Tíminn - 04.04.1962, Qupperneq 9
MINhllNG:
Lizzie Þórarinsson
á Haiidórsstöðum
Hinn 20. marz síðastl. andaðist'
frú Lizzie Þórarinsson, húsfreyja á
Halldórsstöðum í Laxárdal.
Um leið og frú Lizzie lokaði í
hinzta sinni þreyttum augum lauk
furð'ulegu ævintýri og örlögum
einnar hinnar ágætustu húsfreyju
í Þirigeyjarsýslu, konu, sem allir
unnu, er svo lánsamir voru að
kynnast henni og um fjölmargra
ára skeið setti svip sinn á héraðið
og hóf menningu þess í hærra
veldi.
Frú Lizzie var fædd í Fifeshire í
Skotlandi 8. maí 1875. Faðir henn-
ar, William Grand, var veiðivörður,
en fluttist síðar til Leith og var
þar skólaumsjónarmaður um skeið.
Móðir hennar, frú Grand, var mikil
skapfestu- og dugnaðarkona. Var
æskuheimili Lizziear mótað af trú
rækni og sterkum heimilisiháttum.
Forfeður hennar höfðu verið
bændur í Hálöndum Skotlands.
Tvo bræður átti hún. Þeir voru
báðir í brezka hernum; tók ann-
ar -þátt í Búastríðinu, hinn í
heimsstyrjöldinni 1914—18. Barð-
irst hann á Vesturvígstöðvunum
og lenti þá í þeirri þrekraun, að
standa einn uppi, er herdeild
hans hafði verið stráfelld ag síð-
asta manni.
Á barnsaldri kynntist Lizzie
bóndasyni frá fslandi, sem leitaði
sér frama og þekkingar í Skot-
landi. Hann hét Páll Þórarinsson
frá Halldórsstöðum í Laxárdal. Af
tilviljun bar fundum þeirra sam
an. Páll var að eðlisfari dulur og
hlédrægur og mun hafa fundið
nokkuð til einstæðingsskapar, að
mestu mállaus í framandi stór-
borg. Varð hið undurfagra mey-
barn stoð hans og stytta, og
kenndi honum tungu þjóðar sinn
ar. Leiddu þessi fyrstu kynni til
margra ára bréfaskipta, og síðar
til þess að með þeim tókust heitar
ástir. Fór brúðkaup þeirra fram
í Edinborg 3. júní 1894. Var brúð
urin 19 ára en brúðguminn 37.
Meg manni sínum fluttist Lizzie
til íslands þegar eftir brúðkaupið
og settust hjónin að á Halldórs-
stöðum. Þar átti Lizzie heima alla
ævi síðan. Þá hafði verig byggt á
Halldórsstöðum tveggja hæða tví
býlishús úr timbri, stórt og glæsi
legt á þeirra tíma vísu. f annarri
þeirri íbúð hófu hjónin búskap og
þar var Lizzie húsmóðir alla tíg og
þar andaðist hún.
Tvo syni eignuðust Lizzie og
Páll, William Francis og Þór. eru
þeir báðir ókvæntir en hafa stund
ag búskap með foreldrum sínum.
meðan þeirra krafta naut við og
síðan annazt þau í hárri elli Páll
andaðist árið 1948. Fósturdóttir
þeirra hjóná er frú Álfheiður
Guðlaugsdóttir.
Ekki þarf getum að því að
leiða, hvílík ums'kipti það voru
19 ára brúði, að korria frá einni
fegurstu borg álfunnar, Edinborg,
tt! íslands og setjast að í afskekktri
snjóþungri sveit. Hún var mál-
laus á íslenzka tungu og þekkti
engan utan mann sinn. Hafði frú
Lizzie frá mörgu að segja, góðum
vinum sínum, iþegar hún, roskin
kona. renndi huga til hinna fyrstu
erfiðu ára. Hins vegar vakti koma
hennar í héraðig ekki litla athygli
Hún var gædd ágætum gáfum.
glaðvær og ástúðleg í viðmóti, bjó
yfir græskulausri, ósvikinni kímni
gáfu. barnelsk og brjóstgóð Hún
hafði tiginmannlegan yndisþokka
og var ein fegursta kona, er menn
höfðu augum lit.ið Þá hafði hún
söngrödd svo fagra. að fáar hafa
heyrzt fegri hérlendis. Hún hlaut
því virðingu og aðdáun allra, sem
sáu hana og kynntust henni. Og
þegar ís hinna fyrstu ára var brot
inn, samlagaðist hún svo umhverfi
sínu og samtíð, án þess þó að
glata nokkru af hinum skozka
persónuleik sínum, að á betra
varg ekki kosið. íslenzka þjóðbún
inginn bar þessi erlenda kona
með tign, og islenzk húsmóðir var
hún eins og fegurst og bezt gerist.
