Tíminn - 30.03.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1962, Blaðsíða 8
'■'*» u Sjávarsíðan kynnir að þessi sinm fyrir lesend um stnum mesta fisk- veiðiland heimsins, — JAPAN, — sem framleið ir 20% állrar heims- framleiðslunnar. Sjávar síðan mun leitast vig að segja nokkuð frá sjávar útvegi annarra þjóða, eftir því sem föng eru, á. Það er margt að gerast i sjávarútvegi annarra þjóða, sem áhugamenn á íslandi mœttu gjarna fylgjast nokkuð með. — íslendingar eru ekki ein ir um fiskveiðar, en eiga þó meira undir sjávœrafla en flestar aðrar þjóðir. LESIÐ UM JAPAN. Endurnýjun fiskiskipanna Að lokinni styrjöidinni 1945, beitti ríkisstjórnin sér fyrir nauð synlegri endurnýjun fiskiflotans. Eftir tvö ár var tala fiskiskipa orð in sú sama og í stríðsbyrjun. 1948 var Japan orðið mesta fiskveiði- land heimsins. 1959 var fiskiskipa tala landsins 400 þús. og þar af voru 170 þús. skip vélknúin. Að tölunni til eiga Japanir nú 30% af fiskiskipastól heimsins, og eru þá allar fiskifleytur þeirra taldar með, jafnt ára- og seglbátar sem aðrar. Margar stoðir renna undir það, að Japanir hafa orðið jafnstór- tæk fiskveiðiþjóð sem raun ber vitni. Minna en 30% af landi þeirra er ræktanlegt, en þjóðin hefur neyðzt til þess að snúa sér að sjávarútvegi, enda ágæt fiski- mið við eyjarnar. Liggja að land- inu bæði heitir og kaldir straum- ar, sem búa hinum margbreytileg- ustu fiskitegundum lífsskilyrði. — Við norðanvert landið, Hokkaido og víffar, er gnægff af laxi, síld, flatfiski og þorski og við syðri eyj- arnar lifa ýmsir hlýsjávarfiskar. Veðurfar er allajafna gott á Jap- anseyjum að því undanskildu' að hætt er við hvirfilvindum á haust in. Hafnarskilyrði eru víða góð frá náttúrunnar hendi og eykur það að sjálfsögðu möguleikana fyrir fiskveiðum, og þar við bæt- ist, að Japanir eru hneigðir til sjómennsku og elska hafið, enda er þeirra haf hvorki jafnægilegt né frekt á mannslífin eins og við eigum að venjast hér á norðurslóð um. Mikil fiskneyzla Landþrengsli eru mikil í Japan. Þar búa 100 millj. manna á 360 þús. ferkílómetrum lands, og sé tekið tillit til ræktarlandsins, sem áður var getið, er ekki að furða, þótt Japanir séu miklar fiskætur. Eiga þeir sammerkt með íslending um að því leyti til og munu fáar þjóðir neyta meiri fisks en þessar ívær annars ólíku þjóðir., Heildar ársneyzla af fiski á mann er 60 kg. í Japan, í Hollandi 9,5 kg. svo dæmi sé tekið af Evrópulandi. Þegar Japanir hófust handa um að færa fiskveiðar sínar í nýtízku horf, gerði það þeim leikinn þeim mun auðveldari, að þeir áttu yfir að ráða háþróuðum vélaiðnaði. — Gátu þeir framleitt flestar vélar og tæki, sem þeir þörfnuðust, í landinu sjálfu og voru þannig ó- háðir erlendri tækniaðstoð eða innflutningi véla og tækja. Á fjarlægum miðum Japanskir fiskimenn setja það ekki fyrir sig að sækja á fjarlæg mið. Fyrir þeim virðist aðalatrið- ið að fiska á góðum miðum, og skiptir þá ekki máli, hvar þau er að finna. Er svo að sjá sem veiðigleði Japana sé einstök, og þeir víla ekki fyrir sér að vera að heiman við veiðiskap í fjarlæg um löndum og álfum jafnvel svo árum skiptir. Sem dæmi má geta þess, að um 150 japönsk fiskiskip eru að staðaldri að veiðum erlend- is og hafa bækistöðvar í vissum höfnum í Suður-Ameríku, Austur- löndum nær og fjær, Mexíkó, Ástralíu og við Miðjarðarhaf. í Mið- og Suður-Ameríku er útgerð þessi rekin í sameiningu af heima mönnum þar og Japönum, í Suð- austur-Asíu eru japönsku