að bjarga, ekki aðeins
sjálfum sér, hcldur mannkyninu.
Hann bauð þeim að hefja sókn-
ina og varpa steini að Goliat. eins
og Davíð forðum. Hann hikaði
ekki við að tefla á tæpt vað, þeg-
ar hin nýja stjórn FrakklandS
neitaði að flytja flota sinn út
fyrir umráðasvæði Þjóðverja,
vildi Churchill ekki cigá það á
hættu að hann yrði sameinaður
flota möndulríkjanna og gaf því
skipun um að ráðast á hann og
afvopna í hans heimahöfnum.
Þann 3. júlí sökkti brezk flota
deild þremur frönskum orrustu-
skipum rétt fyrir framan fall-
byssukjafta Mers-el-Kebir í Al-
giers. Fimm dögum síðar varð
enn eitt orrustuskip fyrir árás og
skemmdum í Dakar.
Við slíkar mótaðgerðir hikaði
þýzki sigurvegarinn. Hann hafði
vænzt þess, að Bretar myndu fall
ast á ósigur bandamanna sinna,
fella stjórnina og ganga í lið með
honum sem yngri ariskur hluttak-
andi, við að stjórna heiminum.
Hann kærði sig ekki um óvin-
áttu þeirra, fyrr'en hann væri bú-
inn að fást við Slavana og Banda-
ríkjamenn, ef þess gerðist þörf.
Hann þarfnaðist þeirra til að
halda Austurlöndum niðri, þang
að til hann væri tilbúinn að
leggja þau undir sig.
„Hann vildi komast að sam-
komulagi við Stóra-Bretland“,
sagði Ciano hinn ííalski. „Hann
veit að styrjöld við Englendinga
yrði hörð og blóðug.“ Og enda
þótt hann hefði f^'rirskipað Luft-
vaffe að gefa þeim forsmekk að
því er biði þeirra, ef þeir reynd-
ust þrjózkufullir og hefði sent ;
næstum hundrað þýzkar flugvél-
ar inn yfir England nóttina eftir
fall Frakklands, þá beið hann
þess enn, að þeir breyttu ákvörð-
un sinni.
í byrjun júlí urðu brezk skip
fyrir endurteknum sprengjuárás-
um á Sundinu og í höfnum á Suð
ur-Englandi. f dagbók sinni getur
Brooke um árás steypiflugvéla á
Portland og Weymouth og loft-
árásir á Bristol, Plymouth, Fal-
mouth og Purbeack.
Dagblöðin birtu stöðugt mynd-
ir: af skriðdrekum og vopnuðum
brynvögnum, fullum af drembi-
legum ofstækisfullum ungum
11
í Ási að hann væri hverjum
manni íljótari að átta sig á
hlutunum. Og var snarræði hans
og greiðvikni viðbrugðið. Átti það
sinn góða þátt í því að halda
saman Ásbúinu. Og hjúin sögðust
mörg fara þaðan, ef hans nyti
ekki við.
Stúdentinn þakkaði Guðmundi
fyrir ferðina. Og ekki fór hann í
nýársboð sýslumannsins. Sat hann
nú heima um hríð.
VII.
Seint í janúar kom sendisveinn
í Hvamm með bréf frá sýslumanni.
Daginn eftir bjóst Guðmundur
stúdent að heiman. Reið hann
Brún, en lét sendisvein sýslu-
manns ríða ljósbleika hestinum.
Var hann nú um tima í Ási, skrif
aði bréf embættisins og fæ^ði
reikninga. Auk þess tók hann nú
að kenna fóstursyni sýslumanns-
ins undir skóla. Var það fimmtán
ára piltur sem sumir töldu son
sýslumannsins. Eins og áður getur
áttu sýslumanns'hjónin engin börn.
Eitt hafði þeim fæðzt, en það kom
andvana.
Þegar sýslumaður embættaði í
umdærni sínu gisti hann á ýmsum
bæjum. Og oft hinum sömu ár
eftir ár.
Á einum slíkum bæ bjuggu
öldruð hjón með börnum sínum,
sém öll voru úr æsku. Hafði hús
bóndinn um langt árabil stundað
sjó með lapdbúnaðinum. Það
gerðjU synir hans einnig þegar
þeir tóku við. Liðu svo mörg ár
að ekkert hinna sjö systkina flutti
burtu eða giftist. Loks var yngsta
dóttirin þunguð. Og spunnust um
það sögur í nágrenninu og ekki
allar sem vingjarnlegastar. En j
sjálf losnaði móðirin við ag feðra
barnið. Hún lézt um leið og dreng
urinn fæddist. En sveinninn lifði
og þegar hann var sjö vetra og
elztu bræðurnir tveir teknir við
jörð og búi. Annaf nýkvæntur en
hinn bjó með systur sinni sem
ráðskonu, bauð sýslumaður gömlu
hjónunum að taka drenginn í fóst
ur og hét að arfleiða hann ef
sveinninn kæmist til þess þroska,
sem hann vænti. Frá þeim degi
ólst drengurinn upp á sýslumanns
setrinu. Var hann efnispiltur. Og
nú var stúdentinn beðinn að búa
hann undir skóla. Vorið sem
drengurinn fermdist hafði sýs'lu-
maður arfleitt hann til jafns við
fósturdóttur sína Guðrúnu og gef
ið honum nafn sitt sem föðurnafn,
án þess þó að viðurkenna hann
sinn son. Héldu það sumir að
hann þyrði þag ekki fyrir frúnni.