f áttræðisafmæii frú Lizziear,
fór ein vinkona hennar, sem
þekkti hana mjög vel, fögru.m orð
um um það, hvernig hún hefði
verið „tveggja heima barn“, átt
tvö þjóðerni og reynzt báðum trú
og tvenns konar skyldur, skyldurn
ar við listeðlig og þroska þess og
skyldurnar við húsmóðurstörfin
o? rækt iivort tveggja af alúð.
Ekki er að efa, ag frú Lizzie
hefði verig mikill vegur vís, ef
hún hefði kosið sönghallir og söng
leik.iasvið fremur en bóndakonu
stöðuna á íslandi. Svo kostamikil
og fögur var hennar metzósópran
rödd. Auk þess var hún fædd leik
kona. Hversu ólík hefðu þá kjör
hennar orðið. f stað þess hljómaði
söngur hennar í baðstofuhúsum
og stofum. þröngum samkomuhús
um og köldum kirkjum Þingeyjar
sýslu. Þegar er menn vissu hvílik
söngkona hún var, leituðu menn
fulltingis hennar og fyrirgreiðslu
Og fórnfýsi og stuðningur við
hvert það mál, er til mannbóta
og mannheilla var hugsað, var í
hlutfalli við aðra eðliskosti hennar
En aðstaðan til þess að þjóna
ríkri tónlistahneigð í hinu nýja
fósturlandi. var vægast sagt lítil
Margir urðu þó til'þess að veita
henni uppörvun á grýttri lista
braut, þar á meðal þjóðskáldið
séra Matthías Jochumsson.
Snemma á árum kynntist frú
Lizzie skáidinu og heimili hans.
Hann sjálfur og börn hans skildu.
að þarna fór listakona af guðs-
náð Fjölmargt ágætisfólk annað,
bæði á Akureyri og Húsavík og
víðar, studdi hana með hrifnæmi
sínu og aðdáun, auk þeirrar ástar
og virðingar er söngur hennar
vakti í nánasta umhverfi hennar.
Enginn veit nú hversu oft og
mörgum sinnum frú Lizzie
skemmti með söng sinum á
smærri og stærri mannamótum,
einkum innan héraðs, en einnig
utan, og hversu oft hún sýndi sam
úg sína á sorgarstundum í heima
húsum og kirkjum með undur-
fögrum söng. Einnig tók hún þátt
í söngkórum í sýslunni. Verður
aldrei að verðleikum metið hve
hún lyfti söngmenningu samtíðar
sinnar og umhverfis, með tigin-
mannlegu fordæmi hins óþreyt-
andi liðsmanns.
Marga unga menn tóku þau
Lizzie og Páll á heimili sitt og
kenndu þeim ensku. Þá var hún
um eitt skeið kennari við Héraðs
skólann á Laugum og kenndi þar
sitt kæra móðujrmál. Auk þess
skemmti hún þar oft með söng
sínum. Um margra vetra skeið
dvaldi hún í Húsmæðraskólanum
vikutíma eða svo. Er það fullvíst,
að margar námsmeyjar minnast
með mikilli gleði, er hún sýndi
þar „töfrabrögð" sin og látbragðs
leik. söng og jafnvel lék á hljóð
færi fyrir dansi. Var dvöl hennar
þar hreinar „sæluvikur“ bæði
fyrir nemendur og kennara.
Þegar ég nú skrifa þessar línur
og renni huga yfir kynni mín við
frú Lizzie, er margs ag minnast.
Eg minnist, þegar ég, unglingur
að árum og barn að þroska heyrði
í fyrsta sinn söng hennar á hinni
fögru hendingu og tignu laglínu:
Friðarins guð. hin hæsta hugs-
jón mín“. Þá snerti hún töfra-
sprota sínum h.iarta mitt ungt,
svo ag þag varð aldrei samt og
áður. Þá er hún mér ekki síðnr
minnisstæð. er hún fyrr og siðar
söng:
Home sweet home, sweet home.
There’s no place like home.
oh. there is no place like home.“
Þessar ljóðlínur, sem hún un^ii
svo heitt. 'ku.lu og verða mín
hinzta kveðja til hennar og hjart
ans bökk.
