Tíminn - 30.03.1962, Blaðsíða 16
ajj hcir\afnuS(Am báka
'mmW,
Föstudagur 30. marz 1962
75. tbl.
46. árg.
Nýir símar
samband
i
um helgina
Laugardaginn 31. marz kl. 22.00
verður 1000 símanúmerum bætt
við miðbæjarstöðina' í Reykjavik.
Þau eru á sviðinu 20000—20999
og hefur flestum þegar verið út-
hlutað. Um helmingúr þeirra
kemst strax í samband en flest
hinna innan mánaðar, þegar línu-
lögnum vegna þeirra er lokið. Þá
verða og breytingar á númerum
nokkurra notenda, sem hafa flutt
milli bæjarhluta frá því seinasta
''simaskrá kom út. í Reykjavík
verða þá komin samtals 20500
númer.
Aðfaranótt sunnudagsins 1. apríl
bætast 500 símanúmer við í Hafn-
arfirði, og eru þau á sviðinu 51000
—51499, og kemst tæpur helming-
ur þeirra í samband strax, en hin
síðar í vor, þegar linulögnum
vegna þeirra er lokið. I Hafnar-
firði er verið að setja upp nýja
stöð en lokaefni til hennar kemur
ekki fyrr en síðast á árinu. Vegna
hinna mörgu, sem bíða þar eftir
síma, hefur þó veiið tekið það ráð,
að taka 500 af númerunum í notk-
un fyrr, þótt afgreiðslan í aðra
áttina verði að vera handvirk árið
út. Þannig svarar símastúlka, þeg-
ar hringt er til þessara númera, og
gefur samband við þau, en hins
vegár er afgreiðslan alveg sjálf-
virk út frá þeim.
Aukasímaskrá fyrir Reykjavík
og Hafnarfjörð kemur út í maí-
byrjun. I-Iún felur í sér númer
nýrra notenda, númerabreytingar
og skrá yfir rétthafa allra síma-
númeranna.
Unnið er að undirbúningi nýrrar
símstöðvar í Kópavogi, og sjálf-
virkra stööva í Vestmannaeyjum
og á Akranesi, og er gert ráð fyrir,
að þær verði teknar í notkun
snemma á næsta ári.
(Frétt frá
póst- og símamálastjórninni).
Hvernig get
ég verndaS
tennurnar?
Skólastjórar um allt land eru
hvattir til að láta sem flesta
nemendur sína taka þátt í rit-
gerðarsamkeppni um efnið:
„Hvernig get ég verndað tenn-
urnar?“ og senda þrjár beztu
ritgerðirnar til Tannlæknafé-
lags íslands fyrir 10. apríl n.k.
Mörg verðlaun verða veitt.
1500 BÆKUR A UTSOLU
Bóksalafélag íslands opnaði
bókaútsölu í Listamannaskálanum
við Kirkjustræti kl. 9 í morgun.
Þar eru um 1500 bókatitlar frá 40
forlögum, sem þátt taka i útsöl-
unni, en afsláttur ,er mikill, 60—
70% á mörgum bókuin.
Þetta mun vera einn stærsti
bókamarkaður, sem hér hefur ver-
ið haldinn, og er ekki ólíklegt, að
á alllöngu líði, unz fólk fær úr eins
miklu að moða. Lárus Blöndal Guð-
mundsson, bóltsali, og Jónas Egg-
ertsson, verzlunarstjóri, hafa séð
um að koma markaðinum upp og
bókunum fyrir í Listamannaskál-
anum. Bókaútsalan verður opin í
10 daga frá kl. 9—6 daglega, en á
Iaugar- og sunnudögum verður
opið frá kl. 9 f. h. til 10 að kvöldi.
Prentuð hefur verið skrá, sem
hægt er að fá á staðnum, en bók-
salar úti á Iandi munu sjá um
dreifingu hennar þar. Á skránni
er þó ckki nema uni helmingur
bðkanna, þar sem sum forlögin
urðu svo síðbúin að tilkynna bæk-
ur sínar. Líklegt má telja, að á út-
sölunni séu milli 20 og 30.000 ein-
tök, og verður því að benda fólki
á að líta þar oftar inn en einu
sinni, ef það vill fylgjast vel með
því, hvað þar er til. — Gunnar Ein-
arsson í Leiftri benti á, að mikið
væri spurt cftir gömlum bókum.
sem lægju hér og þar, ýmist hjá
bóksölum úti á landi eða hjá for-
lögunum, en sæjust oft ekki í hill-
(Framhald á 15. síðu).
