Tíminn - 30.03.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.03.1962, Blaðsíða 14
/ Fyrri hlutis Undanhald, eftir Arthur Bryant Heimildir eru STRIDSDAGBÆKUR ALANBROOKE Þann 11. september ílutti tíhurehill útvarpsávarp til brezku þjóðarinnar: „Enginn skyldi loka augunum fyririþeirri staðreynd," sagði hann m. a. „að verið er að undirbúa innrás á þess'ar eyjar, með allri hinni venjulegu þýzku nákvæmni og aðferð, og að hún kann að verða gerð nú — á England, á Skotland, eða á írland, eða öll þrjú löndin ... Næsta vika hlýtur óhjákvæmilega að verða örlaga ríkur tími í sögu okkar, eigi síður en dagarnir, þegar spánski flotinn var að nálgast Sundið, eða þegar Nelson stóð á jnilli okkar og herliðs Napoleons við Boulogne." En óvinurinn lét enn ekki til skarar skríða. Þýzki utanríkismála ráðherrann fullvissaði fylgismenn sína í Berlín um það, að nú myndu þeir greiða rothögjpð einhvern næsta dag. Mussolini sagði Ciano, að það Væru örugg vi'ssa og fyrir skipaði hershöfðingja sínum í Libyu að ráðast inn í Cario jafn- skjótt og fyrsta innrásarsveitin stigi í land á Englandi, meðan Hitler tilkynnti heiminum: „Ef fólk í Englandi spyr“: „Hvers vegna kemur hann ekki?“ Þá get ég leyst úr þeirri spurn- ingu þess: Hann er að koma!“ En enda þótt yfirmaður innrásar aðilanna, von Rundstedt, byggist við að ná Gravesend- Reigate- Petersfield- Portsmouth línunni strax á fyrstu viku landtökunnar þá var samt yfirmaður flotans, Reader aðmíráli, þeirrar trúar að undirbúningsskilyrðunum hefði ekki verið fullnægt. „Það sáust engin merki,“ til kynnti hann þann 10. september — „um ósigur flughers óvinanna yfir Suður-Englandi.“ Daginn eftir frestaði Hitler öllum frekari inn rásaraðgerðum til 24. september, en hafði þá áður frestað þeim frá 15. til 21. s.m. Þann 14. september ráðgaðist Hitler við flotaforingja sinn og þrátt fyrir hvatningu neitaði hann algerlega að fresta jnnrásinni, þangað til Luftwaffe hefði gert enn eina tilraun til að ráða niður lögum R.A.F. (brezka flughersins) Dagi.nn eftir lét Goering gera mestu loftárásina á London; sem til þessa hafði verið gerð. Meira en þúsund flugvélar voru sendar til árásar á höfuðborgina, bæði orrustuflugvélar og sprengjuflug vélar. Reynt var að taka mann- lega á móti og úrslitin urðu þau, að Þjóðverjar misstu fimmtíu og sex flugvélar, þar af þrjátíu og fjórar sprengjuflugvélar en Bretar aðeins tuttugu og fjórar. „Enn engin innrás,“ skrifaði Brooke í dagbók sína þann 16. september. „En fréttir hafa bor izt um það, að í nótt eigi hún að byrja. Borðaði miðdegisverð með Bertie í Orleans og gekk heim í miðri loftárás, meðan bjarma sló á himinhvolfið frá brennandi hús um í nágrenni Charing Cross.“ 17. september: Enn engin inn rás og í dag er rok, sem ætti að torvelda adar siglingar yfir Sund ið. Nær stanzlausar loftárásir í alla nótt og sprengjum varpað á Burlington Arcade, Bond Street, Berkeley Square, Park Lane o.s.frv. Kannaði 42, herdeild og stór- fylki í Maidenhead Newbury og Oxford. Kom aftur til skrifstof unnar kl. 6,15 e.m. og var þar í hálfa aðra klukkustund. Borðaði miðdegisverð í klúbbnum. Sömu loftárásirnar, sömu drunurnar i þýzku flugvélunum, sömu spreng ingarnar og sama geltið í loftvarn arbyssunum. Það er erfitt að trúa því, að þetta sé London ... 