Áður hafði drengurinn verið
kenndur vig móður sína og borið
þann veg með sér huldu þá er
fylgdi faðerni hans frá fyrsta
degi. Báðum þótti sýslumannshjón
unum vænt um drenginn. Og
gerðu sér hinar beztu vonir um
hann. Sama var og um fósturdótt
urina, Guðrúnu. En hún var eftir^
látari fósturforeldsum sínum en
drengurinn. Hann fór sínu fram
Sýslumaður mat kjark hans og
taldi hann mannsefni, sem hann
og var. En það mæltu hjúin í Ási;
að ef ráðsmannsins nyti ekki við,
yrði drengurinn erfiður heimil-
inu. En ráðsmaðurinn lét hann
sem aðra hlýða sér og það sem
meira var, vann hug hans svo
hann hlýddi með fúsum vilja.
Um leið og stúdentinn gerðist
kennari drengsins komst hann í
kynni við heimasætuna. En því
naf^ii var fósturdóttir sýslumanns
hjónanna almennt nefnd. Fór
t BJARNI ÚR FIRÐé
Stúdentinn
í Hvammi
hann nú að gefa henni nánari
gætur og sá fljótt að þessi fallega
hlédræga kornunga mær bjó yfir
miklum kvenlegum yndisþokka,
var líkleg til alls hins bezta, ef
hún aðeins fengi að veifa vængj
unum í fullu frelsi. Frúin vildi
henni vel, en beitti hana alltof
miklum strangleika. Unga mærin
átti að vera óblettuð fyrir
mynd og helgidómur í senn, sem
allir litu upp til með varúð. Var
flest í þeirri ströngu uppeldisað-
ferð byggt á litlum skilningi og
enn iminni þekkingu á sálarlífi
viðkvæms ungmennis.
Unga stúlkan bjó yfir glaðværð
þnáði féllagsiiif, sem henni var
meinað með öllu, var því um
skeið meyr í skapi. Óviss og hik-
andi, að hverju sem hún gekk.
ICátína var henni í blóð borin. En
hún fékk ákúrur í hvert sinn er
■ hún gerði að gamni sínu, að hætti
glaðværra ungmenna. Hún var tág
grönn, hafði mjúkar og fagran
liimaburð, var fluglétt í hverju
spori. Þegar hún mátti hreyfa sig
að eigin vild, var því líkt sem
hún stigi dans.
En frúin krafðist þess að hún
gengi um hæg og sett.
En það gervi fór henni ekki
sem skyldi. Það sá frúin og fann
stöðugt að, en lét sér ekki skilj-
ast, að það sem hún krafðist af
fósturdóttur sinni, var auðfengið,
aðeins í öðru formi, sem hæfði
eðli hinnar ungu meyjar.
Stúdentinn gat ekki stillt sig
um að bera blak af hinni ungu
mey, er honum fannst frúin harð
leikin um of. En þótt hann tæki!
á rökum og þeirri málsnilli, semj
hann átti til, tókst honum ekki,
að sannfæra frúna og fékk yfirj
sig fyrirlitningu hennar og hat-
ur. Hann hafði heldur ekki tam-
ið sér það að slá úr þótt meiri
menn ættu i hlut. Og útkoman
varð sú, að frúin fjarlægðist hann
að sama skapi sem þau deildu oft
ar og meira um viðhorf lffsins.
Og svo fór að hún taldi hann sið-
lausan dóna. Minna mátti ekki
gagn gera. Ekki var heldur gott
samkomulag með stúdentinum og
sýslumanni. Sýslumaður komst
smám saman á þá skoðun að stúd
entinn hefði leikið á sig, þegar
hann gerði upp reikningana. Allt
hefði í raun og veru verið í lagi.
En stúdentinn hefði hrætt sig til
að halda annað og líklega féflett
sig í ofanálag. Ekki lét hann
þetta uppi við stúdentinn En
það gaf hann oft í skyn við gesti.
En frúin sem hlustaði á dylgjur
sýslumanns, gleypti við þeim, og
við það magnaðist óvild hennar á
stúdentinum. Hefði hún helzt vilj
að vísa honum af heimilinu. En
sýslumaður taldi hann ómissandi.
„Ilann er að kenna börnum
okkar, heillin," sagði sýslumað-
ur. „Þegar því er lokið, má hann
sigla sinn sjó. Við sýslumenn
verðum jafnan að taka hlutina
réttum tökum. Nú vinnur stúd-
entinn nauðsynjastarf fyrir heim-
ili okkar. Þess vegna líð ég liannJ
Þess vegna held ég hann, þó að
ég hafi reynt hann að því að vera
viðsjálsgrip. Starfsorkuna á mað-
ur að hagnýta, þegar þörf er fyr-
ir hana. Maður veit agnúann og
varar sig á 'honum. En lætur hann
ekki koma í veg fyrir það, að þörf
inni sé fullnægt/ Treystu mér
heillin. Og svo ræðum við þetta
ekki meira.“
Féll svo talið niður. Frúin var
ekki ánægð. En hún sá sér ekki
fært að tala um fyrir manni sín-
um. Hún bar í senn þungan hug
til stúdentsins og óttaðist hann.
Henni fannst það liggja í loft-
inu, að meira illt hlytist af þar-
veru stúdentsins en sá hagnaður,
sem kennslan veitti. Enda var nú
skammt að bíða nýrra átaka á
sýslumanrissetrinu.
Nú kom að því ag stúdentinn
fór fyrir alvöru aö hyggja á kvon-
bænir. Hann leitaði fyrst til
heimasætunnar. Þar var málið
auðsótt. Hún játaðist honum, þó
með þeim fyrirvara, að hann
fengi samþykki fósturforeldranna.
En er stúdentinn bar upp bón-
orðið við sýslumann, svaraði hann
hiklaust:
T I M I N N," laugardagur 34. marz 1963.