Utanför
í hoðí
Næstkomandi sunnudag
g„ngst Félag ungra Fram-
sóknarmanna á Akureyri
fyrir Bingó á Hótel IÍEA.
Þetta verður tveggja kvölda
keppni, og fer síðari keppn-
in fram hinn 8. apríl. Aðal-
vinningurinn er ferð fyrir 2
til útlanda, fram og til baka,
en auk þess eru fjöldamarg-
ir verðmætir vinningai' aðr-
ir. — Eftir keppni bæði
kvöldin verður stiginn dans.
Forsala aðgönguiniða hóst
í gær í bókaverzlun Jóhanns
Valdimarssonar.
Nýlega var skýrt frá því í
tímaritinu Electrical Times í
London að samningar hefðu
verið gerðir við s©nska fyrir-
tækið Karlstads Mekaniska
Werkstad um, að fyrirtækið
sæi Sogsvirkjuninni fyrir enn
einni íúrbínu.
Túrbínan er af Francis-gerð og
Sigurbiorn Jiinarsson
sem
Tímanum hefur borizt svar
frá séra Sigurbirni Einarssyni,
biskupi íslands, vegna greinar
sem birzt hefur í blöðum, og
nefnd er starf og stefna Votta
Jehóva, undirrituð af Laurits
Rendeboe. Hrekur biskup þar
fullyrðingar Rendeboes, en
rúmsins vegna verður svar
biskups ekki birt í heild í dag.
Greinargerð Sigurbjörns Einars-
sonar er í 11 liðum. Segir þar með
al annars, að þótt í grein Rende-
boes standi, að leiðrétta eigi það,
sem biskup hafi farið rangt með í
smáriti sínu um trúflokkinn, sé
engu af því haggað, en þannig far-
ið með annað, að bersýnilega sé
um blekkingar að raéða.
Þá segir biskup, að þótt Rende-
! boe neit því, að blettur hafi fallið á
persónu Russels, sem var upphafs-
maður trúflokksins og það sé að-
eins siúður, sé sú staðreynd óhögg-
uð, að þegar Russel reyndi að fá
slúðrinu hnekkt með dómi, hafi
hann tapað málinu.
í svari sínu segir biskup enn
fremur, að þótt vottar Jehóva
haldi því fram, að jól séu heiðin
hátíð en ekki kristin, á þeirri for-
sendu, að heiðnir menn hafi haldið
jól fyrir Krists burð, hnekki það
ekki rétti kristinna manna til þess
að minnast fæðingar frelsara síns,
(Framhald á 15. síðu).
er 22.000 liestöfl, og sú þriðja, sem
fyrirtækið smíðar fyrir Sogið. Hin-
ar tvær hafa verið í notkun í nokjk-
ur ár.
Ennfremur segir í greininni:
Borgarstjórinn í Reykjavík hef-
ur vakið athygli á því, að höfuð-
borgin þarfnist frekari rafmagns-
stöðva, sem til starfa gætu tekið í
árslok 1966, en árleg aukning raf-
magnsnotkunar í Reykjavík nemur
5 mw. 1
Nú er verið að athuga ýmsar
leiðir til rafmagnsöflunar, og eru
þar tvær leiðir taldar beztar, önn-
ur er notkun jarðhita í Hveragerði,
en hin er að koma einni eða tveim-
ur virkjunum í Þjórsá. Nýting jarð-
hitans myndi verða ódýrari og
fengjust þaðan 15 mw, en virkjun
Þjórsár veitti mikla möguleika til
rafmagnsaukningar og til þess að
koma af stað ýmsum iðnaði í því
sambandi.
Tíminn hafði í gær tal af Jakobi
Guðjónsen framkvæmdastjóra
varðandi þessa frétt, og sagði
hann, að þessi túrbína ætti að fara
í írafossstöðina til viðbótar þeim
tveim, sem þar eru fyrir, og væri
hún þá fullgerð. Hér er ekki um
neitt nýtt að ræða heldur aðeins
framhaldsbyggingu stöðvarinnar.
Varðandi það, hvort fleiri fram-
kvæmdir við Sogsvirkjunina væru
á döfinni, sagði hann, að hugsan-
legt væri, að bæta við Ljósafoss-
stöðina, en ákvörðun um það mál
hefur ekki enn verið tekin.
Þessi nýja túrbína í Irafossstöð-
in er 15.500 kw.