18. september: Enn einn dagur án innrásar. Storminn hefur lægt og veðrið er því miður betra. Dvaldi mestan hluta dagsins á skrifstofunni og ræddi við menn. Fyrs't við Pope um stofnun nýrra bryndrekasveitar, því næst við Pownall um landvarnir og loks við Noswarthy um gagn-árás með 4. herfylkinu. Miklar loftárásir síðastliðna nótt og talsverðar skemmdir á Oxford Street. Enn virðist allt benda fil þess, að búast megi við innrás á hverri stundu. 19. september: Ós'kemmtileg nótt með miklum sprengjuárásum á West End ... Þegar við ætluðum að fara til Hendon, reyndust flest ir vegir lo'kaðir — Piccadilly Regent Street, Bond Street, North Audley Street, Park Lane. Fórum loks frá Hendon kl. 10 e. m. og komumst sjötíu mílur á tuttugu mínútum, til Mildenhall. Var mestan hluta dagsins að kanna 52. herdeild, sem reyndist í ágætu lagi. Kom aftur til Hendon laust fyrir klukkan 7 e. m. og fór til St. Paul, þar sem ég dvaldi eina klukkustund á skrifstofunni. IClukkan 8 voru aftur gefin loft- varnarmerki og hafa ekki hljóðn að síðan. Þungar sprengjur hafa fallið ískyggilega nálægt klúbbn um, svo að húsið hefur allt leikið á reiðiskjálfi. 21. september: Var allan daginn á skrifstofunni. Fór um kvöldið að finna Dill og talaði lengi við hann. Þetta kvöld sendi forsætis ráðherrann mér blað, sem komið hafði frá Spáni, þar sem birt var viðtal við greinargóðan Ameríku I mann er var nýkominn frá Þýzka landi. Þetta var ritað 7. septem- ber og þá kvaðst hann þess full- viss, að Hitlér myndi gera árás innan hálfs mánaðar. í dag var 21. september, síðasti dagur þessa hálfa mánaðar ... 22. september. Sunnudagur: Eftir stanzlausar loftárásir alla nóttina, fór ég til skrifstofunnar og lauk í flýti því, sem þar þurfti að gera. Fór síðan heim og kom að konunni og börnunum, þar sem þau voru að syngja sálma inni í dagstofunni... Að koma aftur til London um kvöldið var líkast því, að maður væri að nálgast helvíti Dantés, þar sem umhverfis mann leiftruðu eldbloss ar frá byssunum, glampandi sind ur sprengjanna og logaskærir geislar leitarljósanna ... 23. septdmber: Enn lætur inn rásin bíða eftir sér. Vann á skrif stofunnr frá klukkan 9 f. m. til 8 e. m. Skrapp þá til Hendon og varg fyrir töfum á leiðinni vegna skemmda á veginum eftir loftárás irnar í nótt... Flugum til Old Sarum, þar sem þeir Auchinleck og Ritohie slógust í för með okkur héldum svo áfram til St. Erol og komum þangað kl. 10 e. m. Þar hittum við þá Franklyn og Charles Allfrey og fórum ásamt þeim til Lands End til þess að athuga varnarvirkin á St. Ives- og Penz anee ströndinni. Því næst ókum við aftur til St. Erol, lögðum af s'tag þaðan til Hendon kl.5,30 e.m. og komum þangað laust fyrir kl. 7 e. m. Til klúbbsins kom ég klulrkan 7,30 og hafði þá farið u. þ. b. sex hundruð mílur á þess um tólf klukkustundum. 27. september: Fór úr klúbbnum klukkan 8,30 f. m. og kom til Hendon eftir margvíslegar hindr anir, rétt þegar loftvarnarmerkin byrjuðu að nýju. Þar var okkur tjáð, að Þjóðverjar væru nú að gera árás á Biggin HiU og að við gætum áreiðanlega flogið norður. 