Páll H. Jónsson frá Lauigum.
HUNA-
VAKA
Húnavakan hefst á laugar-
daginn. Þar verður margt til
skemmtunar að vanda. Meðal
þeirra samtaka, sem standa fyr
ir skemmtunum er karlakór Ból
staðarhlíðarhrepps. Hann sýnir
sjónleikinn „Upp til Selja", og
menn úr honum flytja gaman-
vísur og svo syngur hann að
sjálfsögðu. Skemmtanir kórsins
verða á þriðjudagskvöldið kl. 8
og á laugardagskvöldið í næstu
viku kl. 4.
Næg vinna
Kaufarhöfn, 2. apríl.
Tíð hefur verið heldur óhag-
stæð að undanförnu, og Raufar-
hafnarbátar hafa ekki aflað vel.
Þaðan eru gerðir ú nokkrir bát-
ar, og í dag kom einn þeirra, sem
er 14 lestir, með 8 lestir af fiski,
aðrir voru ekki komnir að.
Næg vinna er á Raufarhöfn, og
hefur verið unnið við byggingu
stórs mjölhúss við Síldarverk-
smiðju ríkisins á staðnum, og
vinna að því margir menn.
Á morgun npun skip taka það
síðasta, sem eftir er af síld frá
því í sumar, og eru menn mjög
ánægðir vfir að hafa selt allt,
sem saltað var.
Fréttaritari.
A áheyrendabekk
á búnaðarþingi
Búnaðarþingi er nýlega lokið.
Ýmis merk mál voru rædd þar
og flest afgreidd að hætti ráð-
gefandi þinga. Sum þeirra mála
sem á dagskrá voru, ollu nokkr
um ágreiningi, t.d. breyting á
búfjárræktarlögum í þá átt að
taka upp skipulega ræktun
holdanauta. Málið var afgreitt
þannig, að reist yrði sóttvarnar-
stöð og aðeins flutt inn holda-
nautasæði sem fyrsta tilraun.
Gert er ráð fyrir að yfirdýra-
læknir hafi neitunarvald. Ég,
sem áheyrandi, tók svo eftir, að
aðeins einn þingmanna var al-
gerlega andvígur málinu í
hvernig formi, sem það væri.
STÓÐHESTAMÁL Húnvetn-
inga, búsettra milli Miðfjarðar
girðingar og Blöndu varð nokk
urt ágreiningsmál. Einkum þrír
þingfulltrúar héldu uppi andófi.
Þingið mótmælti lausgöngu
hesta á þessu svæði, þar eð
Blanda væri ekki örugg varzla.
BÆNDAHÖLLIN. Þrír full-
trúar lýstu nokkurri óánægju
með verk þetta í heild, en eink
um kom óánægjan þó fram í
samb. við hundraðstölu þá, sem
lögð er á vörur bænda í þágu
Bændahallarinnar. Tveir fulltní
ar vildu vísa frá ályktun bygg-
ingarnefndar um að framlengja
gjaldið, en tveir vildu láta vísa
málinu heim til bændanna. Upp
lýst var i umræðum, að sú að-
ferð hefði tvisvar verið viðhöfð
og fæst búnaðarfélaganna hefðu
sýnt þann áhuga að svara fyrir
spurnum, en þau sem svöruðu,
hefðu að meirihluta veitt já-
kvætt svar. Sámbvkkt var því
með yfirgnæfandi meirihluta,
að æskja þess, að Alþingi sam-
þykkti að framléngja heimild-
ina til næstu fjögurra ára. f um
ræðunum kom það Ijóst fram,
að ekki mætti tefja húsbygg-
inguna héðan af. Næstu daga
myndi Flugfélag íslands flytja
í eina fullgerða hæð hússins og
að vonandi kæmust nokkrar
hæðir í gang með fullum not-
um í sumar. Þetta er sannar-
Iega rétt sjónarmið, Þó að mik
ið sé enn óunnið. er keppikefli
að hefja starfsemi í sem stærst
um stíl, sem allra fyrst, svo að
húsið fari að gefa arð. Menn
tala um, að ráðizt hafi verið í
of stóra og dýra byggingu, en
allir hyggnir menn skilja, að
þar eð her er um eina fegurstu
bygginsrarlóð í hjarta höfuðstað
arins að ræða, var skiljanlega
sett það ófrávíkjanlega skilyrði
að þar risi af grunni stórhýsi.