bátarnir reknir sem leiguskip og í Evrópu selja þeir aflann samkvæmt sér- stökum samningum. Þrátt fyrir þessa ströngu sókn og löngu úti- vist í fjarlægum löndum og heims álfum er sjaldgæft að Japanir setj (Framhald á 15. síðu). Sjávarafurðir 1961 fSutiar íit fyrir 2.6 milljarða GULLFAXI — eigandl Gullfaxi h.f.1 NeskaupstaS (Ármann Eiríksson o.fl.), um 100 leSta eikarskip, er í smíSum í Djupvik i SvíþióS, og mun vaenfanlegur heim fljótlega úr þessu. —- Á myndinni sést væntanleg- ur skipstjóri, Þorletfur Jónsson frá NeskaupstaS. Útfluttar sjávarafurð'ir til árs- loka 1961. (Samanburður við 1960 í svigum). Talið í smálestum: Saltfiskur, verkaður 4.645 ( 4.437) Saltf. óverkaður 27.857 (22.044) Söltuð fiskflök 1.253 ( 785) Söltuð þunnildi 1.325 ( 631) Skreið 10.675 ( 7.435) ísfiskur 33.518 (28.079) Freðfiskur 44.851 (64.458) Frystur fiskúrg. 12.283 (10.408) Niðursoðið fiskmeti 261 ( 270) Fiskimjöl 28.692 (19.223) Karfamjöl 3.735 (11.777) Síldarmjöl 36.873 (23.259) Hvalmjöl 1.493 ( 1) Humarmjöl 366 ( 0) Lifrarmjöl 345 ( 425) Rækjumjöl 30 ( 0) Þorskalýsi 5.950 (10.171) Karfalýsi 980 ( 2.414) Síldarlýsi 25.001 (36.225) Hvallýsi • 1.540 ( 4.425) Sild, ísuð 6.035 ( 1.286) Síld, fryst 14.458 ( 7.250) Síld, söltuð 33.738 (19.025) Hrogn, fryst 608 ( 720) Hrogn, söltuð 4.430 ( 4.999) Hvalkjöt, fryst 1.620 ( 1.520) Hvalskíði 51 ( 0) Rækjur og humar, fryst 506 ( 485) Fiskroð, söltuð 23 ( 75) Sundmagi minna en 1 ( 1) Soðkjarni 1.500 ( 0) Heildarverðmæti útfluttra sjáv- arafurða .1961 var kr. 2.642.893, 000, en var 1960 kr. 2.107.103,000. Eftirtaldir útflutningsliðir gefa mest verðmæti: millj. Freðfiskur kr. 696 Saltfiskur, verkaður og óv. — 385 Saltsíld — 329 Skreið — 258 Síldarmjöl — 203 ísfiskur — 176 Síldarlýsi — 132 T í M I N N, föstudagur 30. marz 1962.j S JÁVAR S f Rifrstjóri: Ingvar Gíslason. Japanir eru mesta fiskveiði- þjóS heimsins.Árið 1960veiddu þeir yfir 6 millj. lest af fiski, og er það urn það bil fimmt- ungur allrar heimsveiðinnar. Japönsk skip leita ekki aðeins fanga á heima miðum, heldur sækja þau á hinar f jarlægustu veiðislóðir, allt frá Indlands- hafi til Suðurskautslanda, frá Beringssundi um þvera Ame- ríku austur í Atlantshaf. Fisk- veiðiskýrsiur Japana bera með sér, að þeir veiða um 30 mis- munandi tegundir af fiski og sjófangi, þ. á m.: sardínur, makríl, lax, lúðu, þorsk, sverð fisk, hákarl og túnfisk. Ein og hálf milljón manna hefur framfæri sitt af fiskveiðum (þ. e. sjómenn og fjölskyldur þeirra). Sjávarútvegur Japana á sér langa sögu. Fornleifafræðingar þykjast geta lesið það út úr forn minjum, að Japanir hafi lagt stund á fiskveiðar fyrir 4000 árum. Árið 1905 áttu þeir 420 þús. fiski báta, en aðeins 50 þeirra voru vél- knúnir. Þá var heildarafli lands- manna 400 þús. lestir á 6.2 millj. samkv. síðustu skýrslum. Smám saman jókst vélbátafloti þeirra og aflamagn að sama skapi, svo að árið 1940 var heildaraflinn orðinn 4 millj. lesta og tala vélbáta 75 þús. Á styrjaldarárunum varð mik- ill samdráttur í sjávarútvegi Jap ana. Flestir stærri bátanna voru teknir í þjónustu styrjaldarinnar og fórust unnvörpum. Þeir, sem eftir voru, urðu að litlum notum vegna skorts á olíu og veiðarfær- um og stórskemmda og eyðilegg- ingar á höfnum. Þar að auki varð mikill aflabrestur á sardínuveið- um, sem áffur hafði gefið mestar tekjur, einkum á árunum 1933— 1936. framleiðir yfir 6 millj. lesta af fiski

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.