16 ert. Nóttin er enn björt, sagði sýslumaður. Hann varð ekki tafinn. Nokkru síðar þystu þeir feðgar áleiðis til fjallsins. Stúdentinn leit eftir heyþurrk inum og sagði fyrir verkum, svo veik hann afsíðis upp í hvamminn, sem bærinn dró nafn af. Þar opn aði hann bréf ástmeyjar sinnar og það gaf honum umhugsunar efni, sem entist fram á nótt. XI. Sumarið var liðið, og nýr vetur genginn í garð, harður vetur, meg smáblotum og hörkum á milli, sem hleyptu öllu í gadd. Elztu menn hristu kollana yfir tíðarfarinu. Sauðirnir, þessar harðfengu dugn aðarskepnur sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna, þutu um hjarnig og leituðu þúfnakollanna, sem yddu á og hömuðust á gadd inum unz allt var uppurið. Guðmundur yngri í Hvammi hafði sauðagæzluna í hendi þenn an vetur Hann fylgdi þeim fast efti-r og leitaði haglendis. Fór hann oft langt um á skíðum að kanna beitarlandið. Og ef hann sá blett þar sem líklegt var, að einhver snöp fyndust, sak hann sauðina þangað og hikaði aldrei, þó að útlitið væri illt. Oft lenti hann í hríð, en heim komst hann hvert kvöld hvernig sem viðraði og aldrei vantaði sauð. Það gerði þó nokkurn blota í sólstöðurnar, en ekki batnaði í haga við það. Frosthríðin kom úr nýárinu og hleyþti öllu í svell og brunagadd. En sauðamaðurinn í Hvammi lét sig ekki að heldur. Nú flutti hann með sér pál og reku og barði á gaddinum þar sem helzt var gras von. Sauðirnir eltu fjármanninn og allir fengu nokkra björg. Þó að harðindin yrðu svo mikil að allar skepnur kæmu á gjöf, þurfti bónd inn í Hvammi engu að kvíða. Þar voru stærri tóftir en nokkurs stað ar í allri sveitinni. En svo hélt dauðinn innreið sína í Hvamm. Seint í janúar lagðist ráðskonan í Hvammi. Margrét Jónsdóttir. Það var svæs in lungnabólga. Eftir tæpa viku var hún liðið lík hún Margrét í Hvammi. Það hafði hún verið nefnd í allri sveitinni. Og Margrét í Hvammi hafði sýnt það seint og snemma, að hún var vandanum vaxin. Hún kunni jafnt að fara með'mikil efni og lítil. Hún var mikilvirk og andvirk í senn. Heimilisfólkinu þót.ti öllu vænt um hana. „Hvammur setur ofan við frá- fall Margrétar," sögðu menn almennt. Guðmundur yngri bar harm sinn í hljóði. Hann vakti yfir móður sinni alla vikuna. sem hún lá, veik varla frá rúmi hennar eitt augnabragð og sýndi þá mikla umhyggju og nærfærni. En er yfir lauk tók hann að nýju til við sauðagæzluna og rækti hana méð sams konar dugn aði og trúmennsku sem vánalega.1 Tilfinningum sínum stó hann ekki út, nema hvað hann var alvar- legri en vanalega. Stúdentinn bauð honum frí frá störfum fram yfir jarðaför. En hann þá það eklci. Er hann hafði lokið dags- verkinu, tók hann skíði sín og heimsótti prestinn og þá aðra, er hann þurfti að hitta vegna jarðar fararinnar og undirbjó hvað eina. Stúdentinn kostaði útförina og var hún öll hin virðulegasta. Leið svo fram á út.mánuði að ekkert bar til tíðinda. -Hláku gerði í byrjun marzmánaðar svo jörð kom upp neðra. En er aftur kóln aði og færð batnaði, sást manna ferð að nýju. En fáförult var þó. Er mann bar að garði var jafnan spurt um það, hvort heyrzt hefði um ráðningu nýrrar ráðskonu í Hvamm. .Enginn gat leyst þá gátu Stúdentinn var alltaf heima, og enga vinnukonu sína hafði hann beðið að taka við ráðskonustarf inu, enda töldu kunnugir að engin þeirra væri vandanum vaxin. Sjálf ur gekk hann um og sagði