Tíminn - 30.03.1962, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA
TÍMINN, föstudagur 30. marz 1962.
RfTSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON
Hér á síðunni birtum við
nokkrar myndir frá spila-
kvöldi í Spilaklúbb F.U.F. Þær
voru teknar s.l. sunnudags-
kvöld í Tjarnargötu 26. Þessi
spilakvöld eru haldin einu
sinni í viku fyrir unglinga á
aldrinum 12—17 ára og eru
einn liðurinn í þróttmiklu
unglingastarfi F.U.F. Heildar-
verðlaun eru í boði, og er
keppt um þau á fimm spila-
kvöldum. Þegar spilamennsku
lýkur hvert kvöld, er dansað
til kl. 12, og leika þá hljóm-
sveitir unglinga úr gagnfræða-
skólunum í bænum. Næsta
spilakvöld verður á laugar-
dagskvöldið, og leikur þá
hljómsveit úr Hagaskólanum
fyrir dansi. Þessir dansleikir í
Tjarnargötu 26 standa aðeins
til kl. 12, og er þar gætt ýtr-
ustu reglusemi. —
Á myndinni efst til vinstri
sést stjórn klúbbsins, talið frá
vinstri: Sveinn Grétar Jóns-
son, formaður, Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, Þorkatla Þorkels-
dóttir og Axel Axelsson.
Á myndinni efst til hægri
spilar hópurinn af miklum
áhuga og leggur höfuðið í
bleyti, og einn og einn foryit-
inn spilamaður lítur um öxl
til að gá, hverjir séu mættir.
— Hún er viðsjál, spilamennsk
an, eins og sjá má á svip þeirra
tveggja, nei fjögurra, sem
spila á miðri síðu. Veikara
kynið virðist vera búið að taka
sínar ákvarðanir, en skyldi
það ekki vefjast fyrir piltun-
um enn um stund, hvort þeir
eiga að fleygja ás eða tvisti.
\ Á neðstu myndinni sér yfir
! hópinn. Þeir eru í sjöunda
himni, þessir ungu spilagarp-
ar í Tjarnargötu 26, og hver
(Framhald á 15. síðu)
I