Hvenær hefur verið reist of
stórt hús í Reykjavík og hve-
nær hafa stórhýsi þar ekki
rentað sig?
Hitt er annað mál, að liúsið
kostar mikið fé og sennilega er
ekki leikur einn að afla þess
fjár, en trú flestra manna mun
vera sú, að Bændahöllin bless-
ist og að með því að reisa hana
sé verið að vinna gott verk og v
gagnlegt fyrir bændastéttina í
nútíð, en einkum þó í framtíð.
STOFNLÁNASJÓÐUR Búnað
arbankans. Mönnum hefur orð
ið það á að telja það ósamræmi
í hugsun að fylgja álaginu á
bændur til byggingar Bænda-
hallarinuar, en mótmæla álagn
ingu á vörur þcirra til hins fyr-
irhugaða stofnlánasjóðs Búnað-
arbankans. Það er hreinn mis-
skilningur að í þessu sé mót-
sögn. Með því, sem greitt er til
Bændahallarinnar, er jafnhliða
sköpuð verðmæti á móti fram-
laginu, arðbær eign. Enn frem-
ur hafa fulltrúaþing bændanna,
Búnaðarþing og Stéttarsamband
bænda, með bakstuðningi Bún-
aðarsambanda og búnaðarfé-
iaga, átt frumkvæði að málinu
og samþykkt það, en álagið á
tekjur bænda til stofnlánasjóðs
ins kemur fram á Alþingi, sem
frumvarp til laga frá ríkisstjórn
landsins án þess að bændasam-
tökin væru aðspurð, auk þess
er tekjuöflunaraðferðinni hnupl
að frá bændunum sjálfum. Það
kom fram í umræðum á Bún-
aðarþingi, að þingnefnd hefði
sent því málið til umsagnar, en
alls ekki ríkisstjórnin. Loks er
tillagið til Bændahallarinnar
tímabundið, en hitt virðist eiga
að gilda um aldur og ævi, þ.e.
1% álag á söluvörur landbúnað
arins, áætlað 8 millj. kr. á
næsta ári og vaxandi eftir vöru
magnsvexti að sjálfsögðu og
einnig 0,75% álag á útsöluverð
mjólkur og rjóma og á heild-
söluverð allra annarra landbún
aðarvara, áætlað 5,5 millj. kr.
Þannig er ætlazt til að þeir,
sem vörurnar kaupi borgi þann
hluta álagsins. Bændur hafa nú
þegar bitra reynslu af því,
hvernig gengur að ná réttu verð
lagi. Skyldi ekki enn sem fyrr
takast að halda búvöruverðinu
að minnsta kosti 0,75% neðan
við rétt verð áður en þeirri upp
hæð verður bætt við; eða hvað
halda bændur um þetta?
Gæti ekki svo farið, að einnig
0,75% féllu raunverulega á
bændur og rýrðu þannig tekjur
þeirra, vegna þessara væntan-
legu lagaákvæða, um samtals
1,75% eða 13—14 millj. kr.
Við sjáum nú til hvernig
gengur að verðleggja búvörur
í haust.
Áheyrandi.
Sjóvinnunámskeiði
á Akureyri lýkur
Fyrsta sjóvinnunámskeiðinu,
sem haldið hefur verið á Akur-
eyri, lauk á laugardaginn.
Sjóvinnunámskeið þetta var
haldið á vegum Gagnfræðaskóla
Akureyrar, Utgerðarfélags Akur-
eyringa og Skipstjórafélags Norð
urlands, og fór það fram i Gagn-
fræðaskólanum.
Alls sóttu 23 unglingar nám-
skeiðið, en þvi stjórnaði Björn
Baldvinsson, skipstjóri.
Er námskeiðinu var slitið, voru
unglingunum afhent skírteini, sem
vottuðu, að þeir hefðu sótt nám-
skeiðið, en til þess var efnt með
það fyrir augum að kenna vinnu-
brögð á'fiskiskipum. Mikil togara-
útgerð er á Akureyri, en þaðan
eru eins og kunnugt er. gerðir úr
5 togarar Mannekla er þar jafn-
an mikil eins og annars staðar á
togurum, en er nú von manna,
að með þessu námskeiði megi eitt
hvað bætn úr þes'ari eklu. end%
eru námskeið sem þetta. góður
undirbúningur undir störf á sjó
síðar meir. E.D.
TIMINN, miðvikr.dr.ginn 4. aprfl 1962
9