fyrir um öll inniverk. Þótt vandlátur og leit eftir öllu og gekk um hirzlur þær er ráðskonan hafði umsjón yfir, stóð við búrborðið við máltíðar og skammtaði hverj um einum. Þótti griðkonum hagur sinn sízt betri en áður var. En öllum bar saman um, að snyrti mennska og hreinlæti væri sízt minna nú en áður. Sérstaklega þótti hann kröfuharður um með- ferð mjólkur. Höfðu griðkonur orð á því í sinn hóp, að þær hefðu illu heilli ráðið sig of snemma til næstu ársvistar ef þær ættu að hlíta fyrirskipan hús- bóndans í ei.nu og öllu. «, Aldrei spurði stúdentinn um það, hvernig þetta verk eða hitt hefði verið leyst af hendi áður, sagði aðeins að svona skyldi það gert. Og við það sat. XII. Nú víkur sögunni í Ás. Eitt kvöld á miðri vöku var drepið á dyr heldur harkalega. Sá er fór fram, sagði að kominn væri flakk ari og bæðist gistingar. Sýslumaður var ekki heima, en frúin bauð að vísa honum í Skons una. Svo nefndist lítill afkimi í frambænum. Var það súðarher- bergi dimmt og saggafullt. Þar var flökkurum flestum boðið gist BJARNI ÚR FfRÐI: Stúdentinn í Hvammi EanaanRHnBBWBnni ing, og var slagbrandur mikill fyrir hurðinni. Var það almæli að sýslumaður hefði látig byggja þennan afkima fyrir sakamenn. Er þeir biðu dóms Ási sváfu þeir flestir í kompu þessari. Hún var því illræmd. Og var talið að henn ar vegna sneiddu flakkarar mjög hjá sýslumannssetrinu. Förumaður sá sem kominn var, var forneskjulegur, hár, grannur og lotinn með mikið hár og skegg, svart var það og lítið ei.tt hæru- skotið. Kvikur var hann í hreyf- ingum, en rómurinn dimmur og með útlendum hreim, var söngur í framsetningu málsins, að öðru leyti var málið venjulegt. Er gestinum var vísað í Skons una greip hann slagbrandinn, og settist með hann. „Er sýslumaður heima?“ spurði komumaður. Pilturinn svaraði sem var að hann væri fjarverandi. Bað hann förumann að fá sér slag- brandinn, en því var neitað. Föru maðurinn renndi augunum u,m skonsuna. Týran lýsti illa, en þó sá hann nokkurn veginn útlit herbergisins. „Eg er ekki sakamaður drengur minn.“ sagði hann. ,,Eg er spámað ur.“ Hann greip niður í brjóst- œ?3 vasa úlpunnar, sem hann bar yzt klæða og dró upp kerti og kveikti á því. Við það birti í herberginu. Enn fór hann niður í úlpuvasann og kom nú með litla glerkúlu, stöðvaði hana í rúmstokknum og tók að rýna í hana. „Eg sé líkfylgd,“ sönglaði hann „stálpaður piltur leiðir gamla konu. Þau eru syrgjendurnir. í kistunni er faðir piltsins. Þarna sé ég bæinn þeirra, lítið kot. Þar hefur gamla konan annað heimilis störfum. Móðir piltsins dó við barnsburð. Þá var hann örlítill snáði, tveggja til þriggja ára. Nú er faðir hans fluttur til grafar og heimili þeirra lagt í rúst. Þetta harmar gamla konan. Pilturinn ber einnig þungan harm eftir föð ur sinn. En hann gerði sér ekki sömu grein fyrir framtíðarhorfun um, sem gamla konan. Hún sér ekkert nema brostnar framtíðar- vonir og dauða. Hann skynjar harminn en framtíðarviðhorf hans er annað en hennar. Hann er ör- uggari þrátt fyrir allt. „Sérðu þetta allt? spyr piltur- inn. „Já, og ég sé meira. Mér birt ist ungur sveinn á sýslumanns- setrinu. Nú dreymir hann stóra 14 T í M I N N, föstudagur 30. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.